Fiskifréttir - 05.03.2004, Blaðsíða 2
2
FISKIFRÉTTIR 5. mars 2004
SJAVARUTVEGUR
KARLINN I BRUNNI
Mestu veiðisvæði
úthafsrækju 2002
Við Sporðagrunn
- 2.000 tn
Úthafsrækjuaflinn alls 27.200 tonn.
(Heimild: Hafrannsóknastofnun)
FISKMARKAÐIR
Allir markaðir
(Islandsmarkaður)
dagana 22.-28. febr. 2004
(Tölur fyrir slægðan fisk eru á
undan tölum fyrir óslægðan fisk)
Meðal- Lægsta Hæsta
Tegund Magn verð verð verð
H kr./kg kr./kg kr./kg
ÞORSKUR 739.912 192,01 21,00 526,00
ÞORSKUR 584.026 143,60 13,00 238,00
ÝSA 285.504 64,98 ,00 149,00
ÝSA 335.153 78,61 18,00 132,00
UFSI 138.896 40,72 5,00 69,00
UFSI 13.232 26,64 10,00 43,00
LÝSA 11.514 32,71 11,00 40,00
LÝSA 6.440 28,37 12,00 33,00
GULLKARFIósl. 151.208 61,28 5,00 85,00
LANGA 91.676 78,96 6,00 91,00
LANGA 19.853 50,76 5,00 88,00
BLÁLANGA 7.630 71,71 11,00 94,00
BLÁLANGA 339 62,28 25,00 70,00
KEILA 80.484 44,88 13,00 60,00
KEILA 28.401 24,31 ,00 42,00
STEINBÍTUR 180.570 72,06 5,00 104,00
STEINBÍTUR 133.143 44,21 5,00 135,00
TINDASKATA ósl. 11.301 14,86 5,00 29,00
HLÝRI 29.325 74,05 20,00 102,00
HLÝRI 1.556 55,56 30,00 85,00
SKÖTUSELUR 22.969 183,29 38,00 473,00
SKÖTUSELUR 97 110,48 30,00 198,00
SKATA 2.608 81,47 ,00 139,00
SKATA 50 52,48 40,00 92,00
HÁKARL ósl. 1.600 15,00 15,00 15,00
ÓSUNDURLIÐAÐ 1.132 28,43 5,00 35,00
ÓSUNDURLIÐAÐ 344 29,13 20,00 30,00
LÚÐA 9.297 418,35 4,00 770,00
LÚÐA 196 494,03 169,00 710,00
GRÁLÚÐA sl. 374 175,74 97,00 185,00
SKARKOLI 61.616 201,93 46,00 290,00
SKARKOLI 103 152,21 100,00 178,00
ÞYKKVALÚRA 11.824 303,78 51,00 462,00
ÞYKKVALÚRA 15 206,00 206,00 206,00
LANGLÚRA 1.332 96,63 ,00 100,00
LANGLÚRA 2.260 105,51 39,00 116,00
STÓRKJAFTA sl. 400 28,45 18,00 29,00
SANDKOLI 5.331 72,23 6,00 102,00
SANDKOLI 51 53,24 9,00 70,00
SKRÁPFLÚRA 5.807 59,67 20,00 100,00
SKRÁPFLÚRA 441 38,77 21,00 65,00
KRABBI 37 9,27 5,00 31,00
HROGN/ÝSA 2.200 148,11 86,00 163,00
GRÁSLEPPA ósl. 14.849 54,48 8,00 71,00
RAUÐMAGI 10 382,00 382,00 382,00
RAUÐMAGI 7.611 22,18 5,00 50,00
SANDHVERFA sl. 75 650,00 650,00 650,00
HR0GN/Þ0RSKUR 90.226 149,22 27,00 300,00
HROGN/UFSI 3.335 45,66 26,00 77,00
HROGN/GRÁSLEPPA 140 173,00 173,00 173,00
HROGN/LANGA 31 150,00 150,00 150,00
HARÐF/ÝSA 101.470,501.460,001.481,00
KINNFISK/FORSKU 235 418,75 302,00 452,00
GELLUR 706 489,38 400,00 615,00
KINNAR 273 153,05 118,00 192,00
NÁSKATA sl. 103 6,47 ,00 7,00
UNDÞ0RSKUR 35.662 81,62 25,00 105,00
UNDÞ0RSKUR 43.309 67,64 18,00 100,00
UNDÝSA 23.584 32,08 17,00 56,00
UNDÝSA 20.927 25,77 10,00 45,00
BLEIKJA sl. 111 390,00 390,00 390.00
LAX sl. 200 242,15 141,00 330,00
REGNBOGASILUNGU sl. 95 310,00 310,00 310,00
FLÖK/STEINBÍTUR 97 195,00 195,00 195,00
HROGN/ÝMIS 2.621 116,95 23,00 168,00
HVÍTASKATA sl. 139 7,12 ,00 10,00
LIFUR 21.165 27,02 20,00 40,00
3.245.763 114,15
Bjarni
Eyjólfsson,
skipstjórí á
Flatey ÞH
Flatey ÞH við bryggju á Húsavík nýkomin úr þriðju veiðiferð sinni.
Rækjuveiðin fer vei af stað
„Rækjuveiðarnar leggjast ágætle^a í mig. Ég held að óhætt sé að
segja að þær hafi farið vel af stað. I fyrsta túrnum fengum við rúm
30 tonn eftir fimm daga á veiðum og í öðrum túrnum fengum við 36
tonn eftir sex daga á veiðum,“ sagði Bjarni Eyjólfsson, skipstjóri á
Fiatey ÞH (ex. Gissur AR), í samtali við Fiskifréttir, er hann var
spurður um gang úthafsrækjuveiða. Þegar rætt var við Bjarna hafði
skipið farið í þrjár veiðiferðir undir nýju nafni. Bjarni var í fríi í
þriðju veiðiferðinni en í henni fengust um 28 tonn.
Bjarni var áður skipstjóri á Eld-
borginni við veiðar á rækju á
Flæmingjagrunni en skipið var
einnig að veiðum í íslenskri land-
helgi á síðasta ári áður en það var
selt. Segja má að Bjarni sé kom-
inn á heimaslóðir því hann er
Húsvíkingur og hefur búið þar
undanfarin ár. Gissur AR var
frystitogari en Bjarni sagði að þeir
stunduðu eingöngu ísrækjuveiðar
fyrir rækjuvinnslu Ishafs á Húsa-
vík. „Þessi bátur kemur glettilega
á óvart. Hann er ekki stór en er
duglegur miðað við vélarstærð,“
sagði Bjarni er hann var spurður
hvernig honum likaði við skipið.
Nýtt félag um rækju-
vinnslu á Húsavík
I byrjun ársins hófst vinnsla
hjá rækjuvinnslunni Ishafi hf. á
Húsavík sem var stofnuð upp úr
og til að efla rækjuvinnslu Fisk-
iðjusamlags Húsavíkur. Ishaf hf.
gerir út fjögur skip til veiða á ís-
rækju, Flatey ÞH, Aldey ÞH (ex.
Votaberg SU), Seley ÞH (ex. Guð-
rún Þorkelsdóttir SU) og Húsey
ÞH (ex. Hólmanes SU). Útgerð
flestra skipanna hófst í lok janúar
og byrjun febrúar en útgerð Hús-
eyjar ÞH er að hefjast innan tíðar.
Þokkaleg rækja
Bjarni sagði að hann hefði ekki
átt von á því að veiðarnar færu
svona vel af stað. Rækjan fékkst á
vestursvæðinu nánar tiltekið á svo-
nefndum Litla hrygg í vesturkant-
inum, á 250-300 föðmum um 70
mílur norðnorðaustur af Horni.
Rækjan þar er mjög þokkaleg, eða
um 170-200 stykki í kílóinu. Bjarni
sagði að ís hefði verið kominn á
þetta svæði þegar
Flatey fór í þriðja
túrinn. Hún hefði
þá farið í Oma-
gryljuna vestan við
Kolbeinsey þar
sem einnig var
sæmileg veiði.
„Við vorum að fá
rnikið tvö og hálft
til þrjú tonn í holi í
fyrstu tveim veiði-
ferðunum og allt
upp í fjögur tonn
þegar best gekk.
Við togum yfirleitt
í átta til tíu tíma og
upp í um tólf tíma ef aflinn er treg-
ur. Miðað við ganginn í veiðunum
undanfarin misseri er maður alveg
sáttur við að fá fimm tonn yfir sól-
arhringinn en það tekst nú ekki
alltaf.“
„Þetta er lægra
verð en þegar við
vorum að veiða
rækju á þessum
slóðum fyrír um
15 árum þannig
að menn geta
ímyndað sér af-
komuna af þess-
um veiðum.“
Engin veiði á austur-
svæðinu
Fram kom hjá Bjarna að verðið
fyrir rækjuna upp úr sjó væri um
100 krónur á kíló fyrir 200 stykki í
kílói og þar undir en verðið er allt
að tvöfalt lægra fyrir allra smæstu
rækjuna. „Þetta er lægra verð en
þegar við vorum að veiða rækju á
þessum slóðurn fyrir um 15 árum
síðan þannig að menn geta ímynd-
að sér afkomuna af þessum veið-
um,“ sagði Bjarni. Yfirleitt halda
rækjuskipin sig á vestursvæðinu
fyrripart vetrar. Einnig hefur verið
veiði á Grímseyjarsvæðinu og víð-
ar að vetri til en Bjarni sagði að
ekkert hefði fengist eftir áramótin
á svæðinu austan við Grímsey.
Hann sagði að ómögulegt væri að
______ segja til um hvort
þetta væri merki um
alvarlegt bakslag í
rækjustofninum eða
hvort um tímabund-
ið ástand væri að
ræða. „Ég vona að
veiðin á þessurn
slóðum fari að
glæðast. Austur-
svæðið hefur reynd-
ar lítið verið vaktað
undanfarnar vikur.
Á meðan veiði er á
vestursvæðinu fara
ísrækjubátarnir
þangað því rækjan
þar er stærri. Menn geta heldur
ekki leyft sér að fara á austursvæð-
ið upp á von og óvon og koma
kannski með tóman bát í land. Það
er bagalegt að nú er aðeins einn
rækjufrystitogari á veiðum hér við
land og er það af sem áður var
þegar fleiri skip voru að vakta
svæðin.“
Þarf að breyta viðmið-
um varðandi aílvísi
Fram kom hjá Bjarna að lítið
virtist komast að í umræðunni
annað en loðnuveiðar og línuí-
vilnun. Helst rnætti halda að loðn-
an væri eini fiskurinn sem Islend-
ingar veiða miðað við þá miklu á-
herslu sem lögð er á loðnuleit og
fréttaflutning af gangi loðnu-
veiða. En hvaða baráttumál hafa
rækjusjómenn? „Það sem mér er
einna efst í huga er að skip eins
og Flatey ÞH og Aldey ÞH fái að
veiða á miðum nær landi sem eru
lokuð stærri skipum frá apríl/maí
og fram á haust. Þetta eru góð
mið og stutt fyrir okkur að fara á
þau frá Húsavík. Þarna veiðist oft
vel, aðallega á vorin og fyrripart
sumars og þá erum við sendir
lengst út í Ballarhaf. Skip sem eru
með 2000 í aflvísi eða skip sem
eru innan við 36 metra að lengd
fá að vera á þessu svæði. Flatey
ÞH er hins vegar með 2400 í afl-
vísi og er 42 metrar að lengd. Ég
er ekki á móti því að svæðið sé
lokað stærri skipum en ég held að
það megi færa aflvísinn upp því í
mínum augum er Flatey ekki það
stórt skip. Þetta myndi breyta
miklu fyrir okkur því oft er veiði
sunnan línunnar en engin veiði
utar og þá erum við ekki vel í
sveit settir. Það myndi ekki raska
neinu fyrir minni skipin sem hafa
verið hér þótt viðmið varðandi
aflvísi yrði breytt.“
FRETTIR
Útgefandi: Framtíðarsýn hf. Mýrargötu 2 101 Reykjavík Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðjón Einarsson gudjon@fiskifrettir.is Ritstjórn: Sími: 569 6625 Fax: 569 6692
Ritstjórnarfulltrúi: Kjartan Stefánsson kjartan@fiskifrettir.is Sími: 569 6624 Fax: 569 6692
Auglýsingastjóri: Hertha Árnadóttir hertha@fiskifrettir.is Auglýsingar: Sími: 569 6623 Fax: 569 6692
Áskrift og innheimta:
Sími: 511 6622
Fax: 569 6692
Skip.is - fréttavefur Fiskifrétta
Eiríkur St. Eiriksson Sími: 569 6610
Fax: 569 6692
Áskriftarverð fyrir hvert tölublað:
Greitt m. greiðslukorti: 371 kr/m.vsk
Greitt m. gíróseðli: 421 kr/m.vsk
Lausasöluverð: 495 kr/m.vsk
Prentvinnsla:
Gutenberg