Fiskifréttir - 31.05.1996, Qupperneq 16
16
FISKIFRÉTTIR föstudagur 31. maí 1996
FISKIFRÉTTIR föstudagur 31. maí 1996
17
Norðmenn á íslandsmiðum Texti: Magnús Þór Hafsteinsson
Norðmenn stunduðu árlega fískveiðar á íslandsmiðum samfellt
í hundrað ár. Fyrstu vel heppnuðu veiðar þeirra áttu sér stað
sumarið 1867 þegar norskur kaupmaður veiddi sfld í net á Seyðis-
fírði og saltaði þar í 300 tunnur. Ævintýrinu lauk á árunum eftir
1965 þegar norsk-íslenski sfldarstofninn hrundi. Mest veiddu þeir
af sfld, en einnig stunduðu þeir bolfískveiðar, einkum á fyrri hluta
þessarar aldar. Norðmenn búa yfir langri hefð sem úthafsveiði-
þjóð og fyrstu úthafsveiðiskip þeirra voru skipin sem veiddu á
miðunum við ísland. Veiðar og umsvif Norðmanna á íslandi í lok
síðustu aldar mörkuðu djúp spor og höfðu án efa víðtæk og
hvetjandi áhrif á sögu íslensks atvinnulífs.
Erfitt er fyrir nútímamanninn
að gera sér í hugarlund þá miklu
erfiðleika sem Norðmenn urðu að
yfirstíga til að stunda veiðar og
vinnslu á fiski á svo fjarlægri og
afskekktri eyju sem Island var.
Menn sigldu snemma vors á skút-
um yfir úfið og miskunnarlaust haf
og ferðin gat tekið margar vikur.
Bókstaflega allan búnað varð að
flytja með heiman frá Noregi.
Skipin voru fermd nótabátum,
nótum og veiðarfærum, salti,
tunnum, smíðavið, kolum, mat-
vælum og fleiru, áður haldið var í
vestur til móts við óvissuna. Auk
þess varð að manna skipin vönum
áhöfnum sem kunnu að verka sfld
og fara með nætur þar sem slík
verkkunnátta var ekki til á meðal
íslendinga. Að lokinni vertíð seint
á haustin voru skipin fermd með
tunnum af saltsfld og menn héldu
heim. Allan tímann biðu fjölskyld-
ur þessara manna heima í Noregi
án þess að hafa í raun hugmynd um
hvort þeir væru lífs eða liðnir. Eng-
inn ritsími var til á íslandi og sam-
göngur vægast sagt stopular til og
frá landinu.
Hvað rak Norðmenn
til íslands?
Pað kann að virðast undarlegt
að Norðmenn legðu það á sig að
sækja alla þessa leið til að veiða
sfld. Mikilvæg ástæða fyrir áhuga
Norðmanna á íslandi var sú að um
1870 varð aflabrestur á sfld á hefð-
bundnum miðum við vesturströnd
Noregs. Sfldveiðiskip sem gerð
voru út frá síldarbæjum eins og
Stafangri, Haugasundi og Björg-
vin urðu þá að sækja norður með
Noregsströnd, en þar hélst veiðin
góð. Floti vestlendinganna gat
verið fjarverandi í allt að hálft ár á
sfld við norðurhluta Noregs.
Norskir kaupmenn sem siglt höfðu
kaupförum sínum vestur um haf til
íslands snéru aftur heim og sögðu
frá mikilli og góðri sfld í fjörðum
þar. Þeir höfðu séð miklar sfldar-
torfur og stundað tilraunaveiðar í
smáum stfl. Síldin var stór og feit
og seldist háu verði á mörkuðum.
Þegar síldarútvegsmenn í bæjum á
vesturströndinni fréttu af þessu
vaknaði áhugi þeirra. Aðstaða til
neta- og landnótaveiða var góð í
fjörðum norðanlands og austan,
og þeir hafa líklega hugsað sem svo
að þeir gætu allt eins farið þangað
og veitt í stað þess að liggja við
Norður-Noreg. Þeir áttu góð skip,
búnað og höfðu á að skipa mann-
skap sem var vanur löngum sigl-
ingum og dvöl fjarri heimilum sín-
um. Velgengni á Islandsveiðunum
fyrstu árin leiddi til þess að Norð-
menn flykktust til Islands og
byggðu hús og bryggjur. Þegar um-
svifin voru sem mest á fyrsta sfld-
veiðitímabili Norðmanna á Islandi
á árunum 1867 - 1887 voru allt að
180 skip og 1.800 menn viðriðnir
veiðarnar.
Líklega hafa fslendingar undr-
ast það að Norðmenn sæktu svo
langa leið yfir hafið til að veiða
síld. Enginn ergði sig þó yfir þeim í
byrjun. íslendingar kærðu sig lítt
um að nýta sfldina, en tóku molun-
um sem hrundu af borðum Norð-
manna fegins hendi. Peningar
voru fátíð sjón hjá almúganum á
19. öld. Umsvif Norðmanna veittu
sumum atvinnu, og þeir borguðu
leigu af því landi sem þeir þurftu til
afnota við verkun sfldarinnar.
Yfirvöldin kröfðu þá um svokall-
aðan spítalaskatt, sem hljóðaði
upp á 27,5 aura á tunnuna. Þetta
þótti Norsurunum ósanngjarnt,
þar sem hvorki sjúkrahús eða
læknar fundust í verstöðvunum, en
borguðu þó með semingi.
Gód byrjun
Eftir frekar hæga, en ágæta byrj-
un á áttunda áratug aldarinnar juk-
ust umsvif Norðmanna mjög árið
1880. Vertíðin það árið gekk vel.
Þeir veiddu í Eyjafirði og í Aust-
fjörðum og heildaraflinn varð
115.000 tunnur. 70.000 tunnur
fengust í Seyðisfirði og 25.000
tunnur í Eskifirði. Sfldin var seld
fyrir hátt verð til ýmissa Evrópu-
landa. Útvegsmenn höfðu staðið
fyrir verulegum fjárfestingum í
tengslum við veiðarnar. Hús og
bryggjur voru byggðar, og það var
dýrt að halda úti útgerð svo fjarri
heimahögunum. Samt skiluðu
veiðarnar flestum góðum hagnaði
á þessu ári. Forstjóri Kphlers
verslunarfyrirtækisins í Stafangri,
sem hafði sent skip til íslands,
skrifaði:
„Þetta byrjunarár var mjög gott
- hreinn gróði nam næstum 150.000
krónum. Slíkur árangur gaf áræði
og hvatningu til verulegrar stækk-
unar fyrirtækisins, svo sem fleiri
dýrar nætur, byggingu stórra
geymsluhúsa, veruleg innkaup á
salti, tunnum og fleiru, og við
bættust ný gufuskip fyrirtækisins,
usteinum. Svipað gilti um húsin.
Ekki reyndu þó allir að koma sér
undan lögunum og margir Norð-
menn fluttust til Islands á þessum
árum. Til dæmis voru 8 til 10 norsk-
ar fjölskyldur búsettar á Seyðis-
firði árið 1883.
Aflabrestur á hefðbundnum sfldarmiðum við vesturströnd Noregs varð þess vald-
andi að Norðmenn hófu sfldveiðar við ísland á ofanverðri 19. öld. Teikningin sýnir
síldveiðar í norsku fjörðunum.
Skúturnar voru margar glæsilegir farkostir undir fullum seglum.
Norðmenn stunduðu fiskveiðar á íslandsmiðum samfellt í hundrað ár:
Allt að 180 norskar skútur í
senn á síldveiðum við ísland
— á fyrsta síldveiðitimabili Norðmanna hér við land á árunum upp úr 1880
sem áttu að draga næturnar frá
firði til fjarðar og flytja væntanleg-
an afla heim“. 150.000 norskar
krónur voru geypifé á þessum ár-
Gróðavonir
brugðust
arnar urðu mjög dýrar. Þó að
aldrei hefði veiðst jafn mikið af sfld
í tunnum talið, var árangurinn
ekki í samræmi við sóknina. Ein-
ungis öfluðust 93 tunnur á mann,
Arið
lögðu
eftir
Norð-
menn enn meira
undir. Nótalið-
um, skipum og
mönnum var
stórfjölgað (sjá
töflu), og út-
vegsmenn gerðu
nýja samninga
við landeigend-
ur á íslandi um
að fá aðstöðu og
leyfi til að
byggja hús í
landi þeirra. Nú
skyldi aldeilis
grætt á tá og
fingri. Tugum saman voru fullbún-
ar skútur dregnar út fyrir norska
skerjagarðinn, áður en segl voru
sett upp og stefnan tekin í norð-
vestur, en gróðavonirnar brugð-
ust. Hafís var við ströndina vorið
1881 og sjórinn mjög kaldur. Fyrsta
síldin kom ekki inn á Austfirði fyrr
en í júlí, og hún var horuð og léleg.
Aflabrögð voru dræm á Austfjörð-
um, en góð haustvertíð í Eyjafirði
bjargaði miklu. Alls var saltað í
167.000 tunnur þetta árið, en veið-
Sfldveiðar. Norsk teikning frá árinu 1900.
samanborið við 192 tunnur árið
áður. Þetta ár var upphaf langvar-
andi harðindatímabils sem átti eft-
ir að leika bæði íslendinga og
Norðmenn grátt.
íslendingar
spyrna við fótum
Arið 1882 settu íslensk stjórn-
völd hömlur á starfsemi Norð-
manna, en margir voru farnir að
líta það hornauga að útlendingar
gætu hreiðrað um sig í landinu eins
og Norðmenn höfðu gert. Þess var
nú krafist að til að fá leyfi til veiða
við ströndina yrðu menn að vera
skráðir borgarar
á íslandi eða í
Danmörku.
Fjölmargir
norskir útvegs-
menn áttu hús á
íslandi. Þeir
urðu nú að sjá til
þess að fólk
byggi í þessum
húsum allan árs-
ins hring. Ef
þeir gátu ekki
búið þar sjálfir,
urðu þeir að út-
vega ábúanda,
og færa eignina
yfir á hann á
pappírnum.
Meiri
harðindi
Þetta ár var enn kaldara en hið
fyrra og hafísinn lá við landið langt
fram eftir sumri. I lok júní komust
nokkur skip vestur fyrir Langanes
og lögðust við festar nálægt mynni
Eyjafarðar, þar sem þau komust
ekki inn fjörðinn vegna íss. Skipin
neyddust til að liggja þar í fjórar
vikur, þar til losnaði um ísinn í
firðinum og þau komust naumlega
inn til Akureyrar. Þá brast á lang-
varandi norðanátt og fjörðurinn
fyllist aftur af ís. Skúturnar lokuð-
ust inni og komust ekki út fyrr en í
lok september. Þetta sumar voru
aflabrögð mjög léleg á Austfjörð-
um og haustvertíðin misheppnað-
ist á Eyjafirði. Skipin héldu heim
með rýran afla og mörg með salt og
tómar tunnur um borð. Margir
höfðu bundið mikið af fjármagni í
síldveiðunum á Islandi. Þó að verð
héldist hátt á sfld, leiddi aflabrest-
urinn til þess að
margir töpuðu
stórt. Skriða
gjaldþrota reið
yfir sfldarspekú-
lanta í Vestur-
Noregi veturinn
eftir. Meðal
þeirra var
Kphler fyrirtæk-
ið sem nefnt var
hér að ofan.
góð, en vel veiddist í Eyjafirði. Þar
náðist sfld í 65.000 af þeim 103.900
tunnum sem saltað var í þetta árið.
Flestir sluppu frá vertíðinni réttu
megin við núllið, en hún gat engan
veginn jafnast á við metárið 1880.
Síldarsjómenn höfðu oft orðið
varir við mikið af hval við ísland.
Fréttirnar spurðust út og þetta
sumar mættu norskir hvalveiði-
menn til leiks. Byggðar voru hval-
Reiðarslag á Eyjafírði
Vertíðin sumarið 1884 byrjaði
vel. Þokkaleg veiði var á Aust-
fjörðum um sumarið, einkum fyrri
hluta sumarsins. I ágúst fóru menn
að huga að haustvertíð á Eyjafirði.
Sú vertíð fékk hins vegar snubbótt-
an endi og er nánar greint frá or-
sökum þess annars staðar í blað-
inu.
Sfldarverð fór nú óðum lækk-
andi og atvinnulíf útgerðarbæja í
vestur Noregi lenti í djúpum öldu-
dal. Verst var ástandið í Hauga-
sundi og í Stafangri, en þaðan voru
flest skipanna sem lentu í hremm-
ingunum á Eyjafirði. Margir
reyndu nú að hætta öllum umsvif-
um á íslandi og seldu eigur sínar
þar.
Sumarið 1885 héldu rúmlega
helmingi færri menn til veiða við
ísland en árið áður. Illa aflaðist á
Austfjörðum um sumarið og Eyja-
fjarðarveiðarnar brugðust (sjá
grein). Nú fóru jafnvel þeir þraut-
seigustu að missa trúna á sfldveið-
um við Island og reyndu að losa sig
við eignir sínar þar. Sömu sögu var
að segja í Reyðarfirði. Sfldarsjó-
menn sem höfðu orðið eftir til
vetrardvalar þar veiddu mikið af
stórri og feitri sfld í net í nóvemb-
er. Nú virtist augljóst hvert
stefndi. Enn eitt aflaleysisárið
rann skeið sitt á enda og síldarverð
lækkaði enn á mörkuðum.
Kafíaskipti
Upp úr þessu flosnuðu flestir
Norðmannanna upp frá Islandi.
Umsvif þeirra minnkuðu ár frá ári
og sumarið 1892 komu engin nóta-
lið frá Noregi til veiða við ísland.
Einu Norðmennirnir sem stund-
uðu sfldveiðar
Sfldveiðar Norðmanna við ísland 1879-1886
Fjiildi
núliiliða
Fjöldi
skipa
Földi
manna
Síldar-
tunnur
Tunnur
á mann
1879
1880
1881
1882
1883
1884
1885*
1886
9
76
187
155
157
143
83
30
72
678
1799
1590
1807
1625
776
237
3.000
115.000
167.600
65.000
103.900
20.100
24.700
2.900
42
192:
93
41
58
12
32
12
Sókn er
besta
vörnin
Menn létu ekki andstreymið
buga sig og árið 1883 voru fleiri
menn sendir til síldveiða en
nokkru sinni fyrr. Norðmenn
höfðu nú komið sér upp 33 bæki-
stöðvum á Austfjörðum og í Eyja-
firði með bryggjum, pakkhúsum
og íbúðarhúsum. Slíkar fjárfest-
ingar var ekki hægt að gefa upp á
bátinn baráttulaust. Vertíðin við
Austfirði var ekkert sérstaklega
*Tölur 1885 ná ekki yfir skip frá Stafangri en þaðan komu fjögur skip
með samtals 120 mönnum.
landið
menn
flust
til ís-
veiðistöðvar við Norðfjörð og í
Álftafirði við ísafjarðardjúp.
Gagnrýni ýmissa íslendinga á
umsvif Norðmanna á íslandi varð
sífellt háværari. Ekkert eftirlit var
með veiðunum og Norðmenn gátu
nánast gert það sem þeim datt í
hug. Margir þeirra beittu fyrir sig
íslenskum leppum sem skráðir
voru fyrir veiðunum svo þeir gæti
stundað þær óhindrað uppi í fjör-
við
voru
sem
höfðu
lands og byggt
upp atvinnu-
starfsemi hér.
Norðmenn
gleymdu þó
ekki sfldaræv-
intýrunum við
þessa óblíðu
eyju vestur í
hafi. Hér lauk
einungis fyrsta
kaflanum í
síldarsögu
Þegar leið að
þeir að sækja
þeirra við ísland.
aldamótum fóru
hingað á nýjan leik, og umsvif
þeirra áttu eftir að aukast á ný á
öldinni sem nú fór í hönd. En það
er önnur saga.
Heimild
Kari Shetelig Hovland: Norske seil-
skuter pá Islandsfiske. Universit-
etsforlaget, 1980.
— Grípið niður í nokkur bréf sem
norskir sjómenn sendu heim
Mörgum hinna erlendu gesta þótti ísland kyndugt land. Sumarið 1880
skrifaði skipstjóri einn frá Stavangri sem staddur var í Mjóafirði
heim: „ísland er í niínum auguni nijiig magurt land, þar sem fátt er að
sjá annað en grjót og háa kletta. Fólkið býr í jarðhýsum, og þar sem ég
hef komið inn líkjast húsakynnin einna helst rottuholum, þau eru
einungis stærri um sig“.
Ærslast og drukkið
með prestinum
Annar Stavangursmaður situr
þetta sumar við bréfaskriftir í
Seyðisfirði, þar sem hanrt hefur
stundað síldveiðar í sjö vikur:
„Einungis á sumrin, frá miðjum
maí til 9. septcmber, er staðurinn
í póstsambandi við umheiminn.
Þrír kaupmenn eru hér í firöin-
um. cinn i'rá Kaupmannahöfn og
tveir íslenskir. Hér búa prestur
og sýslumaður en að öðru leyti
cinungis fátækir fiskimenn.
Presturinn þjónar tveimur sókn-
um, Mjóafirði og Seyðisfirði. í
Mjóafirði messar hann þrisvar á
ári, aðeins þegar fólk kemur af
og til sjóleiðina eða landleiðina
til kirkju og þá aðallega til þess
að ærslast og drekka mcð prest-
inum. Hann fer og kaupir brenni-
vín í blikkbrúsa sem rúmar fimm
potta. Hitti liann kunningja á
lciðinni drekka þeir og kyssast
síðan eins og siður cr hér". Síðar
segir brcfritari: „Þurrabúðarfólk
hér Jifir mjög báglega, á veturna
skríður það í hýði sitt eins og
bjarndýr. Þá lifir það að mestu á
þurrum fiski (ósoðnum) og
brauöi; meö þessu notar það
samanbrædda tólg og lýsi. Sem
eldivið notast fólkið við torf og
þurrkað sauðatað. Þetta er scr-
staklega vinsamlegt og gestrisið
fólk".
Húrra fyrir
Norðmönnum
Norðmaður frá Haugasundi,
hefur stundað síldveiðar í Eskif-
irði sumarlangt, skrifar nú bréf
heim. Hann segir að á íslandi sé
hráslagalegt og kalt, en fólk „vin-
samlegt og got“. í bréfinu lýsir
hann útreiðatúr sem hann fór í
eina helgina ásamt tveimur félög-
um sínum og íslenskum prentara,
Guðmundi Sigurðssyni að nafni.
Þeir lögðu af stað frá Eskifirði
laugardagskvöld eitt klukkan 22.
Fyrst héldu þeir yfir hátt fjall og
eftir það yfir hæðir og um djúpa
dali. Eftir fimm tíma lcrð riðu
þeir í hlað bæjar sem hét Þórðar-
staðir. Þeim var vel tekið þótt
þeir kæmu um miöja nótt. Góður
matur var reiddur fram og hest-
unum gefið hey. Ferðalangarnir
hvfldust í þrjár klukkustundir á
Þórðarstöðum. Síðan héldu þeir
áfram og riðu rúma 40 kflómetra
þar til þeir komu til byggðar með
mörgum bæjum. Þeim var alls
staðar vel tekið. Þeir sprettu af
klárunum í túngaröi einum og
ljöldi íslendinga, aldnir jafnt sem
ungir, kom ríðandi þangað til að
líta gcstina augum, rabba viö þá
og heyra um „Norðmannanna
stórfenglega land". íslending-
arnir sögðu hinum erlendu gest-
um hinsvegar sagnir úr ísiend-
ingasögunum.
Klukkan átta á sunnudag-
skvöld hófu ferðalangarnir heim-
ferðina til Eskifjarðar. Þrjátíu og
fimm íslendingar fylgdu þeim
rfðandi langleiðina til baka. Loks
kom að því að ísiendingarnir
yróu að snúa heim og þá segir í
bréfinu: „Fylgdu þeir okkur cftir
með löngun í augnaráöinu tncð-
an þbir hrópuðu í kór: Húrra,
húrra fyrir hinum norsku bræðr-
um okkar". Klukkan var orðin
fimm á mánudagsmorgni þegar
félagarnir náðu aftur niður til
Eskifjarðar hinir ánægðustu með
íerðalagið.