Fiskifréttir


Fiskifréttir - 23.08.1991, Page 11

Fiskifréttir - 23.08.1991, Page 11
föstudagur 23. ágúst 11 Afíabrögðin Frh. af bls. 8 Sæbjörg 900 kg eftir þrjá róðra hver, Mardís 500 kg, Skálavík 1.1 tn eftir tvo róðra hvor, Skáley 2.4 tn, Víkingur 200 kg og Trausti 400 kg eftir einn róður hver. Breiðdals- vík: f>ann 13. ágúst landaði togar- inn Hafnarey 67 tn, þar af 41 tn af ufsa og 12 tn af þorski, eftir sjö daga veiðiferð. Sonja var á hand- færum og landaði 400 kg eftir tvo róðra. Djúpivogur: Það varþokka- legt veiðiveður í vikunni en afli var frekar tregur. Þann 12. ágúst land- aði togarinn Sunnutindur 70 tn, aðallega þorski, eftir fimm daga veiðiferð. Bylgjan var á dragnót og landaði 600 kg eftir tvo róðra. Lín- utrillan Eyjólfur Ólafsson landaðu 2 tn eftir einn róður. Eftirfarandi handfæratrillur lönduðu: Magga 2 tn, Eva 2 tn eftir fimm róðra hvor, Dedda 1.1 tn, Eyrún 1.1 tn, Höfr- ungur 2.3 tn, Seley 1.3 tn eftir þrjá róðra hver, Alda 800 kg, Glaður 250 kg, Már 2.1 tn, Öðlingur 2.5 tn, Magnús 400 kg eftir tvo róðra hver, Sigurvin 300 kg, Fengur 600 kg, Orri 400 kg og Bodda 100 kg eftir einn róður hver. Höfn: Það viðraði vel á miðunum í vikunni en aflinn er talinn í meðallagi miðað við árstíma, að sögn heimildar- manns. Þann 14. ágúst landaði tog- arinn Stokksnes rúmum 50 tn af þorski, ufsa og blönduðum afla eftir sjö daga veiðiferð. Þessir Svavar Ágústsson, skipstjóri á Rúnu RE Á sandkolaveiðum við Garðskagann — Við eigum aiveg eftir að slípa þetta hjá okkur. Það eru mikil viðbrigði að fá þetta nýja skip í hendurnar og ég get ekki annað sagt en að það lofi góðu. Við er- um búnir að fara tvo túra og þrátt fyrir að við séum enn að Læra á skipið hefur aflínn verið alveg sæmilegur. Við tókum t.d. ekki nema tvö köst í síðasta túr en fengum þó u.þ.b. þrjú tonn, sagði Svavar Ágústsson, skip- stjóri og annar eigandi Rúnu RE í samtali við Fiskifréttir. Svo sem greint var frá í Fiski- fréttum fyrir skömmu þá tóku Svavar og félagi hans, Hjörtur Jónsson, nýlega við nýrri Rúnu RE en þetta skip, sem kéypt er í Norégi, leysir af hólmi 26 brúttó- rúmlesta skip með sama nafni. Hin nýja Rúna er hins vegar 41 brúttórúmlest og viðbrigðin eru því eðlilega mikil. Svavar segir vinnuaðstöðuna hafa gjörbreyst og eins séu íbúðir hinna fimm áhafnarmeðlima allar rúmbetri og skemmtilegri. Sandkolaleyfíð bundið skilyrðum Þeir Svavar og Hjörtur hafa gert út á dragnót undanfarin ár og Rúna RE: er einn þriggja báta sem hafa svokallað sandkolaleyfi inn við Garðskaga. Hinir bátarn- ir eru Arnar KE og Haförn KE. Þrátt fyrir að sandkolaleyfið þyki ekki jafnast á við leyfi til skarkola- veiði í Bugtinni, en það hafa tólf bátar, er þó gott. að sögti Svavars, að hafa sandkolann til að hlaupa upp á en þessi fisktegund er utan kvóta. — Við höfum verið með þetta leýfi í tvö ár og við getum ekki kvartað yfir aflabrögðunum. Yfir- leitt hefur aflinn verið jafn og góð- ur en helsti gallinn við veiðarnar er auðvitað sá að sandkolinn er mun verðminni en skarkolinn. Þetta er mikið þynnri fiskur, nánast bara roð og bein að mati okkar íslend- inga, en Hollendingar og fleiri þjóðir virðast kunna að meta þennan fisk, segir Svavar en hann segir þá félaga selja allan aflann til útflutningsfyrirtækisins Seifs hf. en það flytur fiskinn á Hollands- markað. Leyfið til sándkoláveiðanna er bundið ýmsum skilyrðum og t.a.m, er veiðisvæðið ekki nema um fimm fermflur að stærð. Sam- kvæmt leyfinu má skarkolaaflinn ekki fara upp fyrir 16 tonn á mán- uði og hámark 15% aflans mega vera bolfisktir. Ef farið er yfir þessi mörk er aflinn gerður upptækur. Veiðileyfið takmarkast einnig af því að veiðina má aðeins stunda frá klukkan sex að morgni og fram til klukkan átta að kvöldi. Svavar segist venjulega fara út um klukk- an fjögur að nóttu til þess að vera komin á miöiti þegar veiðin má hefjast. Sandkolaveiðin má venjulega hefjast í lok júlí og hefur áhöfnin á Rúnu RE yfirleitt getað stundað veiðarnar fram til jóla. Fyrri hluta vertíðarinnar er yfirleitt gert út frá Reykjavík en þegar komið er fram á haust hefur báturinn oft verið færðúr til Keflavíkur og aflanum landað þar. 4 Spor í rétta átt Svavar segir þá nýbreytni hafa verið tekna upp nú í sumar að hægt sé áð velja um það hvort veitt sé innan svæðis eða utan þess hálfan mánuð í senn. — Við getum brugðið okkur út fyrir með litlum fyrirvara en ef við gerum það þá verðum við líka að stunda veiðarnar fyrir utan svæðið í hálfan mánuð. Að þeim tíma loknum getum við gert það upp við okkur hvort við viljum fara aftur inn á svæðið næsta hálfa mánuðinn eða hvort betra sé að vera áfram fyrir utan. Þetta svigrúm er mjög gott og spor í rétta átt fyrir okkur, segir Svavar. Að sögn Svavars hefur afkoman á sandkolaveiðunum verið sæmi- leg á undanförnum árum. — Þetta hefur svona skrölt hjá okkur og yfirleitt til þess að brúa það bil sem við þúrfum að brúa vegna lítils bolfiskkvóta. Við vor- um með 290 tonna þorskígildis- kvóta fyrir þetta átta mánaða kvótatímabil sem nú er að Ijúka og þar afvaru.þ.b. helmingurinn ýsá. Nú kemur enn ein skerðingin þannig að ég á ekki von á því að kvótinn fyrir næsta heila fisk- veiðiár verði mikið meiri en þessi 290 tonn, segir Svavar. Mikil fískgengd Að sögn Svavars hefur ástand- ið á kolanum verið með besta móti í sumar. — Það hefur verið óvenju mik- ið um kola nú í sumar hér við vesturströndina. Við höfum heyrt að kolagengd í Breiðafirði og við Vestfirði sé með allra mesta móti og ég held að ástand- ið sé ekki lakara hér í Flóanum. Það hefur einnig verið mjög mikil þorskgengd á þessu svæði og við vorum fljótir að taka þorskkvót- ann okkar. Við vorum á netum í janúar pg febrúar og við tókum tæpan helming kvótans, 120 tonn, í febrúar. Janúar var hins vegar mjög lélegur vegna ógæfta. Við skiptum svo yfir á dragnótina í mars og á henni höf- um við verið síðan með hléum, segir Svavar. Svavar segir að þrátt fyrir að nýja skipið sé töluvert stærra en hið gamla þá noti hann sömu veiðarfæri og á gamla bátnúm. Yfirleitt er nótin dregin í þetta 20 til 30 mínútur áður en hún lokast og Svavar segist ánægður með það ef hann „fær pokann" eins og hann orðar það en það samsvarar um 600 til 700 kflóa afla. trollbátar lönduðu: Bjarni Gísla- son 269 kg af heilum humri, 191 kg af slitnum humri og 6.6 tn af fiski eftir tvo róðra, Lyngey landaði 500 kg af humri og 6.8 tn af fiski og Steinunn landaði 100 kg af slitnum humri ogg 9.8 tn af fiski eftir einn róður. Hinir trollbátarnir lönduðu fiski: Harpa 644 kg, Þinganes 3.3 tn, Sigurður Ólafsson 6.6 tn, Hvanney 28 tn, Æskan nýja 11.5 tn, Æskan eldri 3.1 tn og Vísir 4.1 tn eftir einn róður hver. Freyr landaði 12.9 tn af þorski eftir tvo róðra. Skinney var á dragnót og landaði 10 tn eftir tvo róðra. Línu- báturinn Krossey landaði 5.4 tn, Ingunn 749 kg eftir tvo róðra hvor, Faxafell 875 kg og Máni 4 tn eftir einn róður hvor. Eftirfarandi handfærabátar lönduðu: Öngull 3.2 tn, Herborg 4.8 tn, Unnur 3.6 tn eftir fjóra róðra hver, Flóki 716 kg, Æðey 2.3 tn, Eskey 2 tn, Kiðey 2.6 tn eftir þrjá róðra hver, Jökull Jónsson 892 kg, Njörður 2 tn, Mímir 936 kg, Gerpir 691 kg, Uggi 754 kg, Sæfari 1.4 tn, Gæska 913 kg, TGjafi 2.4 tn, Örn 1.2 tn, Hnef- ill 1 tn eftir tvo róðra hver, Ingunn 193 kg og Gissur hvíti 762 kg eftir einn róður hvor. intralox TIL FISKVINNSLU, ÚTGERÐAR OGIÐNADAR Slitsterk, létt, auðveld í uppsetningu og viðhaldi. Færibönd í öllum breiddum og ýmsum gerðum með stuttum fyrirvara. Á færiböndin fást margs konar gerðir og stærðir meðfæra einnig frost og hitaþolin færibönd. TÆKNILEG RÁDGJÖF FÆRIBÖND • PLASTEFNI • MÓT0RAR HÁ Martvís hf. HAMRABORG 5 • 200 KÓPAVOGUR SÍMAR: (91) 641545 - 641550 SÍMAFAX: (91)41651 SÁPUKVOÐUKÚTURINN ÍSACO sápukvoðukúturinn er nýjasta lausn okkar til að létta og auðvelda þrif í minni matvælafyrirtækjum. Með honum má sápukvoða á einfaldari, auðveldari og ódýrari hátt en gert hefur verið. Kynnið ykkur einnig SÁPUKVOÐUKERFID ísÁco H F Gilsbúð 7 -210 Garðabæ ■ Sími 657744 Fax 656944

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.