Fiskifréttir - 06.06.1986, Page 32
FRETTIR
21. tbl. föstudagur 6. júní
SANDBLASTUR HF
Kostur sem borgar sig
917 91 53731
Loðnusölur íslenskra skipa erlendis iárs
„Gætu þýtt 100 millj. kr. tap á útflutningstekjum"
— segir Ingólfur Arnarson hjá Fiskifélagi íslands, sem áætlar aö seld veröi 150 þús. tonn ytra
„Miðað við þróunina að und-
anförnu er engin goðgá að ætla að
loðnuskip muni selja 150-160
þúsund tonn af loðnu erlendis á
þessu ári en við það tapar þjóðin
nærri 100 milljónum króna í út-
Að undanförnu hafa eigendur
nokkurra íslenskra loðnuskipa átt
í viðræðum við norskar skipa-
smíðastöðvar um smíði á nýjum
skipum, eins og fram hefur komið
hér í Fiskifréttum. Þessar viðræð-
ur hafa ekki borið árangur.
Sævar Þórarinsson á Albert GK
sagði, að Norðmennirnir hefðu
boðið sér nýtt skip á 42 milljónir
norskra króna (224 millj. ísl. kr.),
en þá væri búið að draga frá verð
gamla Alberts GK sem þeir tækju
upp í á 10 milljónir norskar kr.
(53 millj. ísl. kr.) og einnig búið að
draga frá ríkisstyrk við nýsmíðar í
Noregi upp á 11 milljónir norskra
króna (ca. 59 millj. ísl. kr.).
„Staðreyndin er sú, að þeir borga
í raun ekkert fyrir gamla skipið,
heldur hækka þeir bara verð nýja
skipsins sem því nemur og draga
þá upphæð svo frá aftur,“ sagði
Sævar í samtali við Fiskifréttir og
bætti því við að þessir kostir væru
óaðgengilegir. „Við vorum einnig
að gera okkur vonir um að við
fengjum ríkisstyrkinn í Noregi
metinn sem eigið framlag, þegar
r \
FRÉTTIR
V________________J
flutningstekjum.“ Þetta sagði Ing-
ólfur Arnarson hjá Fiskifélagi ís-
lands á ráðstefnu um þróun sjáv-
arútvegs, sem haldin var í Reykja-
vík í síðustu viku.
Ingólfur sagði, að árið 1984
lánshlutfall yrði metið hér heima
en íslensk stjórnvöld vilja ekki
hlusta á slíkt“. Sævar sagði, að
hefðu íslensk loðnuskip selt er-
lendis 48 þús. tonn af loðnu, í
fyrra 66 þús. tonn, og frá 7. janúar
til 14. mars sl. voru seld 62 þús-
und tonn erlendis. Miðað við
óbreyttar aðstæður gætu þessar
— segir Sævar
Þórarinsson
á Albert GK
viðræður hefðu einnig farið fram
við Svía um skipakaup og virtust
þeirra tilboð heldur skárri.
loðnusölur orðið 150-160 þús.
tonn á yfirstandandi ári, að mati
Ingólfs.
Ingólfur benti á, að þegar rætt
væri um ferskfisksölur erlendis
hefði þessi þáttur ævinlega
gleymst, en nauðsynlegt væri að
hyggja að því hvaða áhrif þessar
sölur hefðu fyrir þjóðarbúið í
efnahagslegu tilliti. Hann sagði
síðan að fyrir þau 62 þúsund tonn
sem seld voru í erlendri höfn frá
síðustu áramótum hefðu fengist
tæpar 189 milljónir króna. Frá
þeirri upphæð mætti draga 14%
vegna kostnaðar o.fl. og þá væri
raunverulegt fob-verðmæti 162,5
milljónir kr. eða 2.61 kr. á kíló.
Ingólfur færði síðan töluleg rök að
því, að ef þessi loðna sem seld var
erlendis, hefði verið unnin hér
heima, hefði útflutningsverðmæti
afurðanna numið 41 milljón
krónum meira en það verð sem
fékkst fyrir hana ferska ytra. Á
sama hátt myndi þjóðin tapa
nærri 100 milljónum króna í út-
flutningsverðmæti í ár, ef spá sín
um sölur erlendis rættist. Ingólfur
tók fram, að hann væri ekki að
álasa útgerðarmönnum og loðnu-
sjómönnum fyrir að sækjast eftir
háu verði fyrir loðnuna erlendis,
en lágmarkskrafa væri að tekið
yrði mið af þeim staðreyndum
sem fyrir lægju.
NlHCt1
fiskker
auka
afköstin
og bæta
meðferð
aflans
mIh
Sæplastkerin eru athyglisverð nýjung í meðferð fisks og fisk-
afurða. Kerin eru sterkbyggð og auðvelt að flytja þau og stafla
með gaffallyfturum. Sléttir fletir og aftöppunarventlar úr ryðfríu
stáli auðvelda þrif og tryggja afrennsli blóðvatns. Kerin henta
einkar vel um borð í fiskiskipum til geymslu, löndunar og flutn-
ings á fiski og fiskafurðum, svo og til saltfiskverkunar. Sæ-
plastkerin tryggja góðan fisk, aukinn hraða og meiri afköst við
alla fiskmeðferð. Fiskkerin frá Sæplasti hf. eru því skynsamleg
og arðvænleg fjárfesting.
Fjórar stærðir:
380, 500, 660 og 1000 lítrar.
Við framleiðum einnig
plastbretti undir fiskkassa,
flakabakka og
frystipönnur.
hf
Pósthólf 50 • 620 Dalvík • Sími 96-61670 • Telex 3092 icepla is, c/o sæplast
Endurnýjun loðnubáta:
„ Vonlaust dæmi