Morgunblaðið - 14.07.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.07.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2021 Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is Verbena hinn fullkomni sumarilmur Á vegum Sam- taka sveitarfé- laga á Norður- landi vestra er nú hafin vinna við nýtingu varma frá gagnaverinu á Blönduósi. Orku- notkun þess er um 40 MW. Verið er loftkælt og hitnar loftið í rúmar 40°C. Loftinu er dælt beint út úr húsunum ónotuðu. Vilji er til að gera betur og nýlega var María Dís Ólafsdóttir lífverk- fræðingur ráðin í sumarstarf á veg- um sveitarfélanna nyrðra til að sinna glatvarmaverkefninu. Hún safnar gögnum til greiningar á neyslu á matvælum í landshlutanum og á landsvísu. Hún mun jafnframt greina neyslubundið kolefnisspor matvæla úr ylrækt. Einnig mun hún skoða hvað mögulegt er að framleiða mikið að matvælum miðað við gefnar forsendur um nýtanlegan glatvarma frá gagnaverinu og hvað gæti verið hagkvæmast að rækta. Glatvarmaverkefmið er áherslu- mál í Sóknaráætlunar Norðurlands vestra og fékk styrk frá umhverf- isráðuneytinu í vor. Er liður í virð- isaukningu í héraði, bæta orkunýt- ingu og lækka kolefnisspor. „Við erum ánægð að fá Maríu Dís til liðs við okkur í þetta spennandi verkefni á Blönduósi og vonumst til að geta nýtt niðurstöður til góðs,“ segir Magnús Jónsson hjá SSNV. Greina glat- varmann í gagnaverinu María Dís Ólafsdóttir Gagnaverið Ylinn verður að nýta. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Margrét, Þórhildur, Jóakim og Henrik. Að fá sér pylsu í brauði er nokkuð sem Íslendingar tengja alltaf sterkt við Danaveldi og þegar Baldur Rafnsson opnaði pylsuvagn- inn Mæstró í Grundarfirði, kom ekki annað til greina en nefna veit- ingarnar sem á boðstólum eru eftir fólki í dönsku konungsfjölskyld- unni. Um þessar mundir eru tíu ár síðan Baldur byrjaði að selja pyls- ur og hann heldur upp á það nú með því að selja valda rétti á því verði sem gilti á upphafsárinu, 2011. Alfreð í Amalíuborg „Vel kryddaðar pylsur, með bræddum osti, eru alltaf vinsælar hér á bæ,“ segir Baldur. „Meðal fjölmargra Íslendinga tilheyrir að fá sér pylsu í vagni við Strikið í Kaupmannahöfn. Mér fannst alveg blasa við að tengja veitingarnar hér við dönsku hirðina og fylgifiska hennar. Þar eru ýmsir tíndir til, hér fást til dæmis vel kryddaðar pylsur sem kallast Alfreð, sem nefndar eru eftir þekktum þjóni í Amalíuborg.“ Vorið 2011 fengu þeir Baldur Rafnsson og Gústav Alex Gúst- avsson fengu þá hugmynd að opna pylsuvagn í Grundarfirði, hvað þeir og gerðu. „Svona vagn er heilmikil græja og að koma rekstri af stað var svolítil fyrirhöfn, en bara skemmtilegt. Pylsurnar seldust eins og enginn væri morgundag- urinn. Gústav sneri sér fljótlega að öðru svo ég og Inga Rut Ólafs- dóttir, konan mín, tókum alfarið við keflinu. Sjálfur segi ég að pylsusala sé skemmtilegt sumarstarf,“ segir Baldur sem er tónlistarkennari á slagverk og málmblásturshljóðfæri að aðalstarfi. Þau Inga Rut og dóttir þeirra búa nú í Mosfellsbæ en eru áfram viðloðandi Grundar- fjörð – sumar sem vetur. Skemmtileg samskipti Vertíðin í Mæstró hófst í lok maí og stendur til loka ágústmánaðar. Pylsur með ýmsu meðlæti í 12-13 útfærslum fást í vagninum, alls konar salöt og nýjasta nýtt eru kaloríuléttar heilsuvefjur, sem mælast vel fyrir. „Ferðamenn stoppa mikið hjá okkur og við höf- um eignast fjölda tryggra við- skiptavina. Fjölskylda suður í Kópavogi hefur til dæmis sem fast- an lið að fara í pylsutúr á Snæfells- nesið alltaf einu sinni á sumri og fleiri sögur í svipuðum dúr mætti tína til,“ segir Baldur. „Svo flykkjast útlendingarnir líka hingað. Sumarið 2019 komu hingað í Grundarfjarðarhöfn alls 53 skemmtiferðaskip með þúsundum farþega sem ófáir komu í pylsur. Því hefur verið í nógu að snúast hér í vagninum góða – starfi þar sem samskipti við gott og skemmtilegt fólk eru aðalatriðið.“ Pylsur dönsku hirðarinnar Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Pylsusali Baldur Rafnsson og með honum, frá vinstri, Margrét Helga Guðmundsdóttir og Íris Birta Heiðarsdóttir. Matur Pylsur standa alltaf fyrir sínu og seðja svangan maga vel. - Góðgæti í Grundarfirði - Mæstró í tíu ár - Bestar með bræddum osti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.