Skólablaðið - 01.04.1975, Side 9
Eg gekk hægt og virðulega upp stigann í þessu
gamla húsi,^sem svo lengi hafði þjónað tilgangi
sínum, en hékk nú uppi á gamalli frægð og hefðbund-
inni skyldurækni. Klukkan, á veggnum gaf það til
kynna að nú væri runni upp sú stund, sem ég ætti að
leysa stúlkukindina, sem sat fyrir innan afgreiðslu-
borðið, nær svefni en vöku, af vakt. Ég settist
geispandi við gamla skrifborðið, guð má vita hversu
gamalt það var. Þetta hús var sambland af öllu því
viðbjóðslegasta, öllu því hjartnæmasta, öllu því
furðulegasta,^yfirleitt flestu, sem gerðist í borg-
inni. Þetta hús er ónafngreint hótel hér í hæ„
Líklega í fimmtugasta skipti þetta sumar taldi
ég hversu margar klukkustundir ég yrði, að halda
augunum opnum. Það voru nákvæmlega tólf stundir.
Hræðileg tilhugsun.
Ura klukkan eitt var enn allt í góðu jafnvægi og
ég var kominn með þá rosalegu hugmynd að þetta yrði
kannski róleg nótt. Maður og kona gengu upp stigann
og innan skamms stóðu ferðalangarnir fyrir framan
borðið og gláptu á mig eins og ég væri eitt af furðu-
verkum veraldarinnar. Eg horfði á móti, það þurfti
víst enginn að spyrja að þjóðerninu. Þetta voru
Bandaríkjamenn. Jamm og já, um það þurfti ekki að
deila. Loks tók maðurinn sig út og spurði þessarar
sömu spurningar, sem allir þurftu að spyrja. HVað
er verðið? Hvað marga dollara? Ég gerði góða til-
raun til að sýna fram á það, að þetta væri hreint
gjafverð. Þegar hann heyrði verðir horfði hann, sem
apiaupp íloftið eins og hann byggist við að allt
hryndi yfir sig. Eftir langar samræður,'á tungumáli,
sem að tilvonandi menntaskólanemi átti alls ekki að
skilja eftir að hafa lært Oxfordenskuna sína sam-'
viskusamlega heima, komust þau að þeirri niðurstöðu
að taka sér herbergi á leigu. Með öllum tilheyrandi
löglegum "serimónium" fengu þau loksins lykilinn að
"Royal svítunni'.' Með viðeigandi bægslagangi héldu
þau af stað með-allt dótið með sér eða réttara sagt
á eftir sér.
Nú leið góðstund áður en næsta lota hófst. Hún
hófst með því, sem hún mátti alls ekki hefjast á.
Ég heyí'ði það strax á skóhljóðinu hver maðurinn var,
Fyrst kom "brilljantínið" upp fyrir stigaganginn.
Svo komu röndóttu jakkafötin, sem hann hafði ein-
hvern tíma náð að aura sér saman fyrir. Síðast komu
velburstaðir skórnir, sem voru svartir og mjög svo
támjóir. Til hliðar var svo svarta skjalataskan,
sem ávallt var með í förinni og innihélt áreiðanlega
eins og vani var til, tvær ákavítis flöskur. Hér var
kominn sá maður, sem ég hefði óskað að hefði alls
ekki komið, nefnilega næturvörður staðarins, sem á
átti að vera í fríi þessa nótt. Með miklum tilfær-
ingum og vandræðum komst hann til mín. Fyrst kom
rop og svo sagði hann:"Strákur, ef þú leigir ein-
hverjum lýð þá veistu hvað þú færð."'Eg vildi hels
láta han heyra það strax að nú væri það ég, sem réði
og hann gæti alveg eins andskotað sér burtu, en auð-
vitað þorði ég því ekki. Sjáið til, þessi maður var
ekki einn af þeim, sem maður gafc látið hafa það
óþvegið, allt sem maður sagði við hann varð að vera
mjög svo vel þvegið. Þessi maður ímyndaði sér'-nefni-
lega;að hann væri mikill rithöfundur. Hann;.las
ósköpin öll en það var bara ekki nóg. En það mál
■ var nánast hans persónulega mál miðað v'ið éinn
stóran vankant, sem hann hafði, og allir sem umgeng-
ust hann vissu um. Hann var nefnilega "hommi". Auð-
vitað mátti ekki léta hann vita um, að nokkur maður
vissi þetta. Eftir langa ræðu varð ég að láta mér
lynda að fá mér stóran slúrk. "Heldurðu að þú sjúss-
ir þig ekki í tilefni dagsins, sfcrákfíf1"'Eg glápti
á hann og þóttist ekkert vita. "Hvaða tiléfni?",
spurði ég. Hann horfði áemig og það leið drykklöng
stund þar til hann sagði:"Hvað er þetta strákur
veistu ekki að ég á afmæli?" Ö, þessi maður átti af-
mæili í hverri viku.
Einhver hljóp "léttilega" upp stigann. Vinurinn,
sem birtist var með þennan vanþóknunarsvip, sem ég
var löngu orðinn vanur, Þessi vanþóknunarsvipur,
sem gaf til kynna >að þótt hann og hans líkar væru
slæmir þá væri þetta hótel og allt sem því tilheyri
mun lakara.
"Er hægt að fá herbergi?" "Já", svaraði ég að
bragði. En um leið vatt Arnaldur sér upp úr stólhum,
sem ég hélt að hann væri steinsofandi í, æpandi um
glæpalýð og eiturlyfjahyski. Ég bað hann kurteislega
að steinhalda kjafti og hafa sig á brott. Hann
gerði það, aldrei þessu vant, röflandi, þó ekki mjög
skáldlegur ásýndar.
"Jæja, þú vilt sem sagt fá herbergi", sagði ég
við gestinn,"það ætti að vera í lagi" Gesturinn
jánkaði því einsog honum fyndist það sjálfsagt. Við
gengum frá öllu, nema .essi gestur var hvorki færður
í gestabók né herbergjalista. Þetta var heiðarlegt
hótel á pappírnum. Eftir að hafa skroppið frá stutta
stund, til að ná í "dót", kom hann til baka með
myndarlegan kvennmann. Fjandinn má vita hvar hann
gróf hana upp. Ég horfði á hana blístrandi út í
bláinn og lét mér þetta í léttu rúmi liggja, þetta
var í takt við næturlífið á þessum stað. Á leiðinni
upp stigann leit gesturinn með fyrirlitningu á
slökkvitækin, sem stóðu á ganginum. Hann hefur lík-
lega dregið það stórlega í efa að þau kæmu að gagni
ef að kviknaði í þessum húshjálli. Svo hurfu hjúin
úpp úr stigagatinu til sinn erinda.
Næsta undur, sem rak á fjörur hótelsins þessa
nótt, voru 4 nokkuð ölvaðir menn, sem mig grunaði
strax, að mundu vera útgerðarmenn, eða eitthvað af
því taginu, en það sem máli skipti var, -að þeir
voru með fulla vasa af allavega litum seðlum."Þú
gætir ekki lánað okkur herbergi i nokkra tíma",
spurði sá feitasti í hópnum. "Sjáðu til kunningi,
við ætlum aðeins ap taka einn slag."
"Þvi miður ' er allt upptekið", sagði ég, sem
var þó bölvuð lygi."Að vísu hef ég hérna eitt hert
bergi við hliðina á afgreiðslunni, en það er ein“
göngu ætlað starfsfólkinu,"you see"".
"Sjáðu þessa", sagði sá feiti og lagði þrjá
bláa þúsund króna seðla á borðið. "Heldurðu að við
reddum þessu ekki í félagi?," sagði sá feiti og
glotti borginmannlega.
E g horfði um stund á seðlana, sem lágu þarna á
bonðinu fyrir framan mig táhreinir í framan eins og
þeir væru að koma úr prentsmiðjunni’j. Þetta, var
stærsta og girnilegasta "tipp", sem mér hafði boðist.
Tæja, allt í lagi, en aðeins til klukkan sex. Þeir
samþykktu það og gengu glaðhlakkanlegir inn í her-
bergið. Það síðasta, sem ég sá til þeirra áður en
hurðin féll á hæla þeirra voru spil og ríflegt nesti
af áfengi.
Ameríkaninn kom aftur til mín og spurði hvort
mögulegt væri að ég gæti vakið sig kl.7. Eg lofaði
því og skrifaði það niður hjá mér. Hann fór að tala
við mig um daginn og veginn, sagðist vera frá
Texas og væri á leiðinni frá Evrópu heim til sín.
Hann sagðist halda, að þar væru mestu olíulindir
í U.S.A. "Jæja," sagði ég og geispaði. "Heldurðu
það?" Texasbúinn varð hálfvandræðalegur og bauð
góða nótt. Eg varð dauðfegin að losna við hann.
Nú fór spillingin að segja til sín af fullum
krafti og sýna á sér rétta andlitið. Uppi á lofti
rifust menn eins og reiðir hundar um pólitík. - "Þú
Þú ert helvítis kommi. -"Þú svartasta helvítis
íhald. Krati, ha. - Hóra. - 0, haltu kjafti. Eg vinn
á Vellinum, higg." Öp og læti fóru að heyrast úr
spilavítinu, þar var barið í borðið, svo að allt
lék á reiði og skjálfi.
Ég nennti ómögulega að framkvæma aðgerðir, ég
var orðinn syfjaður. Reynir bátxmaður skjögraði niður
stigann, nývaknaður eftir 15 daga fyllerí. Ég er
viss um, að mannæta hefði litið út eins og greifi
pamanborið við hann. Margar nætur hafði maður látið
pann ljúga sig fullan af ótrúlegustu sögum. Hann
peimtaði eitthvað að éta og bað mig að færa sér
það upp á herbergi. Ég drattaðist niður í eldhús
og byrjaði að malla egg og smyglaða skinku. Meðan
að smyglið steiktist fór ég niður og horfði út.
Nóttin var friðsæl fyrir utan. Fyrir framan^ónafn-
greinda búð.sem er fyrir framan hótelið, stóðu
tveir lögreglubílar. Inn í búðinni gat ég talið
fimm lögregluþjóna. Laganna verðir gerðu vægast
sagt mikið af því að dveljast þarna á næturnar. Þa-r
gátu þeir étið sig sadda, áreiðanlega ókeypis.
Eigandinn, sem hékk þarna allar nætur, fékk þannig
mikla vernd. Sniðugt, ekki satt? Égfór^upp með
veitingarnar. Bátsmaðurinn var að fá sér afrétt-^
ara. Aldrei get ég skilið, hvernig hann fór að því
að borða eftir svona lagað. Hann lét mig’hafa fimm-
hundruðkall, sem fór sömu leið og þeir bláu. Eg
spurði hann, hvort feánn ætlaði ekki að fara að
borga reikninginn sinn. Hann horfði á mig brostnum
’augum, en svaraði ekki.
Klukkan var nú orðin fimm, og minn eini draumur
var að geta lagt mig. En það var ekki hægt, því að
ég hafði leigt griðastaðinn undir spilaviti. Ég
bölvaði þessu öllu norður og niður.
Parið af níunni kom nú niður, sýnum ánægð-
ara en þegar það fór upp. Það þakkaði innilega
fyrir góða þjónustu. Eg fór upp og skipti um á rúrn
unum, svo það væri aftur leiguhæft. Svo hirti ég
ieiguna og samkvæmt öllum pappírum hafði þetta
herbergi aldrei verið leigt út þessa nótt. Allir
verða að lifa, og ég líka.
Nú var það orðið svo, að mér var lífsins^
ómögulegt að halda augnlokunum opnum. Öll hljóð
voru farin að berast úr ómerkilegustu áttum, og
loksins lét ég undan og sognaði. Auðvitað var svefn-
inn afar léttur, annað er stranglega bannað við
skyldustörf sem þessi.
Einhverjir annarlegir draugar voru að hnippa
í mig, þegar ég vaknaði. En það var allt í lagi,
þetta var bara Ameríkaninn. Ég hafði gleymt að vekja
hann, því að svefninn hafði ekki orðið eins léttur
og stóð til. En það bjargaðist, því að Texasinn
vaknaði sjálfur, hefur líklega fundið lykt af olíu.
Hálfsofandi skrifaði ég reikninginn, og hann borgaði.
brosandi. Já, hann borgaði brosandi, því að grand-
leysi mitt hafði orðið þess valdandi, að hann hafði
borgað samkvæmt gömlum taxta.
Ja, þessir Kanar, þeim er ekki fisjað saman.
Klukkan var nú orðin sjö, og bærinn var að
vakna ú svefni. Nú mátti svo sannarlega taka til
hendinni. Fyrst varð að ryðja spilav'ítið. Tveir
spilamannanna lágu á gólfinu og sváfu úr sér öl-
vímuna. Hinir tveir lágu fram á borðið í sömu er-
indagjörðum. Með hótunum og ógnunum tókst mér að
drasla mannskapnum út á götu. Sá feiti kvartaði
yfir því, að hann hefði tapað fimmtíu þúsundum.
Líklega var hann ekki lengur útgerðarmaður með
mikið af marglitum seðlum. Næst lá fyrir að losa
sig við Færeyingana á herbergi fjögur, þeir voru
ekki lengur æskilegir gestir á hóteli, sem var að
byrja heiðarlegan dagsrekstur. 1 herberginu voru
tvær íslenzkar stúlkur, vart eldri en fimmtán ára,
steinsofandi. Eg þakkaði mínu sæla fyrir, að lögg-
an skyldi ekki hafa komið. Það hefði orðið uppi-
stand, -og ég hefði kannski verið rekinn. Það stóð
á punkti, að þegar ég hafði þurrkað út ummerki næt-
urinnar, stóð hótelstýran fyrir framan mig. Hún
var ein af þessum úr gamla skólanum. Hún hafði lært
sitt fag í Kaupmannahöfn og vildi aldrei viðurkenna,
að hún stjórnaði hóteli, sem innihélt slíka spill-
ingu og ólifnað, og raun bar vitni. Eftir að ég hafði
gefið henni skýrslu um atburði næturinnar, virtist
hún ósköp ánægð, og ég vissi, að ef allt færi eftir
áætlun, myndu atburðir næturinnar aldrei uppgötvast,
frekar en fyrri daginn.
Eg kastaði kveðju á starfsfólkið, sem var að
streyma til vinnu sinnar. Eg var hins vegar önnum
kafinn við að rifja upp, það sem hafði gerzt um
nóttina og hlakkaði til að geta farið að sofa. Ég
stóð í dyrunum og hugleiddi, hversu lífið gæti
verið skemmtilegt á yfirborðinu. Reykjavík getur
verið ósköp falleg utan frá, en að innan er hún
rotin og spillt. Svo gékk ég hægt og rólega út á
hið sólgyllta "hallærisplan".
Guðmundur Böðvarsson 3.-D.
9