Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1947, Blaðsíða 25

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1947, Blaðsíða 25
23 melasól og Stefánssól), klettafrú, bergsteinbrjót, gullsteinbrjót, maríu- vött, gullkoll, súrsmæru, kjarrfjólu, skollaber, bjöllulilju, bláklukkulyng, fjallabrúðu, maríulykil, lyngbúa, krossjurt, fjallabláklukku, rauðkoll og hjartafífil. En samkvæmt bráðabirgðarannsóknum höfundanna á út- breiðslu íslenzkra jurta, lítur út fyrir að meira en 100 tegundir á íslandi tilheyri þessum flokki. Meii’ihluti þeirra jurta, sem lifðu jökultímann af á íslausum svæðum á íslandi og voru færar um að mynda ný afbrigði og stofna i stórum stil, gátu dreift sér það hratt, að þær komust að minnsta kosti 500 kílómetra á 10 000 — 15 000 árum. Þær tegundir, sem gátu dreift sér með þessum hraða, vaxa nú um allt land, svo að ógjörningur er að segja, hvort þær hafa lifað á einu íslausu svæði eða fleirum á ísöldinni. Á grundvelli nákvæmra grasafræðilegra eða erfðafræðilegra rannsókna er þó stundum hægt að komast að raun um, hvort líklegt sé eða ekki, að tegundin hafi aðeins lifað hér á eixxurn stað. Eitt dæmi um tegund, sem sennilega hefir aðeins lifað á einu takmörkuðu svæði hérlendis meðan ísöldin stóð, er íslenzka deiltegundin af hvítmöðrunni, sem sænskur grasafræðingur hefir athugað og borið nákvæmlega saman við erlend eintök sömu tegundar. Rannsóknir á útbreiðslu þessara tegunda utan íslands geta gefið bend- ingar um uppruna þeirra og sannað getgátuna um, að þær hafi lifað hér af allan jökultímann eða að minnsta kosti síðasta hluta hans. Sem dæmi um slíkar tegundir, sein samkvæmt rannsóknum ýmissa grasafræðinga má telja öruggt, að hafi átt hér bólfestu síðan fyrir ísöld, en nú eru algengar hér, eru nefndar tegundirnar: fjallastör, hnúðsef, skógviður, ihnbjörk, ein deiltegundin af túnsúru, skeggsandi, ljósberi, svæfla, ljóns- lappi, jöklasóley og hvítmaðra, en nánari jurtalandfræðilegar rannsóknir leiða rnjög sennilega í ljós, að fjöldi íslenzkra jurta tilheyiá þessum flokki. Þótt höfundar þessarar ritgjörðar noti jurtalandfræðileg rök eingöngu til að sýna fram á, að jurtir hljóti að hafa lifað hér af jökultímann, er kenningin uin, að lifandi verur hafi lifað hér stanzlaust síðan fyrir isöld, ekki eingöngu byggð á grasafræðilegum rannsóknum. Skordýrafræð- ingar hafa áður sýnt frarn á, að skordýr hafi lifað sér síðan landið slitnaði úr tengslum við önnur lönd löngu áður en ísöld hófst, og jarð- fi-æðingar hafa fundið leifar ýmsra jurtategunda, sem enn vaxa hér á landi, í jarðlögum frá síðasta hlýðviðrisskeiðinu milli jökultímanna. Þeir hafa einnig sýnt fram á, að allvíðáttumikil svæði hafa verið íslaus að mestu eða öllu leyti, meðan jökullinn huldi meginhluta landsins. Það er því eflaust ekki of ákveðið til orða tekið, þótt því sé haldið fram, að kenningin um, að jurtir og dýr hafi lifað hér stanzlaust siðan fyrir isöld, sé í rauninni sönnuð staðreynd. Það á bara eftir að leiða í Ijós

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.