Huginn - 01.10.1946, Blaðsíða 3

Huginn - 01.10.1946, Blaðsíða 3
0 0 Ritstj. Sigfús Kristj. Ritnefnds JÍsm. Bjarnas. Kristv. Björnsd. Skúli jónasson. 1. tölubl. 1946 - 47. 1 V A R P . L hverju hausti varpar Huginn af sér höfgi þeim, er á hann sígur hina heitu sumardaga, endurnærður af hugsjónum samvinnuæskunnar, og mótaður af pennasnilli höfunda sinna, Þannig hefúr hann lifað, meðal fjölmargra árganga Samvinnuskóla- nema. Hvern vetur gefur hann nemendum ágætt tækifæri til að setja fram skoðanir sínar í rituðu máli. Nu er það hlutverk okkar allra, að gera hlaðið svo úr garði, að það heri vott um smekkvísi og þroska þeirra nemenda, er nú stunda nám við Samvinnuskolann. Það stti því að vera okkur metnaðarmál, að útgáfa Hugans x vetur heri sem jþroska- vænlegastan árangur og veiti nemendum hæði ánægju og hagnýta þjálfun í ritsmíðum. Vegna hreytinga á lögum skólafólagsins, annast nú ritstjóri, ásamt þriggja manna ritnefnd útgáfu hlaðsins, en áður var það ritstjóri einn, Tillaga um svip- aða tilhögun á útgáfunni mun hafa komið fram veturinn 1943 - 44s en einhverra hluta vegna, ekki náð fram að ganga. Það er ætlunin, að hlaðið flytji sem fjölbreyttast efni, og mætti þar til nefna: sögur og kvæði, greinar, um ými3 efni, mannlýsingar og frettir, en seinast en ekki sízt græskulaust gaman um skólalífið, Þannig getur blaðið haft að geyma glögga mynd frá skemmtilegum vetri í okkar kæra skóla, mynd, sem verður okkux kærari því lengra sem frá líður. Gefin verða ut nokkur fjölrituð hlöð í vetur, en það síðasta verður prentað, þar verður það hezta, sem hirzt hefur í hlaðinu í vetur, asamt öðru því efni, er til fellur. Ég vil að lokum, fyrir hönd Hugans, þakka fyrir það efni, sem þegar hefur borizt, og hera fram þa osk, að serhver nemandi leggi hönd á plóginn, svo að gróandinn í felagslífi skólans, á grundvelli ritmennskunnar, megi verða sem mestur, S.K. •0

x

Huginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Huginn
https://timarit.is/publication/1602

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.