Fiskifréttir


Fiskifréttir - 09.10.1992, Side 11

Fiskifréttir - 09.10.1992, Side 11
FISKIFRÉTTIR föstudagur 7. október 1992 11 Björg 1.7 tn eftir tvær ferðir hvor, Byr 1.3 tn og Glaður 751 kg eftir eina ferð hvor. Steini var á færaveiðum og landaði 195 kg, Sædís 160 kg og Darri 121 kg eftir einn róður hver. Nes- kaupstaður: Togarinn Barði landaði 25 tn af blönduðum afla og 16 tn af saltfiski þann 29. september eftir tíu daga á veiðum. Þessir dragnótarbát- ar lönduðu afla: Faxavík 9.2 tn eftir sex ferðir, Fylkir 2.7 tn eftir þrjár ferðir og Gullfaxi 2.7 tn eftir tvær ferðir. Mónes var á netaveiðum og landaði 3.8 tn og Nökkvi 8.9 tn eftir sex ferðir og Þorkell Björn 6.2 tn eftir fimm ferðir. Sextán línubátar lönduðu samtals 29.4 tn eftir 32 ferð- ir. Níu færatrillur réru 35 sinnum og lönduðu samtals 18 tn. Hilmir land- aði 1262 tn af loðnu í vikunni. Eski- fjörður: Hólmatindur landaði 48.8 tn af blönduðum afla þann 28. sept- ember eftir sjö daga á veiðum. Þessir rækjubátar lönduðu afla: Guðrún Þorkelsdóttir 37.7 tn og 500 kg af fiski, Sæljón 25.9 tn og 200 kg af fiski og Þórir 26.1 tn og 50 kg af fiski. Eftirfarandi línubátar lönduðu afla: Sæþór 2.3 tn eftir þrjár feðrir, Guð- mundur Þór 2.2 tn eftir tvær ferðir, Einir 481 kg, Már 282 kg, Svanur 113 kg og Reyðar 105 kg eftir eina ferð hver. Reyðarfjörður: Stórstreymt var í vikunni og hamlaði það veiðum minni báta. Snæfuglinn landaði 210 tn þann 30. september og var uppi- staða aflans karfi. Hann var 23 daga á veiðum og frysti um borð. Afla- verðmætið var 36.5 milljónir króna. Dögg var á línuveiðum og landaði 1.4 tn og Þröstur 1.3 tn eftir tvær ferðir, Landi 82 kg eftir eina ferð. Þjótandi réri þrisvar á handfæri og landaði samtals 1.1 tn. Fáskrúðsfjörður: Gæftir voru sæmilegar fyrir stærri báta en trillur komust ekki oft á sjó. Þann 1. október landaði togarinn Hoffell 77.6 tn, aðallega ufsa, eftir sjö daga veiðiferð. Rækjubáturinn Búðafell landaði 36.7 tn eftir einn róður. Línutrillan Hamar landaði 1.6 tn eftir þrjá róðra, Litli Tindur kom með 671 kg og Úlfar 432 kg eftir einn róður hvor. Handfæratrillan Smári landaði 119 kg eftir einn róður. Stöðvarfjörður: Línutrillan Mardís landaði 1.8 tn eftir tvo róðra og Lottó 453 kg eftir einn róður. Sæbjörg var á handfærum og landaði 100 kg og Val- borg 120 kg eftir einn róður hvor. Breiðdalsvík: Línutrillan Þengill landaði 420 kg eftir einn róður. Handfæratrillan Sonja landaði 220 kg, Tindfell 180 kg og Fiskines 120 kg eftir einn róður hver. Djúpivogur: „Það var bræla fyrri part vikunnar og nánast ekkert fiskerí," sagði heim- ildarmaður. Þann 29. september landaði togarinn Sunnutindur 53 tn af þorski og ufsa eftir níu daga veiði- ferð. Línutrillan Birna landaði 912 kg eftir þrjá róðra, Eva 2.1 tn eftir tvo róðra, Moli 186 kg og Már 884 kg eftir einn róður hvor. Silla var á handfærum og landaði 477 kg, Freyr 379 kg eftir tvo róðra hvor, Berglind 601 kg og Már 100 kg eftir einn róður hvor. Höfn: Að sögn heimildar- manns var bræla flesta daga vikunn- ar og trillur komust sjaldan út. Menn undirbúa sfldveiðar og enn sem kom- ið er er heldur dauft í þeim málum þótt einn bátur, Þórshamar, hafi landaði 80 tn af feitri síld í vikunni. Þann 29. september landaði togarinn Stokksnes 43 tn og setti einnig 13 tn í gám eftir sex daga veiðiferð. Uppi- staða aflans var karfi. Eftirfarandi trollbátar lönduðu: Hrísey 1 tn og 20 tn í gáma, Hvanney 6 tn, Þinganes 7 tn og 17 tn í gáma, Hafnarey 14 tn í gám og Erlingur 6 tn í gám eftir einn róður hver. Vísir var á dragnót og landaði 10 tn af blönduðum afla í gám. Netabáturinn Skinney landaði 15.6 tn eftir tvo róðra. Eftirfarandi línutrillur lönduðu: Kiðey 2.2 tn, Máni 1.7 tn, Sævar 2.4 tn eftir tvo róðra hver, Gissur hvíti 645 kg, Gjafi 820 kg, Sæunn 970 kg, Von 1.6 tn, Benni 400 kg og Herborg 300 kg eftir einn róður hver. Handfæratrillan Jökull landaði 230 kg og Öngull 360 kg eftir einn róður hvor. Hundruð þúsunda þræla fluttu 2 1/2 miiljón steina til að reisa þetta mannvirki. Hugsið ykkur hvað þeir hefðu getað gert hefðu þeir haft færibönd frá Klaka! KLAKI Hafnarbraut 25, 200 Kópavogi, sími 44225, fax 44167. Númi Jóhannsson skipstjórí á Lísu Niaríu ÓF „Þorskurínn er einnig horfinn af Grænlandsmiðum“ — Þetta var hálfgerð fýluferð hjá okkur. Aflinn var sáratregur og það virðist svipað komið fyrir þorskinum við Grænland og hér á fsiandsmiðum. Hann er allur horfinn og það sagði mér Norð- maður, sem var þarna að veið- um, að hann hefði hætt að leita að þorski í júní sl. Það þýddi ekk- ert að eltast við þá fisktegund. Þetta sagði Númi Jóhannsson, skipstjóri og einn eigenda Lísu Maríu ÓF, en hann var sem kunnugt er með þetta stærsta línuveiðiskip heims á veiðum í grænlenskri lögsögu fyrir skömmu. Útgerð Lísu Maríu ÓF fékk leyfi til línuveiða við Græn- land fyrir skömmu og átti leyfið að gilda til áramóta. Vegna þess hve aflinn var lélegur var veiðun- um þó hætt mun fyrr en ráð hafði verið fyrir gert. — Við vorum alls 19 daga f túrnum og þar af um 14 daga á veiðum við Austur — Grænland. Við vorum um 60 til 70 mílur frá ströndinni, í landgrunnskantin- um, en auk okkar voru tvö fær- eysk og tvö norsk skip þarna að línuveiðum. Svo voru þýskir tog- arar þama á ferðinni en fengu ekki neitt. Aflinn hjá þeim hefur komist í tvær til þrjár fötur eftir hvert hol. Aflinn var líka lélegur hjá línuveiðurunum. Einn þeirra hafði verið þarna í hálfan mánuð og saltað aflann um borð og hann hafði náð því að vera með um eitt tonn af saltfiski eftir daginn. Það er alltof lítið og sjálfum reiknað- ist okkur til að við þyrftum að vera með um þrjú til fjögur tonn af flökum á dag, eða sjö til átta tonn af þorski upp úr sjó, til þess að þessar veiðar skiluðu arði, segir Númi. „Langhalinn kom mér á óvart“ Að sögn Núma var Lísa María ÓF með alls um 20 tonn af afurð- um eftir þessa veiðiferð, þar af um sjö tonn af þorskflökum. — Við fengum þennan þorsk aðallega á þremur dögum. Veiði- svæðið var svona á að giska 60 mílna langt og við þvældumst um það fram og aftur en meiri þorskur fékkst ekki. Annar afli var aðal- lega lúða, keila og langhali og eins fengum við dálítið af svartháfi. Langhalinn er mjög gráðugur, líkt og svartháfurinn, en því miður er nýtingin í vinnslu á langhala mjög léleg. Við skárum af haus og hala og þá var frekar lftið eftir. Lang- halinn er hins vegar frábær mat- fiskur og sem slíkur kom hann mér verulega á óvart. Fyrirfram bjóst ég við að hann væri frekar laus í sér en þvert á móti var hann stinnur og minnti á ýsu eða þorsk. Bragðið var ekki ósvipað og bragðið af ýs- unni en þó laust við drullubragðið sem oft er af ýsunni, segir Númi hlæjandi en hann segir langhalann aðallega hafa veiðst á 300 til 400 faðma dýpi en þar hafi einnig feng- ist töluvert af lúðu. — Við fengum f eitt skiptið 70 lúður á helminginn af venjulegri fiskilfnu og ég er viss um að það væri hægt að veiða þarna stórlúðu í töluverðu magni ef notuð væri haukalóð. Lúðukvótinn var hins vegar tæmdur við Grænland þegar við vorum þarna á ferðinni og því máttum við aðeins hirða þá lúðu sem slæddist með á fiskilínuna. Nei, þetta er ekki eins og í Banda- rfkjunum þar sem menn mega ekki einu sinni hafa lúðuna f matinn um borð og lenda í slæmum málum ef beingarður úr lúðu finnst í skipinu. Reyndar var upphaflega kveðið á um að aukaafli með þorskinum mætti ekki fara fram úr 10% en þeim reglum var breytt þegar menn sáu hvernig fiskiríð var, seg- ir Númi en hann kveður menn sammála um að aflabrögð á svæð- inu hafi verið vel viðunandi fyrir réttu ári síðan. Nú vanti þorskinn hins vegar á miðin og því sé þar ekki yfir neinu að hanga. „Menn lifa fyrir Iínutvöföldunina“ Er við ræddum við Núma var Lísa María ÓF stödd fyrir austan land og sagði Númi aflabrögðin frekar léleg. — Þetta er ekki alveg dautt og smá kropp af og til. — Hvað með utankvótateg- undir? Hafið þið hugsað ykkur að fara á slíkar veiðar? — Við eigum nú nóg með kvótabundnu tegundirnar eins og aflabrögðin eru nú en ég reikna með því að við förum á lúðu—, keilu— og lönguveiðar með vorinu. Nú er línutvöföld- unin í þorski og ýsu hins vegar fyrir dyrum og það er um að gera að standa sig á þessu fjögurra mánaða tímabili, nóvember til febrúar. Menn lifa á þessari tvö- földun og það væri dauft yfir þessu ef hennar nyti ekki við, segir Númi. Svo sem kunnugt er hefur út- gerð Lísu Marfu ÓF staðið í stappi við sjávarútvegsráðuneyt- ið vegna nýrrar reglugerðar um meðferð afla. Samkvæmt reglu- gerðinni þurfa vinnsluskip, sem skráð voru eftir miðjan júní sl að koma með allan úrgang að landi. Númi sagði ekki séð fyrir endann á þessu máli en hann væri að vonast til þess að niðurstaðan yrði sú að henda mætti verðlaus- um úrgangi í sjóinn. — Þetta ætti að skýrast fljót- lega. Okkur hefur fundist fárán- legt að hirða úrgang sem enginn vill kaupa og ómögulegt er að koma í verð. Það hefur enginn svarað því hvað á að gera við slóg og bein. Eigum við að koma með þetta drasl að landi til þess að það sé hægt að urða það eða henda því í sjóinn? spurði Númi Jó- hannsson að lokum en hann kvað 19 manns vera í áhöfn Lísu Maríu ÓF um þessar mundir en í Græn- landstúrnum voru skipverjar hins vegar 21 talsins.

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.