Fiskifréttir


Fiskifréttir - 09.10.1992, Side 12

Fiskifréttir - 09.10.1992, Side 12
FRETTIR 37. tbl. föstudagur 9. október Afíakaupabankinn býðst fil að kaupa allan háfá Fiskmarkaði Suðurnesja á 15 kr/kg: „ Vonandi vilja ein- hverjir yfírbjóða okkur — segir Halldór Þorsteinsson, forstöðumaður bankans Drangavík VE fékk 15 kör afbúra: Gott irerð fyrír búrann í Eyjum og Frakklandi Aflakaupabankinn bryddaði í byrjun vikunnar upp á þeirri nýj- ung að bjóðast til að kaupa allan háf af grunnslóð sem bærist á Fisk- markað Suðurnesja og markaði tengda honum. Aflakaupabankinn býður 15 krónur fyrir kflóið af slægðum háfi og að sögn Halldórs Þorsteinssonar, forstöðumanns bankans, er þetta tilboð sett fram til þess að hvetja sjómenn til þess að hirða háfinn og gera út honum verðmæti. Sagðist Halldór vonast til þess að ekki liði á löngu þar til einhverjir sæju sér hag í að yfir- bjóða aflakaupabankann á Fisk- markaði Suðurnesja og sjálfur teldi hann að í framtíðinni ættu að Ekkert verður af sölu Bjargar Jónsdóttur IIÞH til írlands eins og samið hafði verið um í sumar. Irsku kaupendurnir gátu ekki fjár- magnað kaupin þegar til kom, að því er segir í Víkurblaðinu. Snæbjörn Össurarson, sem áður var með Ögra RE, hefur verið ráð- geta fengist sem svaraði 35 til 40 krónum fyrir kflóið. Að sögn Halldórs keypti afla- kaupabankinn 630 kfló af háfi á uppboðinu sl. mánudag og var all- ur sá afli framseldur til Reykvers hf. í Keflavík gegn sama verði, 15 krónum fyrir kílóið. Reykver hf. hefur að undanförnu keypt háf á 5 til 6 krónur fyrir kílóið en það hef- ur þótt of lágt til þess að sjómönn- um þyki akkur í að hirða háfinn. — Þeir sem vilja geta fengið háf- inn hjá okkur á sömu kjörum og Reykver hf. en ég vona svo sannar- lega að það verði einhverjir til þess að yfirbjóða okkur á markaðnum og að verði hækki smám saman. Haft er eftir Bjarna Aðalgeirs- syni útgerðarmanni að ákveðið sé að gera skipið áfram út frá Húsa- vík og verður það á rækju. inn skipstjóri á frystitogarann Vestmannaey, að því er kemur fram í blaðinu Fréttum. Birgir Þór Sverrisson, sem gengt hefur skipstjórn á Vestmannaey að undanförnu í millibilsástandi, tek- ur aftur við sínu gamla starfi sem 1. stýrimaður og afleysingaskipstjóri. Það er góður markaður fyrir háf erlendis, bæði ferskan og reyktan, og ég veit til þess að Norðmenn hafa verið að fá um 400 ísl. krónur fyrir kílóið af ferskum flökum og um 780 krónur fyrir kílóið af reykt- um flökum. Háfurinn hefur bjarg- að heilu byggðarlögunum í Noregi og því gæti það sama ekki gerst hér. Það er verið að tala um að það vanti kvóta á Suðurnesjunum og því skyldu Suðurnesjamenn ekki geta unnið háf og fengið fyrir hann gott verð erlendis. Mér skilst reyndar að Reykver hf. sé komið með samning um sölu á ákveðnu magni af ferskum flökum erlendis og ég er að vonast til þess að hjólin séu farin að snúast. Við erum svona rétt að auka við snúnings- hraðann með þessu tilboði okkar, sagði Halldór en fram að þessu hefur aflakaupabankinn aðeins keypt frystar aukategundir af frystiskipaflotanum. Halldórsagð- ist ekki óttast að aflakaupabank- inn yrði kaffærður vegna ótæpilegs framboðs af háfi á næstunni en ef framboðið ykist verulega þá væri einfalt að flytja háfinn utan fersk- an í gámum á erlendan markað. Ekki væri hægt að tapa á því á meðan aðeins væru greiddar 15 krónur fyrir kílóið. Að sögn Halldórs er háfurinn, sem fæst á grunnslóð hér við land, þekktur matfiskur víða og því væri ekkert vandamál að koma honum í verð. — Öðru máli gegnir um svart- háfinn. Hann er ekki þekktur á mörkuðunum þótt hann sé engu síðri matfiskur en frændi hans. Það má vel vera að það takist í framtíð- inni að kenna mönnum að borða svartháf en í augnablikinu höfum við aðeins áhuga á venjulegum háfi. Hann er vargur á fiskislóð og það er um að gera að grisja stofn- inn aðeins. Það er enginn vandi að veiða háfinn. Sjómenn þekkja svæðin, sem hann heldur sig helst á, enda hafa þeir forðast þau, sagði Halldór Þorsteinsson. Af og til verður vart við búra í veiðanlegu magn við suðurströnd- ina og nú síðast heyrðum við að Drangavík VE hefði fengið 15 kör af þessum eftirsótta fiski í veiðiferð á dögunum. Að sögn Sigurðar Inga Ingólfs- sonar, útgerðarmanns Drangavík- ur VE, fékkst búrinn á svæði sem áhöfn skipsins var áður búin að kortleggja en svo óheppilega vildi til að hætta varð búraveiðunum í miðjum klíðum vegna bilunar í spilbúnaði. Búrinn fékkst bæði í hefðbundið fiskitroll og sérhannað búratroll frá Netagerðinni Ingólfi í Vestmannaeyjum. Búrinn, sem Drangavík VE fékk í umræddri veiðiferð, var seldur á markaði í Vestmannaeyj- um og í Frakklandi. Hér heima fengust 146 krónur fyrir kílóið, sem er rúmlega þrefalt karfaverð, og á markaði ytra fengust 190 krónur fyrir kílóið. Sigurður sagð- ist reikna með að aftur yrði reynt við búrann í næstu viku og menn væru staðráðnir í að fylgjast vel með búraslóðinni og reyna að afla sem mestrar vitneskju um þennan verðmæta fisk. Skipstjóri á Drangavík VE er Magnús Ríkharðsson en hann fór fyrr á þessu ári með Sigurði Inga og fleiri Vestmannaeyingum til Nýja — Sjálands til þess að kynna sér búraveiðar eins og heimamenn stunda þær. kvUtabankinn Höfum til sölu varanlegan kvóta og leigukvóta. Einnig síld. Kvótabankinn, sími 656412, fax 656372. Jón Karlsson. BAUJUR OG 6ELGIR Eigum fyrirliggjandi baujur og belgi frá Polyform. Góð vara á góðu verði. Leitið upplýsinga hjá fagfólki - erum ávallt til þjónustu reiðubúin. íslenskar sjávarafurðir hf. UMBÚÐA- OG VEIÐARFÆRADEILD KIRKJUSANDI • LAUGALÆK 2A • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 69 82 00 • FAX 67 87 92 VÖRUAFGREIÐSLA HOLTABAKKA • SÍMAR 81 46 67 og 68 10 50 • FAX 81 28 48 Háfur (Úr bókinni íslenskir fiskar). Björg Jónsdóttir IIÞH: Ekki til írlands Nýr skipstjóri á Vestmannaey

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.