Fiskifréttir - 05.11.1993, Qupperneq 2
2
SK#N l Ú*\R V/«>
Aflabrögðin
Umsjón: Ellen Ingvadóttir og Sólveig Baldursdóttir
Tríllur réru sjaldan
Veður var mjög óhagstætt minni
bátum víðast hvar og komust trill-
ur sjaldan á sjó. Afli neta- og hand-
færabáta var slakur en línuafli
virðist vera að aukast.
Afli trollbáta var dræmur í vikunni
en einstaka dragnótarbátar fengu
þokkalegan afla, t.d. fyrir vestan
land. Vestlendingar segjast gáttað-
ir á Iangvarandi aflaleysi.
Togaraafli vikunnar var slakur á
heildina litið en þó fengu einstaka
góðan afla. Hólmatindur landaði
tæpum 200 tn af þorski á Eskifirði
eftir ellefu daga ferð í Barentshaf.
A Húsavík landaði Kolbeinsey 140
tn af ufsa eftir aðeins þriggja daga
veiðferð og Björgúlfur landaði 150
tn af ufsa eftir fjögurra daga ferð.
Frystitogarinn Haraldur Krist-
jánsson landaði 275.7 tn af karfa í
Hafnarfirði eftir 24 daga veiðiferð.
Sfldveiðin var eftir atvikum góð og
það var ekki fyrr en eftir miðja
viku að menn náðu þokkalegum
afla.
Heimildarmenn á Vestfjörðum
segja innfjarðarrækjuvertíðina nú
ekki byrja eins vel og í meðalári.
Hér koma aflatölurnar fyrir vik-
una 25.til 31. október:
Vestmanneyjar
Veður var þokkalegt í vikunni
en aflabrögð voru hins vegar
dræm. Sfldveiðin var þokkaleg
seinni partinn. Þann 26. október
landaði togarinn Guðmunda
Torfadóttir 77.5 tn af heilfrystum
fiski eftir þriggja vikna veiðiferð.
Netabáturinn Skúli fógeti landaði
1.9 tn eftir þrjá róðra, Styrmir 5.4
tn og Sigurbára 3.7 tn eftir einn
róður hvor. Trollbáturinn Sindri
landaði 23.7 tn eftir einn róður.
Heimaey landaði 239 tn af síld eftir
tvær veiðiferðir, Kap 261 tn, Guð-
mundur 322 tn og Sighvatur
Bjarnason 294 tn eftir eina veiði-
ferð hver.
Suðvesturland
Þorlákshöfn: Veður var heldur
óhagstætt í vikunni og afli dræmur
á heildina litið. Trollbáturinn Páll
landaði 12 tn eftir einn róður. Þess-
ir dragnótarbátar lönduðu: Friðrik
Sigurðsson 4.3 tn, Jón á Hofi 2.3 tn
af ísfiski og 8 tn af frystum eftir tvo
róðra hvor, Arnar 30 tn af frystum
fiski og 4 tn af ísfiski, Dalaröst 9.5
tn og Jón Klemens 1.5 tn eftir einn
róður hver. Netabáturinn Jóhanna
landaði 2.2 tn eftir einn róður.
Netatrillan Bliki landaði 0.7 tn eft-
ir tvo róðra og Faxafell 0.2 tn eftir
einn róður. Línubáturinn Núpur
landaði 40 tn og Freyr 45 tn eftir
einn róður hvor. Eftirfarandi línu-
trillur lönduðu: Sæunn Sæmunds-
dóttir 1.6 tn, Toggi 1.3 tn eftir tvo
róðra hvor, Dísa 0.4 tn, Dofri 0.6
tn, Egill 0.9 tn og Ösp 0.4 tn eftir
einn róður hver. Grindavík: Það
var hvasst á miðunum og lítið róið,
t.d. komust trillur ekki á sjó. Línu-
báturinn Bergvík landaði 41.4 tn af
þorski, ýsu og keilu og Skarfur 22.1
tn eftir einn róður hvor. Netabát-
urinn Farsæll landaði 3 tn, Gullfari
1.8 tn eftir tvo róðra hvor og Feng-
sæll 0.3 tn eftir einn róður. Háberg
landaði 600 tn af síld og Sunnuberg
750 tn eftir eina veiðiferð hvor.
Sandgerði: Veður var mjög óhag-
stætt í vikunni og lítið róið. Að
sögn heimildarmanns var aflinn
tregur. Þann 26. október landaði
togarinn Ólafur Jónsson 70 tn af
karfa eftir sex daga veiðiferð. Dag-
inn eftir landaði Sveinn Jónsson 50
tn af karfa eftir sex daga veiðiferð.
Dragnótarbáturinn Benni Sæm
landaði 4.7 tn eftir þrjá róðra,
Sandafell 7 tn eftir tvo róðra, Arn-
ar 0.7 tn og Haförn 2.1 tn eftir einn
róður hvor. Uppistaða aflans var
koli. I vikunni lönduðu 16 línutrill-
ur 13.7 tn heildarafla eftir 26 róðra.
Hæstur var Skarfaklettur með 2.4
tn eftir þrjá róðra og Brynhildur
landaði 1.4 tn eftir tvo róðra. Eftir-
farandi netabátar lönduðu:
Mummi 3.1 tn, Vala 5.3 tn eftir
fjóra róðra hvor, Arsæll Sigurðs-
son 3.5 tn eftir þrjá róðra, Eldham-
ar 2.1 tn, Guðfinnur 1.7 tn, Katrín
0.1 tn, Njörður 0.7 tn, Stafnes 9.2
tn eftir tvo róðra hver, Hafborg0.3
tn, Hafsúla 0.5 tn, Ósk 0.5 tn, Sig-
urberg 1 tn, Víðir 0.2 tn og Þorkell
Arnason 0.6 tn eftir einn róður
hver. Keflavík: Trollbáturinn
Oddgeir landaði 1.8 tn eftir einn
róður. Dragnótarbáturinn Baldur
landaði 10.3 tn, Erlingur 8 tn, Ey-
vindur 14.2 tn, Haförn 14.1 tn og
Reykjaborg 13.7 tn eftir fjóra
róðra hver. Netabáturinn Happa-
sæll landaði 22.6 tn eftir sjö róðra,
Gunnar Hámundarson 7.5 tn eftir
fimm róðra, Ósk KE 8.7 tn eftir
fjóra róðra, Stafnes 29.4 tn, Svan-
ur 2.4 tn eftir þrjá róðra hvor og
Ágúst Guðmundsson 7.4 tn eftir
einn róður. Línubáturinn Albert
Ólafsson landaði 48.8 tn eftir einn
róður. I vikunni lönduðu 16 línu-
trillur 7.5 tn afla eftir 26 róðra.
Hæstur var Dímon með 1.4 tn eftir
tvo róðra og Rúna landaði 0.7 tn
eftir einn róður. Erling landaði 7.7
tn af úthafsrækju og 1 tn af fiski
eftir eina veiðiferð. Hafnarfjörð-
ur: Þann 25. október landaði
frystiskipið Hrafn Sveinbjarnar-
son 126.2 tn af þorski og karfa eftir
28 daga veiðiferð. Daginn eftir
landaði Mánaberg 246 tn af karfa
eftir 23 daga veiðiferð. Þann 28.
október landaði Haraldur Krist-
jánsson 275.7 tn af karfa eftir 24
daga veiðiferð. Netabáturinn
Hringur landaði 3 tn eftir tvo róðra
og Faxaberg 0.3 tn (hluta afla) eftir
einn róður. Reykjavík: Þann 27.
október landaði Ottó N. Þorláks-
son 103 tn af karfa eftir sex daga
veiðiferð. Daginn eftir kom Há-
kon með 135 tn af úthafsrækju eftir
þriggja vikna veiðiferð. Trollbát-
urinn Freyja landaði 30 tn eftir
einn róður. Aðalbjörg var á drag-
nót og landaði 11.7 tn, Aðalbjörg II
18.2 tn, Njáll 17.4 tn, Rúna 12.9 tn
og Sæljón 17.9 tn eftir fjóra róðra
hver.
Vesturland
Akranes: Gæftir voru óhagstæðar
og lítið róið vegna hvassviðris. Að
sögn heimildarmanns var afli
dræmur og steindautt á net. Smá-
kropp var þó á línu. Þann 26. októ-
ber landaði togarinn Höfrungur
III 265 tn af karfa eftir 28 daga
veiðiferð. Daginn eftir kom
Höfðavík með 88.5 tn af karfa og
blönduðum afla eftir sjö daga
veiðiferð. Þann 28. október land-
aði svo Haraldur Böðvarsson 90 tn
af karfa eftir sjö daga veiðiferð.
Dragnótarbáturinn Stapavík land-
aði 4.1 tn eftir fimm róðra. Neta-
báturinn Valdimar landaði 4 tn eft-
ir þrjá róðra. Netatrillan Flatey
landaði 0.3 tn og Sfldin 0.4 tn eftir
tvo róðra hvor. Línubáturinn En-
ok kom með 1 tn og Hrólfur 2 tn
eftir tvo róðra hvor. I vikunni
lönduðu 13 línutrillur 10.8 tn
heildarafla eftir 22 róðra. Hæst var
Ásrún með 3.1 tn eftir fjóra róðra
og Keilir kom með 2.1 tn eftir þrjá
róðra. Höfrungur landaði 700 tn af
síld eftir eina veiðiferð. Sfldin var
eftir atvikum væn. Rif: Veður var
slæmt í vikunni og afli eftir því
sagði heimildarmaður. Dragnótar-
báturinn Bára landaði 5.2 tn eftir
þrjá róðra og Þorsteinn 3.4 tn eftir
tvo róðra. Handfæratrillan Björn
kom með 0.2 tn eftir einn róður.
Netabáturinn Gunnólfur Kroppa
landaði 1.7 tn, Særif 3.1 tn eftir sex
róðra hvor, Magnús 6.5 tn eftir
fjóra róðra, Trausti II 1.7 tn eftir
þrjá róðra, Esjar 1 tn og Kristín
Finnbogadóttir 0.2 tn eftir einn
róður hvor. Ólafsvík: Veður var
rysjótt og lélegur afli á heildina lit-
ið. Að sögn heimildarmanns eru
menn gáttaðir á langvarandi afla-
leysi. Dragnótarbáturinn Auð-
björg landaði 10 tn, Auðbjörg II 4
tn, Friðrik Bergmann 11.7 tn,
Skálavík 11.3 tn eftir fjóra róðra
hver, Hugborg 4.3 tn, Tindur 2.9
tn og Vísir 3 tn eftir þrjá róðra
hver. Netabáturinn ÓlafurBjarna-
son landaði 10.5 tn eftir fimm
róðra, Egill 4.2 tn, Jón
Guðmundsson 0.5 tn, Pétur Jacop
2.1 tn eftir fjóra róðra hver og
Sveinbjörn Jakobsson 2.8 tn eftir
þrjá róðra. Netatrillan Elís Bjarna-
son landaði 0.2 tn eftir einn róður.
Eftirfarandi handfæratrillur lönd-
uðu: Eva IS 0.5 tn eftir þrjá róðra,
Björgólfur Pálsson 0.5 tn, Gljái 0.3
tn, Kópur 0.1 tn, Víðir 0.3 tn eftir
tvo róðra hver, Óli Sveins 0.2 tn og
Unnur 0.2 tn eftir einn róður hvor.
í vikunni lönduðu 10 línutrillur 4.5
tn heildarafla eftir 13 róðra. Hæst-
ur var Elís Már 1.8 tn eftir þrjá
róðra og Herdís RE landaði 0.6 tn
eftir tvo róðra. Rækjubáturinn
Garðar II landaði 4.3 tn af rækju
og Gunnar Bjarnason landaði 5 tn.
Grundarfjörður: Ótíð einkenndi
vikuna og réru trillur lítið sem ekk-
ert. Þann 28. október landaði tog-
arinn Klakkur 47.2 tn og setti einn-
ig í tvo gáma eftir sjö daga veiði-
ferð. Uppistaða aflans var
þorskur, ufsi og karfi. Dragnótar-
báturinn Siglunes landaði 8 tn eftir
þrjá róðra. Netatrillan Hugrún
landaði 0.1 tn eftir einn róður. Þrír
skelbátarlönduðu: Farsæll65.6tn,
Grundfirðingur 44.4 tn og Sóley
40.6 tn eftir fimm róðra hver.
Stykkishólmur: Trillur komust
ekki á sjó vegna ógæfta. Þessir
Ritstjóri og ábyrgdarmaður:
Guðjón Einarsson
Ritstjórnarfulltrúi:
Eirikur St. Eiríksson
Ritstjórn og auglýsingar:
Bíldshöfða 18, sími 685380
Telefax: 689982
Auglýsingastjórar:
Hrönn Hifmarsdóttir
Vaka Haraldsdóttir
Áskrift og innheimta:
Ármúla 18. sími 812300
Pósthólf 8820
128 Reykjavík
Stjórnarformaður:
Magnús Hreggviðsson
Aðalritstjóri:
Steinar J. Lúðvíksson
Framkvæmdastjóri:
Halldóra Viktorsdóttir
Prentvínnsla:
G. Ben. prentstofa hf.
Áskriftarverð: 3.504 kr. m.vsk.
sept.-des. innanlands
Hvert tölublað í áskrift 219 kr. m.vsk.
Þeir sem greiða áskrift með greiðslu-
korti fá 10% afslátt, þanntg að áskrift-
arverð verður 3.152 kr. fyrtr ofangreint
tímabil og hvert tölublað þá 197 kr.
Lausasöluverð 269 kr. Allt verð m.vsk.
Handbókin SJÁVARFRÉTTIR fylgir
áskrift að Fiskífréttum, en hún kemur
út I byrjun september ár hvert.