Fiskifréttir - 23.08.1991, Page 12
FRETTIR
31. tbl. föstudagur 23. ágúst
TROLLVÍRAR ÚTGERÐi DRAGNÓTARVÍRAR DRAGNÓTARTÓG 1 DRAGNÓTARMANILLA DRAGNÓTARLÁSAR LP J ARMENN - SKIPSTJÓRAR kfriiir BLAKKIR SKAGFJÖRÐ kÍrfSr J 3 J D Á E / J1 A D n Li) VÍRAKLEMMUR
KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ HF. • HÓLMASLÓÐ 4 • P.O.BOX 906 • 121 REYKJAVÍK • S 91-24120 • FAX 91-28130
Saltfiskverkunin um borð í Guðmundi Ólafi ÓF:
Brúaði 50 m. kr. bil sem loðnubresturlnn olli
— Saltfiskverkunin hefur gengið
mjög vel og mér sýnist á öllu að
okkur taki nánast að brúa það 50
milljón króna bil í rekstraráætlun-
inni sem hörmungarnar á síðustu
loðnuvertíð skyldu eftir sig. Það er
aðeins kvótaleysið sem stendur
okkur fyrir þrifum, sagði Maron
Björnsson, skipstjóri á loðnuskip-
inu Guðmundi Ólafi ÓF, en svo
sem Fiskifréttir greindu frá fyrr í
sumar hefur áhöfnin á Guðmundi
Ólafi ÓF verið á bolfiskveiðum í
sumar og hefur þorskurinn verið
flattur og saltaður um borð.
Að sögn Marons var aflin Guð-
mundar Ólafs ÓF alls um 600 tonn
af fiski upp úr sjó í sumar en þar af
voru um 450 tonn af þorski. Nýt-
ingin í saltfiski er um 48% þannig
að þessi afli samsvarar því um 220
tonnum af fullunnum saltfiski.
— Ég held ég geti fullyrt að það
eru fáir sem framleiða betri saltfisk
en við. Við beitum örlítið öðrum
verkunaraðferðum en gengur og
gerist og fyrir vikið fáum við mjög
hvítan og blæfallegan saltfisk.
Samkvæmt gæðamati höfum við
náð 96 til 98% af saltfiskinum í
fyrsta flokk á Ítalíumarkað en það
er kröfuharðasti og dýrasti salt-
fiskmarkaðurinn. Við höfum einn-
ig saltað ufsa um borð og þurrkað
hann svo í þurrkklefa í landi, sagði
Maron en þess má geta að fjöl-
skyldufyrirtækið sem gerir út Guð-
mund Ölaf ÓF hefur lengi starf-
rækt saltfiskverkun í landi. Þegar
loðnan brást og útlitið var hvað
dekkst var brugðið á það ráð að
breyta rækjukvótanum, sem er um
200 tonn, í bolfiskkvóta og auk
þess var keyptur framtíðarkvóti.
Flatningsvélin úr saltfiskverkun-
inni var drifin um borð í Guðmund
Ólaf ÓF en með því að vinna afl-
ann úti á sjó hefur útgerðinni tekist
að forðast gjaldþrot.
— Staðan var alls ekki glæsileg.
Það var vonlaust að gera út á rækju
og til marks um það get ég nefnt að
okkur er nú boðið 13 krónum lægra
verð fyrir hvert kíló af rækju en í
fyrra. Þetta er sú staðreynd sem
blasir við vegna verðfalls á rækj-
umörkuðum, segir Maron.
Að sögn Marons er sú óvissa
sem ríkir vegna loðnuveiða algjör-
lega óþolandi.
— Við vitum ekkert hvenær eða
hvort okkur verður leyft að veiða
loðnu og þ.a.l. er ekki hægt að
gera neinar áætlanir. Við verðum
því að byrja nú um mánaðamótin
að klípa af bolfiskkvótanum sem
upplagt hefði verið að veiða næsta
sumar. Annars verður næsta
loðnuvertíð prófraun á framtíð
þessara veiða hér við land. Það
gengur ekki að halda heilum út-
gerðarflokki í óvissu ár eftir ár og
svo loksins þegar leyft er að veiða
eitthvað smáræði þá er verðið sem
fæst fyrir hráefnið hið sama oa
fyrir fjórum eða fimm árum. A
meðan hafa kostnaðarhækkanirn-
ar ætt áfram. Mitt mat er það að nú
verði að taka af skarið og ákveða
lágmarkskvóta fyrir næstu ár. Það
mætti t.a.m. ákveða 500 þúsund
tonna loðnuafla sem lágmark og
leyfa mönnum að veiða sína hlut-
deild úr þeim kvóta þegar þeim
hentar. Ef það kæmi í ljós að menn
hefðu rasað um ráð fram ætti að
vera nægilegt magn eftir tilþess að
byggja upp veiðistofninn. I versta
falli yrðu menn að hætta veiðum í
eitt ár þannig að áhættan er sáralít-
il. Það hefur sýnt sig að það hefur
komið stór árgangur út úr hrygn-
ingu hjá hrygningarstofni sem var
minni en 400 þúsund tonn. Þá
finnst mér full ástæða til þess að
leyfa loðnuskipunum að fara á sí-
ldveiðar nú í haust, sagði Maron
en aðspurður sagðist honum lítast
ákaflega illa á kvótaúthlutunina í
bolfiski fyrir næsta fiskveiðiár.
— Þetta er hryllileg úthlutun.
Ég hef verið að kaupa framtíðar-
kvóta á 155 krónur hvert kfló en
miðað við þessa skerðingu, sem
mér sýnist um 17%, er verðið á
kvótanum komið upp í 181 krónu
fyrir kílóið. Það er rosaleg niður-
staða, sagði Maron Björnsson.
I
asiaco
þjónustumiðstöð sjávarútvegsins
Vesturgötu 2, 101 Reykjavík, sími 91-2 67 33, póstfax 91-62 36 96
M
KEMHYDRO - salan ...
sími 9M2521 Reykjav'ik. aieseivelar.
T æringarvarnarefni
fyrir sjótanka, gufukatla og
FLUGLEIDIR
F R A K T
Treystu encjum betur
en Flugleiðum
fyrirviðkvæmum
og dýrmætum farmi
Fraktvélar Flugleiða fljúga á sunnu-
dögum, og oftar ef þarf, til og frá
Evrópu, nánar tiltekið Oostende í
Belgíu. Burðargeta fraktvélanna er 45
tonn og því eru þessar ferðir tilvaldar
fyrir þá sem þurfa að flytja vörur í
stórum einingum eða miklu magni.
Starfsfólk Flugleiða aðstoðar við-
skiptavini sína fúslega við að koma
fraktinni á endanlegan áfangastað ef á
þarf að halda. Daglegt áætlunarflug
Flugleiða er síðan til 15 landa og
þangað flytja Flugleiðir að sjálfsögðu
einnig frakt. Nánari upplýsingar í
síma 690 101.