Fiskifréttir - 03.11.1995, Blaðsíða 3
FISKIFRÉTTIR föstudagur 3. nóvember 1995
3
Tækninýjungar
Nýr langdrægur sónar frá Furuno:
Greindi Irol-
munnatorfu
á fimm þúsund
metra dýpi
— kominn í fjögur íslensk fiskiskip
Ný gerð Furuno sónars, CSH-22F,
hefur vakið mikla athygli og hafa
fjórir slíkir sónarar verið seldir í
fjögur íslensk skip frá því að tækið
kom fyrst fram fyrir einu og hálfu
ári. Helsti kostur nýja sónarsins er
mikil langdrægni en samkvæmt
fréttum í Fishing News Interna-
tional hafa kolmunnatorfur fundist
niður á allt að 5000 metra dýpi með
þessu nýja fiskileitartæki.
Að sögn Jóns Steinars Arnason-
ar, sölustjóra Brimrúnar hf. sem
hefur umboð fyrir Furuno hér-
lendis, hafa viðtökurnar við nýja
sónarnum verið slíkar að nú er um
sex mánaða afgreiðslufrestur á
tækinu. íslensku skipin fjögur,
sem fengið hafa CSH-22F sónar-
inn, eru nótaskipin Júpíter f>H, Is-
leifur VE, Börkur NK og frystitog-
arinn Guðbjörg IS. Nýi sónarinn
er endurbætt gerð eldri sónars,
CSH-20F, en þrjú tæki af þeirri
gerð hafa verið seld í íslensk skip.
Samkvæmt upplýsingum Jóns
Steinars er hægt að fá nýja sónar-
inn ýmist 24,28 eða 32 kílóriða en
vegna þess hve tíðnisviðið er lágt
Skjámynd af langdræga Furuno
CSH-22F sónarnum
er langdrægnin mjög mikil. Sónar-
inn er með innbyggðum magnmæl-
um sem greina á milli einstakra
fiskitorfa með nákvæmni þannig
að aðeins skakkar 50 tonnum til
eða frá. í frétt FNI segir að sónar
af þessari gerð hafi verið settur í
norska tog- og nótaskipið Seta
fyrir kolmunnavertíðina, sem
stendur frá í febrúar og fram í maí,
og hafi áhöfn skipsins náð að
Fiskifélag íslands:
Ný bók um
fiskileitartæki
„Fiskileitartæki, — undirstaða,
tækjaumfjöllun, bergmálsmæling-
ar“ heitir nýútkomin bók sem
Fiskifélag íslands gefur út. Höf-
undar eru Stefán A. Kárason og
Emil Ragnarsson hjá Tæknideild
Fiskifélags Islands og Fiskveiða-
sjóði íslands og Páll Reynisson á
Hafrannsóknastofnun.
Bókin leysir af hólmi eldri bók
um fiskileitartæki sem Fiskifélagið
gaf út undir umsjón Jakobs Jak-
obssonar. Nýja bókin er ætluð
nemum í stýrimannanámi, svo og
nemum í tækninámi á sviði raf-
eindavirkjunar, auk þess sem
ákveðnir kaflar nýtast í faginu
„Veiðitækni" sem kennt er við
sjávarútvegsdeild Háskólans á Ak-
ureyri. Einnig ætti bókin að nýtast
ýmsum tæknimönnum, skipstjórn-
armönnum og öðrum sem áhuga
hafa á því að dýpka skilning sinn á
þessu sviði, eins og Emil Ragnars-
son, einn höfundanna, segir í for-
mála.
SALTFISKKASSAR - 25 KILOA
íslenskir nótaskipstjórar kynntu sér CSH-22F sónarinn á dögunum. Á myndinni eru frá vinstri: Sveinn Kr.
Sveinsson tæknistjóri Brimrúnar, Reynir Jóhannsson skipstjóri á Víkurbergi GK, Gunnar Gunnarsson skip-
stjóri á Svani RE, Jón Eyfjörð skipstjóri á Þórshamri GK og Guðmundur Sveinbjörnsson skipstjóri á Sighvati
Bjarnasyni VE. I baksýn er Jón Steinar Árnason.
Fiskmarkaðir
Allir markaðir
Vikan 22.-28. okt. 1995
Hám. Lágm. Meðal-
verð verð verð Magn
Tegund (kr/kg) (kr/kg) (kr/kg) (kg)
Annar
afli
Grálúða
Karfi
Keila
Langa
Lúða
Skarkoli
Steinb.
Ufsi
Ýsa
Þorskur
315,00
165,00
93,00
145,00
141,00
530,00
129,00
270,00
86,00
164,00
180,00
5,00
165,00
30,00
20,00
40,00
90,00
20,00
40,00
30,00
26,00
40,00
90.594
16.093
37.666
51.346
42.679
4.815
21.386
12.043
43.028
136.306
152.385
63,50
165,00
71,94
65,08
115,76
382.23
112,19
111.24
77,42
98,84
121,42
99,10 608.341
greina kolmunnatorfu á 5000
metra dýpi með tækinu. Afli Setu á
vertíðinni varð alls 15 þúsund tonn
af kolmunna og var það mesti
heildaraflinn á vertíðinni.
Ör þróun hefur orðið í gerð
fiskileitartækja að undanförnu og
Jón Steinar segir að það færist í
vöxt að best útbúnu fiskiskipin séu
með tveimur til þremur Furuno
sónurum. Þetta á einkum við um
skip sem stunda bæði nóta- og flot-
trollsveiðar. Þau eru þá útbúin
með hinum langdræga CSH-22F
og annað hvort CSH-82, sem er
hægt að fá 78,84,95 og 107 kílóriða,
eða CSH-71 sem er 180 kílóriða.
Furuno CSH-82 er alveg nýr á
markaðnum en hinn síðast nefndi
hefur reynst mjög vel á t.d. makríl-
veiðum. Makrfllinn er sundmaga-
laus og kemur því illa eða ekki
fram á lágtíðnisónurum, eins og ís-
lensku skipin nota, en með há-
tíðnisónurum er hins vegar hægt
að finna makríltorfur á mjög af-
mörkuðu svæði og með miklu
meiri nákvæmni á grunnu vatni en
áður hefur verið hægt.
— Það er ekki bara makríllinn
sem getur verið erfiður. Það getur
oft reynst erfiðleikum bundið að
finna loðnuna ef hún er dreifð og
mikið er um hita- eða straumskil.
Við slíkar aðstæður lofar nýi
CSH-82 sónarinn mjög góðu, segir
Jón Steinar Arnason.
NÝTT TILBOÐ TIL ALLRA SALTFISKFRAMLEIÐENDA
^Ný stærð: 580 X 380 X 155mm
( Hækkar um 15mm )
%/ Viðurkennd gæðavara.
> Bestu fáanleg verð
%/ Einnig 25 kílóa kassi af stærðinni
760 X 383 X 140mm F./stóra fiskinn
'■■/ Báðar stærðirnar fyrirliggjandi á
iager hjá Jóni Ásbjörnssyni, en
í eigu DANAPAK
^)ón xd-sbj 'ómsson kji.
ÚTFLUTNINGS- OG HEILDVERSLUN
Geirsgata 11 • Pósthólf 286 • 121 Reykjavík
Sími 551 1747- Fax 551 9463
Danapak Cardboard Packaging Ltd.
Box 60, Aastrupvej 30, DK-8500
Grenaa, Danmark
Sími: 0045 86 32 23 00 (Jens Sörensen)
Fax: 0045 86 32 57 06