Fiskifréttir


Fiskifréttir - 06.06.1986, Blaðsíða 29

Fiskifréttir - 06.06.1986, Blaðsíða 29
föstudagur 6. júní 29 Fréttir Hrognum fleygt í sjóinn: 300 milljónir í súginn Ef öll hrogn, sem fleygt var fyr- ir borð á fiskiskipum fyrstu þrjá mánuði ársins, hefðu verið hirt og farið til frystingar og útflutnings, hefði fob-verðmæti þeirra numið 316 milljónum króna. Þetta full- yrti Ingólfur Arnarson hjá Fiski- félagi Islands á ráðstefnu um þróun sjávarútvegs, sem haldin var í Reykjavík í síðustu viku. Hann leiddi töluleg rök að stað- hæfingum sinum. A ofangreindu tímabili hefði þorskaflinn numið 160 þúsund tonnum miðað við óslægðan fisk. Af þessum afla hefði slægður þorskur togaranna numið 44 þúsund tonnum en slægt um borð í bátum 28 þúsund tonn. Samtals slægt úti á sjó 72 þúsund tonn. Ef gengið væri út frá viðurkenndum nýtingartölum gæfi þetta 4.230 tonn af hrognum. Ingólfur sagði, að miðað við inn- vigtunarskýrslur hefðu í mesta lagi 150 tonn af þessu magni skil- að sér í land. Hann gat þess að ef hrognin hefðu borist að landi og gengið væri út frá 10% rýrnun, hefðu fengist 3.800 tonn af frystum hrognum til útflutnings að fob- verðmæti 316 milljónir króna. í þessu útreikningi tekur hann mið af þeim útflutningstölum sem fyr- ir liggja, en fyrstu þrjá mánuði þessa árs nam útflutningur frystra þorskhrogna 679 tonnum að fob- verðmæti rösklega 56,6 milljón- um króna. Hér er um að ræða val- in matarhrogn til frekari vinnslu, svo og og iðnaðarhrogn (þ.e. kramin og sprungin) sem eru um 25% af magninu og nokkuð minna verð fæst fyrir. Síldarfrysting i tilraunaskyni ísumar I sumar verður gerð tilraun með að frysta síld á Japansmarkað hjá Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða í Grindavík. Síldin verður kyn- greind en Japanirnir sækjast eftir hrygnum til frystingar. Að sögn mundssonar Guðmundar Guð- framkvæmdastjóra er fyrirliggjandi sölusamningur við Japani um lítilsháttar af síld. Eins og fram hefur komið í Fiski- fréttum hafa verið gerðar tilraunir með sérstaka vél sem kyngreinir síld. Vél þessi er íslensk hönnun og hefur hún reynst vel. Vélin var fyrst prófuð í Vestmannaeyjum árið 1984. Húsavík: Jútius Havsteen ÞH með frystibúnað Breytingum á rækjutogaranum Júlíusi Havsteen ÞH frá Húsavík er að Ijúka í Slippstöðinni á Akur- eyri. Verið er að setja frystilest og frystibúnað í togarann og er áætlað að breytingin kosti útgerðina alls um 14 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum Tryggva Finnssonar, forstjóra Fiskiðjusamlags Húsavíkur, breytir þessi búnaður miklu fyrir útgerðina og verðmæti afla á að aukast mikið. Það þýðir vísu að rækjuvinnsla Fiskiðjusamlagsins fær minna hráefni frá togaranum vegna útflutnings en Tryggvi sagðist ekki kviða hráefnisskorti. Einn bátur er nú á rækjuveiðum frá Húsavík en Tryggvi sagðist reikna með að einir sex bátar frá Húsavík, frá 40 og upp í um 150 tonn, yrðu á rækjuveiðum í sum- ar. Að sögn Tryggva hefur útgerð togarans Kolbeinseyjar, gengið eins og að var stefnt þegar togar- inn var keyptur að nýju til staðar- ins. Nokkur tröppugangur hefur verið í veiðunum en nú síðast landaði Kolbeinsey um 150 tonn- um af þorski eftir aðeins þrjá daga á veiðum. — Við settum okkur það mark- mið að ná ákveðnu aflaverðmæti á árinu og því ætlum við að ná. Við erum á áætlun og teljumst góðir að hafa náð skipinu á þessu verði, þegar farið er að selja báta mun dýrar, sagði Tryggvi Finns- son. Eigum til á lager þessar frábæru vatnsdælur sem nota má hvar sem er. Sjálfáfyllandi ^ Einföld og sterk uppbygging 4 Mjög fyrirferðalítil 4 Hljóðlát Soghæð allt að 8 metrum Afköst frá 300-3100 1/klst. HAMAR HF Borgartúni 26, 105 Reykjavík. Síxni 22123. CAT PLUS Fyrsta caterpillar díeselvélin var framleidd áriö 1931. Þaö var D9900 geröin. Síöan þá hefur caterpillar framleitt yffr 2 milljónir véla, sem samtals framleiöa 500 milljón hest- öfl. Á síðustu sex árum hafa þeir selt fleiri vélar, en öll hin árin. Fimmtíu ár stööugrar framleiðslu- próunar hafa leitt til minnkaðrar eldsneytisevöslu og aukinna afkasta, samfara stööugt léttari, fyrirferöa- minni, áreiðanlegri og endingar- betri vélum. Af þessum sökum hefur vélasala Caterpillar stöðugt aukist. YFIR 50 ÁR í FARARBRODDI Œ CATERPILLAR SALA & ÞJDNUSTA Caterpillar, Cat og[Beru skrásett vörumerki D9900 í dag býöur fyrirtækið, sex megin- gerðir díseselvéla, í stæröum frá 85 -1500 hestöfl (63-1119 kw). Heildarframleiðslulínan telur 189 útfærslur véla frá 4 strokka — 16 strokka. Framleiðslulínan tekur yfir 52 geröir sjóvéla og 31 gerö trukk- véla. Aö auki eru boönar 28 gerðir díeselrafstööva frá 50 kw til 940 kw til notkunar á sjó og í landi. HEKLA HF Laugavegi 170-172 Sími 21240

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.