Fiskifréttir


Fiskifréttir - 03.10.1997, Page 12

Fiskifréttir - 03.10.1997, Page 12
FRETTIR 36. tbl. föstudagur 3. okt. 1997 HSSS Allt til netaveiða! í krafti áratuga reynslu okkar í sölu veiðarfcera tryggjum við viðsiciptavinum okkar ávallt fyrsta flokks vöru á góðu verði. I\I E T A. S A L A l\I Skútuvagi 1S-L Sími SE8 1819 Fax SBB 1BB4 Nefndarálit um endurnýjunarreglur væntanlegt í vikulokin: 25% stækkun án úreldingar? — rætt um að hverfa aftur til þess fyrirkomulags sem giiti áður en reglurnar voru hertar Endurnýjun íslenska fiskiskipaflotans hefur setið á hak- anum að margra áliti mörg undanfarin ár og kenna menn þar einkum um ströngum úreldingarreglum. Ef útgerðarmenn vilja láta smíða fyrir sig ný skip eða flytja inn stærrri og fullkomnari skip, í stað skipa sem fyrir eru í rekstri, þá verða þeir að úrelda gamla skipið og jafn marga rúmmetra og nemur mismuninum á stærð skip- anna. Samkvæmt heimildum Fiskifrétta kann að verða breyting á þessum reglum á næstunni og leyft verði að stækka skipin um allt að 25% án þess að úrelda þurfi rúmmetra á móti stækkuninni. Sex manna nefnd, sem sjávar- útvegsráðherra skipaði í ársbyrjun til þess að fara ofan í saumana á Oskum eftir afurðum til sölu, land- eða sjófrystum ICELAND PRIMA BRAND G. Ingason Fornubúðum 8, 220 Hafnarfirði ■3 565 3525 • 565 4044 • 852 7020 -RækjU' framleiðendur Hafið samband um verð og greiðslukjör a& íslenska útflutningsmiðstöðin hf. Sidumuli34 • 121 Reykjavik Sími 588 7600 þessum málum, skilar af sér áliti nú í lok vikunnar. Formaður nefndarinnar er Ari Edwald, að- stoðarmaður sjávarútvegsráð- herra, og í samtali við Fiskifréttir vildi hann hvorki játa því né neita að nefndin legði til að endurnýjun- ar- og úreldingarreglunum yrði breytt með þeim hætti sem nefnd- ur er hér að framan. Að sögn Ara hefur því verið haldið fram að þröngar reglur sjávarútvegsráðu- neytisins hömluðu eðlilegri þróun fiskiskipaflotans og var það m.a. verkefni nefndarinnar að kanna sannleiksgildi þess og hvort ekki væri tekið nægjanlegt tillit til auk- inna krafna um aðbúnað áhafna og bætta meðferð hráefnis. Að öðru leyti vildi Ari ekki tjá sig um málið. Endurnýjunarreglurnar hafa oftar en ekki verið til umræðu á fundum hagsmunaðila í sjávarút- vegi á undanförnum árum og hefur verið vaxandi vilji fyrir því meðal útgerðarmanna að afnema núgild- andi fyrirkomulag. Á það jafnt við um kaup á nýjum skipum til lands- ins sem og breytingar á eldri skip- um. í þessu sambandi hefur ekki síst verið horft til endurnýjunar nótaskipaflotans en til skamms tíma voru engin íslensk nótaskip útbúin með sjókælitönkum líkt og tíðkast hefur í nágrannalöndum okkar um langt árabil. Flafa út- gerðarmenn þessara skipa þurft að fara ýmsar krókaleiðir til þess að sleppa við að greiða tugmilljóna kostnað vegna kaupa á rúmmetr- um bara vegna breytinga á lestar- rýminu. Eru þess jafnvel dæmi að ný skip hafi verið smíðuð utan um nokkrar stálplötur úr eldri skipum til þess að losna við þennan fórnar- kostnað en heimilt hefur verið að lengja og breyta eldri skipum án þess að þurft hafi að úrelda rúm- metra á móti stækkuninni. Þeir, sem farið hafa þá leið að kaupa notuð kælitankaskip frá útlönd- um, hafa hins vegar undantekning- arlaust þurft að greiða tugi millj- óna króna í úreldingu vegna óhjá- kvæmilegrar stækkunar frá fyrra skipi. Samkvæmt heimildum Fiski- frétta felur breytingin, sem nú er lagt til að gerð verði á endurnýjun- arreglunum, í sér að horfið verði til svipaðra reglna og giltu áður en reglurnar voru hertar og að leyft verði að stækka skipin um allt að 25% án úreldingar rúmmetra. Búast má við því að útgerðar- menn, sem þurft hafa að kaupa úr- eldingu dýrum dómum á undan- förnum árum, séu andsnúnir breytingunni en rétt er að hafa í huga að mjög miklar breytingar hafa orðið á rúmmetraverðinu til lækkunar á tiltölulega skömmum tíma. Stafar það m.a. af auknu framboði af skipum í kjölfar sam- einingar veiðiheimilda og þannig hefur markaðurinn sjálfur orðið til þess að lækka rúmmetraverðið. W^ralöng reynsla í . . . |smíðum - uppsetningum - viðhaldi 1'VliltIKONn - ItLWIXiIJKAK- 0« ÞVOTTAKÖlt - SWItTILÍM Il fyrir FLOTA og FISKVINNSLu] IÍÆLI- 0(í FRYSTIKEllFI WJjárn Blikk I Alhliða járn- og suðuvinna Vesturvör 26, 200 Kópavogur Sími 564 4200 Fax: 564 4203 Farsímar 892 1512 & 893 5990 DIESELVÉLAR • TURBINUR A MITSUBISHI DIESELVELAR AÐAL- OG HJÁLPARVÉLAR MIKIÐ ÚRVAL HAGSTÆTT VERÐ Vinsamlega leitið tilboða! MDvélar hf. FISKISLÓÐ 135 B, Pósthólf 1562 - 121 Reykjavík - Sími: 561 0020 - Fax: 561 0023 VELBUNAÐUR • VARAHLUTIR BDL Tromlumótorar Hdgœða mótorar fyrir allan matvœlaiðnað. formax)c * Faxaskála - Faxagötu, 101 Reykjavík, Sími: 562-6800 Fax: 562-6808

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.