Fiskifréttir - 03.11.1995, Side 2
2
FISKIFRÉTTIR föstudagur 3. nóvember 1995
Eins og fram hefur komið í
Fiskifréttum og víðar eru
margir sjómenn mjög ósáttir
við notkun stórvirkra flot-
trolla innan landhelginnar og
á komandi aðalfundi LIU
verður lögð fram tillaga frá
Vestmannaeyingum um að
flottrollsveiðar verði bannað-
ar innan 50 mflna frá strönd-
um landsins. Greinilegt er á
aflabrögðunum að karfaafli í
flottroll hefur dottið verulega
niður á helstu veiðisvæðun-
um og sjómenn, sem stunda
veiðar með botntrolli, bera
sig margir hverjir illa. Meðal
þeirra er Magnús Ríkharðs-
son skipstjóri á togskipinu
Drangavík VE frá Vest-
mannaeyjum.
Magnús og hans menn hafa
aðallega verið að karfaveiðum að
undanförnu og segir Magnús að
karfaaflinn sé ekki svipur hjá
sjón ef miðað er við aflabrögðin
fyrir nokkrum árum.
— Afli á togtíma hefur snar-
minnkað. Við erum kannski að
fá um tvö tonn af karfa í fimm
tíma holi yfir birtuna en aflinn á
nóttinni er mun lakari. Algengur
sólarhringsafli er um fimm til sex
tonn og það þykir ekki mikill afli,
segir Magnús en hann segir tog-
skipin frá Vestmannaeyjum aðal-
lega vera að karfaveiðum í kant-
inum suður af Eyjum og þar vest-
ur úr.
— Við höfum lengi bent á
hættuna af því að nota hin stór-
virku flottroll hér í köntunum og
það virðist því miður vera að
koma í ljós að við höfðum rétt
fyrir okkur. Togararnir veiða
karfann í flottroll hér með öllum
kantinum og ég veit að aflinn hef-
ur minnkað verulega, alveg eins
og hjá okkur í botntrollið. Það
segir sig sjálft að flottrollin hafa
tekið mjög stóran toll hér á und-
anförnum árum og mér heyrist á
flottrollsmönnum að þetta verði
síðasta haustið sem þeir stunda
karfaveiðar hér í köntunum. Afl-
inn er einfaldlega orðinn svo lítill
að þeim þykir ekki taka því að
stunda veiðarnar að öllu
óbreyttu. Karfinn, sem veiðist,
er einnig mun smærri en hann var
fyrir nokkrum árum. Þetta er ná-
kvæmlega það sama og hefur
verið að gerast í Skerjadjúpinu.
Þar fæst orðið mjög lélegur afli í
flottroll og menn eru svo til hætt-
Drangavík VE. (Mynd: Snorri Snorrason).
Magnús Rík
harðsson
skipstjórí
á Dranga-
víkVE
Flottroll er bannað í svört-
ustu Afríku — hví ekki hér?
ir að nota þessi veiðarfæri þar, seg-
ir Magnús en hann segir flesta sjó-
menn í Vestmannaeyjum vera
fylgjandi því að veiðar í flottroll
verði bannaðar innan 50 mflna frá
ströndum landsins.
— Það er búið að banna flottroll
í svörtustu Afríku vegna þess
skaða sem þau hafa valdið og mér
finnst það orðið fyllilega tímabært
að við förum að fordæmi viðkom-
andi þjóða og að flottrollsveiðar
verði aðeins leyfðar í úthafinu.
Menn hafa haft vit á því að friða
þorskinn á meðan hrygningunni
stendur en flestum virðist hins veg-
ar sama þótt karfinn sé mokveidd-
ur uppi í sjó á meðan hann er að
eðla sig, segir Magnús.
550 tonna ýsuafli á
vertíðinni
Það er Vinnslustöðin hf. í Vest-
mannaeyjum sem gerir Drangavík
VE út. A skipinu er níu manna
áhöfn og hefur Magnús verið skip-
stjóri allt frá því að skipið var selt
til Vestmannaeyja frá Hornafirði
fyrir nokkrum árum. Að sögn
Magnúsar hefur útgerð skipsins
verið með þeim hætti að karfaveið-
arnar hafa verið stundaðar í upp-
hafi fiskveiðiársins og fram til ára-
móta en á vertíðartímabilinu frá
því í janúar og fram í maí hefur
áherslan verið lögð á veiðar á öðr-
um tegundum s.s. ýsu og ufsa og
svo þorski sem reyndar er orðinn
nokkurs konar aukaafli víðast
hvar. Yfir sumarmánuðina hefur
Drangavík VE svo verið gerð út á
humarveiðar en skipið er með
stærsta humarkvótann í íslenska
flotanum.
— Ýsuveiðarnar gengu frábær-
lega vel en humarveiðarnar voru
hrein og klár hörmung, segir
Magnús þegar hann er spurður út í
veiðarnar fyrri hluta ársins og
humarvertíðina.
— Við veiddum ýsuna aðallega
á tímabilinu frá því í febrúar og
fram í maí og á þessum tíma feng-
um við alls 550 tonn af ýsu. Afla-
brögðin voru ævintýraleg í mars og
aprfl og þá fylltum við skipið oft á
einum sólarhring og komumst upp
í að landa þrisvar sinnum í viku,
segir Magnús en fullfermi hjá
Drangavík VE er 50 tonn. Magnús
segir að það hafi haft afgerandi
þýðingu fyrir ýsuveiðarnar að
stærðarmörkin fyrir ýsuna voru
lækkuð úr 50 sentímetrum í 45
sentímetra. Hlutfall smáýsu í afl-
anum hefur því minnkað og
skyndilokunum hefur fækkað að
sama skapi.
— Að þessu sinni fengum miklu
meiri frið til þess að stunda veið-
arnar en við höfum haft á undan-
förnum árum. Áður en stærðar-
mörkunum var breytt þá má segja
að við höfum hrökklast undan
stöðugum skyndilokum frá einu
veiðisvæði til annars og mestur
tíminn fór orðið í siglingar og að
leita að fiski. Þorskinn umgöng-
umst við með gát. Þorskkvóti
skipsins er ekki nema 170 tonn en
þrátt fyrir það megum við alls
veiða á milli 300 og 400 tonn af
þorski á ári. Vinnslustöðin hefur
flutt þorskkvóta yfir til okkar en
þrátt fyrir það er kvótinn ekki
meiri en svo að það þýðir ekkert að
ætla að einbeita sér að þorskveið-
unum, segir Magnús.
Hörmuleg humarvertíð
Á humarvertíðinni í sumar
mátti Drangavík VE alls veiða um
31 tonn af slitnum humri og var það
stærsti einstaki humarkvóti lands-
ins. Magnús segir að þrátt fyrir
þennan góða kvóta hafi humarver-
tíðin verið ein samfelld sorgar-
saga.
— Fyrir það fyrsta þá var vertíð-
inni seinkað verulega sem aldrei
skyldi hafa orðið. í öðru lagi þá
skall sjómannaverkfallið á
skömmu eftir að veiðarnar máttu
hefjast og síðast en ekki síst þá var
ástand humarstofnsins með þeim
hætti að aflinn datt niður úr öllu
valdi. Fyrsti túrinn og sá eini, sem
við náðum fyrir verkfall, var
reyndar ágætur en eftir verkfallið
þá náðum við okkur aldrei á strik
og á þeim eina og hálfa mánuði
sem við þráuðumst við varð aflinn
aðeins á milli sjö og átta tonn af
slitnum humri. Þó vorum við með
tvö humartroll sem við drógum
samtímis. Júnímánuður var léleg-
asti mánuður ársins hjá okkur,
hvað aflaverðmæti varðar, og það
hefði einhvern tímann þótt tíðind-
um sæta að menn kvörtuðu yfir af-
komunni á humarveiðunum.
Venjulega hafa það þótt uppgrip
að komast á humarveiðar, segir
Magnús en hann upplýsir að af-
koman hjá áhöfninni á Dranga-
vík VE hafi heldur versnað eftir
að skipið komst í eigu Vinnslust-
öðvarinnar.
— Það er e.t.v. ekki sann-
gjarnt að bera þetta saman. Áður
en Vinnslustöðin keypti skipið
þá lönduðum við öllum aflanum
á frjálsa fiskmarkaði eða í gáma.
Aflaverðmætið á fiskveiðiárinu
1993 til 1994 var alls 185 milljónir
króna en til samanburðar má
nefna að eftir sjö og hálfan mán-
uð á síðasta fiskveiðiári vorum
við með 90 milljón króna afla-
verðmæti. Báturinn lá bundinn
við bryggju í þrjá mánuði áður en
Vinnslustöðin keypti bátinn af
Islandsbanka, segir Magnús en
hann segir þann háttinn hafðan á
hjá fyrirtækinu að á milli 20 og
30% aflans fari í gámum á er-
lendan markað en allur annar afli
sé unninn hjá Vinnslustöðinni.
Þrátt fyrir lækkandi aflaverð-
mæti segir Magnús afkomuna
vera viðunandi.
— Það munar hins vegar veru-
lega um þær tekjur sem við misst-
um af nú í sumar vegna þess
hvernig humarvertíðin varð. Um
það getum við ekki sakast við út-
gerðina og við verðum bara að
vona að humarstofninn braggist
á komandi árum, segir Magnús
Ríkharðsson.
WMM
FRÉTTIR
Útgefandi: Fróði hf.
Héðínshúsinu, Seljavegí 2,
101 Reykjavík
Pósthólf 8820,128 Reykjavík
Simi: 515 5500
Rifstjóri og ábyrgðarmaöur:
Guðjón Einarsson
R itstjórnarf ul Itrú i:
Eirikur St. Eiríksson
tjösmyndarar:
Gunnar Gunnarsson
Hreinn Hreinsson
Kristján E. Einarsson
Auglýsingastjóri:
Hertha Árnadóttir
Ritstjórn:
Sími 515 5610
Telefax 515 5599
Auglýsingar:
Simi 515 5558
Telefax 515 5599
Áskrift og innheimta: :
Slmi 515 5555
Telefax 515 5599
Stjórnarformaður;
Magnús Hreggviðsson
Steinar J. Lúðviksson
Framkvæmdastjóri:
Halldóra Viktorsdóttir
Prentvinnsla:
G. Ben.-Edda prentstofa hf.
Áskriftarverð: 3.984 kr. m.vsk. maí-ágúst 1995
Hvert tölublað í áskrift 249 kr. m.vsk.
Þeir sem greiða áskrift með greiðslu-
korti fá 10% afslátt, þannig að áskriftar-
verð verður 3.586 kr. fyrir ofarrgreint
tímabil og hvert tölublað þá 224 kr.
Lausasöluverð 349 kr. Allt verð m.vsk.
Handbókin SJÁVARFRÉTTIR fylgir
áskrift að Fískifréttum, en hún kemur
út í byrjun september ár hvert.
ISSN 1017-3609