Fiskifréttir - 31.05.1996, Side 14
14
FISKIFRÉTTIR föstudagur 31. maí 1996
AflaskSp
Texti: Magnús Þór Hafsteinsson
urströnd Englands. Norðursjávar-
hafnirnar voru lokaðar vegna
hættu frá kafbátum og flugvélum.
Við sigldum alltaf einskipa, - vild-
um ekki sjá að vera í skipalestum.
Skipið var auðgreint sem íslenskt,
brúin var brynvarin með stein-
steypu og við vorum með gamlan
vélbyssuhólk um borð sem Bretinn
lét okkur hafa. Þcssar ferðir gengu
vel og við urðum aldrei fyrir nein-
um árásum,“ segir Gunnar.
Eldborgin sigldi oft fram á brak
úr öðrum skipum sem skotin höfðu
verið niður. Gunnar er spurður
hvort hann hefði aldrei verið
hræddur á þessum tíma. „Uss nei,
maður var svo ungur og vitlaus á
þessum árum,“ svararhann. — En
var aldrei staldrað við þá stað-
reynd að þið feðgarnir væru saman
um borð? „Það var alla vega aldrei
rætt,“ var svarið.
Beygt undan sprengjum
Litlu mátti þó muna í lok októ-
ber árið 1942. Eldborgin var í
flutningum fyrir breska herinn úti
af Austfjörðum. Þýsk flugvél gerði
þá ítrekaðar tilraunir til að varpa
sprengjum á hana en skipið komst
undan vegna snarræðis Olafs skip-
stjóra. Þegar vélin birtist skipaði
hann öllum inn í brynvarða
brúnna. Sjálfur snaraðist hann upp
á brúarþak þar sem öll stjórntæki
voru fyrir hendi. Þarna uppi gat
séð allan tímann til ferða vélarinn-
ar þegar hún kom aðvífandi með
sprengjurýmið opið og reyndi að
miða út skipið. Með því að beina
skipinu í krákustíga gat hann alltaf
vikið Eldborginni undan á síðustu
stundu. Líklega voru Þjóðverjar
orðnir tæpir með eldsneyti, því að
þeir gáfust upp og snéru aftur til
bækistöðvar sinnar í Noregi. I
kveðjuskyni sendu þeir kúlna-
dembu úr vélbyssu en hittu ekki.
Það var eins gott. Undir yfir-
breiðslum á dekkinu var bensín-
farmur, og ekki hefði þurft að
binda um mörg sár hefðu Þjóðverj-
arnir hæft.
Flóabátur
Eftir að strandferðaskipið
Laxfoss eyðilagðist í strandi við
Kjalarnes veturinn 1952 var Eld-
borgin mikið höfð í flutningum á
vörum og fólki milli Reykjavíkur,
Akraness og Borgarness og var
Gunnar Ólafsson skipstjóri. Skip-
ið sinnti þessu hlutverki þar til
fyrsta Akraborgin
kom til landsins ár-
ið 1956. Upp úr því
var Eldborgin loks-
ins seld aftur til
Noregs og farsælum
ferli hennar við ís-
land þar með lokið.
Heimildir
Gunnar Olafsson,
fyrrverandi skip-
stjóri. Munnlegar
heimildir.
Matthías Olafsson
(Hassi): Halló
Eldborg. Ert’ að
hlusta Óli? Saga
ms. EldborgarMB
3 frá Borgarnesi.
Hafglit, 1994.
Heimskreppan hafði um nokkurra
ára bil læst krumlum sínum um
atvinnulíf landsmanna. I Borgar-
nesi voru menn orðnir langþreyttir
á doða kreppunnar. Framsýnir og
stórhuga menn sáu að hér þurfti
nýsköpun til svo renna mætti fleiri
stoðum undir atvinnulíf sem eink-
um byggði á verslun og þjónustu
við landbúnaðarhéruð Borgar-
fjarðar. Hinn U. desember 1933
var haldinn sögulegur fundur í
Samvinnufélaginu Grími í Borgar-
nesi. Samþykkt var að festa kaup á
fiskiskipi. Það sætti tíðindum að
landkrabbarnir í Borgarnesi ætl-
uðu að hefja útgerð. Hér var held-
ur ekkert hálfkák á hlutunum. Þeir
höfðu augastað á svo til glænýju og
glæstu stálskipi, sem smíðað hafði
verið í Noregi árið áður.
Sérhönnuð til útilegu
Þetta var Eldborgin, 280 tonna
skip sem upprunalega hafði verið
hannað til selveiða í Norðurhöf-
um, línuveiða, og doríuveiða við
ísland, Grænland og í Barentshafi.
Donuveiðar voru þær veiðar kall-
aðar þegar menn stunduðu veiðar
á opnum bátum frá stórum móð-
urskipum sem þjónuðu hlutverki
bækistöðvar þar sem menn hvfld-
ust, nærðust og verkuðu afla sinn.
Vistarverur voru margar um borð
og lúkarinn frammi í stafni á
tveimur hæðum. Um borð í Eld-
Aflaskipið Eldborg
HAPPASKIPIÐ
ELDBORGIN
— Síldveiðiskip, fisksöiuskip og flóabátur
borgarinnar hætt og hún seld aftur
til Noregs.
Gunnar hóf sjómennskuferil
sinn á skipinu. „Eg fór fyrsta sinn
sem hálfdrættingur með pabba á
síldveiðar sumarið 1935, þá 13 ára.
Þetta var fyrsta sumarið sem skipið
var gert út á sfld. Við lönduðum á
Siglufirði og aflinn fór yfirleitt í
bræðslu. Árið 1936 lönduðum við á
Djúpuvík. Eftir 1938 lönduðum
við alltaf á Hjalteyri. Eldborgin
var fyrsta skipið sem landaði farmi
í verksmiðjunni þar. Við fórum
alltaf á veiðar í byrjun júní og kom-
um heim í síðari hluta september,"
segir Gunnar.
Eldborgin var alla tíð mikið
aflaskip, og hún var aflahæsta síld-
veiðiskipið á vertíðunum 1943 og
1944. Sumarið 1943 veiddu Ólafur
og menn hans 30.300 mál og það
var ekki slegið fyrr en mörgum ár-
um síðar. „Manni fannst þetta svo
sem ekkert voða sérstakt. Eld-
borgin bar svo mikið. Hins vegar
var ótrúlegt hvað Guðmundur á
Freyjunni gat fiskað. Hann, áþess-
um litla pung, var aðeins lægri en
við,“ segir Gunnar hógværlega
rúmum 50 síðar.
Árið 1948 var Eldborgin send til
Grænlands. Þar gegndi hún hlut-
verki móðurskips fyrir línubátana
Fram og Minní. Línan var beitt um
borð um í Eldborginni og afli bát-
anna saltaður þar um borð. Þessi
útgerð borgaði sig ekki og var ekki
endurtekin.
Fiskflutningar til
Englands
Skipinu var sjaldnast haldið úti
til fiskveiða á veturna. Þá var Eld-
borgin í ýmsum flutningaverkefn-
um víða um land svo og erlendis.
Mest var skipið í flutningum á
fiski. Safnað varbátafiski á ýmsum
höfnum um landið, hann ísaður
um borð og síðan var siglt með
hann til Englands þar sem hann
var seldur. Oft voru kolafarmar
teknir og færðir heim til Islands á
bakaleiðinni.
„Eldborgin sigldi með fisk milli
íslands og Englands öll stríðsárin.
Ég var með á henni síðustu tvö
árin, en þar á undan var ég á Júpít-
er og Fjölni. Annað hvort keypti
útgerð skipsins fiskinn af bátunum
eða við fluttum beint út fyrir þá.
Við vorum tíu á í þessum ferðum
og vorum á föstum grunnlaunum.
Að auki fengum við einhverjar
prósentur af sölunni, þannig að
góðar sölur gátu gefið af sér auka-
tekjur fyrir okkur. í stríðinu sigld-
um við alltaf á Fleetwood á vest-
Aflakóngar á
sfld
Eftir að Ólafur
hætti með Eldborg-
ina tók Gunnar
sonur hans við skip-
inu og var skipstjóri
á því til ársins 1956. i
Þá var útgerð Eld- Gunnar Ólafsson
Flóabáturinn Eldborg
borginni voru stórir olíu- og vatns-
tankar og lestarrými var mikið.
Vélin var 400 hestafla Bolinder.
Þessi vél var snarvend. Það þýddi
að enginn gír var tengdur við vél-
ina, og þurfti að drepa á henni og
skjóta á hana aftur svo hægt væri
að bakka. Olíukyntur gufuketill
var um borð sem framleiddi gufu
fyrir spil og stýrisvél. Þetta var
sterkbyggt og fallegt skip og engan
þarf að undra að Borgnesingar
féllu fyrir því.
Arnfirðingurinn Ólafur Magn-
ússon var ráðinn skipstjóri. Hann
hafði stundað sjóinn frá blautu
barnsbeini, fyrst frá Bfldudal og
síðar sem stýrimaður og skipstjóri
á bátum frá Sandgerði og Akra-
nesi. Nú flutti sjóarinn með fjöl-
skyldu sína upp í Borgarnes og tók
þar við fyrsta og hingað til eina
fiskiskipi Borgfirðinga. Hann var
með það næstu 13 árin eða til 1947.
Líklega hefur engan grunað þegar
Eldborgin kom til landsins hvflíkt
æfintýratímabil var
framundan, með
mokveiði á sfld,
stríðsrekstri og
strandferðum á
mestu umbrotatím-
um sem íslenskt
þjóðlíf hefur gengið
í gegnum.