Fiskifréttir - 03.10.1997, Síða 7
6
FISKIFRÉTTIR föstudagur 3. október 1997
FISKIFRÉTTIR föstudagur 3. október 1997
7
Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva
Á að skylda með lög
um að allur fiskur
fari á fiskmarkað?
— niðurstöður könnunar á vegum
Samtaka fiskvinnslustöðva
„Telur þú æskilegt að skylda með lögum að selja skuli allan fisk um
fiskmarkaði?“ — var spurt í skoðanakönnun sem fyrirtækið Markviss
ehf. (Einar Kristinn Jónsson) vann fyrir Samtök fiskvinnslustöðva. 82%
svöruðu því neitandi, 12% játandi. Eins og að líkum lætur fóru viðhorf
manna mjög eftir því hvort þeir ráku bæði útgerð og fiskvinnslu eða
eingöngu fiskvinnslu. Þannig voru 98% hinna fyrrnefndu andvígir sölu-
skyldu á mörkuðum en 57% hinna síðarnefndu voru henni fylgjandi.
Úrtakið í könnun sem þessari
skiptir að sjálfsögðu verulegu
máli. Alls voru 79 manns spurðir,
39 þeirra (50%) ráku bæði útgerð
og vinnslu, 13 manns (16,7%)
stunduðu eingöngu fiskvinnslu, í
hópnum voru 11 sveitarstjórar
(15,4%), 11 verkalýðsleiðtogar
(14,1%), þrenn sölusamtök
(3,8%) og tveir fiskmarkaðir
(2,6%). Svarendur dreifðust um
land allt.
Stuðningur við að setja allan fisk
á markað reyndist mestur á
Reykjanesi, Reykjavík og á Norð-
urlandi vestra en annars staðar var
nokkuð eindregin andstaða við
söluskyldu á markaði.
Afleiðingar söluskyldu
á mörkuðum
Spurt var hvaða áhrif menn
teldu að söluskylda hefði á afkomu
fyrirtækja. 49% svarenda töldu að
afkoma „blandaðra“ fyrirtækja
(bæði í útgerð og vinnslu) myndi
versna, en 58% svarenda töldu að
afkoma „hrcinna" fiskvinnslufyr-
irtækja myndi batna. Spurt var um
önnur áhrif sem fylgdu söluskyldu.
Þá kom fram, að tveir af hverjum
þremur töldu að hún myndi ekki
hafa áhrif á sameiningu fyrirtækja.
Álíka stór hópur taldi líklegt að
söluskyldan drægi úr vinnslu í
landi og stuðlaði jafnframt að auk-
inni vinnslu á sjó. Þá töldu 79%
líklegt að sérhæfing í vinnslu
myndi aukast. Mjög skiptar skoð-
anir voru um það hvaða áhrif sölu-
skyldan hefði á hráefnisgæði. Um
60% svarenda töldu að byggð
myndi þéttast og fólksflutningar til
höfuðborgarsvæðisins aukast ef
allur fiskur yrði skyldaður inn á
markað.
Jákvætt — neikvætt
í niðurstöðum könnunnarinnar
eru áhrif söluskyldu á markaði
flokkuð sem jákvæð eða neikvæð
fyrir fiskvinnsluna. Jákvæðu
punktarnir eru taldir þessir:
* 67% töldu að hráefnisverð á
fiskmörkuðum myndi lækka
* 45% töldu að hráefnisverð yrði
lægra en í beinum viðskiptum í
dag (35% töldu að það yrði
óbreytt).
* 58% töldu að afkoma „hreinna“
vinnslufyrirtækja myndi batna
Neikvæðu áhrifin eru metin þessi:
* 58% töldu að fiskverð yrði
óstöðugra
* 51% töldu að atvinnuöryggi
starfsfólks í fiskvinnslufyrirtækj-
um myndi minnka
* 49% töldu að afkoma „bland-
aðra“ fyrirtækja myndi versna
* 45% töldu líklegt að hagur
starfsfólks myndi versna
Áhrif á fískverð
„Ég dreg þá ályktun af þessari
könnun, að meirihluti fiskvinnslu-
manna sé hlynntur því að málin
þróist áfram í átt til aukinna við-
skipta á fiskmörkuðum. Aukning-
in hefur verið nánast 3% árlega
síðustu árin og nú er svo komið að
39% af botnfiskaflanum, sem fer
til vinnslu innanlands, er seldur á
fiskmörkuðum. Menn eru andvígir
því að skylda þetta með lögum eða
kjarasamningum við sjómenn. Það
er nokkuð ljóst, að ef allur fiskur
yrði skyldaður á markað myndi
fiskverð á mörkuðunum lækka
umtalsvert. Þróist málin hins vegar
í rólegheitum í átt til aukinnar
markaðssölu, eins og verið hefur,
mun verðið eitthvað lækka á
mörkuðunum, en verð í beinum
viðskiptum væntanlega haldast
svipað, þannig að munurinn þarna
á milli mun minnka,“ segir Árnar
Sigurmundsson formaður Sam-
taka fiskvinnslustöðva í samtali við
Fiskifréttir.
— í niðurstöðum könnunarinn-
ar er það flokkað sem jákvœður
þáttur fyrir fiskvinnsluna að með
því að skylda allan fisk á fiskmark-
að muni hráefnisverð á mörkuðum
lœkka. Erþað ekki einmittþað sem
botnfiskvinnslan þarf á að halda í
bullandi taprekstri?
„Ef allur fiskur færi á markað
myndi fiskverð á mörkuðunum
vissulega lækka, en á móti kæmi að
markaðsverðið yrði eftir sem áður
hærra en það sem nú er greitt í
beinum viðskiptum. Við sölu-
skyldu á markaði myndi hráefnis-
verð til þeirra sem eru mest í bein-
um viðskiptum sennilega hækka
frá því sem nú er. Sumir þeirra eiga
reyndar veiðiskip og ætla má að
þeir nytu hærra söluverðs á mark-
aði í staðinn fyrir afla sinn, en á
móti kemur kostnaður vegna sölu-
launa og flutnings á aflanum. Síð-
ast en ekki síst myndi þetta fyrir-
komulag valda stórum fyrirtækj-
um, sem eru að búa sig undir
hreinan verksmiðjurekstur, miklu
óhagræði. Sum þeirra, eins og t.d.
Útgerðarfélag Akureyringa, eru
nánast sjálfum sér nóg með hráefni
allt árið,“ sagði Arnar Sigur-
mundsson.
Framkvæmdastjórar - Útgerðarstjórar
Nýr valkostur í þjónustu
stærri frysti- og kælikerfa
Jón Valdimarsson GSM: 896 1447
Steinar Vilhjálmsson GSM: 899 6988
Vésteinn Marínósson GSM: 897 1447
Heimasíða: http://www.isholf.is/frystikerfi/
E-mail: frysti@isholf.is
Frá aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva
Tap á frystingu er 13%, samkvæmt mati Þjóðhagsstofnunar:
VÁ FYRIR DYRUM
— segir Arnar Sigurmundsson formaður Samtaka fiskvinnslustöðva
„Hér er vá fyrir dyrum. Verði
ekki breyting á afkomu í fryst-
ingu og söltun botnfisktegunda
mun vinnslan dragast enn frekar
saman og kastað verður á glæ
þeim tækifærum sem felast í frek-
ari fullvinnslu sjávarafurða hér á
landi. Gerist slíkt glatast að
nokkru gífurlegt markaðsstarf
erlendis fyrir íslenskar sjávaraf-
urðir og ómetanleg verkþekking
starfsfólks í fiskvinnslu,“ sagði
Arnar Sigurmundsson formaður
Samtaka fiskvinnslustöðva á að-
alfundi samtakanna í síðustu
viku.
Arnar vitnaði til mats Þjóð-
hagsstofnunar, sem birt var þann
sama dag um afkomu fiskvinnslu
og útgerðar. Samkvæmt því eru
frysting og söltun nú rekin með
9,5% halla og rekstur báta og ís-
fisktogara er í járnum. Tapið í
frystingunni er áætlað 13% og í
saltfiski 4,5%. Rækjuvinnsla og
rækjuveiðar eru nú nálægt núllinu,
en afkoma í loðnuveiðum og loð-
nuvinnslu er á hinn bóginn með
mesta móti og útlitið bjart fram-
undan.
„Sjaldan hefur afkomumunur
verið eins mikill á einstökum
greinum sjávarútvegs og nú. Sem
betur fer eru mörg fyrirtæki í fleiri
en einni grein veiða og vinnslu.
Annars væru mörg fyrirtæki í botn-
fiskvinnslu löngu hætt rekstri,“
sagði Arnar. „Vandi fyrirtækjanna
er margvíslegur, en í saltfisk-
vinnslu verður að telja að 72% hrá-
efniskostnaður af skilaverði afurð-
anna og óhagstæð gengisþróun
Evrópumynta og gengishækkun
krónnar ráði mestu. í frystingunni
er vandinn miklu flóknari og erfið-
ari. Það er alveg ljóst að frystingin
þolir ekki 58% hráefnishlutfall og
26% launakostnað samhliða lægra
skilaverði vegna gengishækkunar
krónunnar.“
Útflutningsgreinarnar
greiða niður
verðbólguna
Arnar vék að hugsanlegum
lausnum á hallarekstri botnfisk-
vinnslunnar, en tók fram að það
þyrfti mikið til að breyta 9% tapi
í viðunandi hagnað á skömmum
tíma. „Lækkun hráefnisverðs er
ekkert auðveld í framkvæmd
þegar samkeppni um hráefnið er
mjög mikil. Áukinn þorskafli á
næstu árum gæti hjálpað eitthvað
til þar sem afkoma bátaflotans og
ísfisktogara batnaði þá að sama
skapi. Við þurfum að bæta nýt-
ingu vinnutíma og halda áfram
tilraunum með ný vinnslu- og
launakerfi í frystihúsunum.
Lækkun fjármagnskostnaðar
skiptir verulegu máli fyrir mörg
fyrirtæki. Stjórnvöld geta slegið á
frest hækkun tryggingagjalds á
sjávarútveg. Þá verður gengis-
stefnan að taka mið af því að við
lifum á útflutningi og hækkun
gengis krónunnar á undanförn-
um mánuðum færir þær skyldur á
herðar útflutningsgreinum að
greiða niður verðbólgu á íslandi.
Svo mikið er víst að fiskvinnsla í
bullandi taprekstri hefur enga
burði til að standa undir slíkum
aukaútgjöldum. Lausnin erheld-
ur ekki eingöngu fólgin í aukinni
sérhæfingu og sameiningu fyrir-
tækja. Lausnin felst ekki í stórum
gengisfellingum eins og á árum
áður,“ sagði Arnar Sigurmun-
dsson. Fram kom í máli hans að
lækkun útflutningstekna af sjáv-
arafurðum vegna gengishækkun-
ar krónunnar næmi 1.500 milljón-
um króna á einu ári.
Arnar Sigurmundsson í ræðustól á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva
Myndir/Fiskifréttir: GE
Texti:
myndir: GE
Flæðilínurnar eiga sök á meðal-
mennskunni í frystíhúsunum
— segir Ólafur Rögnvaldsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hetiissands
Tap á botnfiskvinnslu, sem nú er metið 13% í frystingunni og 4,5% í saltfiskverkun á landinu öllu samkvæmt
áætlun Þjóðhagsstofnunar, er forráðamönnum fiskvinnslufyrirtækjanna mikið áhyggjuefni eins og fram kom á
nýafstöðnum aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva. Því miður eru þessar afkomutölur engin ný sannindi því
botnfiskvinnslan hefur verið rekin með bullandi tapi mörg undanfarin ár. Bent hefur verið á að eina leiðin til
þess að snúa við taprekstri undangenginna ára sé aukið hagræði í vinnslunni, lækkun hráefnisverð og samein-
ingar fyrirtækja. Ekki taka þó allir frystihúsamenn undir þetta og einn þeirra er Ólafur Rögnvaldsson,
framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands.
- Við höfum rekið okkar fyrir-
tæki réttu megin við núllið og
stundum hefur þokkalegur hagn-
aður verið af vinnslunni. Ég held
að við þurfum að fara aftur á miðj-
an síðasta áratug til þess að finna
dæmi um taprekstur í þessu fyrir-
tæki, segir Ólafur en hann er sann-
færður um að vandi frystingarinn-
ar sé a.m.k. að hluta til heimatil-
búið vandamál.
— Vandræðin hófust fyrir al-
vöru þegar flæðilínurnar ruddu sér
til rúms á sínum tíma. Þær áttu að
sögn að leysa allan vanda og menn
kepptust við að henda út vinnslu-
línunum, sem þeir höfðu fyrir, og
taka inn rándýrar flæðilínur sem
engin reynsla var komin á. I mörg-
um húsum hafa tvær kynslóðir
flæðilína verið í notkum og þess
eru dæmi að í sumum húsum hafi
verið keyptar þrjár gerðir flæði-
lína, segir Ólafur en hann segir
flæðilínurnar fram að þessu hafa
skapað fleiri vandamál en þær hafi
leyst.
Bónusdrottningarnar
duttu niður í
meðalmennskuna
- Við stóðum frammi fyrir því
hvort við ættum að henda út gamla
bakkakerfinu, sem við höfum not-
að með 'góðum árangri fram að
þessu, og fylgja straumnum og
kaupa flæðilínu í húsið. Við höfum
aldrei verið miklir jafnaðarmenn
og við gerðum okkur fljótlega
grein fyrir því að flæðilínunum
fylgdi ekkert annað en meðal-
mennskan. Það gefur augaleið að
starfsfólk í snyrtingu og pökkun er
misduglegt og áður en flæðilínurn-
ar héldu innreið sína þá bar dug-
legasta fólkið mest úr býtum. Með
tilkomu flæðilínanna fengu bónus-
drottningarnar, sem margar eru
þyngdar sinnar virði í gulli fyrir
fyrirtækin, allt í einu sömu laun og
konur sem skiluðu litlum afköst-
um. Það þarf ekki að fjölyrða um
það að þetta var ekki afkastahvetj-
andi fyrirkomulag og auk þess sem
afköstin duttu niður þá fóru flæði-
línurnar ekki nægilega vel með
fiskinn. Hann varð fyrir meira
hnjaski og það varð meira los í
honum en í t.d. bakkakerfinu, seg-
ir Ólafur en hann gefur ekki mikið
fyrir fullyrðingar um bætta nýtingu
með notkun flæðilínanna.
Ólafur dregur enga dul á að
stjórnendur Hraðfrystihúss Hellis-
sands hafi oftar en ekki verið skot-
spónn fiskvinnslumanna og fleiri
sem töldu það merki um gamal-
dags hugsunarhátt og dugleysi að
taka ekki þátt í flæðilínuvæðing-
unni.
— Það komu m.a. hingað
bankastjórar sem hneyksluðust á
því að við værum ekki með flæði-
línur. Það væri enginn maður með
mönnum nema hann tæki lán til
þess að setja upp slíkan kostagrip.
Það er hins vegar gott að vera
stundum íhaldssamur og ég segi
fyrir mig að mér fannst það vera
tómt bull að eyða 20-40 milljónum
króna í flæðilínu þegar bakkakerf-
ið skilaði okkur hreint ágætum ár-
angri. Miðað við fjárfestingar ann-
arra frystihúsamanna á undan-
förnum árum þá er gamla
bakklínan okkar sennilega 70-80
milljón króna virði og ég er hreint
ánægður með það, segir Ólafur en
hann segir að það sé fyrst nú að
fram séu að koma flæðilínur sem
taki á nefndum vandamálum með
því að mæla nýtingu og afköst frá
hverjum einasta starfsmanni.
Skil ekkert í þessu
hagræðingarhjali
í máli Ólafs kemur fram að
sennilega hafi það hjálpað Hrað-
frystihúsi Hellissands mikið að
vera ekki það sem hann kallar
miðahús en með því á hann við
fyrirtækin sem skráð eru á almenn-
um hlutabréfamarkaði.
— Við höfum rekið okkar fjöl-
skyldufyrirtæki og fram að þessu
höfum við ekki séð ástæðu til þess
að breyta rekstrarfyrirkomulag-
inu. Við höfum fengið að vera í
friði með þennan rekstur og það
hefur verið lítið um það að leitað
hafi verið til okkar um að samein-
ast öðrum fyrirtækjum. Það gæti
hins vegar komið til álita í framtíð-
inni en þá á heilbrigðum forsend-
um. Ég skil t.d. ekkert í öllu þessu
hagræðingarhjali svokallaðra sér-
fræðinga. Það er alltaf verið að tala
um að það þurfi að hagræða hinu
og þessu og sameina þetta og hitt.
Tveir mínusar verða sjaldnast að
plús í þessum rekstri. Þessir háu
herrar mega gjarnan koma hingað
og segja mér það„ segir Ólafur en
hann segir að ekki sé hægt að saka
forráðamenn Hraðfrystihúss Hell-
issands um að hafa haldið hráefnis-
verðinu niðri.
— Við gerum út tvo báta, Rifs-
nes SH og Örvar SH, og við greið-
um áhöfnum þessara báta hátt
verð fyrir aflann. Hið sama má
segja um fiskinn sem við kaupum á
fiskmörkuðum. Við kaupum hann
á hæsta verði hverju sinni, segir
Ólafur en hann lítur björtum aug-
um til framtíðarinnar.
— Ég hef alltaf sagt að ef okkur
Ólafur Rögnvaldsson
tækist að lifa árið 1996 af og kljúfa
dæmið fram til 1. september 1997
þá væri okkur borgið. Það tókst og
nú er útlitið gott. Þorskgengd hef-
ur aukist mikið og einu áhyggjurn-
ar, sem ég hef af þorskinum, er hve
magur hann er um þessar mundir.
Hann virðist ekki hafa nægilegt æti
og það er umhugsunarefni fyrir
stjórnvöld og fiskifræðinga hve
stór skörð vaxandi þorskstofn
virðist höggva í aðra nytjastofna.
Það er dýrt að láta þorskinn éta
upp rækjustofninn og mér finnst
menn mættu hugleiða það hvort
ekki væri hagkvæmara fyrir þjóð-
félagið ef menn gengju heldur
hægar um gleðinnar dyr hvað varð-
ar loðnuveiðarnar. Að mínu mati
væri heppilegra að draga heldur úr
loðnuveiðunum en að láta þorsk-
inn rústa rækjunni eins og hann
hefur svo sannarlega gert núþegar
hér í Kolluálnum, segir Ólafur
Rögnvaldsson.
KARCHER
HAÞRYSTI
DÆLUR
SKEIFUNNI 3E-F • SÍMI 581 2333 ■ FAX 568 0215
TIL
SANDBLÁSTURS
SANDBLÁSTURSSANDUR
HNPUSSNING Sf.
Dugguvogur 6. 10-
Rvk. ® 553 2500