Fiskifréttir - 05.11.1993, Síða 8
8
FISKIFRÉTTIR föstudagur 5. nóvember 1993
Jahnsan
UTANBORÐSMOTORAR
Abyrgjumst
góða þjónustu
UMBOÐSSALAN HF.
Seljavegi 2-101 Reykjavi'k - Sími: 91-26488
mmmgi m M Æ W: m m M
Fiskifrettir,
- ferskar í hverrí viku
m
m
Fréttir
Deiltá karíarannsóknir Hafró
— stofnunin hyggst kanna nánar öll rannsóknargögn, segir Jakob Jakobsson
„Ég vil lýsa áhyggjum mínum
varðandi þær rannsóknir sem
fram hafa fari á vegum Hafrann-
sóknastofnunar á karfastofninum.
Þær hafa verið mjög ófullkomnar
og ráðgjöf um heildarafla hvílt á
veikum grunni. Ég tel það mjög
óheppileg vinnubrögð og ómar-
kvissa stjórnun að láta einstaka
fiskifræðinga bera ábyrgð á rann-
sóknum einstakra fisktegunda.
Hér verða fleiri að koma að verki
og samábyrgð margra fiskifræð-
inga að koma til,“ sagði Kristján
Ragnarsson formaður LIU í ræðu
sinni á aðalfundi LIU.
Kristján sagði, að margir óttuð-
ust að ástand karfaastofnsins væri
litlu betra en ástand þorskstofns-
ins. Ef karfinn væri ofveiddur tæki
hins vegar mun lengri tíma að
byggja stofninn upp að nýju vegna
þess hve hægvaxta þessi fiskur
væri.
Formaður LIÚ sagði mikla
hættu á því, að með stóraukinni
rækjuveiði hefðu karfaseiði drep-
ist í ríkum mæli. Hins vegar mætti
ætla að með notkun á seiðaskilju í
rækjuvörpu væri unnt að koma í
veg fyrir seiðadráp. „Ég óttast að
þau viðmiðunarmörk um fjölda
HOFUM TIL SOLU EFTIRTALDAR VELAR:
✓ Baader 440 flatningsvél, lítið notuð, árgerð 1981.
✓ Baader hausari ís 01, notaður eina vetrarvertíð.
✓ Traust hnakkabursti, árgerð 1992. Leitið
nánari
✓ Stórt þvottakar með færibandi. upplýsinga.
SLIPPSTÖÐIN ODDI HF.
Sími: 96-12700 • Fax: 96-12719
varnaskóli sjómanna
ámskeið
í öryggismálum
Almennt námskeið
15.-19. nóvember
l/pprifjunarnámskeið
2.-3. desember
Almennt námskeið
7. - 10. desember
Lylj akistunámskeið
14. - 16. desember
karfaseiða í rækjuafla, sem nú er
stuðst við, þegar ákvörðun er tekin
um lokun veiðisvæðis, séu óhóf-
lega rúm, en þau eru 11.000 seiði á
móti einu tonni af rækju,“ sagði
Kristján.
Erfitt að ákvarða
stofnstærð
Fiskifréttir báru gagnrýni for-
manns LÍÚ undir Jakob Jakobs-
son, forstjóra Hafrannsóknastofn-
unar.
„Karfinn er mjög erfið fiskteg-
und til rannsóknar. Hvorki hér-
lendis né erlendis hefur mönnum
tekist að aldursgreina þennan fisk,
sem hefur það í för með sér að ekki
er hægt að nota hefðbundnar að-
ferðir til þess að greina stofnstærð
hans. í stað þess hefur verið stuðst
við upplýsingar um afla á sóknar-
einingu en það á eftir að koma í
ljós hversu nákvæm eða ónákvæm
sú aðferð er. Menn hafa áhyggjur
af karfastofninum um þessar
mundir, og ætlun okkar er að fara
nánar ofan saumana á öllum þeim
atriðum sem varða úttekt á hon-
um. Tilgangurinn er að kanna
rækilega hvort eitthvað felist í
gögnum okkar, sem varpað gæti
frekara ljósi á ástand stofnins.
Þessi athugun mun fara fram á
allra næstu vikum. Þá kemur einn-
ig til greina að leigja skip og kanna
ástandið á karfamiðunum, einkum
með tilliti til útbreiðslu smákarfa
og annarra þeirra þátta sem helst
valda áhyggjum,“ sagði Jakob.
Hann benti á, að Hafrann-
sóknastofnunin legði niðurstöður
sínar fyrir vinnunefnd hjá Al-
þjóðahafrannsóknaráðinu og það-
an færu þær til fiskveiðiráðgjafan-
efndar ráðsins. „Það er því mjög
langsótt að halda því fram að
aðeins einn maður standi í þessu
starfi, þótt honum hafi verið falin
ýmis rannsóknaverk rétt eins og
gert er hér á stofnuninni varðandi
aðrar fisktegundir. Ég vil minna á,
að sá fiskifræðingur sem nú er
gagnrýndur hvað mest í þessu máli
var á sjötta áratugnum frumkvöð-
ull þess að skýra flest í líffræði
karfans sem var áður óþekkt, svo
sem um fjölgun hans og got. Þá má
nefna að hann var fyrstur manna til
þess að benda á útbreiðslu út-
hafskarfans eftir leiðangur á þess-
ar slóðir árið 1972. Rússar byrjuðu
svo veiðar þar árið 1982, en það
tók íslenska útgerðarmenn 17 ár að
átta sig á þessum aflamöguleik-
um,“ sagði Jakob.
Jakob staðfesti, að Hafrann-
sóknastofnun fengi öðru hverju
fregnir af því að mikið væri drepið
af smákarfa á rækjuslóð. Hann
kvaðst ekki rengja þær frásagnir en
nauðsynlegt væri að fá nánara
tölulegt mat á slíku og væri unnið
að því um þessar mundir. Sem
dæmi mætti nefna, að tvö rann-
sóknaskip væru í rækjuralli á sumr-
in og úr þeim rannsóknum fenjust
mikilvægar upplýsingar um út-
breiðslu og fjölda karfaseiða. Þá
kæmu karfaseiði einnig að nokkru
fram í stóra togararallinu.
Fram kom í máli Jakobs að til
athugunar væri hvort lögleiða ætti
seiðaskiljur á rækjuveiðum.
Ismar hf. selur:
Siglinga- og fiskileit-
artæki í nýju Guðbjörgina
Um síðustu helgi undirrituðu for-
svarsmenn Hrannar hf. á Isafirði
og ísmar hf. samninga vegna
kaupa á stórum hluta siglinga- og
fiskileitartækja í hina nýju Guð-
björgu ÍS, sem verið er að smíða í
Flekkefjord í Noregi. Um er að
ræða þrjár Atlas ratsjár, Atlas
dýptarmæla, Scanmar veiðarfæra-
stýringu með trollauga, aflanem-
um o.fl., C-PIath gyro og sjálfstýr-
ingarbúnað ásamt vegmæli og
Aanderaa vindhraða- og vind-
stefnumæla. Samningarnir voru
Úthafskarfaveiði
1993
(afii upp úr sjó)
1. Har. Kristj.HF
2. Sjóli HF
3. Örfirisev RE
4. Ottó Wat. NS
5. ÝmírHF
6. Venus HF
7. Snæfugl SU
8. Sn. Sturl. RE
9. Vigri RE
10. Höfr. IH AK
11. Baklv. Porst.
12. Júl. Geirms.
13. VfðirEA
14. Skúmur GK
18. Sléttanes ÍS
16. Ottó N. Þorl.
Fjiildi
veiöi-
i i >n n lci iiii
2.654 5
2,097 4
1.977 3
1.740 4
1.605 4
1.562
1.544 4
1.438
1.139 2
808 2
666 I
647 I
612 1
555 3
419 1
62 1
Samtals
19.525 42
undirritaðir í húsakynnum Skipa-
tækni hf. og er myndin tekin af því
tilefni. Frá vistri: Bárður Haf-
steinsson frá Skipatækni, Asgeir
Guðbjartsson skipstjóri, og frá
fsmar hf. þeir Birgir Benediktsson,
Reynir Guðjónsson og Jón Tryggvi
Helgason.
^ Leiðrétting:
Úthafskarfaafiinn
19.525 tonn í ár
Úthafskarfaaflinn á þessu ári var
oftalinn í síðustu Fiskifréttum.
Sagt var að hann væri 23.500 tonn,
en hið rétta er að veiðst hafa rúm
19.525 tonn af þessari fisktegund.
Mistökin stöfuðu af því, að veiði-
ferðir nokkurra skipa voru tvítald-
ar þegar unnið var upp úr gögnum
Fiskifélagsins. Ueiðrétt tafla af afla
einstakra skipa birtist hér og er
beðist velvirðingar á mistökunum.