Fiskifréttir - 03.10.1997, Blaðsíða 3
FISKIFRÉTTIR föstudagur 3. október 1997
3
Frettir
Skelveiðar kúffiskveiðiskipsins Skeljar ÍS ganga vel:
Aðalvíkin er okkar
besta veiðisvæði
— segir Bjarni Harðarson skipstjóri
— Þetta hefur gengið
alveg þokkalega hjá okk-
ur. Við reynum að dreifa
veiðinni skynsamlega á
fírðina og víkurnar hér
fyrir norðan og fram að
þessu höfum við verið með
40 grindur í túr eða sem
svarar 56 tonnum, segir
Bjarni Harðarson, skip-
stjóri á kúffiskveiðibátn-
Fengu tvo þorska í
skelplóginn
Veiðisvæðin eru misjöfn að sögn
Bjarna. Hann segir Aðalvíkina
bera af að því leyti að þar sé stærsta
veiðisvæðið og þar og í Arnarfirði
hafi besta kúfskelin fengist fram að
þessu. Hins vegar sé skelin stærst í
Fljótavík.
— Skelin er mjög misjöfn eftir
veiðisvæðum bæði hvað varðar
stærð og lit. Þaö er nauðsynlegt að
dreifa sókninni þannig að veiði-
álagið verði ekki of mikið og því er
mikill munur áþví eftir dögum hve
langt er róið. í dag vorum við að
veiðum hér í Önundarfirði og þá er
aðeins tíu mínútna sigling á miðin.
Lengst þurfum við að fara eftir
skelinni norður í Hornvík en þang-
að höfum við ekki farið fram að
þessu, segir Bjarni er Fiskifréttir
ræddu við hann sl. mánudag hafði
Skel ÍS fengið óvæntan aukaafla
þá um morguninn.
— Við fengum tvo þorska í plóg-
Skel ÍS
inn og það hefur ekki gerst áður á
þessum veiðum eftir því sem ég
veit best. Ég var á Æsunni og við
fengum aldrei þorsk í plóginn.
Ætli þetta sé ekki bara til marks
um þá miklu þorskgengd sem sjó-
menn hafa verið að greina frá um
nokkurt skeið. Mér þykir það
sennilegasta skýringin, segir
Bjarni Harðarson.
um Skel ÍS 33, í samtali við
Fiskifréttir en Bjarni og
skipverjar á Skel ÍS hafa
nú stundað skelveiðarnar í
um hálfan annan mánuð.
Við eigum efíir að rannsaka
gríðarstórt veiðisvæði
Það er Vestfirskur skelfiskur á
Flateyri, sem gerir Skel ÍS út til
veiðanna, og er kúfskelin unnin í
verksmiðju fyrirtækisins. Skel ÍS
var keypt til landsins frá Banda-
ríkjunum og kom skipið til Flateyr-
ar í lok júní sl. Það er 13 ára
gamalt, 36,8 metra langt og 8,7
metra breitt, og kostaði það alls
um 100 milljónir króna að með-
töldum breytingum sem gera
þurfti á því. Skel ÍS er með 12 þús-
und tonna kvóta á kúfskel í fjörð-
um fyrir vestan auk þess sem það
hefur leyfi til veiða í Breiðafirði.
Háþrýstidæla skilur
sandinn frá skelinni
Að sögn Bjarna fara veiðarnar
þannig fram að plógur er dreginn
eftir botninum en kúfskelin er
grafin í botnlaginu. Til þess að
forða því að plógurinn fyllist af
sandi og drullu er notuð mjög öflug
háþrýstidæla og skilur hún skelina
frá botnlaginu. Aflabrögðin eru
reiknuð í grindum, en grindur
þessar eru notaðar til að geyma
skelina á í lestum skipsins, en ein
grind samsvarar 1420 kílóum af
skel. Segir Bjarni að hægt sé að ná
allt að tveimur grindum í sköfu eða
tæpum þremur tonnum þegar best
lætur.
— Við höfum rými fyrir alls 54
grindur í lestinni og við getum því
alls komið með tæp 80 tonn af skel
að landi í einu. Fram að þessu höf-
um við þó ekki tekið meira en 40
grindur eða 56 tonn í hverri veiði-
ferð. Við höfum verið að þreifa
okkur áfram með veiðarnar og
eins hefur vinnslan í landi þurft
ákveðinn aðlögunartíma. Ég
reikna þó með því að við förum að
beita okkur af fullum krafti áður
en langt um líður, segir Bjarni.
— segir Guðlaugur Pálsson framkvæmdastjóri Vestfirsks skelfisks
— Þetta er allt að smella saman
hjá okkur. Við höfum starfrækt
kúffiskvinnsluna í einar fimm vik-
ur og vinnslan hefur gengið mjög
vel. Afkastagetan er um 80 tonn á
sólarhring miðað við átta tíma
vinnudag en við erum að vonast til
þess að hægt verði að taka upp
tvískiptar vaktir þegar fram líða
stundir og ef kvótinn verður auk-
inn þá er það alveg inni í myndinni
að bæta við öðru skipi, segir Guð-
laugur Pálsson, framkvæmdastjóri
Vestfirsks skelfisks á Flateyri.
Guðlaugur segir að töluverður
tími hafi farið í að slípa vinnsluna
og veiðar Skeljar IS en nú séu allir
byrjunarörðugleikar að baki.
Fyrirtækið hafi haft góða reynslu
af vinnslu á kúffiski á meðan Æsa
ÍS sá verksmiðjunni á Flateyri fyrir
hráefni og tekist hafi að ná tökum
á vandkvæðum sem tengdust of-
næmi á meðal starfsmanna
verksmiðjunnar vegna kúffisk-
vinnslunnar. Ofnæmisviðbrögð af
þessu tagi eru þekkt í kúffisk-
vinnslu víðar og er þess skemmst
að minnast að fyrr á þessu ári
þurfti að loka kúffiskverksmiðj-
unni á Þórshöfn vegna þessa
kvilla.
Vestfirskur skelfiskur fékk út-
hlutað 12 þúsund tonna kvóta á
veiðisvæðum fyrirtækisins en Guð-
laugur segir að í raun sé aðeins
búið að taka út sex firði og víkur á
Vestfjörðum með tilliti til kúffisk-
veiðanna. Veiðisvæðin séu í Arn-
arfirði, Dýrafirði, Önundarfirði,
einum Jökulfjarðanna, Aðalvík og
Fljótavík. Veiðar hafi enn ekki
verið reyndar utan þessara veiði-
svæða.
— I raun er ákaflega lítið vitað
um ástand kúfskeljarstofnsins hér
við land en miðað við reynslu ann-
ars staðar í heiminum þá mun það
sennilega taka okkur tugi ára að
komast yfir að rannsaka miðin. í
Bandaríkjunum eru veiðarnar t.d.
aðallega stundaðar úti á rúmsjó, í
17-18 tíma siglingu frá landi, en hér
heima erum við aðeins að nýta
nokkra firði. Bandaríkjamenn
veiða 167 þúsund tonn af kúfskel á
ári og það er ótrúlegt annað en að
hér verði hægt að auka veiðarnar
verulega á komandi árum. Við lít-
um því á þennan 12 þúsund tonna
kvóta sem byrjunarkvóta sem hægt
verði að auka við eftir því sem
rannsóknir og veiðireynslan auk-
ast, segir Guðlaugur.
Skel IS hefur landað 56 tonnum
af kúfskel á degi hverjum fimm
daga vikunnar en fyrirhugað er að
auka veiðarnar þannig að skipið
komi með fullfermi, tæp 80 tonn,
að landi eftir hverja veiðiferð. Nú
starfa um 25 manns við kúffisk-
vinnsluna og fimm manns eru í
áhöfn Skeljar IS og eru forráða-
menn Vestfirsks skelfisks bjartsýn-
ir á að hægt verði að fjölga starfs-
fólki til muna á komandi árum.
Erlent
Breytt kvótakerfi í Noregi:
Raunvirði fiskiskipa snarhækkar
Hjóðlát bylting hefur orðið innan norska kvótakerfisins. Kvótar eru
orðnir að verslunarvöru og fyrir vikið hefur orðið mikil hækkun á raun-
verði fiskiskipa. Fyrir nokkrum misserum ákváðu stjórnvöld að leyfa
útgerðarmönnum að slá saman veiðileyfum og kvótum einstakra skipa.
Útgerðir stærri nótaskipa og togara geta nú keypt skip og yfirfært veiði-
leyfi þess og kvóta yfir á sitt skip. Helsta skilyrðið er að skipið sem kvótinn
er tekinn af, sé afskráð og fjarlægt úr norska fiskiskipaflotanum.
Með þessu óskuðu stjórnvöld að
draga úr fjölda fiskiskipa og auka
hagkvæmni flotans. En þetta hefur
einnig leitt til þess að útgerðar-
menn í Noregi eru nú farir að líta á
kvótana sem slíka eign, og versla
með þá sín á milli dýrum dómum.
Þess eru dæmi að gömul nótaskip
sem í mesta lagi eru um 500 millj.
ísl. kr virði hafi að undanförnu
selst á tvöfalt hærra verði. Þar eru
menn ekki að borga fyrir skipin
sjálf, heldur veiðileyfi þeirra og
rétt til kvóta. Svipuð dæmi finnast í
togaraflotanum.
Norska dagblaðið Norðurljós
telur að um 80 prósent af makríl
sem veiddur er af norskum skip-
um, 60 prósent af síld, og rúmlega
30 prósent af þorski og ýsu tilheyri
nú skipum sem heimilt er að flytja
kvóta á milli. Útgerðarmenn líti á
kvóta þessara skipa sem sína eign.
Þar með hafi Norðmenn stigið
stórt skref í þá átt að taka upp kerfi
með framseljanlegum kvótum á
borð við það sem er á íslandi.
Blaðið telur að kvótar stærri nóta-
skipa, sem eru um hundrað talsins,
séu allt í einu orðnir samtals um 40
milljarða íslenskra króna virði.
Fyrir tveim árum datt engum í hug
að spá í kvóta þegar samið var um
verð á notuðum skipum.
Aður var fjölda skipa stjórnað
meðútgáfuveiðileyfa. Skipinvoru
flokkuð eftir ákveðnum skilgrein-
ingum, annað hvort eftir stærð eða
tegund. Kvótum var síðan skipt
jafnt milli hinna einstöku skipa-
flokka eftir fyrirfram ákveðnu
kerfi. Kvótaréttindin voru ekki
eign útgerðanna og bannað var að
stunda verslun með kvóta. Þannig
var reynt að úthluta fiskinum í
sjónum á sem réttlátastan hátt, án
þess að útgerðarmönnum gæti gef-
ist kostur á að gera fjármuni úr
honum áður en hann væri veiddur.
Þannig er þetta ennþá, að minnsta
kosti í orði. En reyndin er í raun
orðin önnur á borði.
Sjávarfréttir
að koma út
Híindbókin Sjávarfréttir 97/98
er að konia úr prentvinnslu og
verður hún póstsend til áskril'-
enda Fiskilrétta á næstunni.
Öðrum er boðin bókin til
kaups. Þá er skipaskrá og
kvótaskrá bókarinnar fáanleg á
tiilvutæku forrni.