Fiskifréttir - 09.10.1992, Side 4
4
FISKIFRÉTTIR föstudagur 9. október 1992
Fréttir
Ferskfiskmarkaðir:
Eftir litlu að slægjast
Verð helst enn Iágt á ferskfisk-
mörkuðunum í Bretlandi og
Þýskalandi. í Bretlandi hefur
markaðurinn ekki verið svipur hjá
sjón að undanförnu og til marks
um það má nefna að þorskverð í
september í ár var rúmlega 14%
lægra en í sama mánuði í fvrra. I
Þýskalandi hefur mikið magn
ódýrra karfaflaka frá Færeyjum
valdið verðfalli og eru íslenskir út-
gerðarmenn allt annað en hressir
með þessi undirboð frænda vorra.
Meðalverð á þorski í Bretlandi í
september var 149 krónur fyrir
kílóið en fyrir réttu ári var meðal-
verðið 174 krónur fyrir kílóið.
Ekki verða íslenskir útflytjendur
sakaðir um að hafa drekkt mark-
aðnum í of miklu magni því þorsk-
útflutningurinn dróst saman um
tæp 24% á milli ára. Veruleg verð-
lækkun hefur einnig orðið á ýsu en
útflutningur á ýsu hefur þó dregist
saman um tæplega helming.
Það er orðið fátítt að íslensk
fiskiskip selji afla í Bretlandi en
það gerðist þó í sl. viku, nánar til-
tekið 1. október, er Guðmundur
Kristinn SU seldi þar 57 tonn af
fiski. Ekki fékk útgerðin þó mikla
umbun fyrir þetta framtak því alls
fengust 7.2 milljónir króna fyrir
aflann og var meðalverðið 127.36
kr/kg. Uppistaðan í aflanum var
þorskur á 134.50 kr/kg en fyrir 5
tonn af ýsu fengust 148.10 kr/kg.
Austfirðingar hafa oft verið drjúg-
ir við landanir í Bretlandi á haust-
mánuðum en miðað við verðþróun
ytra og gengisþróun má búast við
því að austfirskir útgerðarmenn
hugsi sig tvisvar um áður en þeir
láta skip sín sigla.
Gámar
Mjög lélegt verð fékkst fyrir ís-
lenskan ísfisk úr gámum í Grimsby
og Hull í vikunni 28. september til
2. október. Seld voru 426 tonn af
ISLENSK FYRIRTÆKI
19 9 3
STÆRRI ÞYNNRI HANDHÆGARI
MEIRI UPPLÝSINGAR
f i^l \T Ármula 18, 108 Reykiavík
XÍVAJJLWL sími: 812300
BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA myndsendir: 812946
fiski úr gámum fyrir alls 52.1 millj-
ón króna og var meðalverðið því
122.36 kr/kg. Mest var selt af
þorski, 136 tonn, og var meðal-
verðið 124.75 kr/kg, fyrir 105 tonn
af ýsu fengust 139.48 kr/kg og fyrir
79 tonn af kola voru greiddar
113.90 kr/kg. Hefur verðið fyrir
flestar tegundir ekki verið lægra í
háa herrans tíð.
Þýskaland
Svipaða sögu er að segja af
þýska ferskfiskmarkaðnum. Verð
á karfa í september féll um rúm
5% miðað við sama tíma í fyrra og
ufsinn hefur kolfallið í verði þrátt
fyrir tæplega helmings samdrátt í
magni. Meðalverð á ufsa nú í sept-
ember var 74 krónur fyrir kílóið en
í sama mánuði í fyrra var það 103
kr/kg.
Við áttum eftir að greina frá
sölu Ögra RE í Bremerhaven 28.
september sl. en þá voru seld alls
137 tonn af fiski úr skipinu fyrir alls
13.1 milljón króna. Meðalverð var
95.75 kr/kg. Fyrir 126 tonn af karfa
fengust 93.57 kr/kg og fyrir 4 tonn
af ufsa fengust 65.71 kr/kg.
Hegranes SK seldi 134 tonn af
fiski í Bremerhaven 30. september
og fékk alls 10.9 milljónir króna
fyrir. Meðalverð var 81.41 kr/kg.
Fyrir 118 tonn af karfa fengust
80.65 kr/kg, fyrir 5 tonn af grálúðu
fengust 150.42 kr/kg og fyrir 2 tonn
af ufsa fengust 62.91 kr/kg. Tæpast
er hægt að segja að októbermán-
uður hafi byrjað vel því er togarinn
Ásbjörn RE seldi afla í Breem-
erhaven 1. og 2. október sl. má
segja að verðið hafi farið niður úr
öllu valdi. Fyrir 170 tonn af fiski
fengust 12.1 milljón króna og með-
alverð var því 71.30 kr/kg. Aflinn
var nánast eingöngu karfi og var
meðalverðið á honum 71.91 kr/kg.
LubeSife
SMURSKAMMTARAR
Á. BJARNASON H/F.
Hvaleyrarbraut 3, Hafnarf.
Sími 91-651410 & 651266
Fax 91-651278
Markaður
LYFTARAR!
Höfum til sölu uppgerða rafmagnslyftara og
uppgerða rafmótora í ýmsar gerðir lyftara. Al-
hliða viðgerðarþjónusta á rafmagnslyfturum.
Raflyftarar h/f
Lynghálsi 3 Reykjavík sími 91-672524 • fax 91-672890