Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1947, Blaðsíða 24

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1947, Blaðsíða 24
22 tegundir en nú, og loftslag mun þá hafa verið svipað og í Kaliforníu á okkar tímum, ef dæma má eftir gróðrinum, sem leifar hafa fundizt af i jarðlögum hér á landi. Þegar kólna tók í veðri og úrkoman jókst, varð úrval náttúrunnar æ strangara. Sumar tegundirnar þoldu ekki nema litla loftslagsbreytingu, svo að þær dóu algerlega út, þegar ísöldin nálgaðist. Mikill meirihluti þeirra tegunda, sem byggðu landið áður, hafa eflaust horfið með öllu áður en ísöldin hafði nálgazt hámark sitt í fyrsta sinn. En þótt lítið hafi verið athugað gaumgæfilega af íslenzkum jurtaleifum frá þessuin tímum, er vísindunum kunnugt um að minnsta kosti eina tegund, sem óx hér á míósen og vex hér ennþá. Það er ilmbjörkin (Betula callosa). Sumar tegundirnar þoldu loftslagið illa, svo að kuldarnir gerðu von bráðar út af við flest afbrigði þeirra. En sökum þess hve fjölbreytni þeirra var mikil eða hæfileikinn til að semja sig að nýjum aðstæðum, gátu örfá afbrigði þessara tegunda lifað hér af jökultímann. Sumar þessara tegunda lifðu þó ekki nema fyrsta ísaldarskeiðið, en þegar hið næsta hófst, dóu þær út aftur. Samkvæmt þeim litlu rannsóknum, sem gerðar hafa verið á jurtum frá hlýviðrisskeiðum milli ísalda hér á landi, hafa nokkrar teg- undir, sem nú eru ekki til á íslenzkri grund, lifað hér allt þar til síðasti fimbulveturinn hófst. Ástæðurnar til að tegundir, sem þolað hafa fyrsta og annan fimbulveturinn, hafa dáið út hinn þriðja eða fjórða, geta verið margar, og sennilega ákveður ein þeirra útrýmingu einnar tegundar, önnur útrýmingu annarar. Þeim tegundum, sem lifðu hér af jökultímann allan, má skipa í þrjá flokka. í þeim fyrsta eru þær tegundir, sem náttúran gerði svo strangt úrval hjá, að aðeins einn eða örfáir stofnar voru eftir, þegar ísöldinni lauk. Þessir stofnar höfðu oft týnt hæifileikanum að auka fjölbreytni sína, og þar eð sá hæfileiki myndar grundvöllinn að aukinni útbreiðslu teg- undanna, gátu þessar jurtir ekki dreift sér nema mjög takmarkað, þegar lífsskilyrðin bötnuðu aftur. Nokkrar sjaldgæfustu tegundir landsins til- heyra ef til vill þessum flokki, og höfundarnir nefna sem dæmi um hann: hlíðaburkna, skógelftingu, burstajafna, heimskautasveifgras, Ijóshæru, glitrós og jakobsstiga, þótt þau telji að sjálfsögðu ekki útilokað, að þessar tegundir séu jafn sjaldgæfar og raun ber vitni af einhverjum ástæðum öðrum. Sumar þeirra jurta, sem lifðu hér af ísöldina, gátu einhverra annara hluta vegna ekki dreift sér fljótt, svo að þær vaxa enn í dag á takmörkuðu svæði ekki fjarri þeim stað, er þær lifðu af jökultímann á. Sem dæini um slíkar tegundir nefna höfundarnir: bláhveiti, rauðfífu, hrísþúfustör, dökkhæru, broddkrækil, fjallkrækil, draumsóleyjarnar þrjár (heiðasól,

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.