Hamar - 18.06.1937, Blaðsíða 4

Hamar - 18.06.1937, Blaðsíða 4
r RÆÐA BJARNA SNÆBJÖRNSSONAR. Framh. af 1. síðu. hefir ástand bæjanna, undir stjóm núverandi stjórnarflokka versn- að, sérstaklega þó þeirra bæja, sem hafa orðið fyrir því óláni, að hafa þá annan eða báða sem meiri hluta bæjarstjórnar. Eg þarf ekki að lýsa fyrir ykkur fjárhagsá- standi þessa hæjar; það er yrir löngu orðið okkur til skaða, skammar og skapraunar. Alþingi hefir liin siðari ár lagt á bæina meiri og meiri kvaðir, sem hafa aukin útgjöld í för með sér, fá- tækraframfærið hefir aukist vegna ýmissa aðgerða Alþingis hin síðari ár, en líka vegna sivaxandi atvinnuleysis, þótt jafnaðarmenn lofuðu fyrir siðustu kosningar í sinni alkunnu fjögra ára áætlun vinnu handa öllum, sem vildu vinna. Það hefir ekki vantað menn- ina, sem vildu vinna og sem hafa dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð beðið um vinnu og ekki fengið hana, með- fram vegna aðgerða stjórnarflokk- anna. En á sama tíma, sem fá- tækraframfærið eykst, hafa svo þessir sömu flokkar ungað út nýj- um lögum, sem hafa rýrt tekju- möguleika bæjanna, svo að þeir geta ekki staðið við skuldbinding- ar sinar, hafa ekki nægilegt fé til nauðsynlegra útgjalda. Á þetta hafa Sjálfstæðismenn oftlega bent, m. a. á þingmálafundum hér, en fyrir daufum eyrum jafnaðar- manna. Nú eru loks farin að opn- ast augu þeirra og eyru fyrir því, að við svo búið megi ekki sitja, en galliim er sá, að þeir meðal jafnaðarmanna, sem skipa minni hluta bæjarstjórnar, eins og t. d. á sér stað livað Reykjavik snertir, vilja ekki kannast við það enn, að bæjunum séu nýir tekjustofnar nauðsynlegir og berjast þvi á móti lagfæringu í því efni, en hinir jafnaðarmanna, sem skipa meiri hluta bæjarstjórnar, eins og á sér stað í Hafnarfirði, og ísafirði, eru svo litilsigldir, að þeir láta undan síga. í vetur var hér í bæjarstjórn samþ. tillaga frá Sjálfstæðismönn- um um nýja tekjustofna fyrir bæ- inn, að fasteignaskattur og hluti af tekju- og eignaskatti eða þá þriðjungur af ágóða áfengisverzl- unarinnar hér í bæ rynni i bæjar- sjóðinn. Var þá verandi alþingis- manni bæjarins falið að beita sér fyrir því máli. Mér vitanlega hefir hann ekkert gjört því máli til framdráttar, sennilega af hræðslu við Framsóknarmenn og Reykvík- ingana meðal jafnaðarmanna. Samt kom á þinginu frumvarp um þetta efni frá Framsóknar- flokknum er hljóðaði um stofnun jöfnunarsjóðs bæja- og sveitarfé- laga. Tekjur átti sjóður þessi að fá á þann hátt að hækka átti um 15% kaffi- og sykurtoll og annað aðflutningsgjald, vörutoll og verð- toll. Verzlunarstofnanir ríkisins áttu að greiða 5% af nettóágóða aðalbúsins eða útibúsins á þeim stað, er þær hefðu aðsetur sitt og Síldarverksmiðj ur ríkisins áttu að greiða í hæjar- og sveitarsjóði, þar sem þær voru starfræktar, 1 % af andvirði seldrar framleiðslu- vöru verksmiðjunnar. Eins og þið HAMAR sjáið öll, þá koma þessar tillögur Framsóknarflokksins oíkkur Hafnfirðingum að sára litlu liði. Þær verða eingungis til að hækka dýrtíðina, ný tollahækkun á al- menningi, hann á að greiða tekju- hallann eftir sem áður, þó ekki eftir efnum og ástæðum, en rikis- sjóður má einskis missa. Frum- varpi þessu var vísað til allsherj- arnefndar efri deildar, en þar áttu 3 aðalflokkar þingsins sinn full- trúa hvor, í þeirri nefnd. Fram- sóknarmaðurinn vildi samþ. frv. óbreytt. Sjálfstæðismaðurinn vildi bæta við þeim tekjuauka fyrir hæina, að allur fasteignaskattur- inn, sem nú rennur til ríkissjóðs, rynni til viðkomandi bæja og sömuleiðis að 25% af tekju- og eignaskatti, eins og liann er ákveð- inn á hverjum tíma, rvnni einnig til þeirra. En hvað vildi svo jafn- aðarmaðurinn gera. Hann vildi ekkert gjöra, vildi að allt væri ó- breytt frá því, sem nú er. „Um þörina fyrir nýjan skattstofn handa hæja- og sveitarfélögum má hka deila“, segir hann í nefnd- aráliti sínu. Hann vill halda öllu í sama farinu, en þó bætir hann við í niðurlagi nefndarálitsins, án þess þó að bera fram nokkrar til- lögur í þá átt, að hrökkvi útsvör- in ekki, þá megi setja á nýjan skatt á fasteignir og verðhækkun- arskatt af lóðum og lendum, m. ö. o. hann vill fara svipaða leið og framsóknarmaðurinn, auka dýrtíðina í bæjunum með hækkun húsaleigu, sem óhjákvæmilega hlyti að leiða af þessari ráðstöf- un. En sammerkt hjá háðum er það, að tekjur ríkissjóðsins mátti ekki skerða, þótt fátæk bæjar- og sveitarfélög ættu í hlut, það kom of mjög við buddu bitlingamann- anna í stjórnarflokkunum. Sjálf- um finst mér full sanngirni mæla með því, að úr því á annað borð að ríkissjóður hefir áfengisnautn landsbúa að féþúfu, að þá renni þær tekjur að verulegu leyti til viðkomandi bæja. Þeir munu hvort eð er sjúpa seyðið af því, ef áfengisnautn er mikil á þeim stað, sem vínsalan er rekin. Loks vil eg minnast á gamalt og nýtt áhugamál okkar Hafnfirð- inga, og það er bygging hafnar- garða hér. Það hefir svo oft verið sýnt fram á nauðsyn þess máls, og hún er ekki hvað síst nú í at- vinnuleysinu. En þótt meiri hluti bæjarstjórnar með bæjarstjórann í fararbroddi hafi átt að hafa fram kvæmd rannsókna á þvi máli í fleiri ár, þá hefir samt ekki enn í dag nokkurt fullnaðaráht legið fyrir bæjarstjóm og nú virðist málið algjörlega lagt á hilluna og sá, sem í fararbroddi átti að standa hefir nú tekið á rás til Reykjavíkur, sem er keppinautur okkar í því máli, því eins og við vitum öll, hefir hann tekið að sér embætti þar, sem heimtar krafta lians óskifta. Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn hér eru orðnir þreytt- ir á því að krefjast árangurslaust ár eftir ár skýrslna um þetta efni; en þegar Hafnfirðingar liafa kosið mig sem þingmann kjördæmisins þ. 20. þ. m., þegar þjóðin hefir kjörið Sjálfstæðisflokkinn ráðandi flokk þingsins sama dag, og þegar Hafnfirðingar hafa kosið 5 að eg ekki segi 6 fulltrúa Sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn nú eftir ára- mótin, þá mun bæiarstjórn með aðstoð meiri hluta Alþingis hrinda þessu velferðarmáli Hafnfirðinga í framkvæmd svo framarlega, sem það á annað borð er framkvæm- anlegt að áliti sérfróðra manna, en um það efast eg ekki. ; Heill fylgi því máli til sigurs og öðrum viðreisnar- og velferð- armálum, sem Sjálfstæðisflokk- urinn herst nú fyrir. Hatnfirðin^ar! Notið góða veðrið, málið hús ykkar utan og inn- an. 1 versluninni Málmur fáið þið allskonar utan og innanhúss málningu. Einnig sérstaka þakmálningu og þaktjöru.-- Gleymið ekki að vökva garðana! Sterkar og góðar garðslöngur nýkomnar. Einnig nýkomið: saumur, verkfæri, þakpappi, veggfóður ávalt fyrirliggjandi og m. fl. — Munið! Alt á sama stað. Verzlnnin Málmur, Austurgötu 17. — Sími 9230. F»llllllllBliliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiini| I Sjálfstæðismenn I 00 konur! Látið kosningaskrifstofunni í té allar þær upplýsingar, sem þér teljið að komi henni að haldi. Sími skrifstofunnar er 9228. S Hafnflrðingar! KjísiD Ábyrgðarmaður: Loftur Bjarnason. F élagsprentsmiS j an

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/1599

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.