Fiskifréttir


Fiskifréttir - 27.11.1987, Blaðsíða 1

Fiskifréttir - 27.11.1987, Blaðsíða 1
Fiskuppboð virka daga kl. 09.00 Hringið í síma 651888 eða komið við á skrifstofunni í markaðshúsinu. FISKHMRKADURINNHF. VIO FORNUBUOIR • PÓSTH. 383 - 222 HAFNARFIRÐI SIMI 651888 • TELEX 3000 „Fiskur' Faxamarkaðurinn hf. við Austurbakka pósthólf 875 121 Reykjavík Sími 623080 Fiskuppboð virka daga 07.30 Verða fiskmark- aðirnir SV-lands tengdir saman? „Það hefur verið rætt um að tengja alla markaðina á suðvestur- horninu saman. Stjórnendur Fiskmarkaðsins hf. í Hafnarfirði hafa rætt formlega við okkur um þetta og forstjóri Faxamarkaðsins hefur einnig látið í ljós áhuga á að þetta yrði kannað“, sagði Ólafur Þór Jóhannsson framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja í samtali við Fiskifréttir. Væri þetta gert gætu kaupendur á hvaða markaði sem væri tekið þátt í uppboðum á hinum mörkuð- unum gegnum tölvunetið. Olafur Þór sagði, að óskað yrði eftir fundi með yfirmönnum Pósts- og síma um það hvort þetta væri tæknilega framkvæmanlegt. Um síðustu helgi ákváðu menn í Þorlákshöfn og nágrenni að gerast hluthafar í Fiskmarkaði Suður- nesja. Verður sett upp útstöð í Þorlákshöfn sem væntanlega verð- ur tekin í notkun upp úr áramót- um. Á síðasta ári var landað 25.000 tonnum af bolfiski í Þor- lákshöfn. Skammt í nýjan Skúm GK Nýtt skip í stað Skúms GK verður afhent forráðamönnum Fiskaness hf. í Grindavík fyrir jól. Fyrir skömmu var skipið sjósett í Lunde Varv och Verkstads AB í Svíþjóð og var þessi mynd tekin þegar verið var að koma brúni fyrir. Skipið á að fara í reynslusiglingu 3. desember n.k. Þess má geta, að Lunde Varv och Verkstads AB hefur samið um smíði á tveimur öðrum skipum af svipaðri stærð fyrir íslendinga, annað fyrir Norðurtangann á ísafirði og hitt fyrir Auðbjörgu í Þorlákshöfn. Sóknarmark á suðursvæði 1986: Þriðjungur skipanna náði ekki þorskaflahámarkinu 90 krónur fyrir steinbít Grandi hf. fékk mjög gott verð fyrir steinbít sem seldur var úr ein- um gámi í Frakklandi sl. mánudag, eða tæpar 90 kr. fyrir kílóið! Samkvæmt upplýsingum frá LÍÚ voru alls 12.5 tonn af steinbít í þessurn eina gámi sem boðinn var upp í Bolougne og fengust 89.82 kr. að jafnaði fyrir kílóið en þess má geta að steinbítur hefur selst fyrir um 21 til 25 kr. á fiskmörkuð- um hér heima að undanförnu. Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar hjá LIÚ hefur einnig fengist gott verð fyrir hlýra í Bolougne að undanförnu, en svipað verð hefur fengist fyrir hlýrann hér heima og fyrir steinbítinn. Fiskiþing bls. 6—8 Af þeim 28 skuttogurum á suður- svæði, sem voru á sóknarmarki á síðasta ári, aflaði þriðjungur þeirra, eða 9 skip, minna en 1.000 tonn af þorski, þótt þeim væri heimilt að veiða 1.150 tonn. Þetta kemur fram í skýrslum, sem Fiski- fréttir fengu í sjávarútvegsráðu- neytinu. Sem kunnugt er hafa talsmenn suðursvæðisins krafist þess að þorskaflahámark sunnanskipa verði svipað og skipa á norður- svæði, sem nú er 1.750 tonn að grunni til. Því vekur það nokkra athygli, að eitt af hverjum þremur skipum á suðursvæði skuli ekki hafa náð leyfilegu þorskaflahá- marki á síðasta ári. Meðal þessara skipa eru tveir Grandatogarar, Hjörleifur sem veiddi 854 tonn af þorski og Ásþór sem aflaði 910 tonna. Brynjólfur Bjarnason for- stjóri Granda hf. benti á í samtali við Fiskifréttir, að þetta væru minnstu togararnir og að auki væri aðeins annar þeirra ekki með flot- vörpu. Með bættum búnaði og aukinni reynslu næðu þau betri ár- angri. Þessi skip hefðu verið með 500 tonna þorskkvóta árið 1985 og því bætt sig verulega á síðasta ári. Kvaðst hann nokkuð viss um að skipin næðu þorskaflahámarkinu í ár. „En burtséð frá því hvernig þessum skipum okkar vegnar“, sagði Brynjólfur, „þá tel ég það sjálfsagða réttlætiskröfu að jöfn- uður ríki milli landssvæða í þessu efni“. Skip Ögurvíkur hf., stóru togar- arnir Ögri og Vigri, eru einnig í hópi þeirra sóknarmarksskipa, sem hvergi náðu leyfilegu þorsk- aflahámarki á síðasta ári. Vigri veiddi 715 tonn af þorski og Ögri 662 tonn. Gísli Jón Hermannsson útgerðarmaður skipanna tjáði Fiskifréttum, að Vigri hefði legið bilaður í 70 daga sumarið 1986 og það væri skýringin á litlum þorsk- afla hans. Ögri hefði hins vegar ávallt verið meira í karfanum og selt í Þýskalandi og útgerðar- munstrið við það miðað. í ár hefði Vigri hins vegar verið búinn með þorskkvótann í sóknarmarkinu í lok ágúst, en Ögri væri nú á afla- marki og þorskkvóti hans fluttur yfir á Frera. „Tölur Fiskifélagsins um gjör- ólíka afkomu norðan- og sunnan- togara undirstrikar svo ekki verð- ur um villst það ójafnræði sem ríkir milli svæðanna“, sagði Gísli Jón. „Árin 1981-83 má segja að okkur hafi verið mútað með miklum verðbótum til þess að fiska karfa og ufsa. Síðan eru þessi ár notuð sem viðmiðunarár í kvóta! Rökin eru m.a. þau að við liggjumsvo vel Gengið hefur verið frá sölu á Jóni Jónssyni SH til Marvers hf. á Stokkseyri. Kaupverðið er 61 milljón króna. Nýir hluthafar komu inn í Mar- ver hf., — Dögun hf. á Sauðár- króki með 20% og íslenskur ný- fiskur hf. með 20%, að því er Garðar Sveinn Árnason fram- við karfamiðunum, en ég veit ekki betur en að megnið af okkar karfa sé tekið í Rósagarðinum úti fyrir Austfjörðum. Varðandi Vest- fjarðamiðin, þá veit ég ekki til þess að Vestfirðingar hafi nýtt togara- fisk þar fyrr en 1973-74, en við sunnlendingar höfum nýtt hann allt frá aldanrótum! Nei, þessi skipting gengur ekki lengur, nema meiningin sé að öll skip flytjist á norðursvæðið á fáum árum“, sagði Gísli Jón Hermannsson. kvæmdastjóri Dögunar sagði. Upp í kaupin á Jóni Jónssyni SH fór bátur Marvers hf. , Haförn ÁR. Jón Jónsson SH er 149 tonna stál- bátur smíðaðuríNoregi 1959. Selj- andi er Stakkholt hf. í Ólafsvík, en í eigu þess fyrirtækis eru bátarnir Steinunn, Halldór Jónsson, Matt- hildur og nú Haförninn ÁR. Jón Jónsson SH 187 seldur tii Stokkseyrar

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.