Fiskifréttir - 06.06.1986, Qupperneq 22
22
föstudagur 6. júní
sögunnar um aldamótin 1600 eða
á fyrri hluta 18. aldar. Þá er einn-
ig ljóst af frásögn í Ferðabók Egg-
erts og Bjarna að veiðiaðferð þessi
hefur verið mikið stunduð. Má
vera að höfuðástæða þess að
Skagfirðingar fundu hana upp og
stunduðu hafi verið sú að aðal-
fuglabjarg svæðisins, sjálf Drang-
ey var í eigu biskupsstólsins á
Hólum og átti hann þar allar nytj-
ar og allan fugl og egg sem náðist
ÚTGERÐARMENN
SKIPST JÓRAR
Við framleiðum:
> Togvindur meö tölvu-
stýringu - autotroll
> Grandaravindur
> Gilsvindur
> Bobbingavindur
> Pokavindur
> Bakstroffuvindur
> Hönnum og setjum
upp vökvakerfi
> Einkaumboö, varahluta-
lagerviögeröarþjónusta.
> Afi sem tekur lítiö pláss.
nengjast beintávindur
eða iðnaöarvélar.
> Þola vel verstu skilyrði.
> Margar gerðir á lager.
VÉLAVERKSTÆÐI
SIC. SVEINBJÖRNSSONAR HF.
Skeiöarási, Garðabæ, sími 52850
r
V
Snyrtilínur
frá ílOfíO
Norfo snyrtilínan er sú fyrsta hér-
lendis sem tekur verulegt tillit til
líkamsbyggingar starfsfólks. Þær
eru í notkun víða um heim. Ein
slík er í notkun á Djúpavogi.
Vinnusparnaður er verulegur og
stórbætt vinnuaðstaða.
TRAUST hf
Knarrarvogi4 — Reykjavík -Sími 91-83655
en almenningur gat hins vegar
stundað snöruflekaveiðarnar
óáreittur af hinu andlega valdi.
Níu vikna vertíð
Snöruflekaveiðarnar við
Drangey stóðu jafnan átta til níu
vikur ár hvert og hófst vertíðin í
byrjun maí. Til veiðanna þurfti
töluverðan en ekki flókinn útbún-
að. Útbúnir voru talsvert stórir
flekar og á þeim var komið fyrir
fjölda af lykkjum sem voru þann-
ig útbúnar að þegar sjófuglinn
skreið upp á flekana til þess að
hvílast festust lappir þeirra í
lykkjunum og hertist þá að þeim.
Gat fuglinn sig lítið hrært eftir
það en af frásögnum má marka að
hann hefur oft barist mjög um og
það oft hafa komið fyrir að hann
sleit undan sér löpp eða lappir til
þess að öðlast frelsi sitt að nýju
sem hefur þá væntanlega verið
stutt þar sem lappaiaus sjófugl er
heldurbjargarlítill.
Lengi vel var notað hrosshár í
snörurnar og var mikið verk að
útbúa þær. Vildi til að fólk hafði
ekki mikið annað að gera að lokn-
um gegningum á löngum vetrum
og ekki var þá heldur spurt um
tímakaup né annað slíkt. Nokk-
urs konar félagsútgerð hefur verið
við snöruflekaveiðarnar við
Drangey og höfðust menn meira
og minna við í eyjunni meðan á
veiðunum stóð. Flekarnir voru
fyrirferðarmiklir og erfiðir í flutn-
ingum þannig að þegar farið var
með þá út í eyjuna fyrst á vorin
þurfti að vera einmunaveður. Oft
voru flekarnir sem voru lítt eða
ekkert skemmdir eftir vertíðina
geymdir út í Drangey milli ver-
tíðna og var þeim þá komið fyrir á
bergsnös á eyjunni í um tíu metra
hæð þar sem þeir voru vandlega
skorðaðir.
Snöruflekarnir voru Iagðir
þannig að þrír flekar voru tengdir
saman og var haft um tveggja
metra bil á milli þeirra. Var flek-
unum lagt við stjóra og voru
venjulega valdir steinar sem voru
80 til 100 kíló að þyngd sem stjór-
ar. Að mörgu þurfti að hyggja
þegar flekunum var lagt og þá
ekki síst að koma þeim þar fyrir
sem helst var von á fugli og eins
þar sem straumur var ekki mjög
mikill.
111 meðferð á
bandingjanum
Mikið var lagt upp úr því að ná
fugli til að nota sem tálbeitu fyrir
aðra fugla. Voru fuglar þessir
kallaðir bandingjar. Fuglar þessir
Datasynchro, tölvustýrðu spilkerfin, hafa nákvæmt eftirlit með
veiðarfærum meðan togað er. Tölva stjórnar slökun og hífingu og
tekur þá mið af togi vörpunnar og hreyfingum skipsins. Með
Datasynchro er skip þitt betur búið til veiða við erfiðar aðstæður.
Veiðarfærin endast og líkur á góðum afla aukast.
Sjálfvirk slökun og hífing
Slökun og hífing trollsins er sjálfvirk
og að sjálfsögðu er bremsað með
vökvakerfinu.
Hámarksopnun á trolli
í togi, þegar beygt er, gefur ytri vind-
an út vír en sú innri hífir inn. Þannig
næst ávallt mesta opnun trollsins.
Þegar skipið er komið í beina stefnu
að nýju jafna vindurnar sjálfkrafa
lengdarmismun. Trollið helst einnig
fullopið þegar togað er þvert á
straum.
Stöðugt átak í vondum sjó
Datasynchro sér um að halda stöð-
ugu átaki á báðum vírum. í slæmum
sjó hífa vindurnar og slaka eftir
hreyfingu skipsins. Þannig heldur
trollið alltaf jöfnum hraða í sjónum.
Minni hætta á veiðarfæratjóni
Ef troll festist gefa vindurnar út vír til
að koma í veg fyrir skemmdir á veið-
arfærum en tölvan eykur hægt átak-
ið á vírunum til að losa veiðarfærin.
Dugi það ekki, kemur viðvörun og
skipstjóra gefst ráðrúm til að stöðva
skipið.
= HÉÐINN 5
VÉLSMIÐJA
SEUAVEGI 2, SÍMI 24260