Sæbjörg - 09.02.1934, Qupperneq 1

Sæbjörg - 09.02.1934, Qupperneq 1
SÆBJORG ÚTGEFANDI: UNGMENNADEILD SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS ÁBYRGÐARMAÐUR: JÓN E. BERGSVEINSSON ARG. Reykjavík 9. febrúar 1934. 1. BLAÐ. GLAÐUR GEFANDI. Ertu að safna fyrir Slysauarnafélagið ? Það er málefni, sem ég er uanur að styrkja. Til lesendanna. Þetta litla blað sem nú kemur fyrir almenningssjónir, á að verða málgagn fyrir Ungmennadeild Slysavarnafélags íslands. Yngstu félagarnir vilja ná til unglinga á sVipuðu reki, sem víðast og tala við þá um áhugamál sín. Þá langar til að ná til eins margra og unt er og fá þá til að gerast fé~ laga í Ungmennadeildinni, eða stofna aðrar deildir með svipuðu sniði, þar sem því verður viðkomið út um landið. Og til þess er blaðið stofnað. Útgefendurna langar til þess, að sameina alla góða krafta til samvinnu um gott málefni og þeir trúa þvi, að allur fjöldinn af æsku íslands verði með og það von bráðar. Áformað er að blaðið komi út fyrsta sunnudag hvers mánaðar og verð- ur það sent öllum sem þess óska. Útgefendurnir eru vissir um, að þeir sem vilja fá blaðið, muni greiða andvirði þess með fullum skilum og hafa því engar áhyggjur út af fjárhagshliðinni. Jón E. Bergsveinsson.

x

Sæbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sæbjörg
https://timarit.is/publication/1601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.