Lýðveldið - 17.06.1937, Blaðsíða 1

Lýðveldið - 17.06.1937, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: FLOKKUR LÝÐVELDISSINNA RITSTJÓRI: SIGURÐUR GUÐJÓNSSON AFGREIÐSLA: PÓSTHÚSSTRÆTI 13, SÍMI: 3379 2. ár Reykjavík 17. júní 1937 4. tölublað. Jón Signrðsson. Tungan grípur töfrastrenginn, tignarmáttug, fagra háttinn. Saga og landið saman binda sigurljóð og verma blóðið. Frelsisandi fyrri stunda fyllir hjartað minning bjartri; skín frá Jóni Sigurðssyni söguljómi í nýrri dögun. Vísindanna lyfti’ hann Ijósi, lýsti af degi á frelsisvegi; sagan kendi og sýndi myndir, sem hann skildi og fœrði í gildi. Hetjuandinn, hreina lundin, hjartans trygð og vonir bjartar, tvinnað vilja, viti og elju, varði réttinn fósturjarðar. Ást á þjóðar œfi og kostum, ást á móðurlandi þjóðar, ást á tungu og orðstír hœstum, alt hans merkir líf og verkin. Andans aðalsmerki yfir tímann ber, gamli stofninn sterki styrk sinn reyndi hér. Plágur allar yfir innra Ijósið skein; enn í landi lifir lundin sterk og hrein. Fylling vona fœrist fram á nýjan dag; inst í brjósti bœrist bœn um þjóðarhag: Einlœg hjörtun andi yl við sérhvert spor; ást á lýð og landi lækni mistök vor. MARÍUS ÓLAFSSON. Lýðveldishugsjónin. 17. júní Tvent er það einkum, er nú á tímum vekur til alvarlegrar íhug- unar á afmælisdegi Jóns Sigurðs- sonar: Það er andi sá, er ríkti í þjóðmálabaráttu hans og sá andi, er nú ríkir í stjórnmálabaráttu vorri. Jón barðist fyrir megin- hugsjón í lífi þjóðar sinnar, sem miðaði að því að losa hana úr viðjum erlends valds og jafnframt að endurreisn á högum hennar inn á við, en núverandi stéttaíar- áttuforingjar berjast fyrir þröng- sýnum og eigingjÖrnum stjetta- hagsmunum og hvorki geta nje vilja sjá annað en þá. Jón efldi eining þjóðai’ sinnar og mátt hennar, en núverandi foringjar styrkja sundrung- og agaleysi og rýra með því mátt þjóðar sinnar. Jón Sigurðsson misti aldrei sjónar á æðsta þroskatakmarki þjóðar- innar: stofnun hins íslenzka lý- veldis. Hans orðtak var: ,,Ekki að víkja“, en stéttabaráttuleiðtog ar vorir minnast aldrei á það, að Island á að verða lýðveldi, og það af þeirri einföldu ástæðu, að ann- að hvort er það þeim aukaatriði, eða hefir aldrei verið hugsjón þeirra. Jón hafnaði embættum í Danmörku, til þess frjáls og óháð ur að geta barist fyrir frelsi þjóð- ar sinnar. Núverandi stéttabar- áttuflokkar bríxla hver öðrum um það, að þeir þiggi þaðan fje í hags munabaráttu sinni gegn hver öðr- um. Jón fékk sáralítil laun fyrir langt og erfitt brautryðjanda- starf í þroskabaráttu þjóðar sinn- ar, en foringjar vorir nú þjást af óseðjandi fjárgræðgi og taka há laun fyrir að hejga stéttabaráttu, sem er og verður einn svartasti og hvimleiðasti þátturinn í sögu þjóðárinnar. Jón Sigurðsson hófst til áhrifa á bestu eiginleikum liinnar íslenzku þjóðar, en núver- andi foringjar á þeim lökustu. Framtíðargæfa íslendinga bygg- ist á því, hvort það verður hinn sterki, óeigingjarni, þjóðlegi ein- ingarandi Jóns Sigurðssonar, sem sigrar hér á ný, undir merki hins íslenzka lýðveldis, eða hvort hann verður ofurliði borinn af hinum dansk-íslenzku stéttabaráttuöflum, sem mestu ráða með oss nú og þeim mönnum og flokkum, sem að þeim standa. Sigurður G-uðjónsson. II. I fyrri grein minni voru laus- lega athugaðar ástæðurnar til þess, að nauðsyn ber til, að ís- lendingar alment sameinist um grundvallarhugsjón lýðveldisins. í ýmsum pólitískum flokkum er það í orði kveðnu stefnuatriði. En þar er brugðið á loft fögrum fána, án þess að verulegur hluti flokks- manna vilji við hann kannast sem fremsta og helgasta forystumerkið. Hagsmunamálin hafa setið í önd- vegi í íslenskri pólitík nú um langt skeið. Þaðan er runninn sá glundroði stefnumála og hatur manna í millum, sem einkent lief- ir stjórnmálalíf síðari ára. Sök- ina er að finna lijá þeim erlendu og óþjóðlegu hagsmunastefnum, sem flætt hafa inn yfir land vort, leitast eftir að lama atvinnulífið og lagt í auðn hugi ósjálfstæðra manna. Úr glundroðanum verður ekki greitt og hatrið ekki slökt, fyr en verulega stór hugsjónastefna gríp- ur um sig hjá allri þjóðinni. Stefn- an er lýðveldisstefnan, og tak- markið stofnun lýðveldis á íslandi 1943. En eins og lýðveldishugsjónin virðist standa nærri hug og hjarta alls þorra þjóðarinnar, þá er það víst, að það verða verulegir erfið- leikar á leiðinni, áður en hún verð ur að veruleika. Fyrsti og að vissu leyti mesti erfiðleikinn er sá sálarlífskyrkingur, sem hjer hefir skotið upp öngum í „roðanum úr austri“. Eldsól ægilegra heimsvið- burða hefir svo gjörsamlega lam- að sjóngetu fjölmargra íslend- inga, að þeir sjá ekkert ánnað en hið rauða eldhaf, ekkert fram- undan nerna brunann. Þessir menn geta ekki hugsað stórt, og það ber að vera á verði gagnvart þeim, því svo eru þeim hagsmun- irnir kærir, að þeir myndu selja alla framtíð þjóðarinnar fyrir einn brauðhleif. Rauðu flokkarn- ir eru lýðveldinú hættulegri en nokkurn grunar, þrátt fyrir öll látalæti forystumanna þar. Það 'ér óhætt að fullyrða það, að komm- únistar teldu sig þá fyrst full- komlega sáluhólpna, er þeir gætu rekið tjóðurhælinu niður I Moskva. Uppfynding þeirra á ,þjóðlegum kommúnisma' er álíka hlægileg* og fáránleg og nppfvnd- ing „þjóðlegra gervimanna“, sem þeir fyrir skemstu fengu tækifæri til að býsnast yfir í bráðómerki- legri leikritssamsuðu, sem sýnd var hér á leiksviði nýlega. Um jafnaðarmenn veit allur lýð- ur, að þeir myndu alt til vinna að halda í sambandið við Staun- ing og hans góða gull, þó þeir vilji einhverja breytingu á núver- andi konungsstj órn. Það skyldi engan furða á því, þó þeir herrar af eintómum „bræðrahug“ og lotningarfullri undirgefni undir hinn konungholla mann, Staun- ing, kölluðu hingað til ríkis danskan prins, — ef þeir þá fengju að ráða. Hjá þeim er rass- inn fastur á þingbekkjunum, en hjartað hjá Stauning, þegar minni konungs er Iirópað í þingsölum. Sálin svífur í rómantísku daðri við „norðurlanda samvinnuhug- myndir“, sem aldrei hafa orðið að veruleika og aidrei geta orðið það, m. a. vegna þeirra eigin elsk- uðu hagsmunamála. Annar erfiðleiki í vegi fyrir út- breiðslu lýðveldishugsjónarinnar liggur í því falinn, að íslending- ar nú um aldaraðir hafa .búið við konungdóm, og önnur hugmynd um æðstu yfirstjórn landsins kann því að verða mörgum óþjál í fyrstuuni. Þessi erfiðleiki er þó vafalaust auðveldari viðureignar en sá fyrri, því það má ganga beint framan að honum og yfir- stíga hann með einföldum rökum, en tilfinningin fyrir hinu forna þjóðveldi er svo rík í mönnum, að einnig liún stuðlar að því að sigr- ast á þeirri tregðu, sem hér kynni- að fyrirfinnast. Allir bestu menn þjóðarinnar hafa á björtustu æfistundum sín- um séð landið að nýju geislað fornri frægðar- og' frelsissólu. En það er hjer sem oftar, að mæla verður hugsjónirnar á mæli- kvarða veruleikans, eða meta gildi þeirra eftir staðháttum. Hjer þyrpast þá að erfiðleikar í veg fyrir framkvæmd lýðveldisins. Ástandið eins og það er nú, á sviði atvinnumála og í stjórnmálum, ex* ekki glæsilegt. Eins og hugarfars- breyting verður að ganga á und- an framkvæmd lýðveldisins lijá fjölmörgum einstaklingum, eins verður viðhorfið í atvinnumálum «•' stjórnmálum að gerbreytast, ef

x

Lýðveldið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýðveldið
https://timarit.is/publication/1598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.