Fiskifréttir - 05.11.1993, Page 12
o
o
FRETTIR
41. tbl. föstudagur 5. nóvember
Áskriftarsími
91-812300
VONDUfl VEIDARFÆRI
Við bjóðum ekkert nema það
besta og höfum alltaf fyrirtiggjandi
fjölbreytt úrval veiðarfæra. Leitið
upplýsinga fagfólks - þar sem
þjónustan er byggð á þekkingu.
®
íslenskar sjávarafurðir hf.
UMBÚÐA- OG VEIÐARFÆRADEILD
KlRKjUSANDI • LAUGALÆK 2A • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 69 82 00 • FAX 67 87 92
W VÖRUAFGREIÐSLA HOLTABAKKA • SÍMAR 81 46 67 og 68 10 50 • FAX 81 28 48
Mikil aukning í sjófrystingu á rækju
Rækjufrysting á sjó hefur stórauk-
ist á undanförnum misserum og
útlit er fyrir verulega fjölgun rækj-
ufrystiskipa á næstunni. Sjófryst-
ing á rækju virðist vera vaxtar-
broddurinn í útgerð um þessar
mundir, enda er ástand rækjust-
ofnins ólíkt betra en þorskstofns-
ins. Samkvæmt upplýsingum
Fiskistofu lögðu alls 32 skip upp
sjófrysta rækju á nýliðnu fiskveiði-
ári en fyrirsjáanlegt er að þeim
mun fjölga talsvert á þessu kvóta-
ári. Hjá Fiskifélaginu fengust þær
upplýsingar, að landað hefði verið
8.700 tonnum af sjófrystri rækju
frá áramótum til júlfloka á þessu
ári, en á öllu árinu í fyrra nam
aflinn 6.400 tonnum. Þetta er 36%
aukning, þótt borið sé saman rúmt
hálf ár á móti heilu ári.
Meðal nýrra rækjufrystiskipa
má nefna Norðfjarðartogarann
Blæng og þrjá grænlenska rækju-
togara, sem búið er að kaupa hing-
að til lands eða samið hefur verið
um kaup á. Um er að ræða rækju-
togara sem Snorri Snorrason á
Dalvík hefur keypt, skip sem Jó-
hann Halldórsson útgerðarmaður
Andvara VE hefur samið um kaup
á, og skip sem Básafell hf. á Isa-
firði hyggst kaupa. Þá má nefna,
að nýja Guðbjörgin ÍS verður með
rækjuvinnslulínu og þó nokkrir
aðrir togarar hafa fengið slíkan
búnað.
ÚTFLUTNINGUR
Vantar skrápflúru,
öfugkjöftu, sandkola
og stóra langlúru.
BRAND
G. Ingason
Fornbúöum 8, 220 Hafnarfirði
•3 91-653525 • 91-654044 ■ 985-27020
— afíinn orðinn 36% meirí í júlílok en allt áríð í fyrra
„Endurnýjun í fiskiskipum að
undanförnu hefur greinilega tekið
mið af árangri þeirra skipa sem
veitt hafa rækju og unnið aflann
um borð,“ sagði Kristján Ragnars-
son formaður LIU í samtali við
Fiskifréttir. „A sama tíma og feng-
ist hafa 70-80 krónur fyrir kílóið af
rækju í landi, hafa menn verið að
fá um 250 króna meðalverð fyrir
þá rækju sem fryst er úti á sjó. Því
er augljóst, að í engri annarri grein
er munurinn á sjóvinnslu og land-
vinnslu svona mikill, — miklu
meiri en gerist í bolfiski. Þá má
benda á, að fullkomnustu loðnu-
og rækjuskip okkar eins og Pétur
Jónsson RE hafa haldið sig ein-
göngu á rækju og framselt loðnu-
kvóta sinn. Á hitt ber þó einnig að
líta að verðsveiflur á þessum mark-
aði eru geysilega miklar. Þannig
hefur verð á sjófrystri rækju lækk-
að um 30% frá því í fyrra. Það er
mikið framboð á þessari vöru og
auknar veiðar á nýju veiðisvæði,
sem Flæmski hatturinn er, hafa
einnig ýtt undir verðlækkunina.
Það er því tvímælalaust áhætta því
samfara að fara út í sjófrystingu á
rækju, þótt þetta sé samt það besta
sem menn hafa verið að gera að
undanförnu.'1
Samkvæmt tölum í Útvegi, riti
Fiskifélagsins var landað 6.400
tonnum af sjófrystri rækju árið
1992 að verðmæti 1.840 milljónir
króna. Það er tvöfalt meira en árið
Frystitogarí til Fáskrúðsfjarðar:
OttarBirting á heimleið
— á veiðar í Smugunni ef veður og aflabrögð leyfa
1990, en breytingin milli áranna
1991 og 1992 var hins vegar ekki
mikil. Nú stefnir hins vegar í stór-
aukningu eins og áður kom fram.
Bettcher hanskar
Ódýr slysavörn
Þjálir öryggishanskar fyrir
fiskvinnslu. Bettcher
hanskarnir eru þeim kostum
búnir að nær ómögulegt er að
skera sig fyrir slysni.
Hanskamir eru úr sterkum
Von er á frystitogaranum Ottar
Birting í fyrsta skipti til heima-
hafnar á Fáskrúðsfirði nú eftir
nokkra daga. Togarinn, sem
nefndur hefur verið Glacier frá því
að hann var keyptur í Englandi
fyrr á þessu ári, átti að fara frá
Danmörku nú í vikunni og að sögn
Guðmundar Kr. Guðmundssonar,
skipstjóra og eins forsvarsmanna
útgerðarinnar, er hugsanlegt að
komið verði til Fáskrúðsfjarðar að
kvöldi nk. sunnudags.
Frystitogarinn Ottar Birting hét
áður Safco Endeavour. Nokkrir
einstaklingar á Höfn í Hornafirði
keyptu skipið og með hjálp frá
Búðahreppi á Fáskrúðsfirði tókst
þeim að fjármagna nauðsynlegar
breytingar á skipinu en það verk
var unnið í Danmörku. Togarinn
var fyrst gerður út undir norska
víkinganafninu Ottar Birting og
hafa útgerðarmennirnir ákveðið
að halda því. Að sögn Guðmundar
Kr. Guðmundssonar lá ekki alveg
ljóst fyrir hvenær togarinn gæti far-
ið frá Danmörku.
— Ef allt gengur að óskum þá
komust við af stað á miðvikudag,
3. nóvember, en það gæti dregist
fram á föstudag. Siglingin heim
tekur um fjóra sólarhringa þannig
að við ættum í fyrsta lagi að vera
komnir til Fáskrúðsfjarðar á
sunnudagskvöld en það gæti líka
dregist fram í miðja næstu viku,
sagði Guðmundur en hann sagði
að trúlega yrði haldið til veiða í
Smugunni fljótlega eftir komuna
til íslands.
— Við munum taka ákvörðun
um framhaldið eftir að við komum
til Fáskrúðsfjarðar. Veðurútlit og
aflabrögð í Smugunni munu ráða
ferðinni, sagði Guðmundur Kr.
Guðmundsson en þess má geta að
24 skipverjar verða í áhöfn Ottars
Birtings.
Óhætt er að segja að fiskiskipa-
floti Fáskrúðsfirðinga eflist mjög
og dafni þessa dagana því auk
frystitogarans bættust togbátarnir
Sigurvík VE og Bergvík VE nýver-
ið í hóp þeirra skipa sem gerð eru
út frá staðnum.
og hitaeinangrandi þráðum.
Hafið samband
Borgartún 29
Sími: 19920
3C CRETEL
ROÐVELAR
UMBOÐSAÐILI
jfié
Ýi IceMac
Föxaskóla 2,101 Rvk, S:623518
Almenna auglýsingastofan hf.