Huginn - 01.10.1946, Side 7

Huginn - 01.10.1946, Side 7
- 7 - sína, þó að afrekin hafi verið stór síð- astliðna áratugi. Enn eru til ógrædd kalasár frá frost- nóttum fátæktarinnar,meðan þjóðin lifði, í erlendri áþján. Það er hlutverk okkar, sem nu lifum og eigum framtíðina framundan að reka smiðshöggið á það, að skapa hór djarfa sál í fögrum og hraustum þjóðarlík- ama. Æsku folk. Við stöndum í þakkarskuld við liðna tímann, launum þessvegna hinum fornu og föllnu frelsishetjum og hugsjóna- mönnum þjóðnytjastörf þeirra með því að taka höndum saman og styrkja þann straum- hrjot, sem þessir menn bjuggu, er fjar- lægðu erlend áhrif á land og tungu. Og lifum í öruggri vissu um það að þá mun rísa upp öld meiri, meiri menningar, athafna og dáða, en við höfum áður þekkt. "Því dáðhverseins er öllum góð, hans auðna felagsgæfa, og markið eitt hjá manni og þjóð hvern minnsta kraft að æfa. Þann dag, sem fólkið finnur það og framans hlýðir kenning, í sögu þess er brotið blað. Þá byrjar íslands minning". KAUPSTABÁRFEKBIN. Það var fyrir mörgum árum, að óg fókk að fara í kaupstaðinn, og þótti mór það þá merkilegur atburður. NÓttina áður hafði óg lítið getað sofið fyrir tilhlökkun. Parardagurinn rann svo upp, bjartur og sksr með miklu sólskini, Pabbi var að fara með ullina og var ferðinni heitið til Eyrarbakka. Við vorum báðir ríðandi, og pabbi teymdi vagnhestinn, Ég var á hvítum hesti, sem óg eignaði mór, og kallaður var Sörli. Ég sat í hnakk, sem óg átti sjálfur, og mer var gefinn £ tilefni af því, að óg atti að smala um sumarið, og var ekki , laust við, að óg væri svolítið upp með mór af því. Leiðin la um landareignina, þar sem óg þekkti hverja^þúfu, en óg var að hugsa um, að nú fengi óg að sjá sjóinn, sem óg hafði aðeins heyrt hljóðið í, undan sunnan-i att. Ég fór framhjá mörgum bæjum, sem óg þekkti. Þarna var kirkjan, þarna átti hann Stebbi litli frændi minn heima o^ þarna bjó hreppstjórinn. Reykurinn stoð upp í loftið á bæjunum og stelkurinn kvakaði glaðlega í móunum. Ég hleypti Sörla á sprett á undan pabba minum og naut góða veðursins. Ferðin sóttist vel, við fórum hjá mörgum bæjum, sem óg þekkti ekki og óg spurði; "hvaða bær er þetta? og þessi þarna?" Pabbi leysti úr öllum þessum spurningum og taldi upp nöfnin. Loks vorum við komnir. En hve hafið var stórt. Hvað var iþarna lengst úti á sjó? Það voru færeysku skúturnar, sem sigldu þarna þöndum seglum. En hvað þær voru fallegar í sólskininu. En hvað mór fundust húsin stór á Bakkanum, og búð- irnar. Þar var meira af öllu saman komið, en óg hólt að væri til, brjóstsykur og leikföng og falleg föt, Ég ákvað strax, að kaupa fallega, bláa húfu, sem óg sá, fyrir hagalagðana mína, Ég gætti hestanna fyrir pabba, en þeir voru bundnir undix stórum grjót- garði. Ég fór að horfa á bátana á leg*- unni og fólkið á götunni. Allt £ einu kom til m£n l£till strákur á stærð við mig. "Ég á bát", sagði hann. "Ég á hest", sagði óg og benti á Sörla. "Frændi minn á stóran bát", sagði hann. "Frændi minn á lika jörð", sagði óg. "Viltu lofa mer að koma á bak hestinum þinum", sagði hann, "þá skal óg sýna þór bátinn minn". Ég var til i það og lyfti honum á bak, en fór sjálfur á hesti pabba. Við fórum austúr fyrir þorpið og hann fór að segja mór allt um fólkið þar. Þarna voru bátarnir og þarna voru fiskhúsin. "Heyrðu, hefurðu seð karlinn i Vesturbúðinni?".^"Nei, hvaða karl er það?" "Það er stór karl úr járni eða einhverju, og hann er latinn fara i föt, sem folkið á að kaupa". Ég varð að sjá þann karl. En hvað hann var í fínum fötum, og óg varð hálffeiminn. FÓlagi minn læddist til að^klípa svo- lítið í hann, og þá hætti óg að vera smeykur. En þó var hann ekki allur, þar sem hann var sóður. 0g óg þorði ekki annað en ganga hægt í kringum hann. Þannig leið dagurinn, óg komst ekki yfir allt, sem eg þurfti að sjá, en þó var það líka margt sem óg gat sagt frá þegar heim kom.

x

Huginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Huginn
https://timarit.is/publication/1602

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.