Fiskifréttir


Fiskifréttir - 03.10.1997, Page 2

Fiskifréttir - 03.10.1997, Page 2
2 FISKIFRÉTTIR föstudagur 3. október 1997 Einar Guðmundsson, trillukarl á Ljúfi BA 302: Þorskurinn getur verið skaðvaldur á grunnslóðinni Aflabrögð smábáta á síðasta fiskveiðiári voru með miklum ágæt- um enda hefur þorskgengd ekki verið meiri í lengri tíma og eins var tíðarfar yfírleitt hagstætt á miðum smábátamanna. Nú eru hins vegar blikur á lofti hjá smábátamönnum sem róið hafa með hand- færi og línu í sóknardagakerfínu. Þeim hefur verið úthlutað 26 sóknardögum á fiskveiðiárinu, sem er nýhafið, og samkvæmt því má gera ráð fyrir því að sókn þessa bátaflokks minnki um 70% á milli ára. Einar Guðmundsson, trillukarl á Seftjörn á Barðaströnd, segist þó í samtali við Fiskifréttir ekki hafa nokkra trú á því að þetta verði niðurstaðan. Einar hefur róið með króka og stundað grásleppu- veiðar um áratugaskeið og hann segir þorskgengdina í sumar hafa verið með ólíkindum mikla. Fréttir LS um kjör sjómanna á smábátum: Ekki lakarí en á bátum yfir 12 brí. Á stjórnarfundi Landssam- bands smábátaeigenda, sem haldinn var í sumar, var sam- þykkt að fela stjórn sam- bandsins að gera leiðbeinandi samninga um launakjör og ráðningu manna á smábáta. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, segir að þetta mál hafi fyrst verið tekið upp á 12. aðalfundi sambandsins og hafi það verið samþykkt á stjórnarfundinum að þeim, sem leiti til skrifstofu LS varðandi kaup og kjör á smábát- um, verði tilkynnt að kjör sjó- manna á þessum bátum séu ekki lakari en kveður á um í samningi LÍÚ og SSÍ um kjör sjómanna á bátum yfir 12 brúttórúmlestum. Ráðstöfun botn- fiskafia: Fjórðung- ur unn- inn á sjó Hlutdeild frystitogara í heild- arbotnfískaflanum hefur verið að aukast jafnt og þétt frá því að þeir fyrstu komu inn í veiðar og vinnslu fyrir rúmum áratug. Á síðasta ári nam hlutur þeirra rúmum 22%. Fyrstu 8 mánuði þessa árs er hlutfall vinnsluskipa áætlað um 25% að meðtöld- um karfaveiðum á Reykjan- eshrygg og afla í Smugunni, sem varð mun minni en síð- ustu ár. Þetta kom fram á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva. Á sama tíma og vinnsluskipum hefur vaxið ásmegin hefur útflutningur á ferskfiski verið að dragast saman. Þegar þessi útflutningur náði há- marki fyrir sjö árum varð gáma- fiskuruml8% af botnfiskaflanum, en fyrstu átta mánuði þessa árs er hlutfallið 6%. Nær alveg hefur tek- ið fyrir útflutning á óunnum ufsa á erlendan markað og útflutningur á karfa heldur áfram að minnka. - Ég er búinn að stunda grá- sleppuveiðar í þrjátíu ár en ég varð þó að sleppa síðustu vertíð. Ég taldi mig ekki hafa krafta í það enda var þetta í fyrsta skipti sem ekkert af börnunum er heima en þau hafa róið með mér á grásleppuveiðunum fram að þessu, segir Einar en hann og eig- inkona hans eiga átta börn og hafa börnin öll aðstoðað föður sinn við grásleppuveiðarnar. Yngsta dóttir þeirra hjóna, sem er á 21. aldursári, hefur róið með karli föður sínum síðustu sex grá- sleppuvertíðar en hún var er- lendis og því ákvað Einar að sleppa grásleppuveiðunum að þessu sinni. — Það hefur verið fínt að hafa krakkana með sér í þessu. Þau hafa fjármagnað skólagöngu sína með grásleppupeningunum og það hefur gert þeim gott að fást við sjómennskuna, segir Einar. Þorskurinn var úttroðinn af seiðum Einar gerir nú út smábátinn Ljúf BA 302 frá Brjánslæk en hann býr á Seftjörn skammt frá höfninni. Áður gerði Einar út tvo smábáta í félagi við son sinn sem nú er fluttur til Grindavíkur með annan bátinn. — Ég hef róið með handfæri í sóknardagakerfinu og nýliðið fiskveiðiár var mjög gott. Ég fékk alls 80 tonn af þorski í 81 róðri og þó missti ég af mestu aflahrotunni í júlí vegna vélarbil- unar. Sl. haust var mjög gott og aflinn var mjög jafn og góður í sumar. Þorskgengdin hefur verið með ólíkindum tvö sl. ár og þorskurinn hefur gengið inn um alla firði. I sumar fékk ég t.d. góðan afla, stóran og fallegan þorsk, um 200 metra frá landi beint út af Flókalundi í Vatnsfirði. Það man ég ekki til að hafi gerst áður og reyndar var þorskveiðin orðin ákaflega léleg fyrir nokkrum árum. Ég segi ekki að það hafi verið ördeyða en aflabrögðin voru ekki upp á marga fiska, segir Einar en þótt aukin þorskgengd gleðji veiðimenn við Breiðafjörð og víð- ar þá bendir Einar á að of stór þorskstofn geti reynst öðrum fisk- tegundum skeinuhættur. — Þorskurinn í sumar var út- troðinn af kola- og lúðuseiðum í sumar og á meðan grásleppuver- tíðinni stóð var hann greinilega að éta þorsk- og grásleppuseiði og það í engum smáskömmtum. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég var að gera að þorskinum í sumar því í sumum þorskmögunum voru tugir ef ekki hundruð flatfiskaseiða. Þorskur- inn var greinilega mikill skaðvald- ur á grunnslóðinni í sumar og mér kom ekki á óvart þegar ég las um það í Fiskifréttum að rækjuveiði- menn við Eldey hefðu áhyggjur af þorskgengdinni, segir Einar. Þurfa að borga 30 krónur með þorskkílóinu Einar var á handfæraveiðum á meðan grásleppuvertíðinni stóð og þótt hann segist gjarnan hafa viljað stunda grásleppuveiðarnar þá sé hann hálft í hvoru feginn að hafa losnað við þá samviskuklípu sem hann segir grásleppukarlana hafa verið setta í nokkur undanfarin ár. — Þegar þorskgengdin er jafn mikil og raun ber vitni þá komast menn ekki hjá því að fá þorsk í grásleppunetin. Þetta er misjafn- lega gott hráefni eftir því hve gamall þorskurinn er þegar netin eru dregin en þó held ég að flestir hafi getað fengið um 60 krónur fyrir kílóið af þorskinum. Lögum samkvæmt ber öllum að koma með allan afla að landi en hafa verður í huga að flestir þeir, sem stunda grásleppuveiðar, eiga enga bol- fiskkvóta. Ýmist eru þeir bara á grásleppuveiðum eða að þeir stunda krókaveiðar án aflamarks á öðrum árstímum. Grásleppukarl, sem á engan kvóta, þarf því að leigja kvóta fyrir þorskaflanum, sem slæðist í grásleppunetin, og á þessum tíma var leigukvótaverðið 90 krónur fyrir kílóið. M.ö.o. grá- sleppukarlarnir þurfa að borga 30 krónur með hverju þorskkílói, sem villist í netin hjá þeim, til þess að brjóta ekki gegn landslögum. Það er ekki nema von að menn spyrji; eru þetta nú skynsamleg lög? Svari hver fyrir sig. Ég spurði einn emb- ættismanninn í sjávarútvegsráðu- neytinu um daginn hvað hann myndi gera í sporum þessara manna. Það varð fátt um svör, seg- ir Einar en hann segir að til þess að hægt sé að stunda grásleppuveið- arnar í framtíðinni án þess að grá- sleppukarlarnir eigi það á hættu að þorskurinn setji þá á hausinn eða valdi þeim sálarkreppu, þá þurfi hver bátur á grásleppuveiðum að fá fimm til tíu tonna þorskkvóta. Afrakstur af auðlindinni rennur til fj ármagnseigendanna Einar segir kvótakerfið vera komið út í algjöra vitleysu og hann undrast að alþýða manna skuli ekki fyrir löngu hafa risið upp til þess að mótmæla þróun undanfar- inna ára. — Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að fámenn fjármálaklíka eignist allar veiðiheimildir í land- inu. Þessir aðilar eru í dag að leigja frá sér aflaheimildir dýrum dóm- um og afraksturinn af auðlindinni rennur í vasa fjármagnseigend- anna. Það hafa á öllum tímum verið að alast upp efnilegir fiski- menn hérlendis en þessir ungu menn eiga í dag enga möguleika vegna þess að stærstur hluti afla- heimildanna hefur færst til örfárra fyrirtækja. Það er talað um að fisk- veiðiheimildirnar leggi sig á eina 160 milljarða króna en hverjir njóta ávinningsins? Ekki eru það menntastofnanir landsins sem nú berjast í bökkum. Mín skoðun er sú að það væri betra að verja þess- um fjármunum til þess að efla menntun í landinu og skynsam- legast væri ef drjúgur hluti þeirra rynni beint til Háskóla íslands. Danir styrkja fólk til náms og treysta því að fá fjármagnið til baka £ formi aukinna skatttekja frá velmenntuðu og vellaunuðu fólki en Islendingar eru svo sam- ansaumaðir hvað varðar námslán að fjöldi fólks hefur orðið að hrökklast frá námi. Þingmenn láta ekki rústa byggðarlögunum Sem fyrr segir er Einar í hinu svokallaða sóknardagakerfi krókabáta. Á þessu ári mátti hann róa í 84 daga en á yfirstand- andi fiskveiðiári hafa stjórnvöld skammtað honum og félögum hans 26 sóknardaga. — Ég hef enga trú á því að þettaverði niðurstaðan. Ef þessu verður ekki breytt á allra næstu dögum þá hlýtur það að gerast á Alþingi í haust. Ég hef enga trú á því að þingmenn horfi þegjandi upp á það að verið sé að rústa byggðarlög um land allt með þessum hætti. Menn hafa verið að kaupa báta, sem kosta 14-15 milljónir króna, til þess að geta róið í sóknardagakerfinu en nú eiga þessir menn að fá 26 daga til þess að ná endum saman. Það er alltaf verið að tala um að króka- karlarnir séu að taka eitthvað frá öðrum. Á fundi, sem við smá- bátakarlar héldum á Patreksfirði fyrir skömmu, lagði ég til að þetta mál yrði skoðað niður í kjölinn og allir þættir málsins yrðu teknir til athugunar. Spurn- ingin er einföld. Hvernig fær þjóðfélagið mest út úr auðlind- inni? Hver rennur afraksturinn í dag? Fer hann til fjármagnseiga- ndanna, banka og lánastofnana eða fer hann til uppbyggingar at- vinnulífs í byggðum landsins? Ég vil láta skoða allar veiðar og ef það kemur í ljós að eitt veiðarfæri er þjóðhagslega hagkvæmara en annað þá finnst mér að það eigi að taka mið af því. Ég kvíði ekki samanburðinum hvað króka- veiðarnar varðar og ég veit að Alþingi mun aldrei samþykkja það að fórna þeim til þess að fjár- magnseigendurnir geti grætt enn meira en þeir hafa gert fram að þessu, segir Einar Guðmundsson. Útgefandi: Fróöi hf. Héðfnshúsinu, Seljavegi 2, 101 Reykjavík Pósthólf 8820,128 Reykjavík Sírhi: 515 5500 Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Guöjón Einarsson Ritstjórnarfuiltrúi: Eiríkur St. Eiríksson Ljósmyndarar: Gunnar Gunnarsson Hreinn Hreinsson Auglýsingastjóri: Hertha Árnadóttir Rítstjórn: Sími515 5610 Telefax 515 5599 Augiýsingar: Simí 515 5558 Telefax 515 5599 Áskrift og ínnheimta: Simi 515 5555 Telefax515 5599 Stjórnarformaöur: Magnús Hreggviösson Aöairitstjóri: Steinar J. Lúövíksson Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir Prentvinnsla: Prentsmiðjan Grafik hf. Áskríftarverð: 3.984 kr. m.vsk. sept.-des. 1997 Hvert töiublað í áskrift 249 kr. m.vsk. Þeir sem greiöa áskrift með greiðslu- korti fa 10°v afslátt. þannig aö áskriftar- verö verður 3.586 kr. fyrir ofangreint tímabil og hvert tölublað þá 224 kr. Lausasöluverð 349 kr, Atlt verð m.vsk. Handbókin SJÁVARFRÉTTIR fylgir áskrift að Fiskifréttum. en hún kemur út í byrjun september ár hvert. ISSN 1017-3609

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.