Jólatíðindin - 15.12.1937, Síða 1
1ÓLATIÐINDIN
Flokksforingjar Adj. N. Gundersen
Kapt. B. Berntsen
Reykjavík, ðesember 1937
Útgefandi:
Hjálpræðisherinn í Reykjavik
SÖLUDRENGURINN
m
3+
R
AÐ var aðfangadags-
kvöld. Úti var fann-
bylur og mikill storm-
ur svo að snjórinn þaut kring
um húsin. En fáir höfðu af því
að segja, því flestir voru heima
í hlýjum herbergjum sínum og
búnir að hafa fataskifti, komn-
ir úr hversdagsfötunum í há-
tiöafötin.
Á mörgum heimilum voru
jólagjafir í röðum hringinn í
kring um fótinn á jólatrénu. Á
forvitnislegu augnaráði barn-
anna mátti sjá hvað þeim bjó
í brjósti: „Hvað ætli sé nú í þess-
um böggli?“ „Gaman þætti mér
nú að vita hvort ég ætti að fá
þennan stóra böggul“
Þannig hugsuðu börnin,
þegar manna þeirra kall-
aði til kvöldverðar. Allt
heimilisfólkið settist að
borðum. Fyrst var lesið
guðspjall dagsins og marg-
ur öfundaði hirðana fyrir
það, að þeir fengu að
heyra hinn dásamlega
englasöng: „Dýrð sé Guði
1 upphæðum, friður á jörðu
með þeim mönnum, sem
hann hefir velþóknun á“.
Ekki var laust við, að
Betlehemsbúum væri á-
mælt fyrir, hve illa þeir
tóku á móti írelsaranum.
Einhver sagði, að ef Jesús-
barnið hefði komið til þeirra, þá
skýldi það hafa íengið ólíkt
betri viðtökur. Þá skyldi þao
ekki hafa þurft að liggja í jöt-
unni innan um fénaðinn.
Nú var barið að dyrum. Hver
skyldi eiga erindi hingað á sjálfa
jólanóttina?
Mamma gekk til dyra, og opn-
aði varlega til þess að hleypa
ekki kuldanum inn. í anddyrinu
stóð stálpaður drengur. Hann
var illa til fara, ógreiddur og ó-
þveginn, svo að heldur stakk í
stúf við heimilisfólkið allt prúð-
búið. Pilturinn bar stóra körfu
á handleggnum, sem var full af
gipsmyndum. Hann tók eina
myndina upp og sagði um leið:
„Kaupið Jesú, góðu hjón og
börn, kaupið Jesús, kaupið
Maríu, kaupið Jósef!“ Það varð
hljótt í stofunni; öllum var for-
vitni á að vita hvað pabbi legði
til málanna, og hann lét ekki
á sér standa með það og kallar
með byrstum rómi: Út með þig,
flökkukindin þín, út með þig!
Ertu svo djarfur að trufla jóla-
guðræknina hjá okkur með
þessu gipsmyndarusli þínu!
Hypjaðu þig ellegar ég skal
taka í kragann á þér og ...“
„Flökkukindin" hrökk undan
og hvarf út í bylinn, én pabbi
hélt áfram að lesa jólaguð-
spjallið. Síðan voru jólasálm-
arnir sungnir á meðan gengið
var kringum jólatréð, og gjöf-
unum úthlutað en öllum fannst
svo erfitt að komast í gott jóla-
skap. Það var eins og jólafrið-
urinn hefði farið með drengn-
um.
Drengurinn hélt nú áfram
göngu sinni. Hann þurfti að
selja mikið áður en hann þyrði
að snúa heim. Hann mátti eiga
það víst, að fá að kenna á stafn-
um hans pabba síns ef salan
gengi ekki vel. Þegar hann hitti
fyrir harða og miskunnarlausa
menn, þá hugsaði hann til
flökkumannahreysisins úti í
skógarjaðrinum; honum fannst
hann þá næstum heyra blót og
formælingar föður síns og finna
til sársaukans undan stafshögg-
unum.
Sumstaðar tókst honum að
selja dálítið, en þó fyrir mjög
lágt verð, þvi að menn vildu
ekki láta flökkudreng „hafa sig
fyrir féþúfu“.
Það er orðið framorðið og litli
pilturinn snýr helmleiðis og
býst nú við skömmum og ill-
mælum, og einnig vissi hann, að
leitað yrði á honum hátt og lágt
til að vita hvort hann væri nú
ekki búinn að hnupla einhverju
handa sjálfum sér. Því næst
vonaðist hann eftir að fá hálf-
kroppaða hænu, sem einhver af
heimafólkinu hefði stolið úr
hænsangarði náungans, ef ann-
ars nokkru yrði leift þegar
allir hinir væru búnir að næra
sig.
Lítið hús liggur hægra megin
við götuna. Ljósið skín út um
gluggann. Honum liggur við að
drepa á dyr, en fannst húsið svó
fátæklegt, að hann ásetur sér að
fara fram hjá. Hann er orðinn
dauðþreyttur og honum sortn-
aði fyrir augum. Hann sér ekk-
ert, en reynir þó að þreifa sig
áfram. Allt í einu rekur hann
höfuðið í vegg og við árekstur-
inn rankar hann við sér, og
verður þess þá vísari, að hann
stendur rétt við dyrnar á litla
húsinu, og áður en hann getur
vikið sér til hliðar opnaðist
hurðin og hann heyrir kallað
með blíðri röddu: „Hver er
þarna?“ Þá vaknaði óðar verzl-
unarandinn í piltinum: „Gott
kvöld! Góða frú, ég er að selja
myndir. Kaupið Jesú, kaupið
Maríu, kaupið Jósef!“
„Veslings barn, komdu inn!“
sagði góða konan. „Þú ættir ekki
að vera úti svona seint og í
svona vondu veðri“. Svona ást-
úðleg orð urðu vesalings þjak-
aða drengnum ofurefli, — hann
fór að gráta og missti körfuna
með öllum myndunum svo að
þær molbrotnuðu, og svo hneig
hann niður örmagna. Þegar
hann kom aftur til ráðs, lá
hann í legubekk í hlýju her-
bergi, og í staðinn fyrir kvist-
ótta stafinn, sem faðir hann lét
hann oft kenna á, struku nú
mjúkar barnahendur úfnu
lokkana hans blíðlega.
Fjögur börn stóðu hjá hon-
um og öll kepptust þau við
að sýna honum hluttekn-
ingu og ástúð. Þegar hann
var búinn að jafna sig var
hann settur að borði með
ekkjunni og börnum henn-
ar. Hann sat nú þar, sem
húsbóndinn hafði setið að-
fangadagskvöldið árið áð-
ur. Ekkjan hafði átt í vök
að verjast frá því maður-
inn hennar dó; en Guð var
henni og börnum hennar
góður, svo að þau gátu við
og við dregið saman fáein-
ar krónur handa „fátæk-
um“, og nú gáfu þau litla pilt-
inum alla þá peninga, og hann
réð sér ekki fyrir fögnuði.
Þau lásu nú jólaboðskapinn og
flökkupilturinn hafði aldrei
heyrt hann fyrri, og þegar ekkj-
an lét aftur bókina, stóðu tár-
in í augum hans. Hann bað um
að lofa sér að sjá bókina. Og
af hverju? Hann var ekki les-
andi. Hann virðir nákvæmlega
fyrir sér þessa dýrmætu bók,
flettir blöðunum og leggur
hana aftur. Síðan beygja þau
öll kné sín og biðja. Svo kvaddi
flökkudrengurinn og hélt af stað
til flökkutjaldanna. Ekkjan
gekk að borðinu til þess að
leggja biblíuna aftur, en nemur
augnablik staðar, andvarpar og
segir: „Ég þakka þér Jesús fyrir
heimsóknina“ Svo varð henni
litið á hina opnu bók sem dreng-
urinn skyldi við á borðinu, og
þar voru þessi orð rituð: „Það
sem þér hafið gert einum
af þessum mínum minnstu
bræðrum, það hafið þér gert
mér“.