Fiskifréttir - 06.06.1986, Page 16
16
föstudagur 6. júní
föstudagur 6. júní
17
Vestmannaeyjar
Mér er djöfullega vlð öll boð og bönnft
Þeir sem horfðu á þáttinn „Á líðandi stundu“ sem sendur var út frá Vest-
mannaeyjum, muna vafalaust eftir sögu Árna Johnsen af fölsku tönnunum.
Þannig var að tveir heiðursmenn úr Eyjum, Óskar Matthíasson og Sveinbjörn
Snæbjörnsson reru saman og í einum róðrinum átti Bjössi að hafa misst fölsku
tennurnar útbyrðis. Hann grét tennurnar þó ekki lengi en hélt áfram að draga.
Sagan segir að Óskar hafi þá séð sér leik á borði, tekið út úr sér tennurnar og
brugðið upp í þorskinn sem hann var að draga. Síðan kallaði hann á Bjössa og
sagði að nú bæri vel í veiði. Tennurnar væru fundnar. Bjössi tók þessu með
Viðtals ESE
Myndirs Loftur oAL
— Þetta er helvítis lygasaga og
ekki fótur fyrir henni, en hún er
góð engu að síður. Palli Helga
sauð þetta saman til þess að ljúga
í farþega í rútunni frá flugvellin-
um og ég held að þetta hafi verið
vinsælasta sagan í ein tvö ár.
Það er Óskar Matthíasson, út-
gerðarmaður og skipstjóri í Vest-
mannaeyjum sem hefur orðið en
við Fiskifréttamenn gerðum hon-
um heimsókn skömmu eftir um-
ræddan sjónvarpsþátt. Að sögn
Óskars eru þeir Bjössi sagðir
bræður í sögunni og umræddur
Bjössi því sennilega eini maður-
inn á íslandi sem fengið hefur að
giftast systursinni.
Sundmagar og gellur
Óskar Matthíasson er höfðingi
heim að sækja. Eftir að við höfð-
um komið okkur fyrir í stofunni,
dró hann fram ,,reyðagull“ en svo
nefna frændur vorir í Færeyjum,
ölið sem bruggað er hjá Föroya
Bjór í Klakksvík. Varð okkur að
vonum gott af ölinu og ekki laust
við að það hjálpaði aðeins til við
að losa um málbeinið á mönnum.
Óskar er fæddur og uppalinn í
Eyjum og líkt og svo margir Eyja-
peyjar byrjaði hann snemma að
vinna fyrir sér. Kornungur var
hann byrjaður að gella upp á
mánaðarkaup hjá Gísla F. John-
Óskar ásamt sonum sínum Sigurjóni og Kristjáni á Leó. Það þarf ekki að
kvarta yfir fengnum.
sen og var kaupið 150 krónur sem
þótti gott í þá tíð. — Ég var líka í
Kína en svo nefndist stór skemma
hér í bæ, við að skera sundmaga
úr fiski. Kerlingarnar hreinsuðu
hann og söltuðu og Gísli gamli
flutti hann út, þar sem hann var
síðan notaður í matarlím. Það var
verkaður sundmagi á nánast öll-
um heimilum og þetta setti tals-
verðan svip á bæjarlífið vegna
þess að sundmaginn var breiddur
til þerris á húsþökunum. Súrsað-
ur sundmagi var líka herramanns-
matur og ekkert til að fúlsa við,
segir Óskar en hann segist ekki
hafa byrjað á sjó fyrr en hann var
16 ára.
— Ég hætti eftir fyrsta úthald-
ið. Það er versta helvítið að byrja
sem kokkur. Lyktin og hitinn ætl-
uðu alveg að gera út af við mig.
Sjóveikin fór ekki af mér fyrr en
ég reri og beitti á vertíðinni 1937
eða 38 en ég mátti þó ekki koma
nálægt lúkarnum. Það eru voða-
lega fáir sem aldrei hafa fundið til
sjóveiki og ég veit bara um tvo
menn sem aldrei urðu sjóveikir.
Það voru þeir Elvar Andrésson og
Júlíus Sigurbjörnsson en það
skrýtna er að þeir voru báðir
sveitamenn ofan af fastalandinu.
Óskar segist hafa róið nokkrar
vertíðar sem háseti og síðar vél-
stjóri en hann hafi þó fljótlega
orðið skipstjóri og fyrsti báturinn
sem hann stýrði var Glaður.
— Ég keypti svo Nönnu, 25
tonna bát í félagi við Sveinbjörn
Guðmundsson. Við keyptum
þennan bát af Einari ríka en hann
var þá að selja fjóra báta, alla á
hundrað þúsund krónur nema
einn sem var með ónýta vél. Hann
fór á 45 þúsund.
Að sögn Óskars voru hundrað
þúsund krónur mikið fé og til
marks um það segir hann að ný-
sköpunarbátarnir sem komu til
landsins um það leyti, hafi kostað
550 þúsund krónur. Þetta voru 50
tonna bátar og einn þeirra, Reynir
var þá keyptur til Eyja.
Aflakóngur á þrem
vertíðum
En hvernig skyldi Óskari hafa
stakri ró, skolaði tennurnar upp úr sjó og skellti gómum. Stakk þeim síðan
upp í sig en henti samstundis útbyrðis með orðunum — nei þetta eru ekki
mínar tennur!
Rætt við Óskar
Matthíasson,
skipstjóra og
útgerðarmann
i Vestmanna-
eyjum um lífið
og tilveruna
Með Bjössa vini sínum. Manninum sem henti tönnunum og er sam-
kvæmt sögunni, giftur systur sinni.
líkað að vera kominn í hóp skip-
stjóra og útgerðarmanna ?
— Það var auðvitað ágætt að
vera orðinn sjálfs sín herra og ekki
spillti fyrir að komast í þennan
ágæta félagsskap. Nei, mig
dreymdi aldrei fyrir fiskeríi en vel
má vera að sumir hafi verið
draumspakari en aðrir. Það var
haft fyrir satt að sumir notuðu
draumana eins og aðrir nota ný-
tísku fiskileitartæki. Aðalatriðið
var þó að vera sjálfstæður og þora
að prófa fyrir sér.
— Var mikill metingur á milli
skipstjóra og einstakra áhafna?
— Það varð allt vitlaust þegar
líða tók á vertíðina. Allir reyndu
að verða hæstir og undir lokin
voru veðmál í gangi í landi um
það hver yrði hæstur, segir Óskar
en hann blandaði sér í þennan
slag árið 1956 á gamla Leó, 39
tonna trébáti. Aflakóngur varð
Óskar þó ekki fyrr en á vertíðinni
1963. Hann varð aftur efstur árið
eftir og aflakóngur í þriðja sinn
varð hann á vertíðinni 1969 eða
1970. Óskar segir að fátt hafi ver-
ið eftirsóknarverðara á þessum
árum en að vera á þeim báti sem
varð aflahæstur. Það hafi verið lit-
ið upp til aflamanna og oftast hafi
sömu menn verið í áhöfn ár eftir
ár.
Sannkölluð tálbeita
Gamli Leó tók við af Nönnu en
að sögn Óskars var Leó byggður
1917. Óskar lét endurnýja bátinn
mikið enda átti hann Leó fram til
1959 er hann fékk nýjan 100
tonna bát frá A-Þýskalandi. Við
spyrjum Óskar hvernig fiskeríið
hafi gengið á þessum fyrstu skip-
stjórnarárum hans ?
— Þetta gekk upp og ofan. Það
voru talsverðar sveiflur í veiðinni
en á stríðsárunum breyttist hún
mjög til hins betra vegna minni
sóknar. Annars er mér alltaf
minnisstætt að eitt árið hafði afli
verið mjög lélegur. Við rerum
með línu og aflinn var þetta eitt til
tvö tonn í róðri. Þá var einn bátur
héðan sem fór til að veiða loðnu í
beitu en loðnan var þá ekki kom-
in lengra en austur undir Höfn.
Við fengum loðnuna til að beita
og þá brá svo við að allir mokfisk-
uðu. Bátarnir voru með þetta 20
til 30 tonn í róðri í eina viku og
það þótti lélegt að vera með
aðeins 15 tonn. En þá kom loðnu-
gangan og botninn datt úr veiðun-
um. Þannig var loðnan sannköll-
uð tálbeita, segir Óskar og brosir
þegar hann minnist þessara tíma.
Hálftíma niður ölduna
Það fer ekki hjá því þegar fjall-
að er um sjómennsku í Vest-
mannaeyjum að válynd veður og
sjóslys beri á góma. Við spyrjum
Óskar hvort hann hafi aldrei kom-
ist í hann krappann.
— Ekkert sem orð er á gerandi
en það fer auðvitað ekki hjá því
að menn lenda í ýmsu. Versta
veður sem ég man eftir var þegar
Helgi fórst við Faxasker í kringum
1951. Það var aftakaveður og
vindmælirinn fauk þegar vind-
hraðinn var kominn upp í 17
vindstig.
— Hvernig er ölduhæðin í
svona veðri?
— Öldurnar þurfa ekki að vera
svo háar. Vindurinn heldur þeim
niðri. Annars má veðrið vera ansi
slæmt til þess að bátar fari niður.
Ef menn halda ró sinni og sýna
aðgæslu og andæfa þá á það að
duga. Annars held ég að sjóslys
séu óumflýjanleg en með aðgæslu
mætti hins vegar fækka þeim mik-
ið, segir Óskar en hann hefur
misst nokkra góða vini í sjóslys-
um.
— Nú hefur maður heyrt sögur
af skipum sem hafa lent í svo
slæmu veðri að þau hafi tekið niðri
úti á rúmsjó. Hefur þú lent í slík-
um öldudal ?
— Maður hefur heyrt svona
tröllasögur, segir Óskar og hlær
við. — Eitt sinn komu hingað A-
Þjóðverjar sem sögðust hafa lent í
brjáluðu veðri á leiðinni. Þeir
fullyrtu að þeir hefðu verið 20
mínútur upp ölduna og hálftíma
niður, þannig að væntanlega hafa
þeir verið nálægt því að taka
niðri.
2230 tonn á 100 tonna bát
Óskar eignaðist Þórunni
Sveinsdóttur VE árið 1971 en það
hefur reynst mikið happaskip.
Óskar var með Þórunni á einni
vertíð og fékk samtals rúm 1300
tonn en á því ári varð aflinn alls
rúm 2000 tonn. Mesta ársaflann
fékk hann þó á Leó, rúm 2230
tonn sem þætti góður árskvóti
minni skuttogara nú á tímum
kvótakerfisins. Óskar fór í land
1977 og tók þá við stjórn fiskverk-
unar fjölskyldunnar þannig að
hann hefur ekki verið á sjó eftir að
kvótinn var settur. En hvaða
skoðun hefur hann á umræddum
kvóta?
— Mér er djöfullega við öll boð
og bönn. Ég vil fá að vera í friði.
Það skynsamlegasta hefði verið að
koma í veg fyrir smáfiskadrápið
með því að friða ákveðin svæði.
En það er eins og við er að búast
af þessum fiskifræðingum. Þeir
eru bara til bölvunar, segir Óskar
og bætir því við að hann hafi enga
trú á fiskifræðingunum.
— En er það ekki spor í rétta
átt að auka samstarf sjómanna og
fiskifræðinga eins nú hefur verið
gert, t.d. með togaraverkefninu?
— Þetta er það eina sem þeir
geta gert til þess að halda andlit-
inu. Með þessu móti komast þeir
best frá þessu og geta þannig siglt
á milli skers og báru, segir Óskar
og dregur enga dul á fyrirlitningu
sína.
„Þið getið litið á bellina“
Til marks um það hve Óskar er
mikið á móti boðum og bönnum.
þá segir hann að einu skiptin sem
hann fari á sjó, sé þegar hann
megi það ekki.
— Ég á smá trilluhorn sem ég
nota sárasjaldan en ég gat þó ekki
stillt mig um að bregða mér á
sjóinn í banninu í fyrra. Ég hef
gaman að láta þessa djöfla eltast
við mig, segir Óskar og hlær dátt.
— Ég fór út klukkan átta um
morguninn og var kominn að um
kvöldmatarleytið. Sat svo hér í
mestu makindum og var að borða
er barið var að dyrum. Þar voru
komnir tveir eftirlitsmenn úr
Reykjavík til þess að tilkynna mér
að þeir vissu að ég hefði farið á sjó
í trássi við bannið. Ég sagði það
litlar fréttir en þeir vildu þá fá að
vita hvað ég hefði veitt mikið. Ég
sagði þeim þá að Guð hefði aldrei
sent nótu með þessu en bellirnir
væru niðri í trillu og þeir gæti kíkt
á þá og talið, ef þeir hefðu áhuga.
þeir sögðust þá verða að gefa
skýrslu en síðan hef ég hvorki
heyrt þá né séð, segir Óskar og fír-
ar upp í pípunni sinni, glottuleit-
urásvip.
— Þú ert þá einn af þessum
„frekjuhundum“ sem Garðar
kallar svo?
— Ætli það ekki, segir Óskar
og brosið breikkar enn. — Annars
skil ég ekkert í honum Garðari að
láta þennan fjanda út úr sér. Karl-
arnir eru alveg kolbrjálaðir út í
hann og þeir gleyma þessu ekki
svo fljótt.
Heimsreisur og
hnattsiglingar
Óskar Matthíasson var á sjó
mest alla ævi sína og við spyrjum
hann hvort hann sakni ekki sjó-
mennskunnar.
— Nei, síður en svo. Ég er feg-
inn að vera kominn í land. Af og
til kemur þó yfir mig löngun til
þess að fá mér lítinn snurvoðarbát
en það væri sennilega mesta vit-
leysa. Ég get hins vegar leyft mér
það og það eru hreinar línur að ég
get látið allt eftir mér. Ég þarf ekki
að spyrja kóng né prest að því,
segir Óskar en þó hann sé kominn
í Iand, verður ekki annað sagt en
að hann haldi tengslunum við
hafið. Fjórir synir hans eru skip-
stjórar, Kristján með Emmuna,
Leó með Nönnuna, Matthías með
Bylgjuna og Sigurjón með Þór-
unni Sveinsdóttur.
— Hefur Óskar Matthíasson
aldrei langað í togara?
— Ekki get ég sagt það. Ég er
enginn togaramaður og hef aldrei
verið á togara. Við buðum þó á
dögunum í annað raðsmíðaskipið
á Akureyri en vorum lágir. Buð-
um 140 milljónir í skipið sem
raunverulega var alltof hátt en
það voru margir sem buðu meira.
Þeir virðast bjóða hæst sem ekkert
eiga en þó eru þarna innan um
sterkir aðilar s.s. Barðinn í Kópa-
vogi.
Það er komið að lokum samtals
okkar og „reyðagullið" er á þrot-
um. Við ræðum að síðustu um
nýjasta áhugamál Óskars, ferða-
lögin.
— Við hjónin höfum farið í
tvær heimsreisur og komið til Ríó
og Kenya og í fyrra fórum við hel-
víti mikla reisu með 20 þúsund
tonna lúxusdalli um Karabíska
hafið. Það var mikið ævintýri og
eins var líka mjög gaman í heims-
reisunum. Ég veiddi risavaxinn
„gullfisk" á stöng í Kenya en illa
líst mér þó á útgerðina í þessum
löndum. Skipin sem við erum að
henda hér heima eru sennilega tíu
sinnum betri en þessir mann-
drápsbollar sem maður sér t.d. í
Ríó, segir Óskar en auðvitað er
það fyrsta verk þessa gamal-
reynda skipstjóra að labba sér
niður að höfn og líta á bátana
hvort sem hann er staddur í Vest-
mannaeyjum eða Venesúela.
Höfnin er og verður lífæðin.