Fiskifréttir


Fiskifréttir - 03.10.1997, Blaðsíða 5

Fiskifréttir - 03.10.1997, Blaðsíða 5
FISKIFRÉTTIR föstudagur 3. október 1997 Allt verði óbreytt í Gaulverjabæ — eftir Guðjón 4. Krístjánsson Á fundi Samtaka fiskvinnslu- stöðva í síðustu viku var gerð grein fyrir könnun meðal félags- manna um hvort vilji væri til að að selja allan fisk um fiskmark- aði. Meginafstaðan hjá félags- mönnum í heild var sú, að 80% þeirra væru andvígir slíku fyrir- komulagi á verðmyndun fisks. Ekki kemur þetta á óvart þar sem 80% fiskiskipa með kvóta eru í eigu fyrirtækja sem einnig reka fiskvinnslu. Þessir fisk- vinnslu- og kvótagreifar vilja með engu móti missa tökin á þeirri einokunaraðstöðu sem þeir hafa í dag að geta skammtað sínum eigin skipum fiskverð og þá jafnframt ákveðið hvað fisk- vinnslan eigi að greiða fyrir fisk- inn. Þeir geta einnig ákveðið að fara inn á fiskmarkaðinn þegar þeim hentar, annað hvort til að selja eða kaupa fisk á hvaða verði sem er frá þeim sem ávallt versla á fiskmarkaði og eru háðir þeirri hráefnisöflun fyrir fiskvinnslur sínar. Þeir geta sem sagt ráðið sjálfir sínu meðalverði þótt þeir kaupi stundum dýrt. Þetta heitir á venjulegu máli að sitja beggja megin borðs og semja við sjálfan sig. Afstaða VSÍ Þessu þvingunar- og nauðung- arfyrirkomulagi vilja atvinnurek- endur viðhalda. Þeir og þeirra fyrirtæki eru þó flest öll í Vinnu- veitendasambandi íslands (VSÍ), sem a.m.k. í orði kveðnu hvetur á öllum sviðum til aukinnar sam- keppni og að jöfn samkeppnis- staða sé tryggð í viðskiptum milli manna og fyrirtækja. Margítrek- að hafa samtök innan VSÍ skorað á ríkisvaldið að stuðla að aukinni samkeppni í viðskiptum. En þegar kemur að því að þeirra eig- in fyrirtæki eigi að una sam- keppni með sölu fisksins á fisk- markaði, þá fá afturhaldssjónar- miðin í röðum fiskvinnslunnar fullan stuðning. Aftur á móti finnst útgerðar- mönnum, sem eru 80% þeir sömu og eiga fiskvinnsluna, alveg sjálf- kaupa á fiskmörkuðunum innan- lands eða selja ferskan fisk á hæstu verðum, eru að búa til fyrir þjóðfé- lagið þá mestu arðsemi úr fiska- flanum sem völ er á. )) Liggur við að sumir afturhaldsseggirnir lýsi vistarbandinu sáluga sem dýrðartímum íslenskrar alþýðu“ sagt að óveiddur fiskur í sjó, þ.e. kvótinn, gangi kaupum og sölum enda tryggt að þar sé borgað til sameiginlegrar fiskvinnslu og út- gerðaraðila. Þeir sem borga okur- kvótaleiguna og fóðra kvóta- braskarana eru hins vegar þeir sem eru að gera mest verð úr hverju veiddu fiskkílói, annað hvort með sölu á uppboðsmörkuðum fyrir ferskfisk á íslandi eða erlendis. Eða þá þeir fiskvinnsluaðilar, sem eru að selja fisk sérunninn fyrir einstaka kaupendur ferskan, salt- aðan eða frosinn. Þessar útgerðir og fiskvinnslumenn, sem eru að Fjötrar fortíðar Með því að leigja kvótann okur- verði eru þeir hins vegar að halda uppi valdakerfi fiskvinnslu og út- gerðar sem í 80% tilfella eru á sömu hendi. Þegar greiðsluþol þeirra leyfir ekki lengur að borga okurkvótaleiguna fara sumir í það að brjóta bæði landslög og kjara- samninga sjómanna með því að láta sjómenn taka þátt í að greiða kvótagreifunum arðinn í formi ok- urleigu af sameiginlegri auðlind. Þessir sömu kvótarétthafar berjast gegn því að full arðsemi fáist af sjávaraflanum, mestu auðlind ís- lendinga, með því að viðhalda þeirri einokun í veiðum og vinnslu sem endurspeglast í við- horfum kvótagreifanna. Reynt er með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir samkeppni um fiskinn með opinni sölu á fersk- fiskmörkuðum. Haldið er uppi hræðsluáróðri um það að ef fisk- ur verði almennt seldur á fisk- markaði þá missi allt verkafólk vinnuna við fisk í landi. Reynt er með öllum ráðum að viðhalda fjötrum fortíðar og liggur við að sumir afturhaldsseggirnir lýsi vistarbandinu sáluga sem dýrðar- tímum íslenskrar alþýðu. I Noregi fjölgar þeim fiskiskip- um og þeim fisktegundum sem seldar eru á uppboðsmarkaði. Nú síðast var bræðslufiskur sett- ur inn á uppboðsmarkað. I Fær- eyjum fer ferskur fiskur nú um uppboðsmarkaði sem stofnaðir hafa verið á sl. 2-3 árum. En í „Gaulverjabæ" er allt við það sama, þar halda menn sínum gömlu hefðum og kemur lítið við hvernig heimurinn breytist til frjálsræðis á öllum sviðum. Hlutur stærstu stj ór nmálaflokkanna Tveir stærstu stjórnmálaflokk- ar landsins viðhalda svo óbreyttu ástandi enda megnið af kvóta- greifunum innan núverandi ríkis- stjórnarflokka. Að vísu heyrist annað slagið í hátíðarræðum, m.a. hjá forsætisráðherra nýver- ið, að stuðla beri að aukinni og virkri samkeppni og í því sam- bandi þurfi að gæta jafnræðis. Slíkt hjal gleymist fljótt þegar grípa þarf fyrir eyrun vegna óð- ríks söngs alþýðunnar sem ennþá syngur söng hlutabréfanótunnar of falskt, enda skilur hún ekki textann. Höfundur er forseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands. Loðnubræðslur: 18% hagnaður á síðasta ári smiðjurnar réttu megin við núllið, því hagnaður varð hjá sjö verk- smiðjum, rekstur einnar var í járn- um og fjórar voru reknar með halla, að því er fram kom á aðal- fundi Samtaka fiskvinnslustöðva. 5 íslenskir markaðir Allir markaðir Vikan 21.-27. sept. 1997 Hæsta Lægsta Meðal- verd verð verð Tegund (kr/kg) (kr/kg) (kr/kg) Magn (kg) Annar afli 650,00 5,00 67,67 3.133 Annar flatfiskur 40,00 40,00 40,00 102 Bland. 64,00 9,00 54,68 59 Blálanga 77,00 30,00 66,27 7.495 Djúpkarfi 85,00 80,00 80,64 17.089 Gellur 300,00 300,00 300,00 49 Grálúða 120,00 24,00 77,85 79 Hlýri 131,00 79,00 108,13 30.171 Háfur 5,00 5,00 5,00 141 Hámeri 135,00 120,00 126,67 225 Karfi 100,00 5,00 70,25 56.593 Keila 74,00 6,00 64,58 19.099 Langa 92,00 20,00 79,86 19.852 Langlúra 116,00 90,00 102,94 3.174 Lúða 605,00 0,00 390,46 7.901 Lýsa 53,00 15,00 45,31 6.738 Rækja 107,50 90,00 100,43 2.401 Steinb./ hlýri 109,00 109,00 109,00 55 Sandkoli 70,00 15,00 60,35 61.482 Skarkoli 159,00 40,00 105,32 43.830 Skata 204,00 80,00 174,85 205 Skrápfl. 60,00 10,00 51,05 10.195 Skötusel 270,00 100,00 202,64 6.180 Steinb. 1.660,00 50,00 105,85 43.854 Stórkjafta 96,00 45,00 68,46 5.970 Sfld 35,00 35,00 35,00 16 Sólkoli 250,00 60,00 198,71 18.288 Tindaskata 35,00 5,00 10,34 10.441 Ufsi 77,00 35,00 65,04 201.303 Undm.f. 173,00 47,00 87,00 10.577 Ýsa 1.660,00 48,00 121,74 118.015 Þorskur 275,00 60,00 109,19 353.901 1.059.800 Sjávarútvegur: Heildar- skuld- ir 119 milljarðar Heildarskuldir sjávarút- vegsins hafa hækkaö um 6 milljarða króna frá ára- mótum og eru nú 119 millj- arðar króna, samkvæmt nýju mati hagdeildar Seð- labankans, sem unnið var að beiðni Samtaka fisk- vinnslustöðva. Á undanförnum fimm árum hafa heildarskuldir sjávarútvegs- ins aukist um 20%, en miklar fjár- festingar hafa átt sér stað í grein- inni, einkum í vinnsluskipum og fiskimjölsverksmiðjum. Á móti kemur að stóraukin úthafsveiði ásamt vaxandi veiði og vinnsla á rækju, loðnu og sfld hefur skilað auknum útflutningstekjum. Nýlokið er könnun á afkomu 12 fiskimjölsverksmiðja á síðasta ári, sem tóku á móti 95% af allri loðnu og sfld sem fór í bræðslu. í heild voru verksmiðjurnar reknar með 14% hagnaði sem er umtalsvert betri afkoma en árið á undan þegar hagnaðurinn nam 6% af tekjum. Bætt afkoma milli ára kemur ekki á óvart í ljósi góðs afurða- verðs á mjöli og lýsi og mikillar aukningar á loðnu og síld til bræðslu. Ekki voru þó allar verk- Hönnun • smíði • viðgerðir • þjónusta STÓRÁSl S • 210 GARÐABÆR • SÍMI 565 2921 • FAX 565 2927 - afkastamiklir vinnuþjarkar SKEIFUNNI 3E-F • SÍMI 581 2333 • FAX 568 0215 KahCHER

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.