Fiskifréttir


Fiskifréttir - 12.09.2003, Blaðsíða 2

Fiskifréttir - 12.09.2003, Blaðsíða 2
2 FISKIFRETTIR 12. september 2003 SJAVARUTVEGUR KARLINN I BRUNNI Grálúðuafli við Isiand, A-Grænland og Færeyjar 1991-2002 Þús. tonn □ Afli við fsland 45 f □ Afli annana 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Ar '91 '92 '93 '94 '95 '96 '97 '98 '99 '00 '01 '02 FISKMARKAÐIR Allir markaðir (Islandsmarkaður) dagana 30. ágúst - 5. sept. 2003 (Tölur fyrir slægðan fisk eru á undan tölum fyrir óslægðan fisk) Meðal- Lægsta Hæsta Tegund Magn verð verð verð kg kr./kg kr./kg kr./kg ÞORSKUR 92.370 155,85 7,00 300,00 ÞORSKUR 143.466 135,65 70,00 229,00 ÝSA 146.268 102,03 17,00 231,00 ÝSA 67.209 142,37 47,00 242,00 UFSI 44.471 37,37 7,00 96,00 UFSI 3.549 20,79 6,00 37,00 LÝSA 1.311 14,61 5,00 28,00 LÝSA 363 20,32 5,00 37,00 GULLKARFI ósl. 42.534 62,16 5,00 129,00 LANGA 8.964 67,83 10,00 79,00 LANGA 2.005 65,03 10,00 74,00 BLÁLANGA sl. 6.958 64,53 22,00 108,00 KEILA 23.588 58,63 6,00 78,00 KEILA 2.335 33,12 6,00 54,00 STEINBÍTUR 70.851 119,26 5,00 154,00 STEINBÍTUR 5.701 85,06 54,00 129.00 TINDASKATA 47 21,00 21,00 21,00 TINDASKATA 3.722 10,00 10,00 10,00 HLÝRI 51.866 117,84 74,00 146.00 HLÝRI 350 103,19 76,00 141,00 SKÖTUSELUR 15.323 183,03 110,00 398,00 SKÖTUSELUR 20 157,80 157,00 159,00 SKATA sl. 989 80,57 10,00 141,00 HÁFUR 56 15,00 15,00 15,00 HÁFUR 13 12,00 12,00 12,00 LÚÐA 8.619 314,54 112,00 627,00 LÚÐA 14 343,00 226,00 450,00 GRÁLÚÐA sl. 441 177,85 136,00 195.00 SKARKOLI 71.049 147,01 19,00 214.00 SKARKOLI 171 149,41 149,00 184,00 ÞYKKVALÚRA sl. 12.585 197,26 117,00 240,00 LANGLÚRA 723 96,12 14,00 105,00 LANGLÚRA 3.644 104,50 100,00 107,00 STÓRKJAFTA sl. 80 30,00 30,00 30,00 SANDKOLI 9.069 69,13 30,00 217,00 SANDKOLI 24 65,00 65,00 65,00 SKRÁPFLÚRA 1.835 53,77 5,00 100,00 SKRÁPFLÚRA 346 50,00 50,00 50,00 SANDHVERFA sl. 3 493,00 493,00 493,00 KINNFISKUR 18 632,00 632,00 632,00 GELLUR 68 614,88 581,00 626,00 NÁSKATA 470 10,29 5,00 14,00 UND.ÞORSKUR 26.598 107,56 53,00 125,00 UND.ÞORSKUR 12.184 71,33 44,00 115,00 UND.ÝSA 17.127 43,78 25,00 61,00 UND.ÝSA 3.265 37,63 23,00 59,00 KEILUBLAND 32 30,00 30,00 30,00 STEINB./HLÝRI sl. 38 52,00 11,00 93,00 SKARK. ÞYKKVAL sl. 76 134,00 134,00 134,00 BLEIKJA sl. 157 96,44 25,00 148,00 FLÖK/ÝSA 705 150,00 150,00 150,00 FLÖK/ÞORSKUR 100 587,50 550,00 700,00 HVÍTASKATA sl. 52 6,81 5,00 13,00 903.823 116,41 Arni Sigurðsson skipstjóri á Arnari HU Frystitogarinn Arnar HU frá Skagaströnd hefur að lík- indum sett nýtt met í aflabrögðum á íslandsmiðum í síð- ustu veiðiferð en skipið veiddi 1.026 tonn af fiski sem gerðu 645 tonn af afurðum. Uppistaða aflans eða rúm 700 tonn upp úr sjó var ufsi, en auk þess fengust rúmlega 270 tonn af þorski og sín ögnin af hverju af öðrum tegundum. Afla- verðmætið nam 112 milljónum króna. Veiðiferðin tók alls 32 daga en skjótast þurfti í land nokkrum dögum áður en túrnum lauk til þess að skapa rými fyrir aukinn afla. Árni Sigurðsson skipstjóri í brúnni. (Mynd/Fiskifréttir: Heiðar Marteinsson). Ihuga þyrfti að loka Torg- inu fyrir grálúðuveiðum „Við vorum á Halanum allan tímann og aðallega á höttunum eftir ufsa enda áttu við eftir nokkurn ufsakvóta. Auk þess máttum við taka dálítið af þorski. Halinn er reyndar þekktur fyrir allt annað en ufsaveiði en þó var oft mikil ufsagengd þar á árum áður. í fyrra fór að verða vart við ufsann í töluverðum mæli á Hal- anum og núna er óvenjumikið af honum á þessum slóðum og reyndar víðar við landið. Ufsinn er greinilega í verulegri upp- sveiflu," sagð Árni. Ýsuslóðin lokuð „Ýsustofninn á líka að vera á hraðri uppleið og kvótinn var auk- inn í samræmi við það eða upp í 60.000 tonn núna í byrjun ný sfiskveiðiárs. Vandinn er hins vegar sá að erfiðlega gengur að finna ýsuna, að minnsta kosti í augnablikinu. Staðreyndin er sú að ýsan er lokuð inni í gríðarstór- um reglugerðarhólfum hérna fyrir vestan og norðan og því náum við ekki til hennar. Við reyndum um daginn að fá því flýtt að stóra hólfið norður af Horni yrði opn- að, en það er jafnan opið frá 15. október til áramóta. Þessi mála- leitan okkar hefur engan árangur borið. Það gerist ekkert. Við höf- um fregnir af því frá trillum og öðrum bátum að þarna sé mikið af góðri ýsu. Þá höfum við sjálfir orðið varir við það, þegar við höf- um dregið í námunda við línuna, að mjög góð ýsa hefur verið að stinga sér þaðan út. Þrátt fyrir þennan mikla ýsukvóta sem út- gefinn hefur verið fáum við ekki að sækja ýsuna þar sem hún heldur sig. Ég skil ekki af hverju ekki má opna hólfið strax til að auðvelda mönnum veiðarnar og dreifa sókn- inni yfir lengri tíma. Það mætti hafa eftirlitsmanna á svæðinu sem gæti lokað ef þurfa þætti. Kerfið er ótrúlega ósveigjanlegt. Þegar þessi reglugerðarhólf voru sett á sínum tíma til þess að vernda ungfisk var sjórinn miklu kaldari en hann nú er. Með þessum aukna sjávarhita veiðum í eitt til tvö ár eins og gert var hérna um árið. Eins og nú er ástatt fær lúðan aldrei frið. Það eru alltaf einhverjir að skarka á henni. Hún nær sér ekki upp á þessum stað og hún fæst ekki annars staðar. Auðvitað vonar maður að ástandið lagist þegar líður fram á haustið. Veiðin er ekki svipur hjá sjón mið- að við það sem var fyrir tveimur árum síðan. Fiskifræðingarnir virðast ekkert vera að spá í ástand „Fiskifræðingarnir virðast ekkert vera að spá í gráiúðuna. Þeir hafa a.m.k. ekkert samband . WI w Arnar HU (Mynd/Fiskifrettir: við okkur“ Heiðar Marteinsson). hafa aðstæður breyst og þvi þarf að taka tillit til þess,“ sagði Árni. Hvar er grálúðan? Árni segir að öðru máli gegni um grálúðuna en um ufsann og ýs- una sem nú séu í uppsveiflu. „Hvar er grálúðan sem við eigum að fiska? Ég skil ekki hvaða forsend- ur liggja að baki ráðleggingum fiskifræðinga um þennan mikla grálúðukvóta. Grálúðan fæst hrein- lega ekki. Ég kalla það ekki afla þegar ekki tekst að skrapa upp nema 4-5 tonn af grálúðu á sólar- hring við bestu skilyrði hérna úti á Hampiðjutorgi. Ég held að menn verði að fara að leiða hugann að því að loka Torginu fyrir grálúðu- grálúðustofnins. Þeir hafa að minnsta kosti ekkert samband við okkur. Sjávarútvegsráðherra hafði það á orði einhvern tímann að hann ætlaði að taka meira tillit til fiski- fræði sjómannsins en gert hefði verið hingað til. Kannski rétt sé að auglýsa eftir efndum á því fyrir- heiti,“ sagði Árni. Loðnan veidd frá þorskinum Talið best að þorskinum og seg- ist Árni ekki taka undir með þeim sem telju að gríðarleg þorskgengd sé við landið. „Það var reyndar góð veiði hjá skipunum á Halanum um það leyti sem við vorum þar í síð- asta túr, en skipin voru ekki mörg og aflinn virtist vera á afmörkuðu svæði. Það voru kannski á bilinu 6-10 skip að veiðum, en ég er hræddur um að ef komin væru 30-40 skip á svæðið yrði harla lít- ið að hafa. Ég er ekki viss um að aflaráðgjöf Hafró í þorskinum sé svo íjarri lagi þegar öllu er á botninn hvolft. Annars er ég þeirrar skoðunar að setja ætti fastan kvóta á þorskveiðarnar, svona 220-250 þúsund tonn á ári,“ segir Árni. Arnar HU hefur farið tvær veiðiferðir í Barentshafið á þessu ári, þá fyrri snemma árs í norsku lögsöguna og þá síðari í júlímán- uði á gráa svæðið milli lögsagna Noregs og Rússlands. Mokafli var í bæði skiptin. „Veiðiferðin í sum- ar var mettúr miðað við tímann sem hún tók. Það liðu þrjár vikur frá því að við lögðum af stað frá íslandi og þar til við komum heim aftur og afraksturinn var rúm 700 tonn upp úr sjó. Það er miklu meiri þorskgengd í Barentshafi en hér við ísland enda hafa þeir frið- að loðnuna í mörg ár. Hér heima vantar æti fyrir þorskinn. Að mín- um dómi er gengið hættulega nærri loðnunni með veiðum hér við land. Loðna sést varla lengur í fiskmaga. Fiskurinn er fullur af krabbadrasli og öðru dóti. Maður er hættur að sjá loðnurykteppi yfir slóðinni eins og var fyrir vestan í gamla daga. Trollin komu kannski bunkuð upp af loðnu en slíkt sést ekki lengur. Ég held að menn þurfi að fara að huga alvarlega að því að minnka loðnuveiðarnar með tilliti til þess að loðnan er mikilvægasta fæða þorsksins," sagði Árni Sigurðsson. Útgefandi: Framtíðarsýn hf. Skaftahlíð 24 105 Reykjavík FRETTIR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðjón Einarsson gudjon@fiskifrettir.is Ritstjórnarfulltrúi: Kjartan Stefánsson kjartan@fiskifrettir.is Auglýsingastjóri: Hertha Árnadóttir hertha@fiskifrettir.is Ritstjórn: Sími: 511 6625 Fax: 511 6692 gudjon@fiskifrettir.is Sími: 511 6624 Fax: 511 6692 Auglýsingar: Sfmi: 511 6623 Fax: 511 6692 Áskrift og innheimta: Sími: 511 6622 Fax: 511 6692 Ljósmyndir: Ljósmyndadeild DV Prentvinnsla: Gutenberg Askriftarverð fyrir hvert tölublað: Greitt m. greiðslukorti: 335 kr/m.vsk Greitt m. gíróseðli: 380 kr/m.vsk Lausasöluverð: 447 kr/m.vsk Handbókin SJÁVARFRÉTTIR fylgir áskrift að Fiskifréttum, en hún kemur út í byrjun september ár hvert.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.