Fiskifréttir - 05.11.1993, Qupperneq 7
6
Aðalfundur LÍÚ
Veiðarnar í Barentshafi:
Stiórn völd tjacmrvnd
fyrír að styðia
ekki útcrerdirnar
Sár óánægja ríkir meðal útgerðarmanna með aðgerðarleysi og upplýs-
ingaskort utanríkisráðuneytisins og sjávarútvegsráðuneytisins í málefn-
um þeirra útgerða sem sent hafa skip sín til veiða í Barentshafið. Þetta
kom glöggt fram á fundi umræðuhóps um veiðar utan fiskveiðilögsögunn-
ar á aðalfundi LÍÚ. Mönnum fannst, að stjórnvöld reyndu að humma
málið fram af sér og kæfa það með þögninni, bæði veiðarnar sjálfar og
umræðuna um þær. Útgerðarmenn fengju engin svör um réttarstöðu t.d.
við Svalbarða, og kort af lögun Smugunnar hefði ekki fengist fyrr en að
eftir því hefði verið falast af rússneskum skipstjóra í Reykjavíkurhöfn í
skiptum fyrir viskíflösku. Þá kom það fundarmönnum á óvart, þegar
lögfræðingur sjávarútvegsráðuneytisins upplýsti að honum hefði verið
ávallt verið ljóst að Smugan væru mun stærri en menn héldu í upphafi.
Þótt mönnum hafi verið heitt í
hamsi í umræðuhópnum var
ákveðið að spara stóru orðin í
ályktun fundarins. Látið var nægja
að segja, að því miður hefði orðið
misbrestur á því að stjórnvöld
styddu við bakið á útgerðarmönn-
um þeirra skipa sem leitað hefðu á
fjarlæg mið. „Þessir útgerðar-
menn, sem lagt hafa í mikla áhættu
með tilraunaveiðum á framandi
slóðum sem þjóðarbúið nyti ekki
síst góðs af, hljóta að geta ætlast til
þess að fá óskiptan stuðning
stjórnvalda. Stuðningur stjórn-
valda þarf m.a. að koma fram í því
að þau afli allra mögulegra upplýs-
inga um veiðimöguleika og réttar-
stöðu til veiða á fjarlægum miðum,
svo og annarra upplýsinga, sem
teljast nauðsynlegar til að þessar
veiðar verði stundaðar," segir í
ályktun fundarins.
Fram kom í máli Jóhanns A.
Jónssonar frá Þórshöfn, sem var
formaður umræðuhópsins, að
samkvæmt ummælum lögfræðings
sjávarútvegsráðuneytisins gerði
hafréttarsáttmálinn ráð fyrir að
bjóða þyrfti samninga í málum eins
og Smugudeilunni öðru hverju til
þess að viðhalda rétti okkar. Hins
vegar komu þau sjónarmið fram í
umræðuhópnum að ekkert lægi á
að semja og betra væri að öðlast
meiri veiðirétt í Smugunni.
Svalbarðasvæðið
I umræðuhópnum komu fram
efasemdir um að rétt væri að gerast
aðilar að Svalbarðasamningnum
því með því gætu Islendingar hugs-
anlega glatað veiðirétti á svæðinu
milli 4ra og 200 mílna. „Hins vegar
er það staðreynd að Færeyingar,
undir fánum ríkja í Karabíahafi,
hafa reynt að láta reyna á veiðirétt
á Svalbarðasvæðinu og mönnum
finnst það dálítið súrt hér í miðju
Atlantshafinu, að skip skráð þar
syðra komi e.t.v. til með að öðlast
meiri rétt en við,“ sagði Jóhann A.
Jónsson. Hann benti á, að Norð-
menn hefðu aðeins sett kvóta á
þorsk á þessu svæði. Fyrir lægi að
íslenskum skipum væri heimilt að
stunda þarna rækjuveiðar og því
væri gagnlegt fyrir okkur að öðlast
þar veiðireynslu, ef til þess kæmi
að Norðmönnum dytti í hug að
setja kvóta á rækjuna.
Alyktun aðalfundar LIU um
Svalbarða er svohljóðandi: „Aðal-
fundur LÍÚ 1993 beinir því til
stjórnvalda að Island gerist ekki
aðili að Svalbarðasamkomulaginu
Norskt gæsluskip fylgist með Sigl-
firðingi SI í Smugunni á dögunum.
(Mynd/Fiskifréttir: Heiðar Elías-
son).
frá 1920, fyrr en ljóst er að það
skaði ekki hagsmuni okkar. Aðal-
fundurinn leggur áherslu á, að
Svalbarðasamkomulagið tekur
samkvæmt orðum sínum ekki til
hafsvæðis utan fjögurra sjómílna.
Hafnar fundurinn því að Norð-
menn geti tekið sér einhliða rétt til
útfærslu án samráðs og samninga.
Þessi ákvörðun byggðist m.a. á
umdeildri fræðikenningu. Hvorki
Norðmenn né Rússar eiga einir og
sér Svalbarða né hafa alræðisvald
þar svo bindandi sé fyrir þriðja að-
ila. Full ástæða er til að stjórnvöld
kanni þjóðréttarlega stöðu okkar
íslendinga varðandi þetta og láti
reyna á rétt okkar sem allra fyrst.“
Jóhann minnti á, að samkvæmt
fréttum væri áætluð þorskveiði
Rússa umfram kvóta sinn um 150
þús. tonn á þessu ári og giskað væri
á að Norðmenn hefðu farið 30-40
þús. tonn fram úr sínum kvótum.
Þetta væri töluvert meira en allur
þorskkvóti íslendinga á núverandi
fiskveiðiári.
Rockall svæðið
Fjallað var um Rockall svæðið á
fundinum og var mótmælt öllum
tilraunum Breta til þess að taka sér
200 sjómílna fiskveiðilögsögu út
frá Rockall. Upplýst var að Frakk-
ar og Færeyingar hefðu verið að
veiðum á þessum slóðum, en
þarna fengist stinglax, langhali og
fleiri tegundir sem seldust góðu
verði á ferskfiskmörkuðum í
Frakklandi. Þessar tegundir virð-
ast ekki vera kvótabundnar hjá
Evrópubandalaginu en hvort Fær-
eyingar eru þarna með leyfi banda-
„Sjávarútvegsráðherra minnt-
ist ekki einu orði á Smuguna á
aðalfundi LÍÚ. Það sýnir best
áhugaleysi ráðamanna og endur-
speglar í raun stefnu stjórnarinn-
ar í þessum málum. Við höfum
t.d. ekki fengið nein svör frá haf-
réttarsérfræðingum utanríkis-
ráðuneytisins um það hver sé
lagalegur grundvöllur Norð-
manna fyrir flskverndarsvæðinu
við Svalbarða. Eftir því bíðum
við til þess að geta e.t.v. hafið
veiðar inni á þessu svæði. Eg tel
að stjórnvöld séu að brjóta á
þegnum sínum, upplýsi þau þá
ekki um lagalega stöðu þeirra í
málum eins og þessum. Eg tel að
verið sé að leyna okkur upplýs-
ingum,“ sagði Ragnar Ólafsson,
skipstjóri á frystitogaranum Sigl-
firðingi SI, í samtali við Fiski-
fréttir.
Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ flytur ræðu sína á aðalfundinum.
Kolbeinsson ráðuneytisstjóri hlýða á.
lagsins er ekki vitað. Fram kom í
umræðuhópnum sú skoðun, að
fylgjast þyrfti með þessu máli og
jafnvel gæti þetta blandast inn í nú-
verandi samninga Islendinga við
EB um gagnkvæmar veiðiheimild-
ir varðandi karfa og loðnu.
Önnur mið
Veiðarnar á Flæmska hattinum
voru einnig ræddar í umræðuhópn-
um og fram kom í máli lögfræðings
sjávarútvegsráðuneytisins að
stefnt væri að því að setja kvóta á
rækjuveiðar þar árið 1995. Kvóta-
skiptingin mun fara eftir veiði-
reynslu á svæðinu. Upplýst var að
Grænlendingar væru skipulega að
afla sér veiðireynslu þarna með því
að halda þar stöðugt úti skipum og
það þyrftu Islendingar líka að
gera.
í umfjöllun um blálönguveiðar á
Reykjaneshrygg kom fram, að erf-
iðlega hefði gengið að selja blá-
lönguna frá í vor, enda tæki Frakk-
landsmarkaður aðeins við um
2.000 tonnum af flökum á ári.
Vegna þröngs markaðar fyrir
þessa vöru væri það íslenskum út-
gerðum talsvert hagsmunamál að
losna við franska togara af þessum
blálöngumiðum, enda stundu þeir
veiðarnar að hluta til innan ís-
lenkrar landhelgi.
Norsk-íslenski síldarstofninn,
sem nú er í örum vexti, bar einnig á
góma, en núna veiða Norðmenn
um 170.000 tonn úr þessum stofni
og Rússar 30.000 tonn, — eða
samtals 200.000 tonn. Norðmenn
hafa það í hendi sér hversu mikið
þeir taka úr stofninum. Á aðal-
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og Árni
fundi LÍÚ var samþykkt tillaga þar
sem þeim tilmælum var beint til
sjávarútvegsráðherra að viðræður
um sameiginlega nýtingu norsk-ís-
lenska sfldasrstofnins yrðu teknar
upp við norsk stjórnvöld sem fyrst
til þess að tryggja sem best íslenska
hagsmuni.
Hafnfirskir fulltrúar á aðalfundi LÍÚ.
í ályktun aðalfundarins er því
mótmælt að hlutur krókaleyfisbáta
verði aukinn á kostnað annarra
skipa. Með tillögum ráðherrans sé
verið að rúmlega fjórfalda þann
afla sem þessum bátum sé ætlað
samkvæmt núgildandi lögum. Auk
þess er lýst undrun á því hvers
vegna heimildir krókaleyfisbáta
séu settar fram sem 5,5% hlutdeild
í þorski, ýsu og ufsa, þegar í raun
sé verið að veita þeim rétt til veiða
á 8,2% af þorski.
Þá mælir fundurinn gegn því að
haldið sé eftir við úthlutun afla-
heimilda 12.000 þorskígildistonn-
um (18.000 lestum af fiski) til
hugsanlegra jöfnunaraðgerða.
Ennfremur er eindregið lagst gegn
því að heimild til geymslu afla-
heimilda milli ára verði skert úr
20% í 10%. Það hljóti að vera hag-
kvæmara að geyma óveiddan fisk i
sjónum en að stofna til óþarfa
kostnaðar við veiðarnar.
Aðalfundur LÍÚ ítrekar þá af-
stöðu sína að afnema skuli núgild-
andi ákvæði um að aðeins hálfur
línuafli skuli talinn til kvóta í mán-
uðunum nóveber-febrúar. Þessi í
stað verði úthlutað sambærilegri
heimild til þeirra sem þessar veiðar
hafi stundað undanfarin þrjú ár.
Með tillögu ráðherrans um að línu-
tvöföldunin skuli gilda áfram sé
verið að búa til nýtt sóknarmark á
línuveiðum með tilheyrandi kostn-
aði og fjárfestingu í beitningarvél-
um.
Þá mælir aðalfundurinn gegn
takmörkun á tímabundnu framsali
veiðiheimilda, en\sjávarútvegsráð-
herra vill setja skorður við því að
Stjórnvöld eru að brjóta á þegnum sínum
— með því að uppiýsa þá ekki um lagalega stöðu sína
„Svalbarðasvæðið er ekki eign
Norðmanna og það er helvíti hart,
að íslenskir ríkisborgarar skuli
ekki getað fengið að vita hvar
stjórnvöld standa gagnvart þeim,
sem hefja þar veiðar. Það gæti
jafnvel verið skoðun okkar færustu
sérfræðingar að okkur væri heimilt
lögum samkvæmt að stunda þarna
veiðar, en stjórnvöld lægju á þess-
um upplýsingum og héldu að sér
höndum, ef íslenskt skip yrði tekið
á þessum slóðum og fært til hafnar
í Noregi. Það sjá allir að þetta er
óþolandi staða,“ sagði Ragnar.
Ragnar kvaðst hafa varað við
því að stjórnvöld skrifuðu undir
Svalbarðasáttmálann. Ástæðan
væri sú, að kvótinn í Barentshafinu
gilti um allt hafsvæðið, þar á meðal
Smuguna og Svalbarðasvæðið. Ef
við Islendingar gerðust aðilar að
Svalbarðasamkomulaginu sam-
— segir Ragnar
Ólafsson
skipstjóri
á Siglfirðingi Sl
þykktum við um leið kvótasetning-
una og hættan væri sú að við lokuð-
umst úti kvótalausir þar sem við
hefðum enga veiðireynslu. „Ég tel
miklu skynsamlegra að við veiðum
næstu tvö til þrjú árin í Smugunni
til þess afla okkur veiðireynslu en
létum jafnframt reyna á rétt okkar
við Svalbarða með því að veiða
þar. Það eru fordæmi fyrir því að
þjóðir, sem byrjað hafa veiðar við
Svalbarða, hafi fengið veiðiheim-
ildir í Barentshafi og nægir að
nefna Grænlendinga í því sam-
bandi,“ sagði Ragnar. Aðspurður
kvaðst hann fylgjandi þeirri hug-
mynd, sem fram hefur komið, að
Islendingar „fórnuðu“ einu gömlu
kvótalausu skipi og sendu það til
veiða við Svalbarða upp á von og
óvon um að það yrði tekið af
norsku landhelgisgæslunni.
„Reyndar get ég alveg búist við því
að flotinn hreinlega taki sig saman
og láti reyna á rétt okkar þarna.
Norðmenn hafa ekki treyst sér til
þess að taka skip á þessu svæði og
ég á frekar von á því að þeir myndu
frekar vilja fara samningaleiðina
en dómsleiðina,“ sagði Ragnar.
„Stjórnvöld eru ljósárum á ^ft-
ir sjómönnum og útgerðarmönn-
um í hugsun og framkvæmdum í
þessum málum. Stjórnvöld geta
haft sína skoðun á veiðum utan
landhelgi, en það er lágmark-
skrafa að þau birti mönnum lög-
fræðilegt álit hafréttarsérfræð-
inga á réttarstöðu þeirra sem fara
inn á veiðisvæði á fjarlægum
slóðum í stað þess að þegja
fyrirspurnir þeirra í hel,“ sagði
Ragnar. Hann benti einnig á, að í
ljósi útrásar íslenskra skipa út
fyrir landhelgina, í Smuguna og á
Flæmska hattinn, hljóti stjórn-
völd jafnframt að þurfa að skoða
hvort hagsmunir íslendinga séu
e.t.v. meiri sem úthafsveiðiþjcð-
ar en strandríkis. Sé sú raunin,
þurfi ráðamenn að fara að hugsa
öðru vísi en þeir hafi gert hingað
til í hafréttarmálum.
Aðalfundarfulltrúar af Norðurlandi.
kvóti sé fluttur á skip umfram aug-
ljósa veiðigetu þess. Jafnframt tel-
ur fundurinn fráleitt að lagt verði
sérstakt gjald (10.000 kr.) á hverja
tilkynningu um flutning aflamarks
umfram tíu.
Síðast en ekki síst er varað við
hugmyndum sjávarútvegsráðherra
þess efnis að fiskvinnslustöðvar
geti eignast aflaheimildir. Þetta sé
atlaga að núverandi fiskveiði-
stjórnun og vísasti vegurinn til þess
að hún verði lögð niður. „Við fisk-
veiðar þarf skip en ekki fisk-
vinnslustöðvar og er ekki fyrirsjá-
anleg breyting í því efni“, segir í
ályktun fundarins.
þurfi ekki að falla af skipaskrá,
þótt nýtt skip hafi komið í flotann í
þess stað, og að tvö skip megi
koma í stað eins, ef afkastagetan
eykst ekki.
Málamiðlun
Viðkvæmasta deiluefnið í sam-
bandi við breytingar á fiskveiði-
stjórnuninni snýst án efa um
krókaleyfi smábáta. Þorsteinn
Pálsson sjávarútvegsráðherra
kvaðst í ræðu sinni á aðalfundi
LÍÚ harma að hvorki LÍÚ né
Landssamband smábátaeigenda
hefðu fallist á tillögur sínar um
eo'E
ao’N
75'N
35‘N
Smugan
og
Svalbarða-
svæðið
Á þessu korti, sem dreift
var á aðalfundi LIU, sést
uppdráttur af hinum
umdeildu veiðisvæðum í
Barentshafi. Smugan er
doppótti þríhyrningur-
inn sem miðlínan gengur
í gegnum. Þetta er ekki
kórrétt lögun Smugunn-
ar en gefur þó hugmynd
um staðsetningu hennar.
Skástrikaði flöturinn
sýnir Svalbarðasvæðið,
sem íslenskir útgerðar-
menn vilja fá nánari
vitneskju um rétt sinn á,
en þeir kvarta undan
þögn stjórnvalda. Flöt-
urinn með lóðréttu strik-
unum táknar „grátt
svæði“ út frá landamær-
um Noregs og Rússlands
sem þessar þjóðir hafa
samið um og er óviðkom-
andi hagsmunum Islend-
inga.
Texti: GE Myndir: Gunnar
Fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjórnarlögunum:
Tillögum ráðherrans yísað útí hafsauga
málamiðlun í þessari deilu. Sú
málamiðlun fæli vissulega í sér að
þorskveiðiheimildir kvótabáta og
togara yrðu skertar um 6% og tekj-
ur útgerðarmanna
og sjómanna
minnkuðu að sama
skapi. Yrði niður-
staðan sú að veiði
smábátanna yrði í
engu skert, myndu
sum byggðarlög fá
meira í sinn hlut en
málamiðlunin gerði
ráð fyrir og önnur
minna. Þannig
myndu Vestmanna-
eyjar t.d. tapa um
5,2% af þorskafla-
heimildum sínum
en Hafnfirðingar
auka þær um 8,7%.
Bílddælingar
myndu tapa tæp-
lega 7% en Flateyr-
ingar auka sínar
heimildir um rúm
6%. Á Hvammstanga myndu
þorskaflaheimildir aukast um 13%
en skerðast á Sauðárkróki um 6%.
Aflaheimildirnar myndu aukast í
Grímsey um 30% en skerðast á
Akureyri um rúm 4%. Á Bakka-
firði myndu þær aukast um 10% en
minnka um 6% á Fáskrúðsfirði.
Svona mætti lengi áfram telja.
Sjávarútvegsráðherra lagði
áherslu á, að í frumvarpi sínu væri
reynt að taka tillit til hagsmuna
ólíkra hópa innan sjávarútvegsins.
Ef allir ætluðu að þverskallast hver
í sínu horni væri ekki á vísan að róa
um framtíðina og innbyrðis reiptog
fjölgaði ekki fiskunum í sjónum.
Aðalfundur LÍÚ lýsti megnri óánægju með þær breytingar sem felast í
frumvarpi sjávarútvegsráðherra um fiskveiðistjórnun og var þeim nánast
öllum vísað á bug. Voru þær ýmist taldar skaða núverandi fyrirkomulag
veiðistjórnunar eða vera beinlínis atlaga að núverandi kerfi.
í raun mælti aðalfundur LÍÚ
aðeins með einni veigamikilli
breytingu í frumvarpi sjávarút-
vegsráðherra, — þeirri að skip