Fiskifréttir - 06.06.1986, Síða 7
föstudagur 6. júní
7
meðal annars einhver mesti afla-
maður við íslandsstrendur. Slík-
um mönnum fyrirgefst hitt og
annað þar sem ég þekki til. Blíðk-
aðist karl þá eins og hann vildi
segja: Ja, það er nú annar hand-
leggur. En ég man að hann sagði:
Strong working - strong living.“
Magnað er Fransarakyn
í ljóði Ása í Bæ um Sævar í
Gröf, son Binna, segir:
Handfæri lína nœtur og net
í nepju og veðradyn,
á Gullborgu slógu þeir met
eftir met
því magnað erfransarakyn.
í formannavísum Ása í Bæ
frumfluttum á skemmtun Sjó-
mannadagsins í Vestmannaeyjum
árið 1956 segir svo um Binna í
Gröf undir laginu Davíð Crock-
ett:
Þó að hann fái eittflensuhret
fleyinu stýrir og setur met,
öslar hreifur þó ygglist höf
aflakóngurinn Binni í Gröf.
Skálum, skálum Binni,
og skellum okkur austur á Vík.
Það hafa margar vísur verið
gerðar um Binna og eina má nefna
úr Formannsvísum Óskars Kára-
sonar frá vetrarvertíðinni 1950:
Hrœðist aldrei hroða
sjá hraustur Grafar Binni.
Þundur fiskinn þykir sá
það skal haft í minni.
Fyrr hefur verið minnst á Sævar
í Gröf, son Binna, en hann var af-
burða fiskimaður og hinn besti
drengur. Það er til skemmtileg
saga af kappinu sem getur runnið
slíkum mönnum í kinn. Þeir voru
að koma á Gullborgunni úr sigl-
ingu frá Þýskalandi, Binni og
Sævar, og höfðu keypt sér forláta
hríðskotabyssu til þess að grípa til
þegar bráð gæfist. Þegar þeir nálg-
ast Ystaklett rýkur Sævar upp og
segir: Pabbi, pabbi, nú getum við
prófað byssuna, það eru tveir selir
þarna.
Nú var rokið upp til handa og
fóta, byssan sótt og hlaðin á með-
an Gullborgin nálgaðist markið.
Binni ákvað að prófa og hann ið-
aði allur í skinninu. Binni miðar
og bíður þess að skipið sigli nær
selunum, en skyndilega kemur
hik á hann, hann beinir byssunni
frá og segir: Þetta eru ekki selir,
þetta eru menn. En Sævar var
kominn á suðupunkt og þá hratt
út úr honum: Skjóttu samt,
skjóttu samt pabbi.
Menn hafa haft gaman af þess-
ari sögu þótt hún sé ugglaust eitt-
hvað færð í stílinn, því þegar
komið er að hápunktinum í veiði-
mennskunni hlýtur að vera erfitt
að snúa við.
„Einhver verður að sjá
um það andlega“
Einu sinni sem oftar landaði
Binni fullfermi af síld á Siglufirði.
Með honum á Gullborgunni var
Gölli Valda, Árni Valdason.
Flonum þótti sopinn góður og í
þetta skipti hefur hann verið orð-
inn all þyrstur, því báturinn hafði
ekki snert bryggjuna þegar Gölli
sveif í land. Hann mætti ekki til
skips fyrr en búið var að landa og
verið var að leggja frá. Binni var
alveg sjóðandi vondur og spurði
hvern djöfulinn þetta ætti að
þýða. „Einhver verður að sjá um
það andlega," svaraði Göllinn af
mestu rósemi og Binni kunni að
meta svona gamansemi og málið
var úr sögunni. Það var ekkert
verið að liggja yfir hlutunum.
Einu sinni kom Binni niður á
Bæjarbryggju á sumardegi. Það
var kaffitími í Hraðinu og stelp-
urnar sátu í hóp á bryggjusporðin-
um, sóluðu sig og dingluðu fótun-
um. „Hvað eruð þið að gera stelp-
ur mínar“ spurði Binni. „Veiða“,
svaraði ein. „Veiða hvað,“ spurði
Binni áfram. „Veiða menn“,
svöruðu þær allar í kór þar sem
þær sátu í makindum á bryggju-
sporðinum. „Aldrei hef ég nú vit-
að veiðiskap þar sem setið er á
beitunni,“ svaraði aflaklóin Binni
í Gröf að bragði.
IS 001
ÁRMULA5
128 REYKJAVÍK
SÍMI 685511
PJÓNUSTAN HF.
HAUSINGARVÉL
Hún sker með bogaskurði með
bestu fáanlegu nýtingu og heldur
göllum I lágmarki sem hefur áhrif á
mat.
fyrir saltfisk og skreið
Vélin vinnur þreplaust og er þvi ein-
föld og þægileg í notkun.
BAADER ÞJÓNUSTAN HF. — REYKJAVÍK
SÍMI (91) 685511 — TELEX 2170 BAADER ÍS — PÓST BOX 8920 — 128 REYKJAVÍK