Morgunblaðið - 14.07.2021, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2021
_ Rui Patrício, landsliðsmarkvörður
Portúgals í knattspyrnu, er farinn frá
enska liðinu Wolves eftir að hafa leikið
með því 112 leiki í úrvalsdeildinni á
undanförnum þremur árum. Hann er
genginn til liðs við Roma á Ítalíu. Í
staðinn er landi hans José Sa á leið til
Wolves frá grísku meisturunum Olym-
piacos þar sem hann hefur verið aðal-
markvörður með Ögmund Kristinsson
sem varamarkvörð. Ögmundur fær
samt áfram harða samkeppni því
Olympiacos hefur í staðinn fyrir Sa
samið við Tomás Vaclík, landsliðs-
markvörð Tékka, sem kemur til félags-
ins án greiðslu frá Sevilla á Spáni.
_ Enski knattspyrnumaðurinn Jadon
Sancho mætti í gær í læknisskoðun
hjá Manchester United. Hann mun á
allra næstu dögum verða staðfestur
sem leikmaður félagsins. Sancho kem-
ur til United frá Dortmund í Þýskalandi
fyrir 73 milljónir punda. Hann hefur
skorað 50 mörk í 137 leikjum með
Dortmund þrátt fyrir að vera aðeins 21
árs gamall. Leikmaðurinn mun skrifa
undir fimm ára samning við United og
fá treyju númer sjö. Sancho hefur leik-
ið 20 landsleiki fyrir Englands hönd og
skorað í þeim þrjú mörk.
_ Karlalið Fjölnis í knattspyrnu sem
leikur í 1. deild hefur fengið til sín víð-
förlan sóknarmann. Það er Englend-
ingurinn Michael Bakare sem síðast
spilaði með Hereford í F-deildinni en
hann hefur leikið með 24 liðum á ferl-
inum, nær öllum í ensku utandeilda-
keppninni. Hann var þó í þrjú ár með
einu besta liði Wales, Connah’s Quay
Nomads, í úrvalsdeildinni þar í landi
og skoraði þá 30 mörk í 81 leik.
_ Fimm leikmenn í úrvalsdeildarliðum
karla og kvenna í fótbolta voru í gær
úrskurðaðir í eins leiks bann vegna
fjögurra gulra spjalda og missa þar
með af næstu leikjum sinna liða. Í úr-
valsdeild karla eru þetta Ragnar Bragi
Sveinsson, fyrirliði Fylkis, Daníel
Finns Matthíasson, kantmaður Leikn-
is úr Reykjavík, og Davíð Snær Jó-
hannsson, miðjumaður Keflvíkinga. Til
viðbótar fer Hlynur Helgi Arngríms-
son, aðstoðarþjálfari Leiknis úr
Reykjavík, í eins leiks bann vegna
brottvísunar í leik liðsins gegn ÍA í
fyrrakvöld.
_ Í úrvalsdeild kvenna eru það Del-
aney Baie Pridham, bandaríski fram-
herjinn hjá ÍBV, og Loena Baumann,
svissneski bakvörðurinn hjá Þrótti,
sem missa af einum leik hvor.
_ Svissneski tennisleikarinn Roger
Federer verður ekki með á Ólympíu-
leikunum í Tókýó vegna hnémeiðsla en
leikarnir hefjast síðar í mánuðinum.
Federer staðfesti tíðindin á Twitter í
gær. Federer, sem er 39 ára, hefur
unnið 20 risamót á ferlinum og er af
flestum talinn einn besti tennisleikari
allra tíma. Svisslendingurinn varð ól-
ympíumeistari í tvíliðaleik á leikunum í
Peking árið 2008 með
Stan Wawrinka og
fékk hann silfur í
einliðaleik eft-
ir tap fyrir
Andy
Murray í
úrslit-
um
2012 í
Lond-
on.
Eitt
ogannað
Rúnar Már Sigurjónsson og sam-
herjar hans í rúmenska meistara-
liðinu CFR Cluj eru komnir í aðra
umferð Meistaradeildar karla í fót-
bolta eftir framlengdan leik gegn
Borac Banja Luka. Þeir töpuðu 2:1
en unnu einvígið 4:3 samanlagt.
Alexandru Chipciu var hetja CFR
þegar hann minnkaði muninn í 2:1
þegar tvær mínútur voru eftir af
framlengingu. Rúnar lék allar 120
mínúturnar. CFR vann því einvígið
4:3 samanlagt og mætir meistara-
liði Gíbraltar, Lincoln Red Imps, í
annarri umferð.
Rúnar áfram
með CFR Cluj
Ljósmynd/CFR Cluj
Cluj Rúnar Már Sigurjónsson spilar
næst með CFR á Gíbraltar.
Jökull Andrésson, knattspyrnu-
markvörður hjá enska B-deild-
arfélaginu Reading, er líklega á
leið til C-deildarliðsins Morecambe.
Reading tilkynnti í gær að Jökull
væri farinn til æfinga hjá More-
cambe og hefði verið gefið leyfi til
að spila tvo æfingaleiki. Jökull, sem
er 19 ára gamall, lék tvo leiki sem
lánsmaður með Morecambe í D-
deildinni síðasta vetur. Hann var
hins vegar stærstan hluta þess
tímabils í láni hjá Exeter í sömu
deild, lék 31 leik og vakti athygli
fyrir frammistöðu sína.
Jökull í C-deild-
inni í vetur?
Morgunblaðið/Eggert
England Jökull Andrésson fer til
nýliða í ensku C-deildinni.
MEISTARADEILD
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Valsmenn færast yfir í Sambands-
deild Evrópu í knattspyrnu eftir að
hafa tapað öðru sinni fyrir króat-
ísku meisturunum Dinamo Zagreb,
0:2, í seinni leik liðanna á Hlíðar-
enda í gærkvöld.
Dinamo, með sex leikmenn í sín-
um hópi sem léku með þremur
landsliðum á EM í sumar, vann ein-
vígið 5:2 samanlagt og mætir Om-
onia Nikósía frá Kýpur í annarri
umferð Meistaradeildar Evrópu.
Valsmenn fara hinsvegar í aðra
umferð Sambandsdeildarinnar og
mæta þar liðinu sem tapar einvígi
Bodö/Glimt frá Noregi og Legia
Varsjá frá Póllandi. Seinni leikur
þeirra fer fram í Póllandi í kvöld,
Legia vann fyrri leikinn í Noregi 3:2
og því eru mestar líkur á því að það
verði Alfons Sampsted og sam-
herjar hans í norska meistaraliðinu
Bodö/Glimt sem mæta á Hlíðarenda
í annnarri umferðinni þar sem leikið
verður fimmtudagana 22. og 29. júlí.
Óheppnir að jafna ekki
Valsmenn sköpuðu sér þó nokkur
ágætis marktækifæri í leiknum í
gærkvöld og voru óheppnir að jafna
ekki metin í síðari hálfleiknum.
Bakvörðurinn Johannes Vall komst
í fínt færi vinstra megin í víta-
teignum en skaut framhjá markinu.
Á frábærum kafla Valsliðsins um
miðjan síðari hálfleik voru Kristinn
Freyr Sigurðsson, Guðmundur
Andri Tryggvason og Christian
Köhler allir nálægt því að skora
beint úr aukaspyrnu.
Luka Ivanusec skoraði fyrra
mark Dinamo eftir hálftíma leik og
rétt fyrir leikslok var það Mislav
Orsic sem skoraði eftir skyndisókn
og gulltryggði króatískan sigur.
_ Markaskorararnir Ivanusec og
Orsic voru báðir í liði Króatíu á
EM, sem og framherjinn Bruno
Petkovic. Fyrirliðinn Arijan Ademi
lék á EM með Norður-Makedóníu,
landi hans úr sama landsliði Stefan
Ristovski var á bekknum allan tím-
ann og Mario Gavranovic, lands-
liðsmaður Sviss sem lék á EM, spil-
aði síðustu 20 mínúturnar með
Dinamo.
„Valur varðist heilt yfir vel í gær-
kvöldi og náði að skapa sér fín færi
sem á öðrum degi hefðu endað með
mörkum. Birkir Heimisson er að
komast betur og betur inn í Vals-
liðið og hann var besti leikmaður
liðsins í gærkvöldi. Hannes Þór
Halldórsson varði nokkrum sinnum
vel. Þá kom Andri Adolphsson með
kraft inn í liðið er hann kom inn á
sem varamaður hálftíma fyrir leiks-
lok,“ skrifaði Jóhann Ingi Hafþórs-
son m.a. í grein um leikinn á mbl.is.
Lið Vals: (4-3-3) Mark: Hannes
Þór Halldórsson. Vörn: Birkir Már
Sævarsson, Sebastian Hedlund,
Rasmus Christiansen, Johannes
Björn Vall. Miðja: Kristinn Freyr
Sigurðsson, Christian Köhler
(Haukur Páll Sigurðsson 80), Birkir
Heimisson (Almarr Ormarsson 80).
Sókn: Guðmundur Andri Tryggva-
son (Arnór Smárason 83), Sverrir
Páll Hjaltested (Patrick Pedersen
62), Sigurður Egill Lárusson (Andri
Adolphsson 62).
Góð frammistaða og næst
Noregur eða Pólland
- Valsmenn stóðu vel í Dinamo Zagreb en töpuðu að lokum 0:2 á Hlíðarenda
Morgunblaðið/Unnur Karen
Hlíðarendi Patrick Pedersen, framherji Vals, horfir á Danijel Zagorac verja úr dauðafæri í síðari hálfleiknum.
Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir tók
risastökk á heimslistanum í kvennaflokki sem gefinn var
út í gær eftir frábæra frammistöðu á Armanco Team
Series-golfmótinu í London um síðustu helgi.
Guðrún hafnaði þar í tólfta sæti og fyrir vikið stekkur
hún upp um hvorki meira né minna en 209 sæti á listan-
um. Hún var í 878. sæti í síðustu viku en er nú í 669. sæti.
Áður hafði hún best náð 868. sæti listans í árslok 2019.
Valdís Þóra Jónsdóttir er enn á listanum þótt hún sé
hætt keppni og er núna í 701. sæti. Ólafía Þórunn Krist-
insdóttir hefur verið í fríi undanfarna mánuði vegna
barneigna og er í 1.122. sæti eins og staðan er núna.
Ólafía hefur komist lengst íslenskra kvenna á listanum en hún var um
tíma í 170. sæti á árinu 2017. Valdís komst hæst í 313. sæti.
Lexi Thompson frá Bandaríkjunum sem varð jöfn Guðrúnu í 12. sætinu í
London var í níunda sæti fyrir mótið en seig niður í ellefta sæti. Nelly
Korda frá Bandaríkjunum er áfram í efsta sæti og næstar koma Jin Young
Ko, In Bee Park, Sei Young Kim og Hyo-Joo Kim, allar frá Suður-Kóreu.
Flaug upp um 209 sæti
Guðrún Brá
Björgvinsdóttir
Lionel Messi vann á dögunum Ameríkubikarinn í knatt-
spyrnu, Copa America, í fyrsta skipti með landsliði Arg-
entínu þegar það sigraði Brasilíu í úrslitaleik, 1:0. Hann
var jafnframt besti leikmaður keppninnar í nánast öllum
mögulegum tölfræðiþáttum.
Messi varð annar tveggja markahæstu leikmanna
keppninnar með fjögur mörk og átti þátt í langflestum
mörkum, eða níu af þeim tólf sem Argentínumenn skor-
uðu í keppninni.
Hann átti flestar stoðsendingar, fimm talsins, skoraði
tvisvar úr aukaspyrnu sem enginn annar lék eftir, átti
flestar stungusendingar (níu), skapaði flest marktæki-
færi (21), átti flestar sendingar á síðasta þriðjungi (133), átti flest markskot
(28) og hitti oftast á markið (11 sinnum).
Til samanburðar þá dreifðist sama tölfræði á ellefu mismunandi leik-
menn í Evrópukeppninni sem fram fór á sama tíma. Eini tölfræðiþátturinn
þar sem einhver Evrópubúi skákaði Messi var sendingar á síðasta þriðj-
ungi þar sem hinn kornungi Pedri átti 177 slíkar fyrir Spánverja.
Messi var bestur í öllu
Lionel
Messi