Fiskifréttir


Fiskifréttir - 03.10.1997, Side 4

Fiskifréttir - 03.10.1997, Side 4
4 FISKIFRÉTTIR föstudagur 3. október 1997 Fréttir Góð grálúðuveiði á línuna 150 mílur úti á Reykjaneshryggnum: Sigurfari ÓF með fullfermi að verðmæti 21 millj. króna — eftir aðeins 14 daga að vesðum # p€DROLLO' alhliða brunndælur til lands og sjávar Margar gerðir og stærðir fyrir- liggjandi. Mjög hagstætt verð. Leitið nánari upplýsinga. VÉLASALAN EHF. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 552 6122. Mjög góð grálúðuveiði hefur verið á línu djúpt vestsuðvestur af Reykjanesi að undanförnu. Byr VE hefur stundað þessi mið frá því í sumar og fengið góðan afla og um síðustu helgi kom Sigurfari ÓF til hafnar með fullfermi, 68 tonn af frystu, eftir aðeins 14 daga á veið- um. Aflaverðmætið var um 21 milljón króna eða ríflega 1200 þús- und krónur á úthaldsdag í þessari tæplega 18 sólarhringa löngu veiði- ferð. Að sögn Einars Númasonar, fyrsta stýrimanns og afleysinga- skipstjóra á Sigurfara ÓF, byrjaði veiðin fremur rólega en síðan var algengur afli um fimm til sex tonn af grálúðu á sólarhring. Mest feng- ust um 8,5 tonn af grálúðu eftir sólarhringinn að verðmæti ríflega 2,5 millj. króna. Veiðisvæðið var um 150 mflur vestsuðvestur af Reykjanesi. Sigurfari ÓF stundaði grálúðu- veiðar á Reykjaneshryggnum utan 200 mflnanna í sumar en þar er grálúðan utan kvóta. Einar segir veiðarnar hafa gengið treglega og algengur afli hafi verið um 100 grá- lúður á hverja fjóra línurekka eða samtals 4800 króka. — I þessari síðustu veiðiferð vorum við hins vegar að fá upp í 1050 lúður á sex rekka eða samtals 7200 króka. Algengt meðaltal hjá okkur var 700-800 grálúður á sex rekkana. Þarna er línan lögð á 670 til 700 faðma dýpi en þegar við vorum fyrir utan landhelgismörkin var mjög algengt að línan væri lögð alveg niður á 770-870 faðma. Við vorum þá með sérstakan búnað, sem við fengum lánaðan, til þess að mæla hitastig sjávar frá yfir- borði og niður að botni og botnhit- inn á þessum slóðum var 3,6 til 3,8°C, segir Einar en hann upplýsir að meðalvigt á haus- og sporðskor- inni grálúðu utan landhelginnar hafi verið 3,6-3,8 kg á meðan meðalvigtin í síðasta túr var rétt rúm 3 kg. Grálúða, sem vegur 5 kg eða meira, er lausfryst en minni lúðan er fryst í blokkarpakkning- um. Margir línuútgerðarmenn telja það reyndar óréttlátt að grálúða, sem veiðist 150 mflur eða lengra frá landinu, skuli vera kvótabundin. Bent er á að á úthafskarfaveiðun- um hafi togararnir fengið að veiða karfann allt að 50 mflur inn í land- helgina án þess að kvóti kæmi á móti og að grálúðan, sem línuskip- in hafi verið að veiða, sé langt utan hefðbundinnar togslóðar togar- anna. í/ETTUN6A- OG STÍGVÉLAÞURRKARI Útvegum vettlinga- og sígvélaþurrkara með stuttum fyrirvara. Þurrkaramir eru einstaklega fyrirferðalitlir og eyðslu grannir, smíðaðir úr ryðfríu stáli. Hægt er að velja um ýmsar stærðir. Þurrktími á blautum vettlingum er ca. 25 mín. Hentar mjög vel til sjós og lands. Viðurkenndur búnaður af eftirlitsstofnun. Vettlinga- og stígvélaþurrkarinn er komin meðal annars í eftirtalin skip og líkar mjög vel: Arnar HU-1, Helgu Björg HU-7, Sléttbak EA-, Svalbak EA-, Sæbjörgu ST-7, Sighvat Bjarnason VE-81, Sunnutind SU-59, einnig í rækju- og vinnslustöðvar víða um land. Sigurjón Ingólfsson baader-maður Arnari HU-1. „Eftir að við fengum þurrkarann þá eru blautir og illa lyktandi vettlingar úr sögunni((. Framleiðandi: Vélaverkstæði Karls Berndsen Skagaströnd • Sími 452 2689 Söluaðili: OLIS iðnaðar- og efnavörusvið ÚTUMALLTLAND! Olíuverzlun íslands hf., Héðinsgötu 10, Sími: 515 1000 Intemet: http://www.mmedia.is/olis Kristjan Gislason, framkvæmdastjóri Radiomiðunar ehf., og Eyjólfur Bergsson, tæknistjóri fyrirtækisins, með nýja Sailor Mini-M símann ásamt SIM korti Fyrsti gervihnattasíminn afnýrri kynslóð settur í íslenskt fiskiskip: Hnattræn símtöl fyr- ir 180 kr Radíómiðin ehf. hefur nýlega lokið við uppsetningu á fyrsta Inmarsat Mini-M gervihnattasímanum sem seldur er til notkunar um borð í íslensku fiskiskipi. Það var Grandi hf. sem reið á vaðið og verður sím- inn í notkun um borð í frystitoga- ranum Örfirisey RE. Að sögn Kristjáns Gíslasonar, framkvæmdastjóra Radíómiðunar ehf., mun tilkoma þessa nýja gervihnattasíma vafalaust valda byltingu í fjarskiptamálum í ís- lenska fiskiskipaflotanum. Mini-M síminn, sem framleiddur er af Sailor, gerir mönnum kleift að hringja til og frá fiskiskipum hvar sem þau eru stödd án þess að eiga á hættu að fá himinháa sím- reikninga. Radíómiðun ehf. hefur gert samning við hollensku jarð- stöðina Station 12 um áskriftir að Inmarsat Mini-M símakerfinu og á mínútu mun mínútan kosta íslenska not- endur um 180 krónur. Nýi gervihnattarsíminn kostar um 500 þúsund krónur og er loftnet símans aðeins um 10% að umfangi ef miðað er við eldri gerð- ir gervihnattasíma. Kristján spáir því að Mini-M síminn verði þegar fram líða stundir arftaki NMT far- símakerfisins um borð í íslenskum skipum en NMT kerfið hefur nú verið hér í notkun frá árinu 1986. Kostir nýja símans umfram NMT kerfið eru umtalsverðir. Lang- drægnin er hnattræn og síminn er með þremur símanúmerum, einu fyrir talsamband, öðru fyrir faxsendingar og hinu þriðja fyrir gagnasendingar. Hægt er að fá SIM kort við símann og þannig er hægt að hugsa sér að hver skipverji hafi sitt eigið kort og greiði fyrir afnot af símanum í samræmi við notkun.

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.