Iðnskólablaðið - 18.12.1935, Blaðsíða 2

Iðnskólablaðið - 18.12.1935, Blaðsíða 2
2 IÐNSKÓLABLAÐIÐ TJtge íandi: Málfundafélag Iðnskólans. Kemur út einu sinni í mánuði og kostar 10 aura biaðið. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón A. Jónsson. Auglýsingaritstjóri: Kolbeinn Árnason. Gjaldkeri: Stefán Úórarinsson. félsgsskapur, sem vænta má að hafi á stefnuskrá sinni ýms þau málefni, sem geti í framtáðmni orðið okkur til gagns og giftu. Meðlimir féíagsins eru allir ungir mer.n og konur, sem eiga að taka að sér heill og heiður skólans í framtið- inni, jafnótt og hinir eldri árgangar fara frá, sökum þess að þá er náms- tími þeirra útrunninn og að þeir fara að vinna fyrir sér af eigin ram- leik. Pess vegna er það á r í ð a n d i, að allir þeir, sem eru að byrja nám sitt, komi og gerist meðlimir félags- ins og starfi sem bezt að því, að lífi og fjöri sé haldið í hinu nýstofn- aða félagi; en það er ekki hægt nenta því aðeins að allir ieggi fram starfskrafta sína. Pið hljótið að sjá það, að »ver er farið, en heima setið«, að ráðast í að stofna félag, sem svo mundi deyja út eftir skamm- an tíma, bara fyrir það eiit, að það vantar samtök. Pví miður hefir mátt heyra það og sjá, að félög og félagsskspur hafa kafnað í innihaldslausu kjaftæðisflóði, þar sem hver hefir viljað halda sínu fram án tillits til heildarinnar, En þetta vonum við að komi ekki fram hér heldur hitt, að félag okkar það megi starfa vel og lengi með góðum árangri. Þ. B. Bekunar- 09 kryddverur er bezt að kaupa í Pentunarfélaginu. Stundvísi. Okkur Islendingum hefir oft verið brugðið um það, að við séum eftir- bátar annara í því, sem kallað er al- menn kurteisi. Sérstaklega bera út- lendingar brýrnar í það, að við séum óstundvísir, Ymsir »þjóðlega« sinnað- ir menn mótmæla þessu, segja að við séum hvergi eftirbátar annara, hvorki í þessu né öðru. En þessir góðu menn gleyma því, að það er íilgangslaust að halda einhverju fram, við verðum að sýna það í verki, að við séum því heiti vaxnir að nefnast menningarþjóð. Pað þýðir ekkert að deila um keisarans skegg, og það sjá allir, sem vilja sjá það, að í þessu efni erum við svo langt á eftir öðrum að minnkunn er að. Það er ekki tilætlunin með línutn þessum að benda á eitthvert undra- meðal, er iæknað geti þjóðina af sál- sýki þessari. Sh'kt er hlutverk upp- eldisfræðinga oklrar, og þeirra, er ala eiga upp komandi kynslóðir. Eg vil aðeins benda hér á það, sem eg held vera ástæðuna fyrir þessum á- galla okkar, orsök þess að við stönd- um hér langt að baki nágrannaþjóð- unum, sem við annars höfurn lært svo margt gott af. Margra alda áþján og kúgun hefir leitt til þess, að íslenzka þjóðin hefir orðið iómlát um flest. Eina hugsjón alls almennings hefir um alda raðir verið sú, að hafa eitthvað í munn og maga. Allur æðri þroski hefir ver- ið látinn eiga sig. Almenningur hefir litið upp til þeirra, sem ofar hafa staðið í mannfélagsstiganum, og hafa því fylgt þessari miður gullnu reglu: Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það. Pað má auðvitað segja, að þetta sé rétt, svona ætti þetta að vera, að þeir, sem örlögin hafa fengið það hnoss í hönd, að vera yfir okkur settir, ættu að vera fyrirmynd okkar í einu og öllu. En hvernig er þá ástandið í þess- um herbúðum ? Við skulum svipast um á Alþingi, þessari æðstu og elztu stofnun þjóð- arinnar, þar sem sitja fulltrúar alþýð- unnar í landinu, fulltrúar, sem ætla mætti að bæru höfuð og herðar yfir þann almúga, sem kjörið hefir þá til þessa göfuga starfs. Við skulum líta ÍÐNSKÓLABLAÐIÐ og enginn heldur jól án þess að gefa jólagjöf — En vandi er að velja. — f»ó er séð fyrir því, að vandalaust er að velja jóla- gjöf með því að athuga jólagjafa-vörur í BóS<averzlun Porst. Thorlacius. inn, þegar verið er að setja fund, þar er kannske mættur þriðjungur þingmanna, ef til vill helmirgur, sjaldan meira, nema eitthvað óvenju- legt sé á seiði. S'o eru þeir að smá-týnast inn í eina eða tvær klukku- stundir. Pannig er ástandið í þessum efnum hjá mönnum, sem ættu að vera fyrirmynd í þessu sem öðru. Og svona er það víðast hjá þeim, sem ættu að vera annara leiðsögu- stjórn. Nei, við verðum að steypa af stóli, þessari gömlu reglu, sem svo margir hafa fylgt, og fylgja enn. Við verðum að finna það, að það er okkar, hins starfandi lýðs, alþýðunnar í landinu að breyta hugs- unarhættinum. Við verðum að finna það hjá okkur sjálfum, að það er ekki vansalaust að vera svo hugsunar- lausir um þau mál, sem okkur eru í hendur fengin, að við segjum við sjálfa okkur: Pað gerir ekkert til þó ég hugsi ekkert um þetta, hinir gera það ekki heldur. Pað er éngin sfsök- un fyrir þjóf að segja: Pað eru fleiri en ég sem stela. En þetta er einmitt það, sem svo ótalmargir flaska á. Eigum við nú ekki, í þess’jm skóla, að bindast þegjandi samtökum um að kippa þessu í lag hvað okkur snertir, og reyna að standa framar öðrum í þessu? Ég er viss um, að við getum það, og við viljum það, — bara að viljinn sé nógu sterkur. Y,

x

Iðnskólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnskólablaðið
https://timarit.is/publication/1606

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.