Fiskifréttir


Fiskifréttir - 05.11.1993, Side 1

Fiskifréttir - 05.11.1993, Side 1
ISSN 1017-3609 SKAGFJÖRÐ VEIÐARFÆRADEILD Sími 91-24120 KVOTA markaöurinn 614321 FAX: 614323 HAGKVÆM KVOTAVIÐSKIPTI Þorskafli krókaleyfisbáta: Jókst úr 7,6% í 9,3% afheild — milli fiskveiðiára Heildarafli krókaleyfisbáta var lið- lega 28.000 tonn á síðasta fiskveiði- ári, þar af var þorskur 22.000 tonn. Hlutur krókabáta var 9,3% í heildarþorskaflanum og hafði auk- ist úr 7,6% frá fiskveiðiárinu þar á undan. Þetta kom fram í svari sjávar- útvegsráðherra við fyrirspurn Ein- ar K. Guðfinnssonar á Aþingi ný- lega. Mikilvægi krókabátaflotans er afar mismunandi eftir landshlut- um. Þannig var krókaaflinn á Suð- urlandi 1.619 tonn; á Reykjanesi 6.313 tonn; í Reykjavík 2.265 tonn; á Vesturlandi 4.274 tonn; á Vest- fjörðum 5.222 tonn; á Norðurlandi vestra 966 tonn; á Norðurlandi eystra 3.746 tonn; og á Austur- landi 3.726 tonn. Eins og að líkum lætur eru sumarmánuðirnir drýgst- ir hjá krókabátunum og kemur helmingurinn af afla þeirra á land í júní og júlí. Nýi frystitogarinn, sem Grandi hf. hefur fest kaup á í Noregi, er búinn fiskimjölsverksmiðju sem getur afkastað 50 tonnum af hráefni á sólarhring. Að sögn Sigurbjörns Svavarssonar, útgerðarstjóra, verður slóg og annar fiskúrgangur bræddur í verksmiðjunni, eins og lög um fullvinnslu sjávarafla gera ráð fyrir, en þetta verður fyrsta skipið í núverandi flota sem það gerir. Áætlaðar tekjur af bræðslunni eru um 10 milljónir króna á ári, en það gerir ekki mikið meira en að borga laun eins manns sem annast verksmiðjuna, svo og umbúðir og annan kostnað. Sigurbjörn sagði, að forsendan fyrir því að dæmið gengi upp væru sú, að verksmiðjan hefði hvort sem er fylgt skipinu, en að fjárfesta sérstaklega í flskimjölsverksmiðju borgaði sig alls ekki eins og tölurnar bæru með sér. Sjá nánar frétt um nýja skipið á bls. 4. vikuaflinn allt að 70 tonn Fjórir stórir færeyskir frvstitog- veiðileyfið fyrir hina og geta þetr arar eru nú á grálúðuveiðum í ráöstafað aflanum að eigin vild. nágrenni Flæmska hattsins und- Kvólai lætevsku togatanna í an ströndum Nýfundnalands. Harentshaii eru uppurnir fyrir Afli skipanna hefur verið mis- nokkru og því hafa þessar veiðai munandi eða frá mn 20 til 70 tonn við Nýfundnaland komiö sér vel. á viku. Togararnir mega veiða grálúðu Togararnir, scm hér um ræöir. og þorsk og er aflinn frystur um eruEnniberg. Skálaberg,Sunda- borð. Enniberg, sem landar afl- berg og Vesturvón og hefur fær- anum á Nýíundnalandi, hefur eyska landsstjórnin haft milli- fcngið upp í 70 tonna vikuafla en göngu um að fá leyfi til þessara aflinn hjá hinum er siðri. Þeir veiða hjá yfirvöldum á Ný- togarar, sem lengst hafa verið að fundnalandi. Tvenns konar hátt- veiðum, hafa verið einn og hálf- ur mun hafður á vegna þessara an mánuð á svæöinu og sam- veiða. A.rn.k. einn togaranna kvænit hcimildum Fiskifrctta cru þarf ekkert að greiða fyrir veiði- þeir ekki væntanlcgir heim fyrr leyfið gegn því að landa aflanum en um jól. ÚthakliO verður þá til vinnslu á Nýfundnalandi en orðið þrír og hálfur ntánuður. færeyska landsstjórnin greiðir Frystitogarinn Venus heldur til síldveiða — tveir togarar hafa leyfi til síldveiða í troll Frystitogarinn Venus frá Hafnar- firði er um þessar mundir á búa sig á síldveiðar. Sjávarútvegsráðu- neytið hefur veitt tveimur togur- um, Venusi og Sléttanesi frá Þing- eyri, leyfi til tilraunaveiða á síld með botn- og flottrolli með það fyrir augum að frysta aflann um borð. Venus kom inn til löndunar í vikunni úr hefðbundnum botnfisk- túr og þegar Fiskifréttir höfðu samband við Kristján Loftsson út- gerðarmann stóð til að skipið færi næst í síldartúrinn. „Þetta er fyrst og fremst gert í tilraunaskyni, en benda má á að tvö síldveiðiskip reyndu veiðar með flotvörpu á síð- ustu vertíð með góðum árangri. Mér skilst að 75% af síldaraflanum hafi farið í bræðslu í fyrra, þannig að ekki veitir af að reyna að auka eitthvað hlut þeirrar sfldar sem unnin er til manneldis,“ sagði Kristján. Ekki er afráðið hvort útgerð Sléttaness IS nýtir sér sfldveiði- leyfið sem henni var úthlutað. Andrés Guðmundsson útgerðar- stjóri Fáfnis hf. á Þingeyri tjáði Fiskifréttum að sótt hefði verið um leyfið meðan skipið hafði ekki heimild til að fullvinna bolfisk um borð. Nú væri sú heimild fengin og því hefðu forsendur breyst. Slétta- nesið er um þessar mundir í Smug- unni. Þrjú sfldveiðiskip eru byrjuð flottrollsveiðar á þessari vertíð, Heimaey VE, Arney KE og Hvanney SF. Að sögn Sigurðar Einarssonar, forstjóra ísfélags Vestmannaeyja, er Heimaey búin að vera í rúma viku með flottrollið og hefur landað 500 tonnum úr Fyrsta fískuppboðið á Fá- skrúðsfirði var haldið sl. fimmtu- dag, 4. nóvember, á vegum Fisk- markaðs Hornafjarðar hf. í boði voru um 20 tonn af línufíski af Kópi GK. Útibú Fiskmarkaðar Horna- fjarðar hf. á Fáskrúðsfirði er til húsa í húsakynnum Goðaborgar hf., þar sem Pólarsíld hf. var áður tveimur veiðiferðum. Sigurður sagði, að veiðarnar gengju ágæt- lega, flottrollið næði dýpra en nót- in og hægt væri að stunda veiðarn- ar í verra veðri, en hins vegar fengjust auðvitað stærri köst í nót- ina. Heimaey hefur verið að fá upp í 80-90 tonn í holi að undanförnu. Aðurnefndir þrír bátar eru allir með ný troll frá Swan Net á ír- landi, sem eru mun afkastameiri en gömlu þorsktrollin sem notast var við á síðustu vertíð. Fiskuppboð á Fáskrúðsfirði með starfsemi sína. Útibússtjóri er Sigurður Þorgeirsson. Fáskrúðsfjarðarmarkaðurinn tengist fiskuppboðum Hornafirði og öðrum upp-, boðum á vegum Reikn- istofu fiskmarkaöv anna. Uppboð- stímier kl. 15. vlPP □ ss IblA 3 Olíufélagiðhf

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.