Fiskifréttir


Fiskifréttir - 31.05.1996, Síða 15

Fiskifréttir - 31.05.1996, Síða 15
FISKIFRÉTTIR föstudagur 31. maí 1996 15 Húnaflói sumarið 1944. ísiand er nýlega orðið lýðveldi. Þótt ennþá sé stríð í heiminum gengur lífiö sinn gang hér norður á hjara veraldar. Sfldarflotinn er fyrir Norðurlandi í endalausum eltingaleik við torfurn- ar, eins og svo mörg undanfarin sumur. Nú lóna margir mörg skip- anna á Húnaflóanum í rjómablíðu að leita sfldar. Vel hefur veiðst fram að þessu, en síðustu dagana hefur aflinn tregast. Skipstjórarnir eru margir farnir að ókyrrast, þótt þeir beri það ekki með sér. „Einhvers staðar hlýtur hún að vera“, hugsa margir þeirra á meðan þeir standa á brúarþökum skipa sinna og skima yfir hafflotinn eftir gárum í yfir- borðinu sem gætu gefið til kynna vaðandi sfld, eða því sem betra er; dökkum flekkjum sem bentu gætu til að þarna væri risatorfa. Brynvarðir Borgnesingar Grámálað stálskip er eitt þessara sfldarskipa. Þótt Húnaflóinn sé friðsæll yfir að líta í dag, er auðséð á þessu skipi að nú eru vályndir tím- ar. Brúin er brynvarin með stein- steypu og aðeins örlitlar rifur þar sem brúargluggarnir ættu að vera. íslenski fáninn hefur verið málaður víða á skipið og á síðum þess stend- ur stórum hvítmáluðum stofum ELDBORG ÍSLAND. Þetta er Eldborgin frá Borgarnesi, eitt af stærstu og veiðnustu síldveiðiskip- um flotans á níundu vertíð sinni. Hvar er sfldin? Stór og mikill maður stendur uppi í bassaskýlinu á Eldborginni. Hann er sólbrúnn og útitekinn í andliti, enda hefur hann eytt megn- inu af vertíðinni hérna uppi undir berum himni. Þetta er Olafur Magnússon skipstjóri. Hann hefur verið með skipið síðan það kom til landsins árið 1934. Á höfði hefur hann lúinn sixpensara, annars væri hann líklega löngu búinn að fá sólst- ing eins og veðrið hefur verið und- anfarið. Hann heldur á vönduðum kíki í vinstri hönd og skimar reglu- lega yfir hafflotinn, meðan sú hægri heldur um stýrið. Framundan sér hann skyndilega nokkra fugla sem vekja athygli hans. Þeir eru ekki margir, - en samt...Hann beygir nokkrar gráður á stjór til að komast nær þeim, en gætir þess jafnframt að fara ekki of nærri svo þeir fælist ekki. Á meðan skipið nálgast og fer fram hjá í um 100 metra fjarlægð fylgist hann grannt með atferli fugl- anna í kíkinum. Þeir virðast ekki láta hávaðann í skipinu trufla sig og koma ekki að því í ætisleit þegar það nálgast. Eitthvað merkilegra virðist fanga athygli þeirra þar sem þeir sveima fram og til baka yfir haffletinum. Klárir! Ólafur rýnir rannsakandi á haf- flotinn. Þjálfuð augu hans greina brúnleita slikju á sjónum. Þetta kalla menn mor. Menn eru ekki á einu máli um það hvort liturinn stafi af síld eða átu, en það skiptir í raun engu máli. Menn vita að ef þeir greina mor aukast líkur á að sfldin sé nærri og það er nóg. Karlinn glottir með sjálfum sér. „Hérna er Síðdegi á sumarsíldveiðum með Ólafi á Eldborginni fyrír hálfrí öld „ Við köstuðum áfug!inn!“ kring meðan þeir fylgjast með í gegnum sjónauka sína. Þeir sjá að karlinn er kominn með gjallarhorn- ið og þeir sem liggja næst heyra í honum hrópin. Hann er frægur í flotanum fyrir þetta gjallarhorn. Ólíkt öðrum skipstjórum í flotanum fer hann aldrei um borð í nótabát- ana þegar kastað er, heldur verður hann eftir um borð. Hann er vanur að standa uppi á brúarþaki og kalla skipanir í gegn um gjallarhorn til manna sinna í nótabátunum þegar kastað er. Þaðan stýrir hann öllu eins og herforingi. Ólafur gefur skipanir til sinna manna og þeir fara eftir þeim í einu og öllu. Áhafnir bátanna eiga engra annarra kosta völ því enn sjá þeir enga sfld. Menn- irnir standa uppréttir í bátunum, horfa fram á við með spurnarsvip. „Á hvað erum við eiginlega að kasta?“ spyrja þeir yngstu sjálfa sig í hljóði. Enginn segir neitt; - ,,....ef karlinn vill kasta þá kostum við, svo einfalt er það“. Bátarnir taka þá stefnu sem hann mælir fyrir um og byrja að láta nótina fara þegar hann segir til. Þeir ná saman og byrja að snurpa. Fuglinn maður, fuglinn „Búmm“, segir einn. „Þegiðu", svarar annar að bragði. „Það er síld í henni“, segir stýrimaðurinn á öðr- um bátnum. Jú, mikið rétt. Strák- arnir hlæja: „Djöfullinn maður, hvernig gat karlinn vitað að það væri sfld hérna? Þetta er hörku kast“, segja þeir hver við annan þegar þeim verður ljóst að þeir hafa náð stóru kasti. Eldborgin sígur ró- lega upp að nótinni og brátt eru þeir niðursokknir við að háfa spriklandi demantssíld um borð. Þetta eru 1.600 mál og Eldborgin tekur 2.200 mál. „Allt í lagi, við tökum eitt kast í viðbót og fyllum“. Nótabátarnir eru hífðir upp. Áhöfnin gengur frá á dekki og sigin Eldborgin tekur stefnuna út Húnaflóann. Nú skal haldið til Hjalteyrar með aflann. Skipstjórinn á einum af síldarbát- unum í grennd við Eldborgina kall- ar hana upp í talstöðinni: „Óli, hvernig í andskotanum fórstu að þessu?“. Ólafur vill lítið gefa upp, en segir loks með semingi: „Fuglinn maður, fuglinn. Við köstuðum á fuglinn". Meira segir hann ekki, en hinir skilja hvernig í pottinn er búið. Flotinn situr eftir og horfir á Eldborgina hverfa inn í sólarlagið. Hún á eftir að verða aflahæsta skip- ið á þessari vertíð, annað árið í röð. Það er eins og sumir fiski alltaf meðan aðrir fá ekkert. Texti: Magnús Þór Hafsteinsson „...og sigin Eldborgin tekur stefnuna út Húnaflóann“. sfld“, hugsar hann um leið og hann kallar niður til nokkurra háseta sem sitja á lestarlúgunni og spóka sig í sólinni meðan þeir spila á spil: „Klárir!“. Nú gerist allt með leifturhraða. Strákarnir spretta á fætur og ræsa þá sem eru í koju eða sitja yfir kaffi aft- ur í messa. Skipstjórinn snýr skipinu og slær út vélinni, nóta- bátamir eru dregnir upp að og mennirnir stökkva um borð. Vélar þeirra hrökkva í gang í fyrstu til- raun. „Djöfuls munur eftir að vél- arnar komu í bátana“, tautar einn af yngri hásetunum og hugsar til þrældómsins þegar hann var með í að róa þessum þungu bátum á sinni fyrstu vertíð fyrir þremur árum. Enginn svarar honum. Augu allra einblína á hafflötinn meðan bát- arnir leggja frá skipinu. „Hvar er síldin?“, hugsa allir. Þeir sjá ekkert og Eldborgin er eina skipið sem hefur reynt að kasta í dag. Skipanir gegnum gjallarhorn „Ha! Er Eldborgin að kasta? Hvað er Óli að bralla núna?“ hugsa skipstjórarnir á bátunum í „Framundan sér hann skyndilega nokkra fugla sem vekja athygli hans“. Ólafur Magnússon skipstjóri uppi á brúarþaki. „Mennirnir standa uppréttir í bátunum, horfa fram á við með spurnarsvip“. „...brátt eru þeir niðursokknir við að háfa spriklandi demantssíld um borð“.

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.