Morgunblaðið - 14.07.2021, Blaðsíða 22
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2021
Pepsi Max-deild karla
Fylkir – KA............................................... 2:1
HK – Víkingur R ...................................... 0:0
Staðan:
Valur 12 8 3 1 21:11 27
Víkingur R. 12 6 5 1 17:9 23
Breiðablik 11 7 1 3 28:15 22
KR 12 6 3 3 19:13 21
KA 11 5 2 4 16:9 17
Fylkir 12 3 5 4 17:20 14
Leiknir R. 12 4 2 6 13:18 14
Keflavík 11 4 1 6 14:20 13
Stjarnan 12 3 4 5 12:18 13
FH 11 3 3 5 14:17 12
HK 12 2 4 6 14:21 10
ÍA 12 1 3 8 11:25 6
Pepsi Max-deild kvenna
Selfoss – Keflavík ..................................... 1:0
Staðan:
Valur 10 7 2 1 24:12 23
Breiðablik 10 7 0 3 35:15 21
Selfoss 10 5 2 3 15:12 17
Þróttur R. 10 4 3 3 22:17 15
ÍBV 10 4 1 5 16:19 13
Stjarnan 10 4 1 5 11:15 13
Þór/KA 10 3 3 4 10:14 12
Keflavík 10 2 3 5 9:16 9
Fylkir 10 2 3 5 9:22 9
Tindastóll 10 2 2 6 6:15 8
Lengjudeild kvenna
FH – Haukar ............................................ 1:1
Staðan:
KR 9 7 1 1 25:11 22
FH 10 6 2 2 20:9 20
Afturelding 9 5 4 0 23:10 19
Víkingur R. 9 3 3 3 16:16 12
Haukar 10 3 3 4 14:15 12
Grótta 9 3 1 5 13:18 10
ÍA 9 3 1 5 9:20 10
HK 8 2 2 4 11:18 8
Grindavík 9 0 5 4 11:18 5
Augnablik 8 1 2 5 10:17 5
Meistaradeild karla
1. umferð, seinni leikir:
Borac Banja Luka – CFR Cluj ....... 2:1 (3:4)
- Rúnar Már Sigurjónsson lék allar 120
mínúturnar með CFR.
Riga – Malmö................................... 1:1 (1:2)
- Axel Óskar Andrésson lék ekki með
Riga vegna meiðsla.
Hibernians Paola – Flora Tallinn... 0:3 (0:5)
Lincoln Red Imps – Fola Esch....... 5:0 (7:2)
Sheriff Tiraspol – Teuta Durres..... 1:0 (5:0)
Mura – Shkendija ............................ 5:0 (6:0)
Prishtina – Ferencváros ................. 1:3 (1:6)
Buducnost Podg. – HJK Helsinki .. 0:4 (1:7)
Linfield – Zalgiris Vilnius ............... 1:2 (2:5)
Shamrock R. – Slovan Bratislava... 2:1 (2:3)
Shakhtyor Soligorsk – Ludogorets 0:1 (0:2)
Valur – Dinamo Zagreb................... 0:2 (2:5)
_ Samanlögð úrslit í svigum. Sigurliðin
fara í 2. umferð Meistaradeildar en tapliðin
í 2. umferð Sambandsdeildar.
>;(//24)3;(
Vináttulandsleikur karla
Bandaríkin – Ástralía........................... 83:91
>73G,&:=/D
Svíinn Erik Ham-
rén, fyrrverandi
þjálfari íslenska
karlalandsliðsins
í knattspyrnu,
svaraði neitandi
fyrirspurn um
hvort hann væri
tilbúinn til að
taka við landsliði
Íraks. Írakskir
fjölmiðlar sögðu
að Hamrén hefði hafnað tilboði
Íraka en hann sagði við Fotbolls-
kanalen að það væri ekki rétt.
„Það rétta er að ég fékk fyrir-
spurn í gegnum millilið en ég vísaði
henni frá mér,“ sagði Hamrén sem
hefur verið í fríi síðan hann hætti
störfum með íslenska landsliðið í
nóvembermánuði 2020.
Sagt var að Hamrén hefði neitað
tilboði um að taka við landsliðinu
eftir að hafa ráðfært sig við nokkra
þjálfara sem hefðu starfað í land-
inu. Þeir hefðu sagt honum að fót-
boltaheimurinn þar væri flókinn og
erfiður starfsvettvangur.
Hamrén vildi
ekki til Íraks
Erik
Hamrén
KNATTSPYRNA
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Kórinn: HK – Víkingur R .................... 19.15
Grindavík: Grindavík – Afturelding ... 19.15
Norðurálsvöllur: ÍA – Grótta .............. 19.15
Í KVÖLD!
Bandaríska karlalandsliðið í körfu-
knattleik tapaði í fyrrinótt öðrum
vináttulandsleiknum í röð þegar
það beið lægri hlut fyrir Ástralíu í
Las Vegas, 83:91. Áður hafði liðið
tapað fyrir Nígeríu. Bandaríkin
hafa orðið Ólympíumeistarar karla
þrisvar í röð og liðið er á leið til
Tókýó til að verja titilinn, undir
stjórn Gregg Popovich. Damian
Lillard skoraði 22 stig og Kevin
Durant 17 en þeir stóðu upp úr í
bandaríska liðinu. Joe Ingles, leik-
maður Utah Jazz, skoraði 17 stig
fyrir Ástralíu.
Töpuðu aftur
á heimavelli
AFP
Skot Gregg Popovich horfir á
Damian Lillard hita upp.
Handknattleiksmarkvörðurinn Da-
rija Zecevic sem hefur leikið með
ÍBV undanfarin tvö ár hefur skrif-
að undir tveggja ára samning við
Stjörnuna. Hún er 23 ára gömul, er
uppalin hjá Buducnost Podgorica,
sterkasta félagsliði Svartfjalla-
lands, en lék einnig með Danilovg-
rad og síðan í eitt ár með Koper í
Slóveníu áður en hún kom til Vest-
mannaeyja. Hún var valin besti
markvörðurinn í Slóveníu það tíma-
bil. Zecevic hefur enn fremur leikið
með öllum yngri landsliðum Svart-
fjallalands.
Ljósmynd/ÍBV
Stjarnan Markvörðurinn Darija
Zecevic lék í tvö ár með ÍBV.
Frá Eyjum til
Stjörnunnar
FYLKIR – KA 2:1
1:0 Orri Sveinn Stefánsson 31.
2:0 Orri Hrafn Kjartansson 59.
2:1 Hallgrímur Mar Steingrímsson 63.
M
Orri Sveinn Stefánsson (Fylki)
Ragnar Bragi Sveinsson (Fylki)
Orri Hrafn Kjartansson (Fylki)
Djair Parfitt-Williams (Fylki)
Helgi Valur Daníelsson (Fylki)
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Þorri Mar Þórisson (KA)
Dómari: Erlendur Eiríksson – 9.
Áhorfendur: 723.
HK – VÍKINGUR R. 0:0
MM
Viktor Örlygur Andrason (Víkingi)
M
Birkir Valur Jónsson (HK)
Martin Rauschenberg (HK)
Guðmundur Þór Júlíusson (HK)
Jón Arnar Barðdal (HK)
Halldór Smári Sigurðsson (Víkingi)
Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingi)
Kristall Máni Ingason (Víkingi)
Rautt spjald: Sigurður H. Björnsson
(HK/varamaður) 90.
Dómari: Sigurður H. Þrastarson – 6.
Áhorfendur: 467.
FÓTBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Víkingar verða að gera betur en
gegn HK í Kórnum í gærkvöld ef
þeir ætla að halda sér í slagnum um
Íslandsmeistaratitilinn.
Markalaust jafntefli liðanna er
Víkingum dýrkeypt í þeirri baráttu.
Nú hafa þeir leikið jafnmarga leiki
og Valsmenn en eru enn fjórum stig-
um á eftir þeim.
Þá er ekki sannfærandi að í tveim-
ur síðustu leikjum, gegn tveimur
neðstu liðum deildarinnar, sé
markatala Víkings samtals 1:0 og
markið gegn ÍA skorað úr víta-
spyrnu í uppbótartíma.
HK-ingar geta verið sáttari við
stigið, þó þeim hefði ekki veitt af
þremur í hörðum fallslagnum, en
engu munaði þó að Guðmundur Þór
Júlíusson skoraði sigurmark þeirra
rétt fyrir leikslok.
„Leikurinn var heldur tíðindalítill
og gat hvorugt liðið beðið um mikið
meira en þau fengu. Ef eitthvað
ættu Víkingar að vera aðeins svekkt-
ari, þeir náðu fínum kafla í fyrri hálf-
leik og komu sér oftar en einu sinni í
ágæta stöðu, án þess þó að ná að
skapa eitthvað meira úr því,“ skrif-
aði Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir
m.a. í grein um leikinn á mbl.is.
Möguleikar KA á að taka þátt í
baráttu um Evrópusæti dvína enn
eftir ósigur gegn Fylki í Árbænum,
2:1. Akureyrarliðið var um tíma með
fæst töpuð stig í deildinni og hefði
verið í góðri stöðu með sigri í gær-
kvöld en nú hefur uppskeran í síð-
ustu fjórum leikjunum aðeins verið
eitt stig.
Á meðan komu Fylkismenn sér í
þægilegri fjarlægð frá fallsvæðinu.
Sigur þeirra stóð þó tæpt því boltinn
small tvisvar í marksúlum þeirra á
lokakafla leiksins.
_ Orri Sveinn Stefánsson skoraði
sitt annað mark á tímabilinu og Orri
Hrafn Kjartansson sitt þriðja og
Fylkir komst í 2:0.
_ Hallgrímur Mar Steingrímsson
minnkaði muninn með sínu fyrsta
marki í sjö leikjum en því sjötta í
deildinni í ár.
„Sigur Fylkismanna var þegar á
heildina er litið sanngjarn, þar sem
leikaðferð þeirra gekk algjörlega
upp á móti KA-mönnum, sem virk-
uðu pínu þungir og hægir, jafnvel þó
að þeir væru mun meira með bolt-
ann en heimamenn. Að sama skapi
munaði bókstaflega hársbreidd í lok-
in að KA-menn stælu einu stigi heim
með sér norður yfir heiðar,“ skrifaði
Stefán Gunnar Sveinsson m.a. í
grein um leikinn á mbl.is.
Víkingar ekki
sannfærandi í
toppbaráttu
Morgunblaðið/Unnur Karen
Kórinn HK-ingurinn Jón Arnar Barðdal með augun á boltanum í viðureign-
inni gegn Víkingi í gærkvöld. Liðin skildu jöfn án marka.
- Markalaust jafntefli gegn HK
- Möguleikar KA-manna minnka enn
FÓTBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Selfoss komst loks á sigurbraut á ný
í gærkvöld með því að sigra Keflavík
1:0 í síðasta leiknum í tíundu umferð
úrvalsdeildar kvenna í fótbolta.
Eftir sigra í fjórum fyrstu leikj-
unum í vor höfðu Selfosskonur að-
eins fengið tvö stig í síðustu fimm
leikjum og voru dottnar niður í
fjórða sæti. Þær eru nú í þriðja sæt-
inu á ný, fóru aftur uppfyrir Þrótt,
en það verður talsverð brekka fyrir
þær að reyna að ná aftur í skottið á
toppliðum Vals og Breiðabliks.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Þriðja Selfoss getur enn elt lið Vals og Breiðabliks í toppbaráttunni.
Keflavík heldur sér áfram fyrir ofan
fallsæti á betri markatölu en Fylkir.
_ Brenna Lovera lék á ný með
Selfyssingum eftir tveggja leikja
fjarveru vegna meiðsla. Hún skoraði
sigurmarkið og hefur því gert sjö
mörk í átta leikjum í deildinni í ár.
„Í seinni hálfleiknum voru Sel-
fyssingar mun líklegri til þess að
bæta við mörkum en Tiffany
Sornpao átti góðan leik í marki
Keflavíkur. Það reyndi nánast ekk-
ert á Guðnýju Geirsdóttur í marki
Selfoss, en síðustu tíu mínúturnar
reyndu Keflvíkingar að kreista eitt-
hvað út úr leiknum, án þess þó að fá
teljandi færi,“ skrifaði Guðmundur
Karl m.a. um leikinn á mbl.is.
Loksins sigur á
ný hjá Selfossi
- Brenna Lovera með sigurmarkið
SELFOSS – KEFLAVÍK 1:0
1:0 Brenna Lovera 42.
M
Eva Núra Abrahamsdóttir (Selfossi)
Barbára Sól Gísladóttir (Selfossi)
Brenna Lovera (Selfossi)
Emma Checker (Selfossi)
Unnur Dóra Bergsdóttir ((Selfossi)
Tiffany Sornpao (Keflavík)
Natasha Anasi (Keflavík)
Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)
Ísabel Jasmín Almarsdóttir (Keflavík)
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason – 9.
Áhorfendur: 174.