Skólablaðið - 01.04.1975, Page 8
, Rigningin dundi á þakinu og gluggarnir tóku inn
skxrauna eins og varafrumur grænblöðungsins. Uti i
homi á þunnri dýnu lá ég en ættingjarnir sátu mak-
indalega 1 röndóttum stólunum og biðu eftir því að
eg gæfi upp öndina. Ekki er hægt að segja að mikil
spenna hafi ríkt í herberginu þar sem ekkert var v
eftir mig áð^hafa. Svo kom að því að ég dó. Fólkið
tok eftir því að ég starði li.tlausa upp í þakskeggið
það muldraði einhver guðsleg orð. "Jæja, þá er þessu
lokið, sagði ein frœnkan. M]?að var gott að hann varð
ekki eldri því þá hefði þetta getað orðið svo mikið
umstang. ^Eg var kominn ut ur minu vanaiega gervi
og rölti á eftir fólkinu niður i stofú. "Þá þarf að
jarða hann." sagði einn frændinn. Fólkið fékk sér
kaffi og ræddi hvaða prest ætti að fá. " Einhvern
látlausan," sagði einn frændinn. "Einhvern, sem
gerir ekki mikið úh þessu." Eg sat þarna í sófa og
var farinn að gera mér grein fyrir því, h*e lítið
eg hafi verið velkominn. "Svo þarf að fá einhverja
til að bera kistuna." "Ætlar þú að bera?" spurði
ein^frænkan einn frændann, "Ef ég fss einhvern sterkan
a^moti mér'.'sagði frændinn og hló grossalega og
fólkið tók undir og ég brosti út í annað munnvikið.
Það for hrollur um mig..
Egfór upp á lpftið aftur þegar fplkið fór. Það
tróð sér inn í gamlan Moskwits, tveimur ot, margir.
Það var stigið á ökla, læri marin og hendur krömdust
milli rassa og sæta og hryggjarsúlna og sætabaka.
Billinn hökti af stað, bílstjórinn klemmdur út í
hurð, tautandi um að ég hefði verið bezti drengur
og ætti skilið látlausa jarðarför. Hræddur við
fyrri hugsanir áleit hann samþykki fólksins frelsun.
Ég var uppi á lofti og virti fyrir mér líkama
minn, hallaði undir flatt, lagaði sængina. Þetta var
ágæt klipping. Það var eins gott að jarðarförin
tækist sem bezt. Einu sinni heyrði ég sagt að margir
eðlisþættir sameinuðu manninn, og aðlögunarhæfni
hans skildi þetta einna mest og dýndi. Ætli þessir
Joættir hafi fylgt mér? Ég hvíslaði i eyra likamans.
Forvitni góði maður, vondi maður, nízkupúki, alæta,
en^ekkert svar. Eg leit því í kringum mig, og
hvíslaði, þo nokkuð lægra en í fyrsta skiptið.
Matarlyst" og út úr munninum heyrðist "já" Mér brá
við og hvíslaði aftur "matarlyst" og aftur var
svarað "já". Auðvitað var þetta rétt, meltingar-
færin voru enn í líkama mínum, og matarlyst án
meltingarfæra. Það voru hræðileg örlög, jafnvel
hefði verið betra að vera hauslaus sardína í niður-
suðudós. Það gerir kvalaleysið, skilningsleysið.
Er leið á kvöldið breiddi nóttin sæng sína
yfir borgina. Heimilsfólkið leit inn til mín áður
en það hvarf á braut inn í draumalandið. " Hann er
enn þá þarna, mikið er hann fallegt lík, sagði
einn, hann hefði ávallt átt að vera lík. "Hinn
hnippti í hann. " Segðu þetta ekki," og leit i
kringum sig. Hin þrúgaða væntumþykja var farin
að brjótast fram sem hræðsla við orðin og nálgun
þeirra við hið óþekkta. Ég sat á hækjum mínum við
,höfðalag mitt. Þau stóðu þrjú i dyragættinni. Væri
'ekki viðeigandi að líkami minn myndi brosa til
peirra, þau höfðu alltaf verið ágæt. Svo ég krækti
tveimur fingrum i sitt hvort munnvikið, og dró
hægt út til hliðanna. Þau fölnuðu, og óreglulega
kiknuðu þau í hnjáliðunum. Dauft bros drógst upp á
andlit þeirra og einn vinkaði lítið eitt með
hendinni. Ég sleppti þá öðru munnvikinu og brosti
griðarlega út í annað munnvikið, tók í annan hand-
legginn og vinkaði ósköp sætt. Þetta var of stór-
brotið fyrir blekkingartómarúm, sem tengir vitund
þeirra við hið liðna sköpunarverk. Þau hlupu út,
fyrst hvort á annað, síðan á hurðarkarmana og só
síðan út. Seinna heyrði ég þau, hvert í sinu rúmi,
muldra bænir og þreytandi langlokur, sem tengdu
guð og mig, siðferði þeirra við mig gegnum guð.
Var þetta allt til að greiða för mina.
Næstu viku lék ég á alls oddi og notfærði mér
hið nýja frjálsræði út í yztu æsar.
Þar kom að því að kaupa kistu undir líkama minn.
Farið var með mál af mér í leigubíl til kistusalans,
ég fór með. Spurt var um verð. "Svona dýrt? Það er
dýrt .að deyja, það er dýrara að deyja en lifa. Við
skulum sjá, að deyja undir tvítugu getur stofnað
efnahagskerfi heimilanna í stóra hættu." "Þanf
nokkra kistu?" spurði einn."já auðvitað, en þrátt
fyrir það þarf engin skreyting að vera, viðarklæðn-
ing er alltaf notaleg og praktísk," og viðkomandi
brosti kuldalega og augun herptust saman. "Þessi er
ágæt."
Síðan fórum við til prestsins, sem tók okkur'
vel, en veitti mér enga athygli. hann spurði um
hagi mína í lifanda lífi. Fólkið starði hvort á
annað, yppti öxlum, og einn, fitlaði við sígarettu-
ösku, sagði:"Hann var áðeins 19 ára, hann hafði
ekkert afrekað." Mig langaði til þess að leiðrétta
þetta, en fólkið heyrði ekki i mér. "Hvernig náms-
maður var hann,"spurði prestur."Slakur,"sagði ein
kona. "Var hann iþróttamaður?""Nei hann fyrirleit
það,.enda ekki liðtækur á neinu sviði íþróttanna,"
svaraði maður einn. "Nú,hafði hann einhver andleg
einkenni?""Nei-já, hann var latur,"svaraði kona ein.
"Ekki skrifa ég líkræðu um það." "Nei," svaraði
konan. "Eg reyni að hnoða þessu saman,"sagði prest-
urinn. Og við lögðum af stað heim. I dyrunum hvísl-
aði einn að prestinum. "Hafðu þefeta bara nógu lát-
laust.""Eg mun hafa hana eins og efni standa til,"
svaraði presturinn.
Er heim kom, og fólk var farið að ræða málin,
kom sú athugasemd frá einni frænkunni, hvort ekki
væri fallegt að fá einhverni til þess að spila
við jarðarförina."Nú, þarna er orgelleikari," sagði
einn frændinn. "Já, en ég meina einhvern til að
syngja," '!Við munum öll sýngja," sagði frændinn.
"Mér datt nefnilega í hug að fá vin hins liðna,
þennan, sem er að fara að læra söng i útlandinu til
þess að syngja eins og eitt lag.""Það tekur því,
það mun heldur ekkert heyrast í honum, þegar allir
syngja," sagði frændinn. "Eg á við einsöng,"sagði
frænkan."Sá peyi að syngja einsöng, eina sem ég veit
um kauða-, er hve drjúgur hann er að rifta meyjar-
slörum, og jú, heima hjá sér á hann góm, sem hann
er ekki viss um, hver af þeim gleymdi hjá honum,"
svaraði frændinn. "Og hvað með það þó að hann hafi
verið að slá sér upp með illa tenntum stúlkum, það
kemur hvorki okkur né söngnum við," sagði frænkan.
"Og ég líeld að sá liðni hefði mjög gaman af því,"
sagði frænkan. "Já, ég vona að hann skynji þá dýrð
á annan hátt en við, eðá erum við kannski að kvik^
setja hann?"sagði maðurinn i stóra jakkanum, og hló
ískrandi hlátri. Ég sat þarna á gólfinu og hló
þungum hlátri niðri í maganum af oryggisástæðum,
því að ég mundi vel þá nótt, er vinur minn krækti
sér í þá tannlausu. En reyndar var gómurinn ekki
ekki heima hjá honum, heldur hjá öðrum kunningja
okkar, þar sem hann hafði stigið á fund Amors með
þeirri gómfríðu.Hann að syngja yfir mér. En hvað?
I
Hann sem kunni ekkert nema drykkjuvísur og klám.
En það gerði kannski ekki svo mikið til, því að
textinn vill oft bjagast hjá þessum óperubörkum.
Það var ákveðið að fá hann. Eitt, tvö lög og þá
þyrfti enginn að skammast sín fyrir slíka jarðarför.
Nú var komið að degi kistulagningarinnar. Kistan
stóð við hliðina á líkamaominum, og augljóst var, að
lítið var skeytt um skreytingar. Aðeins viður
sleginn saman og handföng á sitt hvorum enda. "I
hvaða fot á sá liðni að fara? Hann á ný náttföt,
sagði einn fraaiadinn. "Nei, engan slikan óþarfa, '
sagði ein frænkan. "Þau passa á frænda. Betra er að
láfca hann'í eitthvað, sem ekki er hægt að nota. Við
getum örugglega skipt fötunum hans á milli krakkanna
okkar." Var síðan rótað fram í geymslu, og þar
fundust gömul íþróttaföt, sem ég hafði notað þegar
ég var lítill drengur. Þetta þótti fólkinu alveg
prýðilegt. "Og þarna eru gamlir fótboltaskór, sem
enginn vill nota. Við skulum klæða hann i þetta."
Eg fylgdist með agndofa, og gafc ekki annað en
brosað, þegar ég leit i kistuna og sá líkama minn
klæddann í gamlan íþróttabúning, mörgum númerum of
lítinn,og ennþá eldri fótboltaskó, sem reynt hafði
verið að bursta. Einni frænkunni fannst ég heldur
illa búinn í leiðangurinn mikla, svo að hún lagði
hjá líkama minum, slitna köflótta regnhlíf. Eg
brosti með svip þakklætisins.
A sjálfan útfarardaginn komum við öll til kirkju
nokkru áður en klukkumar klingdu. Þarna stóð kistafc
hvít og' einföld og lokið örugglega vel fest á.
Bjöllurnar klingdu. Ég sat á fremsta bekk, en færði
mig síðan aftar i kirkjuna. Þarna var orgelleikarinn
og við hlið hans sat vinurinn gamli og ræskti sig
i laumi. Þess á milli gaf hann frá sér lágar söng-
hviður, svona til að gá hvort allt væri ekki í lagi.
Hvað í andskotanum var þessi prestur að muldra? Eg
heyrði ekki orð. Því fengu þau þessan prest? Hvað
er verið að hafa prest, sem er orðinn svo gamall,
að .enginn man lengur hvað hann heitir? Muldrið
hætti, og yfirþyrmandi orgeltónar lögðust á fólkið
í kirkjunni. Vinur minn steig fram, og ég var kominn
upp og stóð við hlið þans. Fyrst var forspil, síðan
opnaði söngvarinn.’-munninn og vegna taugaóstyrks bar
hann skyrt fram fyrstu orð Ijóðsins, "Brjósta föl,
með vín i æðum," en þyrlaðist síðan í óperubarka
söngvarans. örgelleikarinn kipptist við í sinni
guðslegu andakt og prumpaði, svo að hiykkja kom á
lóðrétta laglínuna, því að það hafði komið blautt
með.'Ég emjaði af hlátri, hélt með annarri hendinni
um magann, en studdi hinni við orgelið. Söngvarinn
elti fallandi lykkju tónsins, og orgelleikarinn jók
hraðann, því að hann var ekki viss um hvaða hlykk-
jótta nóta átti að tengjast hvaða lykkju. Og þarna
fleyfctu þeir, sér kerlingar, bæði í dúrum og mollum.
En fyrir hugvitsemi Vinar míns tókst þeim að samein-
ast í lokatóninum. Það var vegna þess að hann hætti
aðeins á undan orgelleikaranum, beið síðan eftir
honum, og saman áttu þeir lokatóninn, sem alltaf
verður fagur og sannur. Er þessum hildárleik tónlist
arinnar var lokið, stigu tveir af kunningjum mínum
fram, annar langur og slánalegur, og hinn lítill og
veiklulegur og liktist helzt suðxænum afbrotamanni,
falinn bak við dökkan skeggsvarðann. Þeir tóku i
sitt hvorn endann lyftu upp kistunni, og gengu
þungum skrefum fram kirkjugólfið. En núna fann ég
að komið var að því, að ég krossaði mig-svona til
vonar og vara.
Gunnar B. KVaran.
Ljóð.
Dómnefnd var á einu máli um verðlaunaveitingu.Ekki
reyndist vansalaust að velja úr þeim ágæta fjölda
1 jóða,'sem barst.Jákvæð tilþrif og ágætir- sprettir
komu fyrir i mörgum ljóðum,en yfirleitt var heildar-
mynd þeirra ábótavant.Þau ljóð sem verðlaun hlutu
verða að áliti dómnefndar að teljast hófstilltust
og heillegust og því verð launa.Þó treysti nefndin
sér ekki til að gera upp á millirþeirra ljóða sem_
bárust undir heitinu " Ljóð i líki....",og mun því
veita syrpunni verðlaun sem heild.Að mati nefndar-
innar hefur uppskera bókmenntasamkeppninnar oftlega
áður verið betri.
Sögur.
Aðeins ý sögur komu til álita og sú er fyrstu verð-
laun hlýtur verður að teljast langtum verðlaunahæf-
ust. Sögurnar eru þó fremur hráar og mætti með auð-
veldum hætti breyta þar ýmsu til hins betra, bæði
hvað varðar stíl og málfar. Það virðist liggja í
augum uppi að allnokkur firring frá raunverulegu
lífi og starfi komi fram í öllu því efni; sem dóm-
nefndin las yfir.
Ingvar Magnússon
Olafur Haukur Símonarson
Ragnheiður Elva Arnardóttir.
8