Fiskifréttir - 09.10.1992, Page 8
8
Tækninýjungar
Beinahreinsunarvélin frá FTC:
Hreinsar bein úr ýsu-
flaki á 2 til 3 sekúndum
Framleiðandi sænskrar beinahreinsunarvélar, sem hér hefur
verið reynd með ágætum árangri, hefur mikinn áhuga á að þróa
beinahreinsunartæknina í samvinnu við íslenska aðila. Hug-
myndin er sú að sjálfvirk beinahreinsun á fiskflökum geti orðið
einn hluti flæðilínukerfa. Jan Söderlund eigandi sænska fyrirtæk-
ins FTC, sem framleiðir beinahreinsunarvélarnar auk margra
annarra tækja fyrir matvælaiðnaðinn, og Gunnar Óskarsson hjá
FTC á íslandi ræddu þessi mál við forráðamenn Þorgeirs &
Ellerts hf. á Akranesi á dögunum og var hugmyndinni vel tekið að
sögn Gunnars.
Fiskifréttir hafa áður greint
stuttlega frá beinahreinsunarvél-
inni en hún hefur verið lánuð í ým-
is fiskvinnslufyrirtæki að undan-
förnu í því skyni að kynna mönn-
um kosti hennar. Vélin var í
notkun í fiskvinnslu Sævers hf. í
Reykjavík í sl. viku og þá áttum við
þess kost að fylgjast með því
hvernig hún var notuð.
þessu ósammála og hann taldi að
sú verðmætaaukning sem næðist
vegna bættrar nýtingar myndi ein
sér duga til þess að standa undir
kostnaði vegna beinahreinsunar-
innar, þ.e.a.s. eftir að starfsmenn
væru búnir að ná tökum á vinnsl-
unni.
— Samkvæmt reynslu frá Belgíu
hefur verið hægt að hreinsa ýsu-
hefur beinahreinsunarvélin verið í
notkun í tæpt ár og hefur hún
reynst mjög vel. Einn starfsmaður
afkastar nú jafn miklu með vélinni
og fjórir starfsmenn áður.
Erfíðara að hreinsa bein
úr þorski
Að sögn Gunnars Óskarssonar
hentar beinahreinsunarvélin síður
til beinahreinsunar á þorskflökum
en ýsu— og karfaflökum og stafar
það af því að beinin standa ekki
upp úr flakinu. Á vegum FTC hef-
ur verið þróaður búnaður, sem
auðveldar beinahreinsun á þorsk-
flökum, en að sögn Gunnars er þar
um að ræða ljósabox með loftsogi.
Flakið er sogað upp að kúptu yfir-
borði, sem er alsett götum, en með
Beinahreinsaranum er rennt yfir flakið og beinin dregin úr því.
Aukin nýting — hærra
verð
Beinahreinsunarvélin er ekki
mikil um sig og við fyrstu sýn
minnir hún nokkuð á rakvél.
Handfangi er rennt yfir fiskflakið
og beinin, sem standa upp úr flak-
inu, eru dregin úr fiskholdinu með
allt að 500 kílóa togkrafti. í Sæveri
hf. var verið að snyrta ýsuflök, sem
senda átti með flugi á erlendan
markað, en vélin hafði einnig verið
reynd til þess að hreinsa bein úr
karfaflökum. Að sögn Friðbjarnar
Kristjánssonar hjá Sæveri hf. var
vélin auðveld í notkun og hreins-
aði hún beinin auðveldlega úr báð-
um fisktegundum. Kosturinn við
að hreinsa beinin úr flakinu, í stað
þess að skera úr beingarðinn eins
og almennt tíðkast, er sá að nýting-
in eykst verulega eða um u.þ.b. 3
— 5%, þegar ýsa er annars vegar,
og að auki opnast fleiri möguleikar
varðandi bitaskurð. Að sögn
Friðbjarnar er óvíst hvernig kaup-
endur erlendis bregðast við beina-
hreinsaðri ýsu en hann sagði það
sína fyrstu tilfinningu að ef hún lík-
aði vel þá þyrfi framleiðandinn að
fá heldur hærra kflóverð fyrir vör-
una til þess að þessi viðbótar-
vinnsla stæði undir sér. Gunnar
Óskarsson sagðist reyndar vera
flakið á þetta tveimur til þremur
sekúndum en vinnsluhraðinn er
mjög mismunandi eftir því hvaða
fisktegund á í hlut. Það eru t.d.
ekki nema 7 bein í beinagarðinum
á ýsunni á meðan það eru 17 bein í
þorskinum og 28 í Atlantshafslax-
inum. Eg man ekki töluna fyrir
karfann en þar hjálpar mjög mikið
að beinin standa öll upp úr flakinu
og eru því auðveld „bráð“ fyrir
beinahreinsarann. Hið sama á
reyndar við um laxinn og það hefur
náðst mjög viðunandi vinnsluhraði
í hreinsun á laxaflökum hjá bæði
íslenskum matvælum hf. í Hafnar-
firði og hjá Eðalfiski hf. í Borgar-
nesi. Hjá íslenskum matvælum hf.
því móti er auðveldara að draga
beinin úr því með vélinni.
Samkvæmt upplýsingum Gunn-
ars tók það Jan Söderlund átta ár
að þróa aðferð til þess að fjarlægja
bein úr fiski. Sönderlund, sem er
með próf í matvælaverkfræði,
vélaverkfræði og rafeindaverk-
fræði, hefur þó alls ekki látið stað-
ar numið þótt handvirka beina-
hreinsunarvélin sé komin á mark-
aðinn, heldur hyggst hann þróa
beinahreinsunartæknina ennfrek-
ar. Einn liður í því er að koma á
sjálfvirkri beinahreinsun í vinnslu-
rásinni. Söderlund, sem kom hing-
að til lands fyrir nokkru, hreyfst
mjög af íslenskum fiskvinnslufyrir-
Friðbjörn Kristjánsson beinahreinsar ýsuflak með beinahreinsaranum
frá FTC. Myndir ESE.
tækjum og að sögn Gunnars hafði
hann á orði að hann hefði hvergi í
þeim 96 löndum, sem hann hefur
ferðast til, séð fallegri frystihús en
hér á landi. Sönderlund leist einnig
mjög vel á hina nýju flæðilínu sem
Þorgeir & Ellert hf. á Akranesi
hefur hannað og sem fyrr segir lýsti
hann yfir áhuga á að þróa beina-
hreinsunartæknina í samráði við
íslenska hönnuði fiskvinnslubún-
aðar.
Ný tækni við afþíðingu
Eins og fram kemur hér að
framan hefur FTC haslað sér völl á
sviði framleiðslu á vélum og tækj-
um fyrir matvælafyrirtæki og í því
sambandi má nefna margs konar
tæki til niðurskurðar á kjöti og
fiski. Fyrirtækið hefur einnig fram-
leitt flökunarvélar og aðrar gerðir
fiskvinnsluvéla og nú síðast setti
FTC á markaðinn svokallaða af-
þíðingarklefa. Hin hefðbundna
aðferð við afþíngu hefur fram að
þessu verið fólgin í að þíða upp
djúpfryst matvæli við hitastig yfir
frostmarki í kælitækjum, vatni eða
í andrúmslofti. Gallinn við þessa
aðferð er sá að matvælin, s.s. fisk-
ur, tapar lit, bragðgæðum og nátt-
úrulegum safa. Oft verður einnig
rýrnun vegna vökvataps en sú
Hér sést munurinn á flaki sem hefur verið beinahreinsað og flaki sem
snyrt hefur verið á hefðbundinn hátt.
rýrnun er þó stundum bætt upp
með vatni, einkum ef fiskurinn er
þíddur upp í vatnsbaði. Aðferð
FTC byggir hins vegar á því að inni
í afþíðingarskápunum er komið
upp rafeindaumhverfi (17 þúsund
volt — 0.00000001 amper) og eru
djúpfrystu afurðirnar þíddar upp
við mínus þrjár gráður á Celsíus.
Með þessari aðferð er afþíðingar-
tíminn innan við þriðjungur þess
tíma sem það tekur að þíða við-
komandi afurðir í hefðbundnum
kæliskáp við sama hitastig.
Að sögn Gunnars er þessi nýja
tækni ekki hættuleg mönnum og
rétt er að ítreka að hún á ekkert
skylt við örbylgjutæknina. Upp-
þíðingarklefarnir eða — skáparnir
voru upphaflega ætlaðir til notk-
unar í veitingahúsum og rúmuðu
fyrstu gerðirnar um 150 kfló af af-
urðum. Nú eru komnir á markað-
inn stærri klefar sem rúma 1.5 til
1.8 tonn, og afþíða það magn á
sólarhring, og von er á enn stærri
klefum sem rúma allt að 6 til 8 tonn
af afurðum. Verðið á 1.5 til 1.8
tonna klefunum er um 1.2 milljónir
sænskra króna eða sem svarar til 12
milljóna íslenskra króna.
Nánari upplýsingar um búnað
frá FTC veitir FTC á íslandi í síma
91-71776. Fax 91-671495.