Fiskifréttir - 06.06.1986, Qupperneq 15
föstudagur 6. júm
15
Breskur togari á íslandsmiðum. (Úr Öldinni okkar)
Bretars
Hálfdrættingar
— ireiöa helmingi minna af botnfiski en áöur fyrr
Það er ekki svo ýkja langt síðan Bretar voru í hópi mestu fisk-
veiðiþjóða heims. Mest af afla sínum sóttu þeir á fjarlæg mið, —
þannig voru á annað hundrað breskir togarar að veiðum við ísland
þegar landhelgisstríðin geisuðu. Eftir að strandríki við Norður-
Atlantshaf færðu út landhelgi sína eitt af öðru þrengdist um Bret-
ana. Má heita að nú eigi þeir enga togara og verði að treysta á of-
veidda fiskistofna á heimamiðum, auk þess að kaupa fisk af
öðrum þjóðum, ekki síst íslendingum.
Áður en landhelgisdeilan við
Islendinga hófst var heildarafli
Breta um milljón tonn á ári af
bolfiski. Nú er þessi afli helmingi
minni. Hins vegar hefur veiði á
uppsjávarfiski, síld og makríl,
verið um 250 þúsund tonn árlega
hin síðari ár, þannig að heildarafli
þeirra hefur verið um 750 þúsund
tonn. Makrílinn hafa þeir að
mestu leyti flutt út, annars vegar
til Nigeríu og hins vegar landað
honum í erlend verksmiðjuskip,
einkum sovésk, austur-þýsk,
pólsk og japönsk. Til þess að anna
eftirspurn eftir fiski innanlands
hafa Bretar flutt inn a.m.k. 100
þúsund tonn af ferskfiski á ári og
oft á tíðum álíka magn af freð-
fiski, mest flökum.
Fiskneysla hrapaði
Fiskneysla í Bretlandi var um
18 kíló á mann á ári fyrir land-
helgisstríðin en þegar halla tók
undan fæti og aflinn minnkaði
dróst neyslan saman og fór niður í
11-12 kíló á mann á ári. Á und-
anförnum árum hefur neyslan
verið að aukast á ný og er komin
upp í 13 pund á mann árlega.
Aukningin er ekki síst í verk-
smiðjuframleiddum vörum, eins
og til dæmis þeim sem framleidd-
ar eru í íslensku verksmiðjunni í
Grimsby. Þegar allt lék í lyndi
fyrir 10-15 árum var talið að væru
um 18 þúsund ,,fish and chips“
búðir í Bretlandi, sem ekkert
gerðu annað en að selja steiktan
fisk og kartöflur. Þessum búðum
hefur fækkað niður í um 12 þús-
und nú.
Úthafstogarafloti Breta er lið-
inn undir lok. Þeir eiga ennþá
fáein verksmiðjuskip og hafa ver-
ið að reyna að senda þau á fjarlæg
mið frá Kanada og suður til Arg-
entínu. Þá eru nokkrir gamlir
síðutogarar eftir sem hafa verið
gerðir út til veiða við Norður-
Noreg og í Barentshafi. Kvótinn
sem þeir hafa þar er lítill og þessir
togarar fara ekki nema örfáar
veiðiferðir á ári. Hins vegar hafa
Bretar aukið við bátaflotann,
einkum snurvoðarbáta og tog-
báta, sem eru á veiðum í Norður-
sjó.
Auð og niðurnídd fiskvinnslu-
hús í Hull og Grimsby minna á að
þessir bæir hafa séð fífil sinn fegri.
Hins vegar eru gömlu ryðkláfarn-
ir, togararnir, sem lágu lengi við
bryggju, nú að mestu horfnir, hafa
annað hvort verið höggnir niður
eða seldir úr landi.
Kaldhæðni örlaganna
Það kann að þykja kaldhæðni
örlaganna að nú svo skömmu eftir
að Islendingar gerðu Breta brott-
ræka úr landhelginni skuli þeir
hafa byggt verksmiðju í Grimsby
til þess að selja Bretum fiskrétti,
auk þess sem þeir útvega allstóran
hluta af þeim fiski sem breskur al-
menningur snæðir, — og sá fiskur
er dreginn úr sjó á sömu slóðum
og voru hefðbundin fiskimið
Breta í aldaraðir. Eru íbúar Hull
og Grimsby ekkert bitrir í garð ís-
lendinga fyrir að hafa rænt þá
lífsbjörginni?
„Nei, við verðum ekki varir við
neinn biturleika“ sagði Ólafur
Guðmundsson forstjóri Icelandic
Freezing Plants Ltd., dótturfyrir-
tækis SH, sem rekur verksmiðj-
una í Grimsby. „Þvert á móti hafa
forráðamenn atvinnufyrirtækja og
bæjarfélaga lýst sig mjög ánægða
með komu okkar þangað og að ís-
lendingar skuli byggja þar upp
fiskiðnað og skapa atvinnu. Við
erum með um 250 manns í vinnu
og eru flestir upprunnir á þessum
slóðum. Sumt af þessu fólki væri
annars atvinnulaust. Og í blöðum
kveður við sama tón og lögð
áhersla á að okkar starfsemi sé
stoð við annan fiskiðnað á svæð-
inu. Auðvitað hafa einstaka gaml-
ir togaramenn og útgerðarmenn,
sem áður voru kóngar í sínu ríki
en búa nú við erfiðleika, látið það
í ljósi að íslendingar væru nú að
reka síðustu naglana í líkkistu
bresks fiskiðnaðar og úthafsveiða,
en yfirgnæfandi meirihluti manna
er ánægður með veru okkar
þarna.“
m m BROTTFÖR - DAGSKYLDA 2000/1330
m ■iiia SSbSI' INNKOMA - KVÖLDSKYLDA 2000/2200
DANTRAWL %
POSTBOX 106 . DK-9850 HIRTSHALS
telefon 08-941711 telex 67764 telefax 08-942682
Herover ses et billede fra
provetanken i Hirtshals, af
DANTRAWL’s populære
ARTIC rejetrawl som er blevet
leveret til f lere Islandske,
Færoske, og Gronlandske
trawlere.
Trawlen kan med fordel
anvendes af báde fra 200 HP
og opefter.
Ring og hor nærmere angáende pris
og leveringstid.
Se os pá stand no. C—212 World Fishing Copenhagen.
ALT í MODERNE FISKEREDSKABER