Þjálfi - 04.06.1932, Blaðsíða 2
Þ J Á L F I
Jón Jóhannesson.
Fimleikakepni um meistarastigið
fyrir yfirstandandi ár var háð 1.
inaí. Sigurvegari varð Jón Jóhannes-
son (í. H.) með 439,76 stigum. Næst-
ur varð ósvaldur Knudsen, 417,80
st., og þriðji Magnús Þorgeirsson,
385,53 stig. 9 menn keptu.
Jiannig áhrif þess boðskapar, sem
þau flytja. Fyrir áhrif blaðanna og
■ yfir höfuð hins prentaða máls, hef-
ir alt samstarf fjöldans orðið miklu
víðtækara, öflugra og á allan hátt
auðveldara, að hverju, sem starfað
hefir verið, en annars hefði verið
unt. Blöðin eru því sá „skynj-
unarmiðillinn“ sem að bestu haldi
hefir komið fjöldanum. Einhver
hefir kallað blöðin „samvisku þjóð-
félagsins“, góða eða slæma, eftir
atvikum. Altaf má finna þessu stað.
En þau eru, eins og að framan er
isagt, meira. Þau eru fjarskynjun-
artæki fjöldans, — góð eða slæm
■eftir atvikum, eins og gengur. En
.séu þau heilbrigð og næm fvrir
;skyldum sínum gagnvart þjóðarlík-
.amanum, skapa þau víðsýni í þekk-
ingu og skoðunum. — Það j)jóðfé-
ílag, sem ekki hefir blöð eða bók-
mentir, verður j)röngsýnt og hið
andlega sjónarsvið þess að mestu
leyti einskorðað við hinar líkamlegu
þarfir. Það ástand leiðir til kyr-
stöðu á öllum sviðum.
í. S. í. í. S. í.
íslanðsgliman
verður liáð á íþróttavellinum i Beykjavik mánudaginn 27.
júní kl. 8y2 síðd. Kept verður um Glímubelti í. S. I. Hand-
hafi: Sig. Thorarensen (Glímufél. Ármann). — Kept verður
einnig' um Stefnuhornið. Handhafi þess er Georg Þorsteinsson
(Glímufél. Ármann). — Keppendur skidu hafa gefið sig skrif-
lega fram við Jens Guðbjörnsson, for>n. Glímufél. Ármann,
eigi síðar en 18. júní næstkomandi.
Hver ntundi ekki óska sér að
geta setið i Hliðskjálf með Óðni
og séð um heima allá, og hver
mundi ékki óska sér að eiga hrafna
hans og geta látið þá segja sér
alla hluti i jörðu og á? Hve mikið
mundi ekki lífs-innsæi j)ess manns
aukast, sem fengi slíkar óskir upp-
fyltar. Idve langt mundi ekki and-
legt ástand hans vera hafið yfir
andlegt ástand meðalmannsins og
jafnvel hins vitrasta anda í mann-
heimum! Slíkar óskir geta aldrei
orðið að veruleika, en munurinn á
andlegu ástandi þess einstaklings
eða heildar sem notar „skynjunar-
miðla“ þá. sem menningin hefir
að bjóða, og hins, sem ekki notar
])á, er að sínu leyti jafnmikill, j)ví
„blindur er bóklaus maður“. And-
legur sjóndeildarhringur hans verð-
ur þröngur og viðhorf hans við líf-
inu takmarkast af hinu andlega á-
standi.
Geta islenskir íj)róttamenn verið
í nokkrum vafa um, hve mikil þörf
íslensku í])róttalífi er á slíkum
„skynjunarmiðli“ sem blað er. Geta
þeir efast um að íslensku íj)róttalífi
sé þörf á nánara sambandi við er-
lenda íþróttastarfsemi en nú'er?
Geta j)eir efast um að nauðsyn sé
á meiri samtökum, samúð og sam-
lyndi inn á við en hingað til ? —
Það er ólíklegt.
Knattspyrna:
Yormót 2. og 3. flokks.
Vormót 2. flokks
var háð dagana 22.—27. maí, og
fór svo, að K. R. vann mótið. —
Kappleikarnir fóru þannig:
Valur—Víkingur .... 3—1
K. R.—Fram ........ 4—1
K. R.—Víkingur..... 1—o
Valur—Fram ........ 81—o
Víkingur—Fram ..... 3—1
K. R.—Valur......... 2—1
K. R. hafði því 6 stig, Valur 4,
Víkingur 2 og Fram o stig.
Kappleikarnir voru yfirleitt vel
leiknir, og sérstaklega þó úrslita-
kappleikurinn milli K. R. og Vals.
— Valsmenn hófu mikla sókn þeg-
ar í byrjun leiks og gerðu mörg
skæð áhlaup. Voru framherjar
þeirra mjög samtaka og fljótir, og
fengu ágætan stuðning í sókninni
frá framvörðunum. Eftir 10 mín-
útna leik gerðu Valsmenn áhlaup
og lauk j)ví svo, að vinstri út-fram-
herji þeirra skaut fast undir þver-
slána. Markvörður K. R. náði þó
tökum á knettinum, en misti hann
inn í markið. Skotið var prýðisfal-
legt. Hertu nú Valsmenn enn á
sókninni, en K. R.-menn vörðust
vasklega, og sóttu líka á stundum.
Lauk svo þeim hálfleik, án ])ess að
fleiri mörk yrðu gerð. — Síðari
hálfleikur var daufur framan af,
þar til K. R. skoraði fyrra mark
sitt, eftir 5 mínútna leik. Kom nú
fjör í leikinn og sóttu K. R.-menn
ákaft, því þeim hafði aukist kjark-
ur við „kvittúnina". Valsmenn tóku
og sóknina á köfluni, og gerðu harð-
ar atlögur, en K. R.-mönnum tókst
samt altaf að bjarga markinu. í
miðjum siðara hálfleik fengu Iv. R.-
menn svo annað mark upp úr góðu
áhlaupi, og dofnuðu Valsmenn j)á.
Það, sem eftir var leiks, sóttu báð-
ir ákaft, og áttu nokkur tækifæri á
nýjum mörkum, en þatt fórti út um
þúfur hjá báðum. Lauk því leikn-
unt með j)ví, að K. R. sigraði með
2—1. Var þetta einhver allra besti
kappleikur, sem hér hefir sést á 2.
flokks móti, og munu þeir, er á
horfðu, ekki hafa séð eftir að eyða
þessti kveldi á Iþróttavellintim.
Vormót 3. flokks
var háð dagana 16.—20. maí, og
fór það svo, að Vikingur vann mót-
ið. — Kappleikarnir fórti á jtessa
leið:
K. R.—Valur 2—1
Víkingur—Fram 1—0
Frant—K. R 2—0
ATkingur—Valur 2—0
Fram—Valur 0—0
Víkingur—K. R 1—1
Víkingur hafði þvi 5 stig, Fram og
K. R. 3 stig og Valtir 1 stig.
Víkingar eru vel að sigrinum
komnir, því að þeir höfðu talsvert
betra og jafnara liði á að skipa en
hin félögin, þótt ekki kæmi yfir-
burðir þeirra betur í ljós hvað tir-
Stjórn Glímufél. Ármann.
IllllllllllllllIIIlllllllliiin11111 llllllllllii
! Sportvörur I
ípróttaföt,
: leikaefingaföt, =
E best og ódýrast. E
j Andrés Andrésson, [
E Laugaveg 3. ■
Tiiiiiiiiin 1111111111111111111111 vfiiiniiiiiii
slit leikjanna snertir. — Úrslita-
leikurinn milli Víkings og K. R.
var mjög skemtilegur og fjörugur.
Setti Víkingur mark j)egar í byrj-
un fyrra hálfleiks, en K. R. „kvitt-
aði“ í síðari hálfleik, og átti færi-
á öðru marki, en j)að fór út um
þúfur. Hefði það þó verið órétt-
látt, ef tekist hefði, því að
Vikingar léku mun betur. Bestir
í liði Víkings, voru vinstri- og
mið-framvörður þeirra, en K. R.
hafði og rnjög duglegan mið-fram-
vörð. f liði Vals og Fram voru
og' margir efnilegir leikmenn, og
má þá sérstalkega nefna mið-fram-
herja Frams, sem er mjög efnileg-
ur knattspyrnumaður.