Morgunblaðið - 14.07.2021, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2021SJÓNARHÓLL
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is
Eigum úrval af
miðstöðvar- og handklæðaofnum
hafðu það notalegt
EGGERT
F
jölmargir eru forvitnir um gang ferðaþjónustu
þessar síðustu vikur og horfurnar inn í sumarið.
Ljóst er að þær skynsamlegu ákvarðanir sem
stjórnvöld hafa tekið um tilhögun sóttvarnaráðstafana á
landamærum frá því í byrjun apríl, ásamt afléttingu tak-
markana innanlands, hafa skilað því að Ísland er í betri
stöðu til að taka á móti ferðamönnum en fjölmargir aðrir
áfangastaðir í Evrópu.
Þetta, ásamt góðu orðspori landsins gagnvart Covid,
vel heppnaðri markaðssetningu og svolitlu eldgosi hefur
skilað sér í töluverðum áhuga á landinu. Því má segja að
ferðaþjónustan hafi náð að komast fyrr og hraðar af stað
en vonir stóðu til í vetur. Bókanir inn
í haustið hafa tekið vel við sér og
komið hefur í ljós að ferðamenn á
leið til Íslands í sumar eru að lang-
stærstum hluta bólusettir. Það eru
mjög góðar fréttir því að í samhengi
við frábæra stöðu bólusetninga inn-
anlands þýðir það að áhætta af
ferðalögum milli landa er afar lítil – rétt eins og sótt-
varnalæknir og stjórnvöld lögðu upp með í vor. Það er því
sannarlega vert að hrósa þeim sem lögðu upp leikplanið,
sem nú er á góðri leið með að landa góðum úrslitum úr
sumrinu.
Lítið má út af bera
Það er rétt að minna enn og aftur á að þetta snýst ekki
bara um ferðaþjónustufyrirtæki í afmarkaðri búbblu.
Greiningaraðilar um efnahagsmál, allt frá greining-
ardeildum viðskiptabankanna til Seðlabankans og fjár-
málaráðuneytisins, hafa ítrekað bent á að fljót og vel
heppnuð efnahagsleg endurreisn samfélagsins alls bygg-
ist á hraðri og vel heppnaðri viðspyrnu ferðaþjónust-
unnar – atvinnugreinarinnar sem getur hvað hraðast tek-
ið að skapa ný verðmæti fyrir samfélagið og koma
atvinnulausum í vinnu fyrr en síðar.
Þessi viðspyrna er nú hafin og efnahagsleg heill sam-
félagsins veltur á því að hún nái að halda áfram og byggj-
ast upp af fullum krafti næstu vikur og mánuði. Eins og
fyrr eru ýmsar óvissubreytur sem við ráðum ekki við hér
á landi – t.d. staða Covid og bólusetninga í öðrum löndum
– en sem fyrr er það okkar hlutverk hér innanlands að
styðja við þessa efnahagslegu uppbyggingu og tryggja að
ekkert í okkar valdi hindri hana. Öllum slíkum hindr-
unum sem lagðar eru í götu viðspyrnunnar fylgir meiri
samfélagslegur kostnaður til lengri tíma fyrir okkur öll,
það er einfaldlega margsannaður kreppusannleikur.
Það eru enn fjölmargar þúfur sem geta velt hlassinu ef
illa er að gætt. Sem fyrr er fyrirsjáanleiki um sóttvarna-
aðgerðir á landamærum þar mikilvægastur. Það skiptir
miklu meira máli nú en fyrr í vetur, þegar hundruð þús-
unda gesta hafa bókað ferðir til Íslands næstu mánuði, að
ferðamenn, ferðaskrifstofur og flugfélög geti treyst á að
ekki sé hringlað með sóttvarnir og
skilyrði um inngöngu í landið með
stuttum fyrirvara eða af litlu tilefni.
En er þá allt komið á blússandi
siglingu?
Það er mikilvægt að muna að það
er ekki allur vandi leystur þótt ferða-
menn hafi nú loks birst í Leifsstöð. Tölur um brottfarir
frá Keflavík í júní – sem voru undir fjórðungi af því sem
þær voru í júní 2019 – sýna í hendingu að það er alls engin
holskefla á ferð. Enn vantar sárlega að stærri hópferðir
komist í gang, sérstaklega frá lykilmörkuðum í Evrópu.
Ýmsan vanda leiðir einnig af síðasta ári, t.d. við afhend-
ingu þjónustu. Starfsfólk vantar til að hægt sé að fullopna
hótel, bílaleigur eru jafnvel orðnar uppseldar í ágúst og
september og enn er vandi við að ráða fólk í sérhæfð og
mikilvæg störf, t.d. ævintýraleiðsögumenn og matreiðslu-
menn um allt land. Og eins og alltaf bíður veturinn fram
undan, þar sem ekki verður endilega hægt að stóla á
skólaferðir frá Bretlandi í haust og vor eða ferðamenn frá
Asíu um jól og áramót. Allt er það enn mikilli óvissu
undirorpið.
Svo að nei – það er ekki allt á blússandi siglingu. En
staðan er hins vegar öll í áttina og margt betra en búist
var við. Og takist að viðhalda viðspyrnunni í þeim gír,
þannig að verðmætasköpunin nái að byggjast vel upp
næstu vikur og mánuði og leggja grunn að sterku ferða-
þjónustuári 2022, eru það afar góðar fréttir fyrir okkur
öll.
EFNAHAGSMÁL
Jóhannes Þór Skúlason
framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Gott hraðaupphlaup en
langt eftir af leiknum
”
Það eru enn fjöl-
margar þúfur sem
geta velt hlassinu ef
illa er að gætt.
Árið 1978 tóku bræðurnir John og
Harry Mariani ákvörðun um að
stofna til víngerðar á Ítalíu. Þeir voru
af ítölsku og bandarísku bergi brotnir
og nýttu sér menningu beggja heima
til þess að leggja undirstöður að fyrir-
tæki sem vaxið hefur mjög að virð-
ingu til dagsins í dag.
Starfsemi fyrirtækisins teygir sig
nokkuð víða þótt þungamiðjan hafi
lengst af legið í Toscana og undirhér-
aðinu Montalcino. Hins vegar leituðu
þeir bræður fljótlega einnig tækifær-
anna lengra í norðri og festu kaup á
víngerðinni Bruzzone í Piedmont og
hafa frá þeim tíma sent frá sér for-
vitnilegt hvítvín sem unnið er úr
ítölsku Cortese-þrúgunni.
En stjörnunar í safni Banfi eru án
efa Brunello-vínin sem eðli máls sam-
kvæmt koma af bestu ekrum fyrir-
tækisins í Montalcino. Brunello-vínin
sem koma frá svæðinu eiga sér í
sjálfu sér ekki mjög langa sögu.
Komu fyrst á markað á öndverðri 19.
öldinni þegar maður að nafni Cle-
mente Santi fékk þá „geggjuðu“ hug-
mynd að gera afar kröftug vín sem
aðeins voru unnin úr Sangiovese-
þrúgunni og hefðu mikla möguleika á
að eldast vel. Á grunni þessa tilrauna-
starfs byggði barnabarn Clemente
sem markaðssetti í fyrsta sinn árið
1888 Brunello di Montalcino frá vín-
gerðinni Biondi-Santi. Síðan þá hafa
margir fylgt í fótsporin og er Banfi í
hópi þeirra sem hvað best hefur tekist
til. Hér heima er auðvelt að komast í
2015 árganginn af Brunello frá Banfi
og er full ástæða til að veita því víni
eftirtekt. Þar er á ferðinni hörku-
árgangur þótt ekki sé laust við að þeir
sem þekkja Banfi vel séu farnir að
hlakka til þeirrar stundar þegar 2016
árgangurinn lítur dagsins ljós enda
hafa dómar um hann verið afar hag-
stæðir.
Líkt og með önnur Brunello-vín
(nýverið fjallaði ég um Il Poggione
2014 sem kom skemmtilega á óvart —
20. janúar 2021) er þetta ekki léttleik-
andi og tápsamt vín. Það þarf góða
öndun enda stórt og mikið á flesta
kanta. Plóman og kirsuberin að vanda
ekki langt undan en kryddkeimur úr
ýmsum áttum vekur sannkallaða
gleði, allt frá anís og kanil og út í
kardimommu. Skemmtilegur eigin-
leiki þessara vína er að miðla angan
og bragði af lakkrís sem leitar svo út í
Amerískt og ítalskt hug-
vit í víngerð hjá Banfi
HIÐ LJÚFA LÍF