Þjálfi - 04.06.1932, Blaðsíða 3

Þjálfi - 04.06.1932, Blaðsíða 3
Þ J Á L F I Flokkakepnin í fimleikum, um bikar Osló Turnförening og rneistarastigið, var háð 5. mai siðastl. Þrjú félög höfðu tilkynt þáttöku sína, voru það Glímufél. Ármann (2 flokkar), íþróttafél. Reykjavíkur og Knattspyrnufél. Reykjavíkur. í. R. hætti við þátttöku sína. Úrslit urðu þau, að A.-flokkur Ármanns sigraði með 494,16 stigum, nr. 2 varð R-flokkur Ármanns, 448,81 st., og nr. 3 flokkur K. R., 441,79 stig. Mynd- in er af A-flokknum, talið frá vinstri: Óskar Þórðarson, Sigurbjörn Björnsson, Jón G. Jónsson, Gísli Sig- urðsson, Guðm. Kristjánson, Höskuldur Steinsson, Karl Gíslason, Ragnar Ivristinsson. Sitjandi er kennari og stjórnandi Ármannsflokkanna, Jón Þorsteinsson frá Hofstöðum. Þetta er hið 4. sinn í röð, sem félag- ið vinnur kepni þessa. Fimleikar hafa verið æfðir kappsamlega í öll- um aSal-íþróttafélögum bæjarins í vetur, og eins og áSur hafa félögin endaS vetrarstarfiS meS því aS sýna bæjarbúum árangurinn. Glímufélag- iS Ármann byrjaSi á þeirri ný- brevtni, að halda sýningu þessa á Austurvelli, og hafa hin félögin (I. R. og K. R.) fylgt dærni þess. Er ])að vel fariS, því Austurvöllur er miklu hæfari umgerð um slíkar sýn- ingar en íþróttavöllurinn okkar. — því miÖur. Einnig hefir verið kept um fim- leikameistara-titlana bæði í ein- mennings- og flokkakepi, og birt- ast myndir af meisturunum annars- staðar í blaðinu. Norðlenskir fimleikamenn, 8 að tölu, úr Leikfimisfélagi Akur- eyrar, komu hingað til bæjarins 25. maí. Kennari flokksins og stjórn- andi er Magnús Pétursson, fim- leikakennari frá Akureyri. Flokk- urinn hafði 2 sýningar hér, við allgóða aðsókn. Þeir voru gestir Ár- manns, á meðan þeir dvöldu hér, og létu vel yfir móttökunum í höf- uðborginni. Frábært ijiróttaafrek. Ungur Bandaríkja-stúdent „slær“ heimsmetin á x/\ og /2 enskri mílu, með stuttu millibili. Ben. Eastman, stúdent við Stan- ford-háskólann i Bandarikjunum, hljóp á páskadaginn (27. mars) síð- astl. 440 yards á 46.4 sek., sem er heilli sekúndu styttri timi en fyr- verandi heimsmet (Meredith 47,4 sek. 1916). Afrek Eastmans hefir þegar verið staSfest sent met í Bandarikjunum, og verSur áreiSan- lega viSurkent sem heimsmet síSar í sumar. Eastman er ungur hlaupari, og hefir aSeins æft í þrjú ár. Gat eng- inn séS í honum heimsmeistaraefn- iS fyrst í staS, en þó leiS ekki á löngu, þar til íþróttakennari hans fór aS taka eftir honum, og hefir Eastman nú orSið honum til mik- ils sóma. Eastman hefir veriS einn af bestu hlaupurum Bandaríkja- manna á þessari vegalengd í tvö ár, en skæSan keppinaut á hann samt i Vic. Williams, frá háskólan- um í SuSur-Californíu. Þeir háSu í fyrra hvert einvígiS á fætur öSru og .veitti ýmsum betur. BáSir náðu þá Sama tima og met Meredith’s. en i ár hafa þeir aldrei kept sam- an, því Williams hefir til skamms tíma ekki veriS frískur, en er nú bxúnn aS ná sér, og halda Banda- ríkjamenn því fram, að hann verSi Eastmann hættulegur. — Afrek Eastman’s er einnig met á 400 metr- um, því aS vegalengd sú, er hann hljóp (440 yards) er um 402 m., en metið á 400 m. er ,,bara“ 47 sek. sléttar. Fáum dögum eftir aS Eastman hafSi sett met sitt á 440 yai-ds, kepti hann í 880 yards hlaupi, og setti þar einnig nýtt heimsmet. Illjóp hann vegal. á 1 mín. 51,3 sek., en met Þjóðverjans Peltzers frá 1926, er 1 mín. 51,6. Talið er að hann muni innan skamms enn bæta þetta met. TaliS er, að Eastman muni hafa í hyggju, að reyna að vinna liæði 400 og 800 metra hlaupin á Olymp- sku leikunum í Los Angeles í sum- ar, og nú sem stendur virðist ekki ósennilegt,, að honum muni takast þaS. x. Svíinn Lundahl setti nýlega sænskt met í 100 metra baksundi; svamm hann vegalengdina á 1 min. 11.8 sek. Fyrra metið átti hann sjálfur. Boston-maralionhlanpið. Þjóðverjinn Paul de Bruyn sigrar. Hið árlega Boston-mara]ionhlaup fór fram 18. april síSastl., og varð Þjóðverjinn Paul de Bruyn sigur- vegari á 2 klst. 33 mín. 36,4 sek. Hlaup þetta er 42,2 km., og byrj- ar það uppi i fjöllum og endar í Boston, og er því ekki berandi sain- an viS venjuleg maraþonhlaup, sem enda og byrja á sama stað. Hlaup þetta, sem hefir fariS fram árlega síðan 1897, nema eitt stríðsárið, 1918, var ekki nema rúmir 40 km. til ársins 1927, en siðan hefir þaS verið sama vegal. og nú. MetiS á styttri vegalengdinni setti Banda- ríkjamaSurinn Clarence De Mar 1922, meS 2 klst. 18 mín. 10 sek. SíSan vegalengdin var lengd, hefir Canadamaðurinn Miles náð bestum tíma með 2 klst. 33 mín. 8,8 sek. Tími De Bruyns nú er sá næst- besti, sem náSst hefir á hlaupinu. — Annar var nú Henigan (hann vann í fyrra) og þriðji Kyronen, Finni, búsettur í Bandaríkjunum. — De Bruyn hleypur aS öllum lík- indum fyrir Þjóðverja á Olympsku leikunum í Los Angeles. x. Knattspyrnukepni Reykjavíkur hefst þann 9. þ. m., og keppa þá Valur og Víkingur. Næst keppa K. R. og Fram, þ. 15. júni. Mótið verð- ur með sama fyrirkomulagi og Skotamótið í fyrra (tvöföld umferð). Alislenskt félag. Sjóvátryggingar, Brunatryggingar, ðruggsst skaðahótagreiðsla.

x

Þjálfi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjálfi
https://timarit.is/publication/1593

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.