Fiskifréttir


Fiskifréttir - 12.09.2003, Blaðsíða 9

Fiskifréttir - 12.09.2003, Blaðsíða 9
FISKIFRETTIR 12. september 2003 9 ERLENT Texti: GE BEITUSILD ísafjöróur Suóureyrí Flateyri 8 456 3295 & 862 1877 8 456 6125 & 854 8823 8 456 7766 & 894 8823 Fax: 456 4523 Fax: 456 6124 Fax: 456 7821 rMÓf«yiSTy$Í[ffiMIÚl¥!ER FYRIRT, ÞRYMUR HF. Vélsmiðja 8 456 3711 8 456 5711 uwMmjk »456 5460/FAX 456 5466 I|I|IÍIÍ ÍSVERKSIUIIÐJA • ISAFIRÐI S 456 4090 & 863 1626 AKSTUR OG LÖNDUN S 897 6733 |3~— • . íH SKIPANAUST ehf. Skipa- og vélaþjónusta » 456 3899 / 894 6850 * 456 4400 OLÍUFÉLAG ÚTVEGSMANNA 8 456 3245 W1ASjö / \ % £ 8 456 5314 HUSASMIÐJAN 8 456 4644 I' Netos Aóalstræti 9, 400 ísafjöröur I" 8 456 8440 / 899 8641 Þingeyri » 456 8321 Fax: 456 8445 8 456 3092 VESTRI ebf 8 456 4019 S 450 5100 '-'í; 8 456 5313 RAKSKA1I clif. ALMENN RAFÞJONUSTA 2 456 4742 N-6260 Skodje/Alasund Norway Tlf. +47 70 24 45 00 Fax +47 70 24 45 19 E-mail system@nordicsupply.no www.nordicsupply.no 360.000 eldisfiskar hafa sloppið úr norskum kvíum Það sem af er árinu hafa alls 360 þúsund eldisfiskar sloppið úr eldiskvíum í Noregi. Þar af eru 341 þúsund laxar og urrið- ar og 19 þúsund þorskar. Horfur eru á að hið hræðilega met frá í fyrra er 620 þúsund lax- ar og urriðar sluppu úr eldiskví- um verði ekki slegið á árinu. Fréttavefurinn Skip.is greinir frá þessu og vísar til heimasíðu norsku fiskistofunnar. Fjöldinn, sem sloppið hefur nú, er svipaður og allt árið 2002 en þá voru flóttafiskarnir rúmlega 350 þús- und á árinu öllu. Síldveiðar í lagnet við Vestmannaeyjar. Myndin er tekin árið 1987 og tengist því ekki því deilumáli sem nú er uppi. (Mynd: Sigurgeir Jónasson). Veiðar tillukarla á síld til beitu: Sjálfsbjargarvið- leitni eða lögbrot? „Áratugahefð er fyrir því að trillukarlar veiði síld í beitu. Að sjálfsögðu hefur ekkert verið amast við þessum veiðum enda magnið í þeim mæli að engu skiptir. Það kom því trillukörlum á Ströndum í opna skjöldu þegar cftilitsaðili Fiskistofu sá ástæðu til að hafa afskipti af veiðunum í sl. viku. Hann benti á að sam- kvæmt reglugerð væru síldveiðar bannaðar til 1. september. Vissulega eru reglugerðarákvæði til að fara eftir þeim, en stund- um hafa menn ekki hugmyndaflug til að sjá allt fyrir. Til dæmis að eftirlitsmenn Fiskistofu láti það hvarfla að sér að hafa afskipti af þessum veiðum.“ Svo sagði orðrétt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda seint í síðasta mánuði og var því bætt við að LS myndi óska eftir því við sjávarútvegsráðherra að bann við síldveiðum næði eftir- leiðis ekki til hefðbundinna veiða á síld til beitu. Þannig hefðu hin- ar óskrifuðu reglur verið í áratugi og ekki væri ástæða til breytinga á því. Síldin kann ekki á dagatal „Þessar síldveiðar í beitu hér um slóðir eru nú bara sjálfsbjarg- arviðleitni og varla til þess fallnar að stúta síldarstofninum. Þeir sem eru búnir að ná sér í nýju síldina segja að þeir fiski næstum helm- ingi meira á krókana með henni en eldri síldarbeitu þannig að það er til nokkurs að vinna. Það er áratuga hefð fyrir því að menn kræki sér í beitu þegar síldin kem- ur hér inn á firðina síðla sumars en síldin kann ekki á dagatal og hún getur alveg eins látið sjá sig í ágústmánuði eins og í september. í fyrra staldraði hún aðeins við hér í hálfan mánuð og því nauð- synlegt að grípa gæsina þegar hún gefst. Núna hefur verið óvenju- mikið af síld í Steingrímsfirði og reyndar fer hún um alla firði,“ sagði Magnús Gústafsson trillu- karl á Hólmavík í samtali við Fiskifréttir. Látið afskiptalaust þar til nú Magnús var spurður hvort stjórnvöld hefðu ekki amast við þessum veiðum fyrr en nú og sagði hann svo ekki vera. „Nei, nei, það kom fyrir að menn hring- du hér áður í ráðuneytið og fengu þau svör að þeim væri frjálst að ná sér í beitu. Sú var líka tíðin að bændur veiddu síld til þess að gefa rollunum sínum en sennilega er minna um það núna. Við erum auð- vitað ekki með neinn síldarkvóta en það hefur verið látið afskipta- laust þar til núna enda eru veiðarn- ar í svo litlum mæli að þær hafa engin áhrif á stofninn. Algengt er að bátar séu að taka frá einu tonni og upp í þrjú tonn af síld í lagnet. Ég hef stundum veitt 1-2 tonn af síld í þessu skyni og það hefur dug- að sem beita fyrir einum þriðja af úthaldinu hjá mér,“ sagði Magnús. Reglurnar eru skýrar „Reglurnar eru alveg skýrar. Það er óheimilt að veiða síld hér við land frá 1. júni til 31. ágúst nema með sérstöku tilraunaveiði- leyfi sjávarútvegsráðuneytisins. Jafnframt er ljóst að síldin er kvótabundin tegund og hafi menn ekki síldarkvóta verða þeir að út- vega sér hann fyrir veiðunum. Ein- ungis bátar á aflamarki geta flutt til sín síldarkvóta en ekki krókaafla- marksbátar enda mega þeir aðeins veiða með krókum,“ sagði Guð- mundur Jóhannesson deildarstjóri á veiðieftirlitssviði Fiskistofu í samtali við Fiskifréttir. „Fyrr í sumar bárust okkur ábendingar um að bátar í Grinda- vík væru að veiða síld í lagnet. I ljós kom að þeir voru að fá frá nokkur hundruð kílóum upp í tvö tonn á dag hver. Aflinn var fluttur upp í vinnsluhús og var okkur sagt að ætlunin væri að nota hann í beitu. Við kynntum þessum mönn- um áðurnefndar reglur um síld- veiðar og gerðum þeim ljóst að það væri ekki í verkahring Fiski- stofu að veita undanþágur frá þeim. í ágústmánuði fréttum við svo af því að bátar norður á Ströndum væru byrjaðir að veiða síld í lagnet. Við fórum þangað og upplýstum menn þar sömuleiðis um reglurnar. Ég býst við því að niðurstaða málsins verði sú að einn krókaaflamarksbátur á hvor- um stað verði rukkaður um and- virði síldarafla síns,“ sagði Guð- mundur. Guðmundur gat þess að sjávar- útvegsráðuneytið hefði heimild til þess að veita tilraunaveiðileyfi og hefði slíkt verið gert fyrir nokkrum árum þegar bátar veid- du síld í lagnet inni á Pollinum við Akureyri. Kíkirinn fyrir blinda augað „Ég held að það sé að vissu leyti rétt að hér áður fyrr hafi kíkirinn gjarnan verið settur fyrir blinda augað þegar menn voru að sækja sér síld í beitu. Þegar hins vegar er farið að veiða síldina í vaxandi mæli á þennan hátt og ekki bara fyrir sjálfa sig heldur jafnvel einnig fyrir aðra þá breyt- ist afstaðan til þessara hluta. Síld- in er kvótabundin tegund og eng- um er heimilt að stunda veiðar á henni nema hafa til þess afla- mark. Viðbrögð Fiskistofu eru því rétt og eðlileg,“ sagði Jón B. Jónasson skrifstofustjóri í sjávar- útvegsráðuneytinu í samtali við Fiskifréttir. Jón sagði að veiðibannstíminn byggðist á því áliti Hafrannsókna- stoínunar að heppilegast væri að veiða síldina á haustin og veturna en friða hana á sumrin í hrygning- unni og þegar hún væri sem hor- uðust. „Að vísu skiptir það sjálf- sagt litlu máli fyrir stofninn hvort tekin séu nokkur tonn til beitu á þessum tíma, en alltaf er flóknara að gera undanþágur frá reglunni en að láta hana standa óhaggaða. Auðvitað er þetta smámál og ég held að það brenni ekki mjög á mönnum almennt," sagði Jón. NORDIC FK100 STAFRÆNT STÝRÐ FLATNINGSVÉL - arðbærari og áhrifaríkari aðferð til að fletja fisk Ummæli ánægðra viðskiptavina í nokkrum löndum: • Aukin nýting í saltfiskframleiðsiu • Minni hávaði / CE-vottun (HMS) • Minni flokkun hráefnis • Mun minni viðhaldskostnaður • Framleiðniaukning • Flatning óflokkaðs stærri, minni og gamals fisks • Betri framleiðslustýring • Mögulegt að stærðarflokka úr vél Nordic Supply hefur þjónustufulltrúa og varahluti á íslandi ti NOROIC SUPPLY SYSTÍMAS

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.