Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1975, Side 7

Skólablaðið - 01.04.1975, Side 7
Ferðin sem aldrei var farin. Það var e-ina kalda haustnótt, að það, var ákveðið. Við höfðum setið heima hjá Hannesi, ég, Tryggvi, og Þórður og talað um hluti, sem oftast ber é góma er menn mætast. Ég leit yfir hópinn, þar sem þeir sátu, með glös í hendi og robbuðu í hvim- leiðum monotón yfir úreltum umræðuefnum og slógu fram einhverju heimspekilegu sem hvorki þeir, né ég, skildum. Mér var farið að leiðast þetta þvarg hjá þeim og ákvað að breyta um umræðuefni. "Hafiði heyrt um Saurbæ á Litlarassgati," öskraði ég og truflaði um leið umræður um það hvort De Gaulle hafi tekið í nefið."Heyrt hvað?" hreytti Sprettur út úr sér. "Fáðu’þér aftur í glasið til að skola þessari þvælu niður'.', mælti Móri með háðupgsbros á vör. Snúður leit af mér og hélt áfram að tala um nef De Gaulles. "Hvernig væri að þið lokuðuð trantinum í smá tíma, svo að ég gæti komizt að," vælöi ég að þeim. Þeir litu aftur á mig og hlógu í hálfum hljóðum, eins og þeir byggjust við að ég segði eitthvað heimskulegt "Allt i lagi," sagði Sprettur með glott á þykkum vörum"hváð varstú að segja um Saurteeáá Litlarass- gati. Ég hallaði mér aftur i stólnum fékk mér stóran sopa af Svartadauða, kveikti mér í Camel og byrjaði: "Eg er viss um að þið hafið áhuga á þessu. Þetta er hlutur sem þið hafið oft spekulerað í, og viljið framkvæma. En aldrei komið ykkur að því vegna dugnaðarleysis og ræfismennsku en nú er ég búinn að eygja leið til þess að hrynda þessu % framkvæmd. "gessu hverju" hræktu þeir út úr sér."Líkrán" Það slaknaði á kjálkunum á þeim öllum. Snúður hristi fyrstur af sér undrunarslenið ög spurði:"Þú meinar þetta ekki." "Jú þetta er fullkomin alvara" svaraði ég. Þeir réttu sig við og sögðu rólegir:"Jæja, ullaðu þessu þé út úr þér." Klukkan var orðin ellefu og hálfrokkur var í her- berginu. Ég blés frá mér og hóf töluna."Eærinn Saurbær á Litlarassgati er gamall kirkjustaður og var hér áður fyrr aðalstaðurinn i sveitinni og naut sérstakra ......." "Hættu þessu söguslefi og komdu þér beint að efninu," kreisti Móri fram."Reyndu þá að hálda helv. tunguómyndinni á þér i skefjum, svo að ég geti haldið áfram.""Jæja þá, kirkjugarðurinn liggur fram að háum klettum niður við sjó en klettarnir eru um 2o metra háir og þar af svona ca 5 metrar af mjúkum jarðvegi, svo ekkert var þvi til fyrirstöðu að menn væru grafnir niður alveg fram á blásnös. Sjórinn hefur oft farið hamförum þarna fram með ströndum og menn höfðu ekki rænu á að færa leiðin innar þegar öldurnar hjóu sem ákafast úr klettunum og svo fór að það mikið hjóst úr klettunum að bein og líkams^ leifar hruhdu niður á ströndina úr kistum sem sjór- inn hafði brotið upp og mjög auðvelt er að ná í góð eintök af hauskúpum og mjaðmaspöðum ef við förum rétt að. En það er sá hængur á að ríkið keypti stað- inn fyrir nokkrum árum og engum hefur verið hleypt þar að. Allt er undir eftirliti.""En hvernig komst þú að þessu?",spurði Snúður varfærnislega."Karl faðir minn sagði mér af þessu."Svo var það ákveðið. Haldið var á stað á lauga rdagskvöldi. Móri féki bílinn hjá afa sínum vegna þess að hann(afinn) hafðj fengið sitt vanabundna hægðartregðukast. Gláfca og Skjóni vildu fá að fara-með en við skildum þau útu útundan.Hahaha. Leiðin lá upp Miklubrautina. Drauga- alegt myrkur grúfði yfir öllu en samt barst ljós frá einmana ljósastaururíi i gegn. Það var væta og pollar hér og þar á slitnu malbikinu. Allt hafði þetta svo mikil áhrif á Snúð að hann reis upp í sætinu og þu þuldi upp hið alkunna kvæði eftir þjóðskáldið Hannes Höskuldsson. "Þróun, fróun,isss. Allt sem ég vil er grængresið, engilblítt og smámeyjarbrosið unaðsfrítt. Þeysi ég minum hesti um grænan mó eftir tvo daga verður hér malbik ó,ó,ó. Sóun, þróun, fróun." Hafði ljóð þetta þau áhrif að við grétum höfgum tá tárum og tókum ekki eftir gömlu konunni sem gekk i veg fyrir bílinn og varð samstundis að ólögulegri skán á veginum. Sprettur leit við og sagði."Þar fór hún." Kom þessi atburður strax aftur í jafnvægi og gott skap. Eftir augnabliks þjór á bílastæði(vínið átti hægðatregðusjúklingurim) var ekið sem leið lá upp miklubraut. En við hliðin á Æskulýðshöllinni mælti Snúður."Hvernig væri að droppa inn og taka smá swing'.'Engar athugasemdir og bíllinn beigði snar- lega til vinstri. Þóroddur Sigtryggs. 1 sveitinni. Eg hleyp berfættur um túnið hárið strykst við vanga minn er ég þýt á móti sólinni. Stráin snerta fætur mína, eins og snöggir kossar. Ylur leikur um mig allan, þó einhverra hluta vegna hægri fótinn. Undarlegur ylur, sem nær upp að ökla. Ég stoppa, lít niður. Ég steig á kúaskít. 1 kirkju. Mamma, hví hangir þessi maður, þarna á krossi? Mamma, af hverju er hann allsber, og allur í nöglum? Kom presturinn með hann hingað? Afhvurju,afhvurj u? "Þegiðu krakki, þetta er aðeins skraut" Eftir ballið. Ö, þú neisti lífs míns, blóð æða minna, andi sálar minnar undursamlega mær. Hvert eigum við að fara? (með lymskuglampa í augum og nýr og nýr saman höndum.) (Staðföst) Eg ætla ekki neitt. ég er hrein mey og hleypi ekki uppá mig. (Svekktur) Hrein m.....Bless Þóroddur Sigtryggs. Jónína drekkur einfætt út kvemnaárið. Það var gott að láta færa sér i rúmið. Kaffi og kringlur með smjöri. Eg fékk alltaf meira smjör en hinir. Það var gaman. Og þeir sættu sig við það. Eg er miðbróðir. Hannes frændi sagði alltaf:"Hann bjargar sér, skrattinn." Eg bjargaði mér, hvort ég gerði. Það var alltaf svo góð lykt á Sunnudögum. mamma stóð við maskínuna, §n pabbi var ekki kominn á fætur. Enginn þurfti að segja mér að opna dósina Ummmmmmmmm. Það dúaði. Lyktin. Stýrið og hanzkar- nir féllu vel saman. Pállámóti segir eitthvað þegar hann sér þennan. Sá gamli var orðinn nokkuð uuuu ófínn. Jú, það er rétta orðið. Eg meina ekki beint rétta týpan fyrir mann í minni stöðu. Hann segir líka:" Merii seðlar meiri þægindi." Það er lögmálið. Annars var sá gamli bara ágætur, en það vantaði öskubakkana. Eg skil ekki af hverju Jónína var á móti því að selja þann gamla. Eg skil ekkkert í henni. Mér er andskotans sama þótt ég reyki ekki. Hön er ekki úr Reykjavík og því fór sem fór......... Jónína hefur aldrei skipt sér af því, þótt ég opnaði dósina. Hún skipti sér af fáu. Ég veit ekki hvað kom yfir hana’þennan Sunnudag. Og þó, það blundar alltaf viss ofbeldishneigð í sumu fólki. Það segir presturinn. Jónína vissi vel, að ég hef alltaf opnað dósina. Eg þoli ekki fólk sem þykist geta gert allt. Og vill gera allt. Hún borðar sjálf ekki blandað grænmeti. Ég er auðvitað ekki að æsa mig út af engu, en að hún skuli einmitt eyðileggja þennan Sunnudag. Svo hrynti hún mér bara út um dyrnar. Hún opnaði dósina, helvítis beljan, hún opnaði dósina................ -Taktu ljósið frá maður minn- einsog ég segi. Jónína hafði hegðað sér nokkuð undarlega þennan Sunnudag. Og meira en það, hún hafði sært mig. (Eða var það frekar stolt mitt.) Af hverju getur allt ekki verið einsog áður. Eg var að vísu nokkuð æstur daginn eftir, en ekki svo að...-viljið þér gjöra svo vel að taka ljósið frá og leyfa mér að tala út- að ég fremdi glæp. Nei auðvitað er enginn að tala um glæp. Öhapp, vinur minn, óhapp. Ég er að koma af skrifstofunni og einhver kona gengur yfir götuna. Sko, þetta hefði alveg eins getað verið Sveinbjörg- átúttuguogsexx. Sólin skein beint í augun. Eg get ekki gert að þessu........... Sæl Jónína, ertekkihress? Jú, ég vissi það. Hvernig líður þér i fætinum. Nú jæja, þá þarftu ekki að hugsa um æðahnútana lengur hahahahahajá. Eg var að koma fra lögfræðingnum. Hann segir að ég fái skilnað hvort sem þú vilt eða ekki. Það verður buið að ganga frá málunum, áður en þú kemur af spítalanum. Auðvitað færðu dagpeninga. Lífið brosir við þér, elskan, laus frá gamla skroggnum. Ha, ein- fætt? Já, en sjáðu til kona góð. Maður í minni stöðu getur ekki átt einfætta konu. Það er alveg rétt, þegar Pállámóti segir að............ Kjarnsteinn. Dreifbýlisfélagið ritskoðað. Það var ekki margt fallegt, sem kom uþp í huga mér, eftir að ég hafði átt samskipti við Ríkisút- varpið hljóðvarp c/o auglýsingadeild nú í prófunum fyrir jólin. Jíg hafði ætlað að senda jólakveðju frá D.B:F. til félaga þess í hljóðvarpið og láta hana í LIFVET AR FAKTISKT SKONT kveðjurnar sem voru óstaðsettar eða höfðu ekki neitt sérstakt heimilisfang, sbr. grein nr ýo i málamynda- samningi D.B.F., sem birtist í öðru tbl Skólablaðs- ins. Hljóðaði kveðjan svo í nafni D.B.F. "Dreifbýlis- félag Menntaskólans í Reykjavík óskar félögum sínum gleðilegra jóla með von um gott gengi í tilhleyping- unum." Einn daginn í prófunum í norðangarra, þegar eg var i viðskiptalífinu, arkaði ég mér niður að Skúla- götu 4 til þess að láta kveðjuna inn og greiða fyrir Gekk ég upp á 4eða 5 hæð til þess að^komast á auglýs ingadeildina. En ekki gat ég komizt í lyftuna, þvi erfitt var að höndla hana á þessum þeytingi sínum upp og niður. Fann ég herbergið með mörgu stúlkunum á auglýsingadeildinni. Voru þær allar á kjaftatörn innar i herberginu og mátti engin þeirra vera að ræða við mig þá stundina. "ummm".Ég ræskti mig og kom þá að síðustu ein ljóshærð. Jók það mjög á and- stæðurnar í andliti hehnar hversu mjög hún var máluð. Hefði því vel mátt spyrja eins og í sjónvarpsauglýs- íngunni " Hvaða málningu notar þú ? pomm pomm pomm" Sagði hún, að tekið væri á móti jólakveðjunum niðrii í anddyri hússins. Enn ein ferðin þá til og f-rá í húsinu. Að síðustu fann ég þessa stúlku,sem var með jóla- kveðjurnar. Fékk ég mér sæti og byrjaði að hripa niður þessa kveðju. Að því loknu afhenti ^ég miðann og innfci eftir því hvað þetta kostaði. 16 x 50 eða 800 krónur. Greiddi ég það af innkomnum félagsgjöldum sem námu ekki andvirði greiðslunnar. Þegar ég svo ætlaði að standa upp byrjaði stúlkan að verða vand- ræðaleg og titringur kom í munnvikin á henni. Hvað var þetta? Var stúlkan að fá flogaveikiskast eða leið henni svona illa? "Ég er hrædd um að þetta gangi illa" sagði hún. Hvað gangi illa spurði ég á móti. Þetta með tilhleypingarnar. Ég er hrædd um að þetta fáisb ekki lesið í jólakveðjunum. A hvaða forsendum spurði ég. Þeir uppi vilja ekki svona lagað í hljóð- varpið. Eg sá að lítið þíddi að tjónka við hana svo ég sagðist skyldu láta hana hafa símanúmerið ijiitt til þess að hún gæti þá talað við mig ef þetta væri úti- lokað. ^Nokkru séinna hringdi hún til mín og sagði , að stórkarlarnir vildu þetta ekki í jólakveðjurnar. .Bað ég hana að breyta þessu úr tilhleypingum í bú- skapinn ef það gengi. En eigi var það gjörlegt. Vildi ég þá að þessu yrði alveg sleppt. En þess var eigi kostur þar sei}i ég væri búinn að borga. Var mér farið að leiðast þetta þjark, svo ég bað hana þá bara að breyta þessu i "gott gengi á hinu nýbyrjaða .ári." Var þá að lokum unnt að fá þetta á hreint og .þannig birtist það á Þorláksmessudag klukkan ý eins og þið heyrðuð öll. Sjáum við okkur ekki annað fært en að berjast á öðrum vígstöðvum um næstu jól, úr þvi að við vorum ritskoðaðir svona mikið þarna niðurfrá. F.h. D.B.F. Ráðsmaður. 7

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.